Morgunblaðið - 18.09.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.09.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 3 Einstœður kínversk- ur fjöllistaflokkur kemur í heimsókn Mun sýna í Laugardalshöllinni EINN kunnasti fjöllistaflokkur Kína. TIENTSIN, kemur f heimsókn til Islands 16. októ- ber n.k. en flokkurinn sem tel- ur 70 manns eru nú á sýningar- ferð um Norðurlönd og hefur honum verið mjög vel tekið í Finnlandi og Svfþjóð, þar sem hann er búinn að sýna. Hefur sýningarflokkurinn vakið mikla athygli og samkvæmt upplýsingum kfnverska sendi- ráðsins í Reykjavík sáu bæði forsætisráðherra Finnlands og Svfþjóðar sýningu hjá lista- mönnunum. Hingað til lands kemur Tientsin á vegum Iþróttabandalags Reykjavfkur, Kínversk-fslenzka menningar- félagsins og kfnverska sendi- ráðsins. Tientsin er talinn einn af fremstu fjöllistaflokkum Kína og er þó um að ræða rót- gróna listgrein þar og íþrótt, eða allt að 2000 ára gamla. Hópurinn leikur hinar ótrúlegustu listir sem bæði reyna á þjálfaða samvinnu og svo á getu einstakl ingsins. Dagskrá sýningar- flokksins byggist á gamalli hefð f þessari list, en þó ávallt síungri, þvf inn eru tekin atriði, sem tengjast nýjum tfma, m.a. hjóla tólf manns á einu reiðhjóli. Tientsin er nú á leið til Noregs þar sem flokkurinn mun sýna f tvær vikur, sfðan heldur hann til Danmerkur og þaðan kemur hann til lslands 16. okt. og dvelur hér til 24. okt. Samkvæmt upplýsingum Kristjáns Jónssonar hjá IBR mun fjöllistaflokkurinn koma nokkrum sinnum fram á sýn- ingum f Laugardalshöllinni, en meðal þeirra ' 65—70 manns sem f flokknum eru, er 15 manna hljómsveit. Kvaðst Kristján vilja undirstrika ómetanlega aðstoð kfnverska sendiráðsins við undirbúning og framkvæmd þess að fá hing- að þennan frábæra sýningar- flokk, sem héðan mun halda f sýningarferðalag til Spánar. Öryggi — leikni. Þrjár konur úr Tientsin leika jafnvægislistir. Það er ugglaust ekkert grfn að leika þetta eftir. Borið á borð f tilefni kvennaárs. Teygt úr sér eftir flug f gegnum báða hringina. bólgan. Þetta væru raunar einu málin, sem fjallað væri um i kosningabaráttunni, um utan- ríkismálin væru engar skiptar skoðanir, allir styddu núver- andi stefnu á því sviði. Sagði sendiherrann, að í kosninga- skrifum finnsku blaðanna væri ekkert minnst á utanrikismál. Vöruskiptajöfnuður Finna hefði að undanförnu verið mjög óhagstæður og f ár væri gert ráð fyrir að hallinn yrði um 5 milljarðar finnskra marka eða um 210 milljarðar ísl. kr. Eink- um hefði það valdið Finnum erfiðleikum að útflutningur þeirra á byggingarvörum hefði stórdregist saman, verðið hefði ekki lækkað aðeins magnið minnkað. Finnar þurfa að flytja inn 70% af eldsneytinu, sem þarf til að fullnægja orku- þörf sinni og er langmestur hlutinn keyptur frá Sovét- ríkjunum og öðrum austan- tjaldslöndum. Sagði hann að Finnar hefðu nú fullnýtt alla virkjunarmöguleika sína og nú væri verið að byggja fyrsta kjarnorkuverið, sem taka á til Framhald á bls. 35 Rœtt viö Olavi Munkki sendiherra Finnlands á íslandi „ÞAÐ er ekki búist við miklum breytingum í þingkosningum, sem fara fram f Finnlandi nk. sunnudag og mánudag, en þó bendir ýmislegt til að smá- fiokkarnir muni tapa og fólkið þjappast meira um stóru flokk- anæ sagði Olavi Munkki sendi- herra Finnlands á tslandi er Mbl. hitti hann að máli f gær, en sendiherrann er nú staddur hér á landi f heimsókn. Hann hefur aðsetur f Ósló, en sagðist reyna að koma hingað einu sinni til tvisvar á ári til við- ræðna við fslenzka ráðamenn. Hann hefur gegnt núverandi embætti sfnu f þrjú ár. Sendiherrann sagðist hafa rætt ýmis mál varðandi norr- æna samvinnu við utanríkisráð- herra og ráðuneytisstjóra í þessari ferð í sambandi við aukaþing Norðurlandaráðs, sem haldið verður í Stokkhólmi um miðjan nóvember og lagði á það áherzlu að þáttur Islands í norrænni samvinnu hefði auk- ist mjög á undanförnum árum og starf Islands á þeim vett- Olavi Munkki sendiherra vangi ákaflega jákvætt. Þá ræddi sendiherrann einnig fiskveiðimálin og sagði að Finnar skildu vandamál Islend- inga og styddu þá eins og oft hefði komið fram. Um viðskipti Islands og Finn- lands sagði sendiherrann að þau væru ekki mjög mikil, en færu þó stöðugt vaxandi. Aðspurður um helztu vanda- málin í Finnlandi sagði Munkki sendiherra að það væru efna- hagsmálin og þá einkum verð- Skriður kom- inn á verð- merkingar SAMKVÆMT upplýsingum Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra hafa kaupmenn hafið vörumerk- ingu af fullum krafti í búðar- gluggum og þar sem kveðið er á um, að vörur skuli verðmerktar, en verðlagsstjóri kvað þá hafa orðið vara við að kominn væri skriður á þetta mál. Ekki kvað verðlagsstjóri hafa verið kannað ennþá hver viðbrögð veitingahúsa væru við tilmælum um skrá yfir verð veitinga utan dyra. Kjarvalsstaðir: 5000 sáu LJÓS 75 LJÓSMYNDASÝNINGUNNI LJÓS 75 lauk á Kjarvalsstöðum í fyrrakvöld og sáu 5000 manns sýninguna og 25 myndir seldust. Um helgina opnar Pétur Frið- rik listmálari sýningu þar sem mun standa i þrjár vikur. Tafl og bridge VETRARSTARF Tafl- og bridge- klúbbsins hefst í kvöld með 5 kvölda tvimenningskeppni í Domus Medica. Keppnin hefst kl. 20.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.