Morgunblaðið - 23.09.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
5
Veðrið skiptir ekki máli þeg-
ar réttir eru annars vegar
EKKERT virðist geta komið í veg
fyrir að fólk sæki réttir a.m.k.
tókst veðurguðunum ekki að
stöðva fólk i að sækja Hafravatns-
rétt í gærmorgun, í einhverri
mestu rigningu þessa árs. Fjöldi
barna og unglinga úr Reykjavík
var kominn i réttirnar upp úr kl.
9 og þeir sem ekki voru í góðum
regnfötum voru á augabragði
orðnir holdvotir, en flestir létu
það ekkert á sig fá. Þegar
Morgunblaðsmenn komu á vett-
vang stóð féð heldur hnipið f al-
menningnum og reyndi lítt að
hreyfa sig, enda með nokkur
aukakíló af vatni í ullinni vegna
úrkomunnar. Svað var orðið mik-
ið I almenningnum og óðu menn
forina upp undir hné, en létu það
ekki á sig fá.
Tveir tólf ára gamlir piltar virt-
ust vera hvað röskastir við að
draga ærnar í dilka, nema á
stundum þegar þeir voru ekki al-
veg vissir á mörkunum. Þeir
sögðu okkur, að þeir hétu Garðar
Helgason og Lárus Hreinsson.
Báðir sögðust þeir hafa farið í
göngurnar I fyrradag og gengið
lengstu leiðina. Það hefði verið
ofsagaman, en þeir hefðu verið
orðnir þreyttir þegar þeir komu
til byggða á ný eftir 10 tíma göng-
ur. Báðir sögðust þeir eiga kind-
ur, annar fjórar og hinn þrjár,
enda feður þeirra bændur.
Skömmu áður en Mbl. kom i
réttirnar ókum við fram á þrjá
unglingspilta, sem hjóluðu allt
hvað þeir gátu i átt að réttunum.
Sögðust þeir heita Þorsteinn Þór-
hallsson, Arni Baldursson og Jón
Steinar Jónsson. Höfðu þeir lagt
af stað úr Reykjavík skömmu
eftir kl. 8 og voru ákveðnir i að
verja deginum í réttunum, þrátt
fyrir úrfellið. — Enda skiptir það
engu máli, við erum þegar gegn-
blautir og höfum gott af þessu,
sagði Jón Steinar. Ekki sögðust
þeir eiga neinar kindur, en það
væri ofsalega gaman að vera í
réttunum. _
Móna Steinarsdóttir og Lilja
Ragnarsdóttir sátuáeinum rétt-
arveggnum þegar við gengum
að þeim. Þær sögðu, að þær væru
12 ára gamlar og hefðu bara kom-
ið til að skoða féð í réttunum,
enda fátt skemmtilegra. Hvort
þær hefðu verið í sveit. — Já, ég
hef verið á Egilsá í Skagafirði,
sagði Lilja, en ég veit ekki hvort
ég vildi búa í sveit alla ævi, ann-
ars er mjög gaman að vera í sveit.
Ingibjörg ívarsdóttir heitir lítil
hnáta, sem stóð við eitt hliðið og
hjálpaði til við að koma kindun-
um inn í dilkinn. Við spurðum
hana hvort hún væri hér með
einhverju skyldmenni. Ekki kvað
hún svo vera, aðeins komið
hingað til að skoða kindurnar og
lömbin, og ekki sæi hún eftir því
þrátt fyrir að hún væri holdvot.
Fyrir utan réttirnar var stór
hópur barna frá barnaheimilinu
Barónsborg og þau, sem við rædd-
um við, sögðu að þetta væri gasa-
lega gaman, þau væru ekkert
blaut, enda öll I „pollagöllum“.
Ingibjörg Ivarsdðttir
LÆKJARGÖTU 2
SIMJ FRA SKIPTIBORÐI 281 55
Móna Steinarsdöttir og Lilja Kagnarsdottir
Lárus og Garðar með verðlaunahrút, sem Lárus á.
— Veðrið skiptir engu máli sögðu Þorsteinn Þörhallsson, Arni Baid-
ursson og Jón Steinar Jónsson ljósm Mbl.: Sv.Þorm
MiKlð úrval af kápum
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SIMI FA SKIPTIBOPÐI 2tí155