Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 15

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 15 Egill Hauksson eðlisfræðingur, Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur. Myndin er tekin á Raunvísinda- stofnun Háskðlans. Egill hefur umsjón með mælingum norðanlands, Páll með mælingum sunnanlands en Sveinbjörn fylgist fyrst og fremst með jarðhræringum á Reykjanesskaga. Unnið er að því að koma tölvuúrvinnslu mælinganna f fast form og starfar Egill að þvf verk- efni. ströndum. Hérlendis koma skilin á land á Reykjanesskaga og þaðan má rekja þau að Kleifarvatni án erfiðleika. Ekki hefur tekizt að rekja slóðina örugglega frá Kleif- arvatni en vitað er að skilin halda áfram í átt til Hengilssvæðisins en þar virðast þau greinast. Ligg- ur önnur greinin líklega um Þing- velli, en hin ölfus og Suðurlands- undirlendi í gegnum miðhálendið og norður í land. Norðanlands eru margföld skil, og er m.a. vitað af slíkum skilum við Húsavxk og Grímsey. Eins og áður sagði er lögð mikil áherzla á að „fylla í gatið“ og rekja slóð skilanna sem nákvæmlegast frá Kleifarvatni um Suðurland og norður yfir. Á Reykjanesskaga frá Reykjanesi að Kleifarvatni eru mjög tíðir jarðskjálftar en þeir eru oftast vægir. Á Suðurlandsundirlendinu eru skjálftarnir aftur á móti fáir en því sterkari. Þar hafa komið stærstu jarðskjálftar sem orðið hafa á íslandi. Hérlendis hafa orðið jarðskjálftar allt upp í 7—8 stig á Richterkvarða, en slíkir skjálftar eru mjög harðir. Þegar skjálfti er orðinn 3 stig verða menn hans greinilega varir og styrkleikinn eykst hröðum skref- um við hvert stig. Nú er lokið við að setja upp jarðskjálftamæla á flestum veiga- mestu jarðskjálftasvæðum lands- ins. Eftir er þó að bæta við mæl- um á nokkrum stöðum, m.a. vant- ar mæla á miðhálendinu, I Ölfusi, í Hornafirði og í öræfasveit. Sagði Páll Einarsson að þegar þessir mælar væru komnir væri hægt að segja að þessi mál væru komin í viðunandi horf. Þess má geta að flest jarðskjálftamælitæk- in eru smíðuð hérlendis, en tæki þessi eru þannig að sinna verður þeim daglega. Unnið er nú að því að smíða tæki hér á landi sem ekki þarf að hafa jafnmikið eftir- lit með og sem gætu safnað upp- lýsingum í Iangan tíma án þess að þeim væri sinnt. Þessi mynd sýnir hvar jarðskjálftamælar voru á Islandi f júlf. Bætt hefur verið inn á myndina nýjustu mælunum á Hrauni á Skaga og á 'Siglufirði. Má af myndinni nokkuð ráða hvar helztu jarðskjálftasvæð- in hérlendis eru og hvar mest er unnið að mælingum á þeim. Hægt að hefja byggingu Þjóðarbókhlöðunnar 1976 UNDIRBUNINGUR að Þjóðar- bókhlöðunni, sem á að sameina Landsbókasafn og Háskólabóka- safn, er f gangi og miðað við að hægt verði að byrja byggingu sumarið 1976, ef ákvörðun er tekin um fjárveitingu, Byggingarnefnd, bókaverðir og arkitektar hafa tekið ákvarðanir um alla mótun byggingarinnar og komið að því að byrja á bygg- ingarnefndarteikningum, að þvf er Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður tjáði Mbl., er spurt var um hvað Þjóðarbókhlöðumál- inu liði. Staðsetning byggingarinnar hefur verið ákveðin á Melunum í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa samþykkt staðinn með ákveðnum skilyrðum, sem þarf að fullnægja áður en byrjað er að byggja. Eiga borgin og menntamálaráðuneytið eftir að semja um það. Byggingarnefnd gerði það að tillögu sinni við ráðuneytið að byrjað yrði á byggingunni sumarið 1976 og gert yrði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. En siðan er það stjórnvalda að ákveða hvort þau vilja leggja út I stórar fjárveitingar til þess, sagði Finnbogi Guðmundsson. — Þetta er mikið og vandasamt verk, sagði Finnbogi, og ég held að við höfum farið skynsamlega að, reynt að vinna það vel og hrapa ekki að neinu. En nú eru hugmyndir fullmótaðar um það hvað þarna eigi að vera og hægt að ganga i gerð byggingar- nefndarteikninga. Arktitektar eru Þorvaldur Þorvaldsson og Mannfreð Vilhjálmsson. Ólafur Jens Pétursson: Aþenska lýðræðið og sófistar Stutt athugasemd Það er kunnara en frá þurfi að segja, að í ræðu og riti beita menn oftar en skyldi alhæfingum á grundvelli hefðbundinna skoðana, sem þeir hafa tileinkað sér gagnrýnislaust. Þetta gerist ekki sfst í dagblöðunum. Þó að blaðamönnum geti verið vorkunn í amstri hins rúmhelga dags, verður að gera vissar Iágmarks- kröfur til fræðimanna, sem láta Ijós sitt skfna á síðum blaðanna. I Morgunblaðinu fimmtud. 11. þ.m. sýnist mér dr. Jón Gíslason einmitt falla i gryfju órökstuddr- ar alhæfingar með því að skipa öllum sófistum í einn og sama flokkinn og kenna þeim að nokkru a.m.k. um hrun hins aþenska lýðræðis á 5. öld f.Kr. Þetta er svo sem ekki f fyrsta sinn, sem sófistar eru hafðir fyrir rangri sök, ef litið er á þá sem eina heild. Skal nú reynt að bera nokkurt blak af þessum „alræmdu" mönnum. Eins og dr. Jón Gfslason bendir réttilega á, var eitt einkenni 5. aldarinnar f.Kr. „hinn ótrauði rannsóknárandi og bjartsýni á getu manna til að leysa hvers konar vanda". Hér á dr, Jón vafa- Iaust við þá menn, sem höfnuðu goðsögulegum skýringum á tilurð og eðli heimsins, en leituðu nátt- úrulegra skýringa á fyrirbærum efnisheimsins og kallast þvi gjarnan „náttúruspekingar". Þetta var samt aðeins eitt ein- kenni 5. aldarinnar. Annað ein- kenni og kannski grundvöllur annarrar menningarviðleitni grikkja var tilraun þeirra til lýð- ræðislegra stjórnarhátta. Lengst náði þessi viðleitni í Aþenu. Megineinkenni hins aþenska lýð- ræðis var bein þátttaka frjálsra karlmanna í stjórn ríkisins og fjörugar umræður þeirra um landsins gagn og nauðsynjar. Að vísu hafði aðeins tíundi hluti fbú- anna þennan rétt f reynd, eða svipaður hundraðshluti og hér á Islandi fyrir tæpum hundrað árum. En þrátt fyrir svo takmark- að lýðræði, varð ekki undan þvf vikist að uppfræða almenning og þá ekki síst í rökfimi og mælsku- list. Þeir sem fengust við slíka kennslu voru einu nafni kallaðir sófistar. Þó að þeir létu sig eink- um varða samfélagsmálefni og siðfræði, leyna sér ekki áhrif nátt- úr spekinga á hugsunarhátt þeirra. Auk viðleitni sinnar til að auka alþýðumenntun, snerust sófistar öndverðir gegn hleypidómum í garð annarra þjóða og boðuðu frið með mönnum. Þeir settu einstakl- inginn í öndvegi gagnvart ríkis- valdinu og lögðu áherslu á mannúð og umburðarlyndi. A.m.k. einn þeirra barðist opin- berlega gegn þrælahaldi. Síðast en ekki sfst réðust þeir á þá trú, að nokkur maður gæti þekkt algildan sannleika, því að mann- leg þekking yrði að byggjast á reynslu. Manninum væri með öllu ókleift að sanna eða afsanna tilvist guðanna, af því að hann skorti allan þekkingarfræðilegan grundvöll til þess. Þannig má með góðum rökum segja, að með sófistum komi tii sögunnar vfsindaleg efahyggja. Vanmat og rangtúlkun á kenn- ingum sófi^ta á sér ýmsar orsakir. Það var t.a.m. ógæfa þeirra, að einhver áhrifamesti andans maður fornaldar, Platón (427—347 f.Kr.), leit þá heldur betur skjálgu auga. Æ síðan hafa sófistar verið óvinsælir með þeim mönnum, sem trúa á einhvers konar „stórasannleik“, hvort heldur hann er opinberaður eður ei. Þeir lögðu ofurkapp á réttan skilning og beitingu hugtaka í rökræðum, og hver skyldi lá þeim það nú? Hins vegar er það sjálf- sagt rétt, að sumir þeirra hafi gengið svo langt, að saka mætti þá um orðhengilshátt og útúrsnún- inga, þó að fjarri lagi sé að telja slíkt „eina meginorsök þess, að lýðræði beið ósigur í Aþenuborg“, eins og dr. Jón Gislason gerir for- málalaust. E.t.v. hefur þar verið um að ræða eitt veikleikamerki lýðræðisins, en fráleitt dauðann í brjósti þess. Andstæðingar hins aþenska lýð- ræðis unnu sigur og umræður voru hnepptar í spennitreyju ofstækis og afturhalds. Og það er táknrænt, að bæði náttúruspek- ingurinn Anaxagóras og sófistinn Prótagóras, sem voru jafnaldrar, dóu í útlegð árið 428 f.Kr. Eins og hér hefur verið bent á, eru hinar hefðbundnu skoðanir á sófistum reistar á næsta veikum grunni. Full ástæða er til að rannsaka slíkar hugmyndir nánar, áður en við þeim er gleypt án minnstu gagnrýni. Kópavogi, 14. sept. 1975 Ólafur Jens Pétursson. Þjóðhöfðingjar hjá Sameinuðu þjóðunum FRA því hefur verið skýrt I aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna að Hirohito Japanskeisari komi í heimsókn til aðalstöðvanna meðan á Allsherjarþinginu stend- ur. Keisarinn mun ekki ávarpa þingheim, aðeins skoða sig um á svæði samtakanna og hitta Wald- heim að máli. Þá er einnig von á Ölafi Noregskonungi f heimsókn 4. október og mun konungur flytja ræðu. Þá er einnig gert ráð fyrir að Sadat Egyptalandsforseti muni heimsækja aðalstöðvarnar í október og einnig Sihanuk Kambódíuprins. Nánari athugun leiöir ýmislegt í ljós "VIÐERUM REYNSLUNNIRÍKARI" Skólagötu 26 Simi 26866 Fljótt á litið virðist allt tvöfalt gler vera eins. f dag er aðeins um að rœða fyrsta flokks flotgler á markaðnunt. Gler, sem síðan er sett saman á mismunandi hátt með álrömmum, tilheyrandi þéttiefnum og rakavamar- efnum. Afhverju er Cudoglerþá dýrara? ■ Cudogler h/f. byggir framleiðslu sína á dýrum efnum og vandaðri samsetningu. Cudogler h/f. notar aðeins Terostat þéttiefni, og um það bil helmingi meira af þéttiefni eivaörir. Efnismiklir álrammar með sérstakri skörun tryggja að ryk úr rakavarnarefnum komist ekki milli glerja, en rammarnir eru fylltir tvenns konar rakavarnarefnum. sem hindra móðumyndun. Terostat hefur ótrúlegan sveigjanleika. og meiri viðloðun en önnur sambærileg þéttiefni. /BSumir framleiðendur nota stærri og þynnri álramma, sem gefa mun minna rúm fyrir þéttiefni. Aðeins tvær hliðar álrammans eru fylltar rakavarnarefni. Þeir þurfa að verja yfirborð efnisins, til að foröast neikvæð efnaáhrif á samselningu glersins. Venjuleg gerð álramma býður alltaf heim hættu á ryki úr rakavarnarefnum milli glerja, þar sem rúður eru alltaf á stöðugri hreyfingu. Þeir, sem meta öryggi og vandaða vinnu, vilja fremur borga heldur meira fyrir viðurkennd gæði. Þeir vita, aö endurísetning tvöfalds glers er kostnaðarsöm, þó að glerið sé i ábyrgð framleiðanda, þegar galli kemur fram. Verðgildi byggingar hækkar við ísetningu tvöfalds glers frá framleiðanda, sem nolar aðeins Terostat þéttiefni, sparar hvergi til við samsetningu glersins, og gefur 10 ára ábyrgð á framleiðslunni. Þess vegna borgardu heldur rneira fyrir Cudogler — þú ert að fjárfesta til frambúðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.