Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 17

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 17 Indónesar vilja ekki Kúbuástand á Tímor síðasta manns ef innrás verði gerð í landið. í kvöld sendu Indónesíu- menn flotadeild að ströndum Austur-Tímor til stuðnings öðr- um herskipum sem þeir hafa þegar sent þangað. Jafnframt vöruðu þeir við hefndarárásum stuðningsmanna sinna á Aust- ur-Tímor. Sagt er að á bak við búi uggur vegna þess að Fretelin virðist hafa farið með sigur af hólmi í bardögunum. Yfirmenn herliðs Fretelin sögðu vestrænum fréttamönn- um að bardagarnir einskorðuð- ust við lítinn hluta landsins. Einn þeirra, Rogerio Lobato, sagði að hermenn Fretelin hefðu umkringt stuðningsmenn Apodeti og UDT, sem virtust hafa tekið höndum saman, í Atsabe, nálægt landamærum Framhald á bls. 35 Frá setningu 30. Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Á þinginu tóku sæti fulltrúar þriggja nýrra ríkja sem öll eru fyrrverandi nýlendur Portúgala og forseti þess var kjörinn Gaston Thorn, forsætisráðherra Luxemborgar. GELLER líkleg- asti sigurvegari Friðrik í 8.—9. sæti ásamt Kavalek MATVÆLI eru af skornum skammti eftir bardagana á Austur-Tímor að sögn frétta- ritara Reuters og annarra vest- rænna fréttamanna sem hafa flogið þangað. Flest matvæli eru innflutt og birgðir sem fyr- ir liggja endast aðeins í hálfan mánuð. Vinstrihreyfingin Fretelin kveðst hafa mestallan hluta Austur-Tímor á valdi sínu eftir bardagana, sem hófust fyrir rúmum mánuði þegar hreyfing- in UDT lagði undir sig helztu mannvirki í landinu og krafðist sjálfstæðis af Portúgölum, sem hafa ráðið því í tæpar fimm aldir. Indónesar ráða vesturhluta eyjunnar og njóta stuðnings þriðju stjórnmálahreyfingar- innar, sem vill sameiningu við Indónesíu. Indónesar vilja ekki að Austur-Tímor verði önnur Kúba og hafa sagt að til mála geti komið að þeir geri árásir á stöðvar Fretelin á Austur- Tímor. Því er fyrir hendi sá mögu- leiki að Indónesar grípi til íhlutunar á Austur-Tfmor, en foringjar Fretelin segja að þeir séu þess albúnir að berjast til Ættflokkastrfðsmenn hafa beitt frumstæðum vopnum í bardögun- um I nýlendu Portúgala á Austur-Tfmor. Hins vegar hefur einnig verið beitt nýtfzkulegri vopnum. CIA prófaði eitur í j árnbr autargöngum Port Moreshy, 17. september. Reuter. PAPÚA f Nýju-Guineu hefur fengið sjálfstæði og I guðsþjón- ustu af þvf tilefni hefur Karl Bretaprins óbeint varað við að- skilnaðarstefnu með þvf að vitna í Pál postula þar sem hann segir Rómverja að hlýða veraldlegum yfirvöldum. Aðskilnaðarsinnar á kopar- auðugri eyju, Bougainville, hafa einhliða lýst yfir aðskilnaði og stofnun sjálfstæðs rfkis, ,,Lýð- veldis Norður Solomon-eyja“. Aðskilnaðarsinnar segjast njóta stuðnings meirihluta 102.000 íbúa Bougainville og biskup rómversk- kaþólskra manna þar, Gregory Singkai, hefur lýst yfir stuðningi við þá. Papúa er austurhluti Nýju- Guineu að viðbættum eyjunum Manus, Nýja-lrlandi og Nýja- Bretlandi og nyrztu eyjunum í Solomon-eyjaklasanum, Bougain- ville og Buka. Þessi landsvæði hafa verið undir stjórn Ástralíu- manna í 60 ár. Eitt þúsund ættflokkar búa f þessu geysistóra hitabeltislandi. Margir þeirra eru á steinaldar- stigi og margir íbúanna er mann- ætur. NÚ ER aðeins einni umferð ólok- ið á skákmótinu f Middlesbrough og vcrður hún tefld f dag. t 14. og næst síöustu umferðinni gerði Friðrik Ólafsson Evrópumeistari jafntefli við hollenzka stórmeist- arann Timman eftir mjög skemmtilega og tvísýna baráttu. Sömdu þeir um jafntefli f gær- morgun eftir að skákin hafði farið f bið. t 13. umferðinni sigraði Friðrik hinn nýbakaða brezka stórmeistara Antony Miles. Var þetta fyrsta vinnings- skák Friðriks á mótinu, en hann er aftur á móti ókrýndur jafn- tefliskonungur mótsins með 11 jafntefli. Staðan fyrir síðustu umferðina er sú, að sovézki stórmeistarinn Efim Geller (sá sem kom hingað 1972 sem aðstoðarmaður Spasskís) er í efsta sæti með 9 vinninga af 13 mögulegum. Washington, 17. september. AP. Reuter. Neðanjarðarbrautin f New York var vettvangur tilrauna sem starfsmenn leyniþjónustunnar CIA gerðu til að ganga úr skugga um hvort járnbrautarkerfið gæti staðizt árás sem yrði gerð á það með eiturvopnum. Yfir maður CIA, William E. Colby, Ijóstraði upp um þessar tilraunir I greinargerð sem var birt f sambandi við yfirheyrslur yfir honum fyrir leyniþjónustu- nefnd öldungadeildarinnar. Hann sagði að tilraununum hefði verið hætt 1970. Colby sagði að hættuleg efni hefðu ekki verið notuð í tilraun- unum. Hins vegar voru neðan- jarðargöngin fyllt efnum sem voru eftirlíking á banvænu gasi en talin meinlaus. I yfirheyrslunum sýndi Colby eiturörvabyssu sem hægt er að myrða með „hljóðlaust og spor- laust“ af hundrað metra færi. Hann var spurður um leyni- legar eiturbirgðir CIA sem fund- ust nýlega þótt eyða ætti öllum banvænum eiturefnum sam- kvæmt forsetaskipun frá 1970. Colby sagði að CIA hefði eytt þremur milljónum dollara á 18 árum til að framleiða eitur og eiturvopn. Hann sagði að 37 banvæn eitur- efni hefðu fundizt í rannsóknar- stofum CIA en skipunin frá 1970 hefði ekki náð til allra tegund- Framhald á bls. 35 Steinaldarríki fær sjálfstæði Næstur honum er vestur-þýzki stórmeistarinn Róbert Hiibner með 8 vinninga. Nægir Geller jafntefli í síðustu skákinni gegn Framhald á bls. 35 Efim Geller Schleimann fær útvarpsstöðuna Frá Jörgen Harboe. Kaupmannahöfn í gær. JÖRGEN Schleimann var I dag kjörinn forstöðumaður frétta- og fréttaþáttadeildar danska út- varpsins eftir mikið pólitískt stímabrak og harða samkeppni við flokksbróður sinn úr flokki sóslaldemókrata, Hans Jörgen Jensen, fréttastjóra sjónvarps. Jörgen Schleimann er núverandi fréttastjóri útvarpsins, en tekur við hinu nýja embætti 1. janúar. Hann tekur við af Bendix Madsen sem verður forstöðu- maður Nordvisiondeildar. ítalir selja lúxusskip tíl Þýzkalands Róm, 17. scptember. AP. ÞÝZKIR aðilar hafa keypt ítölsku lúxusskipin, Michel- angelo og Raffaello og hyggjast breyta þeim í fljót- andi krabbameinssjúkrahús. Kaupverðið er 27 milljónir dollarar. Skipin hafa verið I eigu ftalsa skipafélagsins Italia sem er ríkisrekið. Þau eru 49.500 lestir og hafa veið í förum milli Italíu og Bandaríkjanna. Hans Jörgen Jensen var talinn líklegastur til að fá stöðuna þegar hún var auglýst laus til umsóknar fyrir rúmum mánuði. En staða hans veiktist þegar Schleimann sótti líka. Schleimann er sósíaldemókrati en á hægra kanti. Pólitísku flokkarnir ráða mestu í útvarps- ráðí og í ljós kom að bæði sósíal- istar og margir borgaralegir fulltrúar í útvarpsráði gátu sætt sig við Schleimann í stöðuna. Mörgum útvarpsráðsfulltrúum fannst það mæla með því að Schleimann fengi stöðuna að borgaraflokkarnir hefðu fengið stöðu fréttastjóra sjónvarps ef Hans Jörgen Jensen hefði verið valinn forstöðumaður frétta- og fréttaþáttadeildar útvarps. Núverandi fréttastjóri sjón- varps heitir Hans Morten Rubin. Hann er úr flokki frjálslyndra, Vinstri flokknum. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn Jörgen Schleimann í dag var Jörgen Kleener, for- maður útvarpsráðs. Fyrrverandi stjórn Vinstri flokksins skipaði hann formann útvarpsráðs. Kunnugir búast ekki við að Jörgen Schleimann geri stórvægi- legar breytingar á starfsemi frétta- og fréttaþáttadeildar út- varps. Hann hefur verið raun- verulegur fréttastjóri undanfarin tvö ár og átti frumkvæði að skipu- lagsbreytingum sem voru gerðar á deildinni. Dauðadómar í Víetnam Saigon 17. sept. Reuler. TVEIR fyrrverandi starfsmenn suður-víetnömsku leynilög- reglunnar hafa verið dæpidir til dauða eftir að hafa verið fundnir sekir um ýmis ákæruatriði, þar á meðal samvinnu við CIA — bandarísku leyniþjónustuna. Dómar þessir voru kveðnir upp af herrétti í Can Tho sem er f 120 km fjarlægð frá Saigon. Þeir munu hafa verið kveðnir upp fyrir nokkrum dögum en ekki var sagt hvort þeim hefði verið full- nægt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.