Morgunblaðið

Date
  • previous monthSeptember 1975next month
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 1
36 SÍÐUR 302.62.árg. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 PrentsmiSja MorgunblaSsins. Forsætisráðherra ræð- ir við Bratteli í dag GEIR Hallgrfmsson, forsætisráð- herra, og kona hans, Erna Finns- dóttir, héldu f opinbera heimsókn til Noregs f gærmorgun. Vél þeirra millilenti f Kaupmanna- höfn og sfðan var haldið með SAS-flugvél til Fornebuvallar við Ósló. Forsætisráðherra Noregs, Trygve Bratteli, og kona hans, Randi Bratteli, tóku á móti gestunum, svo og Agnar Klemenz Jónsson sendiherra í Noregi. Að svo búnu héldu forsætisráðherra- hjónin til gestabústaðar norska ríkisins, þar sem þau munu dvelja meðan heimsóknin stendur yfir. t dag, fimmtudag, mun Geir Hallgrfmsson hitta forseta norska stórþingsins og síðan eiga við- ræður við Trygve Bratteli. Eftir það fer ráðherrann f Nýlands- fyrirtækið og mun meðal annars skoða gerð oliuborunarpalla. Erna Finnsdóttir mun fara í heimsókn á þekktustu söfn í Ösló fyrri hluta dags, en Randi Bratteli býður síðan til hádegis- verðar í Þjóðminjasafninu. Klukkan tuttugu í kvöld hefst svo boð norsku rikisstjórnar- innar í Akerhushöll til heiðurs fslenzku ráðherrahjónunum. Portúgal: KOMMUNISTAR SLÁ AF KRÖFUNUM Myndin var tekin á Fornebuflugvelli við Ósló í gær, þegar Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, og kona hans, Erna Finnsdóttir, höfðu heilsað gestgjöfum sínum, Trygve Bratteli forsætisráðherra Noregs og Randi, konu hans. Lissabon 17. sept. Reuter KOMMtlNISTAFLOKKUR Portú gals samþykkti f kvöld að hætta við að setja þær kröfur á oddinn, viðvfkjandi stjórnarsamstarfi, að flokkur þeirra fengi jafnmarga fulltrúa f þjóðstjórn Azevedos og Alþýðudemókratar PPD. Eins og alkunna er, hefur þetta verið mesta ásteitingarefnið varðandi undirbúning stjórnarinnar. Bendir allt til þess að með þessu sé rutt úr vegi mestu hindrun- inni, sem á þvf var að Azevedos tækist að koma saman ráðherra- lista sfnum. Heimildir Reuterfrétta- stofunnar greindu frá því að Costa Gomes forseti landsins hefði átt leynilegar viðræður við kommúnista, sósialista og alþýðu- demókrata. Cunhal, formaður kommúnista, sagði á fjölmennum útifundi stuðningsmanna sinna í Lissabon I gærkvöldi, að hægriöflin f land- inu reyndu að koma í veg fyrir Framhald á bls. 35 Kvótakerfi hjá EBE? Frá Jörgen Ilarboe Kaupmannahöfn í gær. STJÓRN Efnahagsbandalagsins athugar möguleika á kvótafyrir- komulagi fiskveiða á miðum aðildarlanda bandalagsins að þvf er hún segir f svari við fyrirspurn nokkurra fulltrúa á þingi Efna- hagsbandalagsins. Fundir Allsherjar- þingsins eru hafnir Þingmennirnir spurðu stjórn bandalagsins að þvf hver viðbrögð hennar yrðu við „beinum átök- um“ sem hefðu átt sér stað á Norðursjó milli danskra, hollenzkra og vestur-þýzkra fiski- skipa. Þeir spurðu hvort stjórn banda- lagsins mundi leggja til við ráð- herranefnd þess að tekin yrði upp sameiginleg stefna i fiskveiðimál- um, til dæmis kvótafyrirkomulag eða álíka takmarkanir sem gætu komið i veg fyrir að slikir at- burðir endurtækju sig. Stjórnarnefndin segir i svari að samkvæmt gildandi ákvæðum geti hún lagt til að grip- ið verði til varúðarráðstafana af þessu tagi ef hætta sé á ofveiði vissra fisktegunda á miðum aðildarlandanna. En stjórnarnefndin bætti þvi við að ákvörðun um hugsanlegt kvótafyrirkomulag væri háð almennri þróun fiskveiðimála og þróun í átt til útfærslu fiskveiði- lögsögu í heiminum. Stjórnarnefndin benti í þessu sambandi á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði að öll þessi vandamál væru ,,í athug- Fráfarandi forseti AUsherjarþingsins, Abdelaziz Bouteflika, frá Alsfr, afhendir nýkjörnum forseta Gaston Thorn frá Luxemborg, fundar- hamarinn, hina kunnu gjöf tslendinga. Til vinstri er aðalfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, dr. Kurt Waldheim. Togaraútgerð í Aberdeen á heljarþröm Aberdeen, Skotlandi 17. sept. Reuter. Þrjú ný aðildarríki S.Þ. 17. sept. Reuter. AP. — ALLSHERJARÞING Sam- einuðu þjóðanna var sett f New York í dag og stýrði nýkjörinn forseti þingsins, G. Thorn for- sætisráðherra Lúxemburgar, fundi. Thorn tók við forsetastarfi af Abdelaziz Bouteflika, utan- rfkisráðherra Alsfr. Þá verður kosið sautján manna varaforseta- ráð og formenn þeirra sjö nefnda, sem atkvæðamestar eru. For- maður stjórnmálanefndarinnar var kosinn Edouard Ghorra, sem lengi hefur verið sendiherra Lfbanons hjá Sameinuðu þjóðunum. Boðnir voru sérstaklega vel- komnir til fundarins fulltrúar þriggja rikja, sem öðlazt hafa sjálfstæði nýlega, þ.e. Mósambik, Cape Verde og Sao Tome. Þá hafa fulltrúar Papúa, sem hlaut sjálfstæði í þessari viku, óskað eftir aðild að Sameinuðu þjóðun- um og er þess vænzt að það mál verði afgreitt á næstunni. Nú á 141 riki aðild að Sameinuðu þjóðunum. Suður-Afríka, sem látin var víkja af Allsherjarþinginu á síðasta starfsári, sendi ekki full- trúa til setningar þingsins. Talið er að stjórnvöld Suður-Afríku íhugi nú í alvöru að segja landið úr samtökunum fyrir fullt og fast. Þá hafa bæði Suður- og Norður- Víetnam sótt um aðild að sam- tökunúm og verður málið tekið fyrir á stjórnarnefnd þingsins sem heldur fyrsta fund sinn í kvöld eða á morgun. Til að öðlast aðild verður ríki að fá meðmæli Öryggisráðsins og síðan er leitað eftir samþykki Allsherjarþings- ins. HÁTT olíuverð og almennur sam- dráttur er að rfða togaraútgerð í Aberdeen að fullu að þvf er WiIIi- am Ross, Skotlandsmálaráðherra, var tjáð f dag. Það var Joe Mc- lean, ritari samtaka yfirmanna á togurum, sem skýrði ráðherran- um frá því, að samtökin hefðu nú innan sinna vébanda aðeins 150 skipstjóra og stýrimenn, eða helmingi færri menn en f fyrra. Tuttugu og sjö Aberdeentogarar hafa ekki verið gerðir út vegna fjárhagserfiðleika og togaramenn hafa horfið til starfa við olfubor- anir f Norðursjó vegna þess hve hátt kaup er greitt þar. Sagði ritari samtakanna, að veita yrði togaraútgerð f borginni tveggja milljón króna ríkisstyrk nú þegar ætti hún að geta rétt úr kútnum. Þýzkar bóndadætur lokaðar inni Bonn 17. sept. Reuter. ÍBUAR f þorpinu Bogen, en það er á svæði því sem heræf- ingar vestur-þýzka hersins munu fara fram næstu viku, hafa samþykkt að loka gjaf- vaxta heimasætur í þorpinu inni og halda þcim að prjóna- skap og öðrum hannyrðum á meðan æfingarnar standa yfir. Herflokkar sem voru komnir f nágrennið furðuðu sig á kvennafæð f þorpinu og tóku Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 302. tölublað (18.09.1975)
https://timarit.is/issue/116268

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

302. tölublað (18.09.1975)

Actions: