Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.09.1975, Blaðsíða 36
INNIHURÐIR Cæöi í fyrirrúmi SIGURÐUR ELÍASSONHF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380 AUGLÝSINtiASÍMINN ER: 22480 FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1975 Vopnaleit á öllum farþegum til Banda- ríkjanna eftir 9. okt. IIINN 9. október n.k. ganga í gildi mjög strangar reglur um vopna- leit f flugvélum sem lenda í Bandarfkjunum. Kveða þær á um að ekki fái neinar farþegaflug- vélar lendingarleyfi nema full- komin vopnaleit hafi farið fram áður en véfin lagði af stað f flugið. Þetta hefur það m.a. í för með sér, að frá og með 9. október verður vopnaleit í öllum farþega- fiugvélum sem fara frá Kefla- \ íkurflugvelli til Bandarfkjanna. Sigurður Helgason forstjóri hjá Flugleiðum hf. tjáði Morgunblað- inu í gær, að þessi leit myndi fara fram áður en vélar félagsins legðu upp .í áætlunarflug til Bandaríkjanna. Hann sagði að nú þegar færi slík leit fram áður en vélar Flugleiða fara frá Luxem- Framhald á bls. 35 Fékk 60 tunnur af síld í Lónsbugt REKNETABÁTURINN Snæfugl frá Reyðarfirði fékk 60 tunnur af síld í Lónsbugt í fyrrinótt og í gærmorgun fór Gunnar frá Reyðarfirði yfir fallegar sfldar- torfur á þessum slóðum. Morgun- blaðið hafði samhand við Jakob Tilboð komin í hitaveitulögn í Grindavík „NIÐURSTAÐA gerðardóms varðandi álit á eðlilegu verði Svartsengis er væntanleg f okt. n.k.,“ sagði Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík þegar Morgunblaðið innti hann í gær- kvöldi eftir fréttum af hitaveitu- málum þeirra á Suðurnesjum. „Hins vegar," sagði Jóhann, „eru verklegar framkvæmdir að kom- ast f fullan gang. Það er búið að bjóða út 1. áfanga í hitaveituupp- byggingunni, en það er lagning dreifikerfis í um það bil helming Grindavíkurbyggðar og verða til- boð opnuð n.k. föstudag. Þegar það er búið er að koma vinnunni af stað og ljúka við lagningu kerfis í Grindavík, en þegar niðurstaða gerðardóms liggur fyrir munu þessi inál skýrast og þá getum við lagt niður áætlaðar tímasetningar annarsstaðar.“ Jakobsson leiðangursstjóra á Bjarna Sæmundssyni og spurði hann hvort það væri óvenjulegt að síld fengist á þessum slóðum. Jakob sagði, að hér fyrr á árum hefði það komið fyrir, að sfldin hefði gengið langt austur með fjörðum og því væri ekkert ein- kennilegt við að síld fyndist á þessum slóðum. Þeir á Bjarna væru nú að fara á þessar slóðir og kanna hve mikið magn væri um að ræða þarna. Þá sagði hann, að búið væri að kanna svæðið kringum Ingólfs- höfða og Hrollaugseyjar og í fyrri nótt hefðu fundizt þar torfuræm- ur, en ekki stórar. Þá hefðu einn- ig fundizt torfur nokkuð úti í Breiðamerkurdýpi. Tveir hringnótabátar voru að koma á síldarmiðin í gærkvöldi, voru það Ásberg frá Reykjavík og Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði. Þá var Jón Garðar tilbúinn að leggja af staðtil veiða. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum á Hornafirði þar sem skip- verjar á Steinunni SF 10 voru að landa silfri hafsins, hinni umdeildu sfld. Garðar Axelsson er þarna á pallinum. Ljósmynd Mbl. Arni Johnsen. Síldarverðsdeilan: Vilja stýri- manna- og vélstjóra- nám í Eyjum „VÉLSKÓLINN átti samkvæmt viðtali mfnu við Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins að taka til starfa nú í haust f Eyjum með 10 nemend- ur,“ sagði Sigfinnur Sigurðsson bæjarstjóri f Vestmannaeyjum f viðtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi þegar hann var spurður um það hvort Stýrimannaskólinn yrði einnig starfræktur þar á ný í vetur. „Okkur þótti það hart,“ hélt hann áfram," hér í einni af stærstu verstöðvum á norðurhveli jarðar að ek.ki skyldi vera unnt að starfrækja stýrimannaskóla og því auglýstum við nú fyrir skömmu eftir umsóknum í stýri- mannanám. 5 umsóknir bárust þegar og vitað er um fleiri á leið- inni og ef 10 nemendur eru í hvorum skóla þá styður það mikið hvað annað varðandi kennslu og fleira. Hins vegar komst ég að raun um í Reykjavík í gær hjá Vélskóla Islands að það væri óráðið hjá honum hvort af skóla- haldi yrði í Eyjum í vetur. Þar sem ráðuneytisstjóri mennta- málaráðuneytisins er erlendis Framhald á bls. 35 Síldarseljendur vilja 4% af útflutningsgjaldi til skipta Mikil fundahöld á Hornafirði - Skipstjórar frestuðu heimsiglingu að tilhlutan óskar formanns LÍÚ SEINT f gærkvöldi stóðu enn yfir fundir sjómanna og útvegsmanna Landhelgin: Fleiri jiýzkir - færri brezkir 54 brezkir togarar voru að veiðum í gær við Iandið og 13 togarar frá Vestur-Þýzkalandi, en sama dag í fyrra voru 62 Bretar að veiðum við Iandið en ekki nema 5 vestur- þýzkir togarar. Allir vestur-þýzku togararnir héldu sig utan við 50 mílna mörkin, en margir þeirra voru nálægt þeim. Tveir voru úti af Breiðafirði, 3 út af Reykjanes- inu, tveir á siglingu við Suður- land, 2 í Rósagarðinum úti af Suð- austurlandi, eða 60—70 mílur úti af Hvalbak á vinsælu veiðisvæði þar. á Hornafirði vegna sfldarverðsins og var þeim ekki lokið þegar Morgunblaðið fór f prentun. t Sindrabæ voru milli 90 og 100 sjómenn á fundi með sfnum mönnum úr Verðlagsráði og Ingólfi Ingólfssyni og öðrum forsvarsmönnum, og í Ráðhúsinu voru skipstjórar og útvegsmenn á fundi með Kristjáni Ragnarssyni formanni Ll(J og Ingólfi Stefáns- syni framkvæmdastjóra FFSl, en 3 fyrrgreindir menn eiga allir sæti f yfirnefndinni. Samkvæmt upplýsingum frétta- ritara Morgunblaðsins á Höfn voru málin rædd fram og Geir Hallgrímsson í viðtali við Sjómannablaðið Víking: Verðum að meta, hvort við höfum ör- uggari stjórn á hagnýtingu fiskimiða - með eða án samninga HAFA tslendingar öruggari stjórn á hagnýtingu íslenzkra fiskimiða með eða án samninga og verður hlutfall okkar af afla af tslandsmiðum hærra með eða án samninga — eru spurn- ingar, sem Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, segir f viðtali við Sjómannablaðið Víking, að tslendingar verði að leita svara við og meta „af kaldri skyn- semi“. Forsætisráðherra segir jafnframt, að leiða megi rök að þvf, að hlutfall okkar f bolfisk- afla innan 50 mllnanna hafi ekki vaxið að neinu ráði fyrr en eftir samningana við Breta. Geir Hallgrimsson segir í við- talinu við Víking, sem nýlega er kominn út: „Spurningin er hér annars vegar, hvort og aó hve miklu leyti aðrar þjóðir muni virða útfærsluna og hins vegar, í versta faili, að landhelgisgæzla okkar geti knúið þær til þess með valdi. I öðru lagi verðum við að gera okkur grein fyrir hvaða hag við höfum að því að veiða innan fiskveiðimarka annarra þjóða. 1 þriðja lagi verðum við að meta hverju við töpum á því að geta ekki selt fiskafurðir á þeim mörkuðum, sem við helzt kjósum. I fjórða lagi hljótum við að vilja stuðla að eðlilegri verka- skiptingu milli þjóða og draga úr þeirri viðleitni, sem vart verður hjá öðrum, að styrkja sjávarútveg sinn. Slík þróun leiðir til þess að markaðsverð á fiski verður óraunhæft og við, sem ekki getum styrkt okkar sjávarútveg, hljótum að bera þar skarðan hlut frá borði. öll þessi mál verðum við að ræða við þær þjóðir, sem telja sig hafa hagsmuni af því að fá að stunda veiðar í lögsögu okkar. Samningar við þær, ef til þeirra kemur, eiga ekki að verða einhliða á þann veg, að við látum af hendi og fáum ekki neitt í staðinn. Menn verða að gera sér fulla grein fyrir því, að viðræður verða að byggjast á gagnkvæmni." Um viðskiptaþvinganir segir forsætisráðherra undir lok viðtalsins við Sjómannablaðið Víking: „. . . Framkoma Vestur- Þjóðverja gagnvart okkur í þessu máli er óviðunandi og áhrif þau, sem Vestur- Þjóðverjar hafa haft á Efna- hagsbandalagið í málinu, eru þess eðlis, að það vekur furðu. Islendingar munu ekki láta „hótanir um viðskiptaþvingan- Framhald á bls. 35 aftur á báðum fundunum, en hjá sjómönnum sagði hann að hljóðið hefði verið mjög í þá átt að menn myndu ekki sætta sig við annað en 30 kr. fyrir kg á síld undir 32 sm og 40 kr. yfir 32 sm. og auk þess hefur verið rætt um 10% ofan á síld sem fer til beitu. Undir miðnætti náðum við sam- bandi við Helga Einarsson skip- stjóra á Hring þar sem hann var á fundinum i Ráðhúsinu. „Þetta er allt í hnút hérna," sagði hann, „þeir eru hérna Kristján og Ingólfur að reyna að sannfæra okkur um eitthvað, en við getum ekki fallizt á það verð sem Verð- lagsráð er að bjóða 24 kr. fyrir smærri síldina og 38 kr. fyrir þá stærri. Við teljum hins vegar að ef útflutningsgjöld lækki um 4% og komi beint til skipta, þá sé málið leyst, en það virðist lítil von til þess. Það er að kvikna í þessu öllu, sjómennirnir sem flestir eru hér aðkomumenn, vilja ekki hanga hér í erjum og ráðamenn fyrir sunnan eru alveg steinsof- andi. Skrifstofubáknið þar hefur engan áhuga á því þótt hér séu 200 sjómenn að berjast fyrir lífi sínu. Framhald á bls. 35 Alvarlegt umferðarslys ALVARLEGT umferðarslys varð um kl. 23 í gærkvöldi á mótum Suðurlandsbrautar og Holtavegar er ung stúlka varð fyrir bifreið. Var stúlkan þegar flutt á slysa- deild Borgarspítalans og var hún enn til meðferðar hjá læknum er blaðið fór i prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.