Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 20

Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 Þýzki hópurinn ásamt nokkrum forystumönnum Vöku og Sjálfstæðisflokksins. Fylgi hægrisinnaðra stúdenta vex í háskól- um í V-Þýzkalandi 14 þýzkir stúdentar í heimsókn hérlendis Fjórir þýzku stúdentanna sem dvalið hafa I Reykjavtk á vegum Vöku. AÐ undanförnu hafa dvalizt í Reykjavík 14 þýzkir stú- dentar, fulltrúar Ringkrist- lich Demokratische Stud- enten (RNDS), sem eru samtök stuðningsmanna Kristilega demókrataflokks- ins í röðum stúdenta. Gerðu þau stuttan stanz hér á landi á leið sinni til Bandaríkjanna, en fyrir- greiðslu fyrir hópinn hér annaðist Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta í Háskóla íslands. Ferðaðist hópurinn um nágrenni Reykjavíkur og skoðaði einnig markverða staði í borginni. Þá áttu stúdent- arnir fundi með islenzkum skoðanabræðrum sínum m.a. Friðrik Sófussyni for- manni Sambands ungra sjálfstæðismanna, Birni Bjarnasyni, deildarstjóra í forsætisráðuneytinu og al- þingismönnunum Ellert B. Schram og Albert Guð- mundssyni. Mbl. hitti að máli fjóra af þýzku stúdentunum og bað þá að skýra frá samtökum sínum og því helzta sem bor- ið hefði á góma i viðræðum hér á landi. Þau sem rætt var við voru Friedbert Pluger, varaformaður RNDS, Barbara Schardt, Hildegard Boucsein og Bernhard Spies. Þau sögðu m.a. að samtök þeirra væru stærstu stú- dentasamtök í V-Þýzkalandi og ættu þau itök i um 100 háskólum í landinu. Samtök- in eiga aðild að ..European Democratic Students", sem er samband stúdentasam- taka er styðja kristilega demókrataflokka og skylda stjórnmálaflokka í álfunni, en Vaka er einnig aðili að þess- um samtfokum. Samtökin starfa fyrst og fremst á vett- vangi beinna hagsmunamála stúdenta en láta eirjnig stjórnmál nokkuð til sín taka. Þau eiga meirihluta i stú- dentaráðum i mörgum há- skólum i V-Þýzkalandi, eink- um í Bæjaraiandi og i Rínar- héruðunum en mynda einnig meirihluta með öðrum sam- tökum í stúdentaráðum i fjöl- mörgum öðrum háskólum annars staðar i landinu. Að sögn fjórmenninganna hefur fylgi samtakanna í háskólum V-"Þýzkalands farið vaxandi undanfarin ár, enda hafa þau einbeitt kröfum sinum að hagsmunamálum stúdenta á meðan vinstri sinnuð stú- dentasamtök hafa alveg látið þau mál afskiptalaus en held- ur reynt að fá atkvæði sam- stúdenta sinna út á almenn stjórnmálaviðhorf. Barbara Spies sagði að talsverðar umræður hefðu farið fram innan þýzkra stú- dentasamtaka um hvert um- boð þeirra væri til stjórnmála- afskipta i nafni allra stúdenta og legðist RNDS gegn slíkum afskiptum almennt séð. Hún sagði að mikið áhugaleysi væri yfirleitt ríkjandi hjá þýzkum stúdentum um önn- ur mál en þeirra eigið nám og þátttaka i stúdentakosning- um væri yfirleitt lítil, sjaldan meiri en 40%. Það kom einnig fram hjá fjórmenningunum að þýzkir stúdentar njóta mjög góðra styrkja frá þýzka ríkinu til að stunda nám sitt. Er tekið mið af tekjum hvers stúdents og einnig af tekjum foreldra hans, þegar úthlutað er styrkjum og getur styrkupp- hæð farið í 500 mörk (rúm- lega 30000 ísl, kr. ) hæst á hverjum mánuði. Horfið var fyrir nokkrum árum að mestu frá því að veita námslán og i stað þeirra veittir styrkir, en nú hefur verið nokkuð rætt jm að hverfa aftur til lánafyr- rkomulagsins, því það er tal- ð vera meira hvetjandi fyrir lámsmenn. Friedbert Plúger sagði að í viðræðum hérlendis við ís- lenzka stúdenta og stjórn- málamenn hefði landhelgis- málið borið mest á góma. Hann sagði það hafa verið mjög gagnlegt að koma hing- að og kynnast viðhorfum ís- lendinga af eigin raun. Hann sagðist telja mjög nauðsyn- legt að þetta eina mál hafi ekki spillandi áhrif á annars mjög góð samskipti land- anna tveggja. Ljóst væri að báðar þjóðir yrðu eitthvað að slaka á í landhelgismálinu til að ná samkomulagi og leggja yrði tilfinningar á hilluna I málinu. Hann sagði íálend- inga ekki alltaf gera sér grein fyrir mikilvægi úthafsfisk- veiða Þjóðverja fyrir um 40000 manns sem í sjávar- útvegi landsins vinna og lausn málsins yrði að byggj- ast á því að ekki yrði enn aukið við tölu atvinnulausra í V-Þýzkalandi, sem nú væru ein og hálf milljón. Við inntum Plúger eftir þvl, hvort samtök hans mundu reyna að hafa áhrif á stefnu Kristilega demókrata- flokksins í landhelgismálinu, en stefna flokksins hefur til þessa farið saman við stefnu ríkisstjórnar Jafnaðarmanna- flokksins. Hann sagði að samtökin ættu mjög erfitt með að hafa nokkur áhrif á stefnu flokksins I máli sem þessu, enda væru þau ekki skipulagslega séð hluti af flokknum, þótt formaður samtakanna sæti í miðstjórn hans. Hins vegar mundi verða tekin saman skýrsla um viðræðurnar hér og hún afhent skrifstofu flokksins. Eins og áður sagði hélt hópurinn héðan til Bandaríkj- anna þar sem þau verða í rúmar tvær vikur. Þeir sem við ræddum við í hópnum létu mjög vel yfir móttökun- um hér á landi, hér hefðu þau eignazt góða vini og átt gagnlegar viðræður. Báru þau að lokum fram þakkir til Vökumanna fyrir þátt þeirra i að gera heimsóknina eftir- minnilega. Heimsmeistarinn af velli lagður Eins og fram hefur komið af strjálum blaðafregnum, hefur að undanförnu staðið yfir mjög sterkt stórmeistaramót í Mílanó á Italíu. Mótið var með nokkuð öðru sniði en almennt gerist. I upphafi var 12 stórmeisturum boðið til þátttöku og tefldu þeir allir við alla samkvæmt hefð- bundnum reglum. Fjórir efstu menn tefidu síðan undanrása einvígi, og síðan tefla sigur- vegararnir saman um 1. og 2. sæti og þeir sem töpuðu um 3. og 4. sæti. Úrslit tólf manna mótsins urðu sem hér segir: 1. Portiseh (Ungv.l.) 7 v., 2.—4. Karpov og Petrosjan (Sovétr.) og Ljubojevic (Júgósl.) 6,5 v., 5. J. Smejkal (Tékkósl.) 6 v., 6.—7. W. Browne (U.S.A.) og M. Tal (Sovétr.) 5,5 v., 8.—11. U. And- ersson (Svíþjóð), B. Larsen (Danm.), S. Gligoric (Júgósl.) og W. Unzicker (V.-Þýzkai.) 5 v., 12. S. Mariotti (Italía) 2,5 v. Eins og þessi upptalning ber með sér var þetta mjög jöfn og hörð keppni, þar sem aðeins tveir vinningar skilja 1 og 11 mann. Sigur Portisch þarf eng- um að koma á óvart, hann hefur verið í röð fremstu skákmanna heimsins um árabil. Um Karpov er það að segja, að auð- vitað telzt það alltaf til tíðinda þegar heimsmeistarinn er ekki f efsta sæti. En heimsmeistar- arnir eru líka menn og þess vegna geta þeir ekki alltaf unnið. Það vissi Fischer. Árangur Jan Smejkal er gleðilegur vottur þess, að hann hefur nú að fullu náð sér eftir veikindi, sem hrjáðu hann á síðastliðnu ári. Arangur Browne kemur nokkuð á óvart, og sama er um Tal að segja. Ulf Andersson sigraði bæði Portisch og Karpov, en aftur á móti gekk honum iakar gegn „botninum“, tapaði t.d. bæði fyrir Larsen og Gligoric. Hinir tveir síðasttöldu mega muna sinn fífil fegri, en um Larsen er það að segja, að í þessu móti ætlaði hann sér stundum helzti mikið. I undanrásaeinvígunum átt- ust við þeir Portisch og Ljubojevic annars vegar, og Karpov og Petrosjan hins vegar. Portisch og Karpov sigr- uðu og tefla því um efsta sætið, en Petrosjan og Ljubojevic um þriðja sætið. Um úrslita- keppnina hefur ekkert frétzt er þetta er ritað. Sem fyrr sagði sigraði Andersson Karpov, og var það fyrsta tapskák Karpovs eftir að hann varð heims- meistari. Skákin fer hér á eftir. Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR Hvítt: A. Karpov. Svart: U. Andersson. Sikileyjarvörn. 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rc6, 5. Rb5 — d6, 6. c4 — Rf6, 7. Rc3 — a6, 8. Ra3 — Be7, 9. Be2 — o-o, 10. o-o — b6, 11. Be3 — Bb7, 12. IIcl — He8, 13. Db3 — Rd7, 14. Hfdl — Hc8, 15. Hd2 — Dc7, 16. Ddl — Db8, 17. f3 — Ba8, 18. Dfl — Rce5, 19. Rabl — Rf6, 20. Khl — h6, 21. Hdl — Bf8, 22. Rd2 — Hcd8, 23. Df2 — Red7, 24. a3 — d5, 25. cxd5 — exd5, 26. exd5 — Bd6, 27. Rfl — IIxe3, 28. Rxe3 — Bxh2, 29. Rfl — Bf4, 30. Hc2 — b5, 31. Bd3 — Rb6, 32. Be4 — Rc4, 33. a4 — He8, 34. axb5 — axb5, 35. He2 — Be5, 36. Dc5 — Rd6, 37. Ra2 — Rdxe4, 38. fxe4 — Bd6, 39. Dc2 — He5, 40. g3 — De8, 41. Hdel — Bb7, 42. Kgl — Rh7, 43. Rcl — Rg5, 44. Rd2 — Bb4, 45. Kf2 — Bxd2, 46. Hxd2 — Rxe4+, 47. Hxe4 — Hxe4, 48. Re2 — Bc8, 49. Rc3 — Hel, 50. Re2 — Hal, 51. Hd4 — Dd8, 52. Dc6 — Bd7, 53. Dd6 — De8, 54. Df4 — Dc8, 55. b4 — Bh3, 56. De4 — Bf5, 57. De3 — Dc2, 58. g4 — Bd7, 59. De4 — Db3, 60. Dd3 — Db2, 61. De4 — IIa8, 62. De3 — Ha2, 63. d6 — Ha8, 64. He4 — Bc6, 65. Dd4 — Dbl, 66. He7 — Dhl, 67. Df4 — Dg2+, 68. Kel — Hal+, 69. Kd2 — Dd5+, 70. Dd4 — Ha2+, 71. Kc3 — Df3+, 72. He3 — Ha3+, 73. Kd2 — Ha2+, 74. Kel — Dhl+, 75. Kf2 — Dg2+, 76. Kel — Dhl+, 77. Kf2 — Hal, 78. He3 — Dg2+, 79. Ke3 — Df3+ og Karpov gafst upp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.