Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 25

Morgunblaðið - 18.09.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 25 Flugleiðamenn í Þýzkalandi: r „Með því að auglýsa Island stuðlum við að sölu íslenzkra afurða” Hin slðari ár hefur mikið verið gert til Þess að lífga upp á Frankfurt-borg, t.d. hefur gos- brunnum verið komið fyrir við verziunarmiðstöðvar. Það fé sem hin stóru flugfélög úti um allan heim nota til auglýs- inga árlega skiptir hundruðum milljóna ísl. króna og ekki stærra félag en Flugleiðir mun á þessu ári verja 2.2 millj. dollara til aug- lýsinga eða um 350 millj. ísl. króna. Af þessu fé fer helmingur til auglýsinga i Ameríku, en hinn helmingurinn er notaður í Evr- ópu. Gert er ráð fyrir, að 65% fari í kostnað vegna auglýsinga i tíma- ritum og dagblöðum, en 35% I bæklinga, sem liggja frammi hjá ferðaskrifstofum, áætlanagerð, gluggaútstillingar o.fl. Til viðbót- ar þessu fé koma síðan 300 þús. dollarar, sem Air Bahama notar í kunnasti blaðamaður þess fræga tímarits Stern bað um að fá að fara út með íslenzku varðskipi til að kynna sér landhelgisdeiluna, og ætlaði hann að skrifa eingöngu um íslenzku hliðina á málinu. Eft- ir ótal simtöl við ýmsa í Reykja- vík, kom loks svar og það var þvert nei. Það gæti verið að al- menningsálitið í Þýzkalandi væri öðruvisi í þessu máli, ef greinin hefði birzt í Stern, a.m.k. vaknaði hér gifurlegur Islandsáhugi eftir að Stern birti greinina um gosið á Heimaey. Þannig má segja að tregða landhelgisgæzlunnar hafi neikvæð áhrif.“ Þá sagði Davíð, að menn mættu Davíð Vilhelmsson og Gunnar Jóhannsson á skrifstofu Flugfélagsins I Frankfurt snerta ísland en hann hafði verið starfandi hjá Flugfélagi Islands áður en sameiningin átti sér stað. Þó að nafnið bendi til þess, að Gunnar sé alíslenzkur er svo ekki, heldur er hann fæddur og uppal- inn í Þýzkalandi, en öðlaðizt ís- lenzkan ríkisborgararétt fyrir nokkrum árum. Hann sagði okkur, að hans fyrstu kynni af íslandi hefðu verið þegar hann kom þangað á togara, — ekki þýzkum — heldur brezkum togara frá Fleetwood, en þar var hann skiptinemi á sínum tima og kom þangað á hverju ári um skeið. „Mitt aðalstarf," segir hann „er að hafa samband við ferða- heildsala og skrifstofur og sjá um alla skipulagningu á Islands- ferðum. Auk þess er ég tengiliður Flugleiða við samgönguyfirvöld I Þýzkalandi. Þá telst það vera mitt starf að hafa samband við sendi- ráðið og við Islandsvinafélögin í Þýzkalandi, en þau eru a.m.k. 10, sem ég veit um og sjálfur hef ég verið i stjórn félagsins f Hessen frá upphafi.“ Þegar við spurðum Gunnar hvað það væri, sem vakið hefði hinn mikla íslandsáhuga í Þýzka- landi, sagði hann, að biöð og tima- rit ættu stærsta þáttinn í því. Lengi vel hefði áhuginn á landinu verið mjög takmarkaður, en áhug- inn hefði byrjað um það leyti er Surtseyjargosið var í algleymingi, og síðan hefði hver stórviðburður- inn rekið annan, landhelgismálið, gosið á Heimaey og skákeinvígið. „Þeir Þjóðverjar, sem heimsækja Island, koma flestir frá 4 borgum í Þýzkalandi, Dússeldorf, Frank- furt, Stuttgart og Hamborg. Allt fram til ársins 1973 ferðuðust til- tölulega margir Svisslendingar til Islands, en síðan hefur dregið úr, eingöngu vegna hins háa verðlags á Isiandi. Þeir vilja frekar fara til þeirra landa, þar sem verðlag er stöðugt.“ „Hvað fara margir Þjóðverjar til íslands á þessu ári?“ 7500 Þjódverjar til Is- lands á þessu ári. „Við eigum von á 7000—7500 þýzkum ferðamönnum til íslands á þessu ári, en það verður að viðurkenna að það hefur verið strembið að ná þessum farþegum vegna allra verðhækkananna heima. Við höfum líka allt frá þvi 1965 reynt að kynna ísland og árangurinn hefur lika sagt til sín. Við höfum t.d. dreift bæklingnum „Saga jet reisen“ mjög víða,'en í honum eru allar ferðir, sem ís- lenzkar ferðaskrifstofur hafa upp á að bjóða, kynntar. Það sem við erum nú að reyna, er að fá fólk til að ferðast til íslands snemma á vorin eins og apríl-maí og í september og október. Að vissu leyti hefur okkur orðið vel ágengt, en það eru fyrst og fremst þrenns konar hópar, sem við vilj- um ná í á þessum tima. I fyrsta lagi eru það almennir ferðamenn, i öðru lagi ráðstefnufólk og i þriðja lagi verðlaunaferðir, og þegar við tölum um verðlauna- ferðir má benda á ferðir Leica- verksmiðjanna, IBM, Mercedes Benz og fleiri til landsins. Á hinu er svo engin launung, að ég tel, að við höfum misst um 15% þeirra, sem ætluðu með okkur til Islands á þessu ári, út úr höndunum vegna hins geysiháa flugvallar- skatts. Þessi skattur kom yfir mann eins og hvert annað reiðar- slag,“ sagði Gunnar að lokum. — Þ.Ö. Um þessar mundir er verið að taka f notkun tölvu við skráningu farpantana I Frankfurt, en stjórn- stöð töivunnar er í Atlanta 1 Bandaríkjunum og hefur þetta kerfi þegar verið tekið i notkun á nokkrum skrifstofum Flugleiða. Sólfaxi, Boeing-þota F.L, fyrir framan flugstöðvarbygginguna 1 Frank- furt. Ljósm. Mbl.: Þörleifur Ólafsson sama markmiði. Þessar uppiýs- ingar, sem sýna vel hve mikið kostar að ná i hvern farþega, fengum við hjá Davíð Vilhelms- syni, framkvæmdastjóra Flug- leiða í Frankfurt. Að sögn Davíðs er hverju sinni reynt að láta auglýsinguna vera sem yfirgripsmesta en þó er Is- land nokkuð sér á parti og á meg- inlandi Evrópu er 50 þús. dollur- um varið til beinna Islandsauglýs- inga, en á hverri auglýsingu er einnig bent á ferðir Loftleiða yfir Atlantshaf. I hverri Loftleiðaaug- lýsingu um Atlantshafsflugið er íslands getið. heldur ekki vera of gagnrýnir á islenzku utanrikisþjónustuna, þvi allir vissu, að fjárhagurinn væri bágborinn, en margt væri hægt að gera betur. „Það er mjög oft, að menn, sem eru að leita eftir við- skiptasamböndum við Island leita til okkar, en ekki sendiráðsins, eða ræðismanna Islands erlendis, sem frekar ættu að fást við þessi mál. Og í sambandi við ræðis- mann Islands í Frankfurt má það vel koma fram, að hann gerir akk- úrat ekki neitt. Það sem manni finnst að ætti að vera stefna ræð- ismanna er að gera því landi gagn sem þeir vinna fyrir.“ Tregða landhelgis- gæzlunnar hefur nei- kvæð áhrif „Með því að auglýsa Island," segir Davíð, „stuðlum við um leið að sölu íslenzkra afurða, því það kaupir enginn neitt hér um slóðir án þess að vita hvaðan hlutirnir koma. Sem dæmi má nefna, að vegna Islandsbæklings, sem við gáfum út fyrir nokkrum árum, seldist mikið af stólum frá Akur- eyri, einir 6000 stólar, og þeir ruku út. Mikill tími hjá okkur fer einnig I að sýna kvikmyndir og útvega kvikmyndir frá Islandi, en hjá öðrum þjóðum er sá háttur hafður á, að sendiráð i viðkom- andi landi annast það. Þá má einnig benda á stirfni stjórnvalda á Islandi i garð fjölmiðla hér, ekki sízt nú þegar á ríður vegna land- helgismálsins. Mér fellur það seint úr minni, þegar gosið i Heimaey stóð sem hæst, að einn Kom fyrst til íslands á togara Gunnar Jóhannsson, annar yfir- maður Flugleiða í Frankfurt, sér svo til eingöngu um ferðir, sem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.