Morgunblaðið - 18.09.1975, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975
27
Kristín Bjarnadóttir
bókavörður - Minning
KRISTÍN Bjarnadóttir bókavörö-
ur í Borgarbókasafni Reykjavíkur
er til moldar borin í dag. Hún lézt
hinn 10. þ.m. eftir erfitt sjúk-
dómasumar, 68 ára að aldri.
Kristín er sannarlega harm-
dauði okkur öllum sem störfuðum
með henni í Borgarbókasafni, því
að hún var bæði vinsæl af öllum
sem hún starfaði með og viðfelld-
in i samstarfi. Enda lézt hún
vissulega fyrir aldur fram — ein-
mitt þegar hún virtist hafa orðið
öll ytri skilyrði til að eiga mjög
ánægjurika daga hefði heilsan
enzt. Og ekki skorti þá innri skil-
yrði til þess heldur — hún átti svo
mörg áhugamál og kunni vel að
njóta lífsins, ekki með skemmtun-
um, heldur með bóklestri, tóniðk-
un eða í samvistum við blóm og
steina heima i garðinum sínum
eða úti í náttúrunni. Auk þess að
vera mikill náttúruunnandi, eins
og hún átti kyn til, var hún mikill
lista- og fegurðardýrkandi — og
þeir sem þroska með sér slíka
eiginleika láta sér ekki leiðast.
Sjálfsagt hefur tónlistin átt
meiri ítök í Kristinu Bjarnadóttur
en aðrar listir, enda var hún mjög
fær í þeirri grein, lék ágætlega á
píanó og kenndi píanóleik um
skeið. Verður hennar sárt saknað
á næstu árshátíðum starfsmanna
bókasafnsins, því að þar var hún
jafnan hrókur alls fagnaðar með
píanóleik sínum.
Kristín Bjarnadóttir var hæg í
fasi, sjálfstæð í skoðunum og bar
þá persónu sem eftir var tekið. Og
hún hafði til að bera marga þá
eiginleika sem gerðu hana góðan
bókavörð í almenningsbókasafni.
Hún var fjölfróð og víðlesin, ljúf í
framkomu við hvern sem hún átti
og vildi hvers manns vandræði
leysa. Nokkur síðustu árin
starfaði hún eingöngu í lestrarsal
bókasafnsins í Þingholtsstræti.
Þangað berst jafnan mikið af
fyrirspurnum um ólíklegustu
efni, og var Kristín sérlega lagin
við að finna svör við þeim enda
þótt þau lægju síður en svo alltaf
á lausu. Og hún gerði sér mjög far
um að bæta skilyrði lestrar-
salarins til upplýsingaöflunar þau
ár sem hún starfaði þar og varð
vel ágengt í þeim efnum.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
þakkar Kristínu Bjarnadóttur
tuttugu og tveggja ára óeigin-
gjarna og ágæta þjónustu. Og
fyrir hönd okkar allra samstarfs-
manna hennar f bókasafninu
þakka ég henni frábæra sam-
vinnu og ánægjulega við-
kynningu. Hún skilur hér á
safninu eftir sig góðar minningar
sem munu endast okkur þó að
árum fjölgi.
Eiríkur Hreinn Finnbogason.
Mágkona mín, Kristín Bjarna-
dóttir, Þingholtsstræti 14, lézt á
Borgarspítalanum hinn 10. þ.m.
Útför hennar verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag.
Frú Kristín var fædd hinn 4.
júlí 1907. Voru foreldrar hennar
Bjarni Sæmundsson, náttúru-
fræðingur og yfirkennari við
Menntaskóla Reykjavíkur og
kona hans, Steinunn Sveinsdóttír
Guðmundssonar, kaupmanns á
Búðum, og konu hans Kristínar f.
Siemsen.
Kristín lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum 1923. Næstu
árin lagði hún stund á tónlist og
tungumálanám, m.a. hjá frú
Katrínu Viðar, Jóni Öfeigssyni,
Páli Sveinssyni og Önnu systur
sinni í enskri tungu og bók-
menntum. Sfðan fór hún til Kaup-
mannahafrrar og stundaði nám í
píanóleik hjá Haraldi Sigurðs-
syni. Heim komin stundaði hún
píanókennslu og skrifstofustörf.
Hún aðstoðaði og föður sinn við
úrvinnslu rannsóknarefna hans,
prófarkalestur o.fl.
Hinn 8. júnf 1935 giftist 'hún
Marteini Guðmundssyni mynd-
höggvara. Eignuðust þau hjón-
fjögur börn, sem öll lifa. Þau eru:
Steinunn Sigríður listakona, gift
Sverri Haraldssyni listmálara,
Guðrún Ásta, gift Þórði Hafliða-
syni flugmanni, Bjarni arkitekt,
kvæntur Guðborgu Kristjáns-
dóttur, læknis Sveinssonar, og
Þóra, gift Einari Gíslasyni raf-
virkja. Barnabörn hennar eru 10.
Kristín missti mann sinn 23.
júlí 1952. Stóð hún þá ein uppi
með börnin sfn fjögur. Hún lagði
þó ekki árar í bát, heldur vann
fyrir heimilinu eftir getu. Það var
henni mikill styrkur, er hún fékk
starf við Borgarbókasafn Reykja-
víkur. I þessum erfiðleikum sem
öðru var Þóra Guðnadóttir, er
verið hafði á heimili tengdaföður
míns og síðan hennar í rúm 30 ár,
ómetanleg hjálp.
Kristín mágkona mfn var gáfuð
kona, eins og hún átti ætt til, og
hámenntuð. Hún las mjög mikið
góðar bókmenntir, bæði á ís-
lenzku og erlendum málum, og
fylgdist vel með á því sviði. Hún
hafði mikinn áhuga á myndlist og
tónlist. Hún ferðaðist mikið um
landið og kunni vel að meta
fegurð þess.
Kristín lifði kyrrlátu lífi, en var
hrókur alls fagnaðar í vinahópi,
og þá naut hin skemmtilega tón-
listargáfa hennar sín frábærlega
vel.
Að lokum þakka ég Kristínu
mágkonu minni áratuga samfylgd
og vináttu við mig og mipa. Gefi
henni nú Guð alla raun minum
orðum betri.
Einar Guðnason.
Ekki kom mér til hugar þegar
ég kvaddi móðursystur mína fyrir
réttum tveimur mánuðum í dá-
litlu fjölskyldusamkvæmi í tilefni
afmælis móður minnar, að þetta
væru síðustu samfundir okkar
hérna megin tjaldsins mikla. Að
vísu var Stína frænka nýkomin á
kreik eftir erfiða sjúkrahúsvist og
án þess að heyja sjúkdómsbaráttu
eins og svo margir þurfa að gera.
Já, sannarlega var guð honum
góður. Hann gaf honum svo margt
sem Helgi kunni að meta. Og hvað
er betra en vera ánægður með
sitt, öfundarlaus, heilsugóður og
hafa getað miklu fremur unnið
gagn en öfugt. Og mér sem átti þá
gæfu að vinna með Helga eins og
áður er sagt verður oft hugsað til
genginna daga. Það var gaman og
átök oft því það er nú einu sinni
svo að góð málefni krefjast miklu
meira en það sem miður fer. Það
er heiðríkja í huga mínumer ég lít
til baka og eitt hið besta sem
maður eignast 1 þessum synduga
heimi eru góðir vinir. Þetta skild-
um við Helgi báðir.
Þakkarefnin eru þvi yfirgnæf-
andi þegar ég kveð Helga og
þakka honum góðu og gömlu
dagana og óska honum alls vel-
farnaðar á öðrum vettvangi. Konu
hans og börnum sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Stykkishólmi 29. ág. 1975
Arni Helgason.
sagðist ekki hafa náð sér til fulls,
en margir fara á sjúkrahús og fá
þar fulla bót meina sinna þó
stundum taki það nokkurn tíma.
Mér datt ekkert alvarlegt í hug og
við kvöddumst eins og venjulega.
Því brá mér mjög þegar móðir
mín hringdi fyrir tveimur vikum
og sagði, að Stína frænka lægi
mjög veik á sjúkrahúsi og að eng-
in von væri um bata. Síðastliðinn
miðvikudag var okkur sagt að
skammt væri að bíða úrslita. Um
kvöldið hringdi pabbi, Stina
frænka var dáin.
Slík fregn kemur ætíð róti á
hugann, þó hún sé ekki óvænt.
Sinn tíma tekur að átta sig á hvað
gerst hefur. Kona, sem verið hef-
ur snar þáttur hins nánasta per-
sónulega umhverfis er skyndilega
horfin. Við vitum þó, að ekki einu
sinni þessi skilnaður ér endanleg-
ur, því fyrr eða síðar hljótum við,
sem yngri erum, að leggja upp í
þessa sömu ferð. En í vitund okk-
ar er hún samt svo órafjarri.
Hugsanir okkar snúast jafnan um
lífsbaráttu og framtið hérnameg-
in og líkamsdauðinn virðist okkar
svo óskaplega endanlegur. Því ná
tilfinningar sorgar og saknaðar
yfirhöndinni þegar ástvinur er
kvaddur hinstu jarðnesku kveðju,
því vissulega höfum við mikið
misst. Samt vitum við, að í innsta
eðli sinu eru þessar tilfinningar
fyrst og fremst af eigingjörnum
rótum runnar, þvi sú, sem við
syrgjum og söknum, hefur náð
fundi horfinna ástvina í betri
heimi, þar sem algóður guð leiðir
hana á ljóssins vegum.
Kristín Bjarnadóttir fæddist 4.
júlí 1907. Foreldrar hennar voru
dr. Bjarni Sæmundsson fiskifræð-
ingur og kona hans, Steinunn
Anna Metta Sveinsdóttir. Kristín
ólst upp í foreldrahúsum að Þing-
holtsstræti 14, Reykjavík, þar sem
hún bjó alla ævi sfna. Systurnar
voru þrjár, móðir mín, A,nna
Bjarnadóttir, Kristín og yngri
systur, sem dó ung. Kristín gekk í
Menntaskólann í Reykjavik og fór
sfðan til tónlistarnáms i Dan-
mörku. Hinn 8. júní 1935 gekk
hún að eiga Martein Guðmunds-
son myndhöggvara frá Merkinesi
í Höfnum. Þau eignuðust fjögur
börn, Steinunni Sigríði listakonu
sem gift er Sverri Haraldssyni
listmálara, Guðrúnu Ástu, sem
gift er Þórði Hafliðasyni flug-
manni, Bjarna arkitekt, sem
kvæntur er Guðbjörgu Kristjáns-
dóttur og Þóru, sem gifter Einari
Gislasyni bifvélavirkja. Barna-
börn Kristindar eru orðin tíu.
Kristin og Marteinn bjuggu að
Þingholtsstræti 14. Marteinn var
mikill listamaður og stundaði list
sfna, tréskurð og höggmyndagerð,
jafnframt kennslu. Kristín
kenndi píanóleik og hefur margt
mætra karla og kvenna numið hjá
henni. Oft var lifsbaráttan erfið,
en í þeirri baráttu nutu þau Krist-
ín og Marteinn frábærrar aðstoð-
ar Þóru Guðnadóttur frá Sval-
barðseyri, sem verið hefur með-
limur fjölskyldunnar í Þingholts-
stræti frá því hún var ung stúlka.
Þegar Marteinn andaðist 23. júlí
1952 var islenska þjóðin að sjá á
bak ágætum listamanni löngu fyr-
ir tímann, en ekkjan í Þingholts-
stræti 14 stóð uppi með barnahóp-
inn. Næstu ár voru erfið. Öll spjót
varð að hafa úti til að afla lífsvið-
urværis. Kristín og Marteinn áttu
hálft Merkines í Höfnum. Þar
höfðu þau sumarbústáð og rækt-
uðu grænmeti til sölu og stund-
uðu heyskap. Kristín, Þóra og
börnin héldu þessu starfi áfram,
jafnframt því sem Kristín stund-
aði píanókennsluna. Þetta var
hörð barátta, en með dugnaði og
þrautseigju voru erfiðleikarnir
yfirunnir. Og aftur birti í Þing-
holtsstrætinu þegar Kristín hóf
störf í Borgarbókasafninu, þar
sem hún vann til æviloka. Kristín
var sérstaklega bókhneigð og
störfin í bókasafninu hæfðu
henni mjög vel. Sérstaka ánægju
hafði hún af að aðstoða námsfólk,
sem leitaði til safnsins við nám og
ritgerðasmíð, og munu mörg
þeirra minnast Kristínar með
þakklæti. En það, sem þarna kom
fram, voru sérstæðir hæfileikar
hennar til að ná sambandi við að
umgangast ungt fólk. Mér er
þetta sérstaklega hugstætt þegar
ég lít um öxl til hinna mörgu
samverudaga okkar Stínu
frænku, því ég er einn þeirra,
sem nutu þessara hæfileika henn-
ar í ríkum mæli.
Bilið á milli kynslóðanna er nú í
tísku sem umræðuefni og vanda-
mál æskunnar eru í brennidepli.
Ekki skal dregið í efa að þetta sé
raunveruleg vandamál. Að veru-
legu leyti eru þetta afleiðingar
streitusamfélagsins. Örþreyttir
foreldrar vilja nota sinn litla frí-
tíma til hvildar eða í eigin þágu
og hafa hvorki tíma né áhuga á
andlegu samfélagi við börn sín og
ýta þeim út af heimilinu út á
götuna til að hafa frið. Þessu var
öðruvisi farið í Þingholtsstræti
14 Þar var kynslóðabilið óþekkt
hugtak. Þar stóðu dyrnar opnar,
ekki einungis börnunum á heimil-
inu og okkur systkinunum, held-
ur og vinum og kunningjum barn-
anna og okkar. Og ekki var látið
þar við sitja. Okkur og kunningj-
um okkar var sýndur áhugi og
alúð á svo eðlilegan hátt, að ald-
ursmunur gleymdist, kynslóðabil-
ið hvarf. Það var mér mikil gæfa,
sveitadrengnum, sem kom einn til
hinnar ógnvekjandi höfuðborgar
til að setjast á skólabekk, að eiga
Stínu frænku að og eiga athvarf á
heimili hennar. Að vísu hafði
samband verið náið á milli fjöl-
skyldnanna í Reykholti og í Þing-
holtsstrætinu og gagnkvæmar
heimsóknirtíðar. Égsótti þvíekki
á ókunnar slóðir. En að fara einn
á brott úr foreldrahúsum er mikið
átak, og þá kom sér vel að eiga
heimili í Reykjavík. Og við systk-
inin áttum alltaf heima í Þing-
holtsstrætinu þegar við vorum í
skóla, þ„egar við vorum þar til
heimilis og einnig síðar, þegar við
bjuggum annars staðar i borginni.
Oft var gaman í Þingholtsstræt-
inu. Stina frænka tók þátt í um-
ræðum okkar um allt milli himins
og jarðar og þegar glaðst var, var
hún hrókur alls fagnaðar. Tónlist-
arhæfileikar hennar reyndust af-
ar vel í hvers kyns gleðskap. Hún
var snjall undirleikari og átti
létt með að leika eftir eyranu. Og
oft var sungið í kringum píanóið
hennar Stínu langt fram á nótt.
Nú, þegar lokið er samvistar-
dögum þessa heims, er þakklætið
efst í huga. Og þar tel ég, að ég
mæli ekki einungis fyrir eigin
munn og minna systkina, heldur
fyrir munn allra, er sem ungling-
ar áttu athvart i Þingholtsstræti
14 og sóttu þangað hlýju, vin-
semd, skilning og þátttöku í dag-
legum vandamálum. Ég er viss
um, að allur þessi hópur sendir
þakkir og fyrirbænir með Krist-
inu yfir landamærin miklu.
Ég sendi börnum Kristínar,
fjölskyldum þeirra og Þóru
Guðnadóttur innilegustu samúð-
arkveðjur mfnar og fjölskyldu
minnar og við biðjum almáttugan
guð að blessa og vernda Kristínu
á leið hennar um ljóssins vegu.
Akureyri 14. september 197-5.
Bjarni Einarsson.
Helgi Sigurðsson
Eskifirði — Minning
Við andlát þessa góða vinar fer
ekki hjá því að margar minningar
vakni, minningar um samstarf að
hugsjónamálum, um falslausan
áhuga á að gera sitt til að brautir
samborgaranna gætu verið án
sárra hugsana og tilfinninga.
Helgi hafði séð hversu mörg lff
sem lofuðu svo mikilli framtíð
fóru í súginn í sogi eiturnautna og
þess er skaða veldur bæði líkama
og sál. Við áttum langa samleið f
stúkunni Björk á Eskifirði og
slysavarnafélaginu og einlægari
félaga gat ekki. Hægur og hugs-
andi, alltaf tilbúinn þegar á var
kallað, og afstaða hans í hverju
máli var vel fgrurrduð. Ég sé hann
enn fyrir mér skipa sitt sæti og
ræða áhugamálin. Þá voru margir
fundirnir á heimili hans, því það
var opið hugsjónaheimili. Kona
hans, Guðrún Kristjánsdóttir, var
í baráttunni með honum. Hjá
þeim voru málin oft rædd. Þar
var svo hlýtt og elskulegt að maet-
ast. Þessi vinátta okkar varð
varanleg eins og hún verður milli
þeirra sem leggja sinn skerf til að
gera umhverfið bjartara og vinna
að velferðarmálum. Helgi lagði
mörgum góðum málum lið. Þau
málefni sem áttu stuðning hans
voru áframtíðarvegi. Þaðvar sama
hvort þau voru hagsmuna- eða
hugsjónamál. Gætu þau miðað til
góðs þá var Helgi með. Hann var
einn af frumherjum Pöntunar-
félags Eskifirðinga og Hraðfrysti-
hússins svo nokkuð sé nefnt.
Helgi var alinn upp við sjó-
mennsku og landbúnað. Hann var
fæddur að Kolmúla við Reyðar-
fjörð 14. sept. 1895. Kolmúli var í
röð fremstu heimila og sá skóli
sem Helgi fékk í föðurhúsum ent-
ist honum vel, enda var ekki um
langskólagöngu á öðrum vett-
vangi að ræða. Helgi kvæntist
árið 1920 Sigríði Jakobínu Sig-
urðardóttur og áttu þau saman
einn son, Sigurgeir, sem býr á
Eskifirði. Konu sína missti Helgi
eftir þriggja ára sambúð, en
kvæntist aftur 1925, Guðrúnu
Þórsteinu Kristjánsd., sem þá var
ekkja. Hafði misst mann sinn í
bátstapa á Eskifirði nokkru fyrr.
Hún átti eina dóttur, Rósu, og
saman eignuðust þau Helgi dótt-
ur, Söru, og eru öll þessi börn
indæl og mannvænleg og sýna vel
á hvaða heimili þau mótuðu líf
sitt.
Við Helgi störfuðum saman
tæpan áratug, en þá lágu leiðir
hvor í sína áttina, ég yfirgaf
Austurland, Helgi varð eftir.
Hann átti svo margt eftir ógert.
Var lika búinn að koma sér svo
vel fyrir og Eskifjörður var búinn
að vinna hug hans. Nokkrum
sinnum var ég á ferðinni fyrir
austan og þá var auðvitað skropp-
ið upp á Hólinn. Handtakið var æ
hið sama, alúðin sem í það var
lögð fylgdi langt á leið. Ég fann
glöggt að hann var enn hinn sami
og ég hafði átt leið með um skeið.
Það var gaman að ræða við þau
hjónin.
Helgi var nærri 80 ára er hann
lést 30. júní sl. Bognaði ekki en
brast. Guði sé lof að hann fékk að
lifa langa ævi og ljúka dagsverki
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁKI JAKOBSSON,
sem lést 1 1 september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 1 9. september kl, 3 00 síðdegis.
Helga Guðmundsdóttir,
Guðmundur Ákason, Jóna Gunnarsdóttir
Valgerður Ákadóttir,
Jörundur Ákason, Dagmar Jónsdóttir
Jón Börkur Ákason, Sigríður Þorgeirsdóttir
Margrét Ákadóttir, James Wilson
og barnabörn.