Morgunblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
Rabbað við fulltrúa á
SUS-þingi í Grindavík
Jón Gauti Jónsson.
„Endurskoðun
sveitarstjórna-
mála verði
samrœmd”
SVEITARSTJÓRNARMÁL voru
nokkuð til umræðu á þingi SUS
og samþykkti þingið sérstaklega
ályktun um endurskoðun sveitar-
stjórnarlaga. Jón Gauti Jónsson
er sveitarstjóri á Hellu en var
áður sveitarstjóri á Fáskrúðsfirði.
Við spurðum Jón Gauta um inn-
tak ályktunar þingsins um
sveitarstjórnarmál.
„I ályktuninni er megin áherzla
lögð á að allar ákvarðanir um
endurskoðun sveitarstjórnarmála
verði samræmdar en ekki sé verið
að taka einn þátt út úr og afgreiða
hann. I vetur átti að setja lög um
landshlutasamtök sveitarfélaga
en þessi lagasetning var ekki
vegna endurskoðunar á sveitar-
stjórnarlögum heldur vegna þess
að með setningu grunnskólalag-
anna var búið að áetla þessum
landshlutasamtökum verkefni án
tekjustofna. Endurskoðun á verk-
efnaskiptingu milli hinna ein-
stöku þátta stjórnsýslunnar
verður að vera samræmd en ekki
framkvæmd af handahófi."
Nú var ákveðið hér á þinginu að
höfuðverkefni SUS næstu tvö ár
verði barátta fyrir samdrætti í
ríkisbákninu. Telur þú að sparn-
aður verði við að færa verkefni
frá ríkinu til sveitarfélaganna?
„Já, ég hef ástæðu til að ætla að
svo verði. Það hiýtur að verða
einn þáttur í samdrætti ríkis-
báknsins að færa verkefni til
sveitarfélaganna og einfalda um
leið samskipti þessara tveggja
stjórnsýsluaðila. Heimamenn
geta betur gert sér grein fyrir
þörfum sínum og möguleikum til
athafna en aðilar á skrifstofum í
Reykjavík."
Er ætlunin að SUS taki sveitar-
stjórnarmál til sérstakrar umfjöll-
unar á næsta starfstímabili?
„Á þinginu var samþykkt til-
laga um að SUS héldi fund með
ungum sjálfstæðismönnum, sem
starfa að sveitarstjórnarmálum og
tel ég að þannig gætu menn frá
ólíkum stöðum kynnst misjöfnum
þörfum sveitarfélags, en þarfir
þeirra eru eins ólíkar og þau eru
mörg. Allt, sem verður til að
víkka sjóndeildarhring sveitar-
stjórnarmanna, ætti að hafa góð
áhrif en því miður er sjóndeildar-
hringur þeirra oftast
takmarkaður við staðbundin
viðfangsefni.“
„Engar veiði-
heimitdir innan
50 mílnanna”
„ÉG ER algjörlega sammála þvi
að ekki verði samið um neinar
veiðiheimildir innan 50 mílnanna
og ég tel að við verðum sem fyrst
að láta semja áætlun um nýtingu
fiskstofnanna umhverfis landið,“
segir Sverrir Jónsson frá Akur-
eyri, þegar við spyrjum hann um
afstöðuna til samninga við erlend-
ar þjóðir um veiðiheimildir innan
200 milnanna. Sverrir á sæti í
stjórn Félags ungra sjálfstæðis-
manna á Akureyri, Verði og gegn-
ir embætti ritara en hann er
bankastarfsmaður.
Við spyrjum næst um annað
mál, sem töluvert hefur verið
rætt á þingi og er það kjördæma-
málið. Ert þú sammála þeirri á-
lyktun, sem hér hefur verið gerð
um kjördæmamálið?
„Það verður að segjast að ég
vildi gjarnan ganga lengra og
fara alveg yfir i einmenningskjör-
dæmi. Ég vil hrein einmennings-
kjördæmi en ekki bæði einihenn-
ingskosningar og hlutfallskosn-
ingar, eins og ályktun þingsins
gerir ráð fyrir. Þessi ályktun er
þó spor í rétta átt og sennilega er
þetta sú aðferð við kjör fulltrúa á
Alþingi, sem allir geta orðið á-
nægðir með.“
Hér á þinginu hefur mikið verið
rætt um ríkisbáknið og ýmislegt
því tilheyrandi. Því er oft lýst yfir
að ekkert sé hægt að gera í sam-
drætti rikisbáknsins, þar sem bú-
ið sé að binda svo marga þætti
þess í lögum. Með hvaða þætti
telur þú, að hægt sé að draga úr
umfangi verkefna ríkisins?
„Að mínum dómi er nauðsyn-
Iegt að láta gera heildarúttekt á
Sverrir Jónsson
starfsemi ríkisins og stofnana
þess og ég efast ekki um að þá
kæmi ýmislegt í Ijós, sem auðvelt
ætti að vera að lagfæra. Sérstak-
Iega er reksturskostnaður ríkis-
stofnanna orðinn hár. Einn er sá
málaflokkur, sem ég held að
mætti koma í betra horf en það
eru tryggingamál. Þessi orð mín
má ekki skoða á þann veg, að ég
sé á móti almannatryggingum. Á
tryggingamálunum var gerð stór
lagfæring þegar barnalífeyri var
breytt. En þannig mætti eflaust
breyta fleiri þáttum og hætta að
miða við ákveðna krónutölu á
hvert höfuð. Tökum sem dæmi
ellilífeyri en margt gamalt fólk á
eignir og hefur ágæta tekju-
stofna, þó það sé komið á ellilíf-
eyrisaldur en þessi hópur fær
sömu krónutölu og þeir, sem ekk-
ert þak eiga yfir höfuðið. Þá held
ég að koma mætti við aukinni
hagræðingu innan stofnana ríkis-
ins og færa til ýmis verkefni."
Raforkumál Norðlendinga hafa
mjög verið til umræðu að undan-
förnu. Telja Akureyringar að með
virkjun í Kröflu sé fundin lausn á
raforkuvanda þeirra?
„Rafmagn frá KrÖflu ætti að
koma í góðar þarfir en Akureyr-
ingar hafa átt það á hættu á liðn-
um árum að missa rafmagnið ef
komið hefur smá hríðarmugga.
Hefur þetta komið sér sérstaklega
illa fyrir allan atvinnurekstur og
þá sérstaklega fyrir iðnaðinn en
hann er mikill á Akureyri. En ég
held að fólki sé sama hvaðan raf-
magnið kemur, bara það fái raf-
magn.“
„ Viðurkenning á
200 mílunum
megin málið”
LANDHELGISMÁLIÐ var eitt
þeirra mála, sem þingið ályktaði
sérstaklega um og var þar lýst
fullum stuðningi við baráttu þjóð-
arinnar fyrir fullum og óskorðuð-
um yfirráðum yfir 200 mílna fisk-
veiðilögsögu en jafnfram minnti
þingið á nauðsyn þess, að sem
fyrst verði gerð áætlun um vernd-
un og nýtingu fiskstofnanna um-
hverfis landið. Þá var í ályktun
þingsins minnt á nokkur atriði,
komi til samninga um veiðiheim-
ildir erlendra fiskiskipa innan
200 mílna og ber þar hæst að
samningsaðilar viðurkenni rétt
íslands til 200 mílna fiskveiðilög-
sögu og að ekki verði samið um
neinar veiðiheimildir innan 50
mílnanna og dregið verði stórlega
úr aflamagni erlendra skipa.
Við tókum tali einn þeirra Vest-
firðinga, er þingið sátu. Úlfar
Ágústsson er kaupmaður á Isa-
firði og við spurðum hann um
afstöðu hans til samninga við er-
lendar þjóðir um veiðiheimildir
erlendra fiskiskipa innan 200
mílnanna.
„Vestfirðingar eru eins og allir
aðrir Islendingar einhuga um út-
færslu landhelginnar en hvað
snertir skoðanir mínar um veiði-
heimildir innan 200 mílnanna, þá
er það mitt álit að við getum ekki
nýtt ' miklu auðlindir, sem við
töku kar vörslu með útfærsl-
unni. Benda má á að eftir útfærsl-
una í 200 mílur er það landsvæði,
sem íslendingar ráða, orðið um-
fangsmesta landsvæði, sem ein
þjóð ræður yfir í Evrópu. I um-
ræðum hér á þinginu hefur komið
fram, að innan hugsanlegrar 200
mílna landhelgi Breta mætti
veiða þrisvar sinnum meira fisk-
magn en nú er veitt á íslandsmið-
um. Það má gera ráð fyrir að
innan 200 mílna landhelgi okkar
séu fyrir hendi fiskstofnar í lík-
ingu við þetta og fullvíst getur
talist að við erum ekki undir það
búnir að nýta þessi fiskimið sjálf-
ir. Ég tel því sjálfsagt að gefa
öðrum þjóðum kost á að veiða á
þeim miðum sem við nýtum ekki
sjálfir gegn viðurkenningu á meg-
B
Úlfar Ágústsson.
inmálinu, sem er 200 mflna fisk-
veiðilögsagan. Ég vil vara ein-
dregið við þeirri einangrunar-
stefnu, sem ég tel að kommúnist-
ar hafi mótað með þjóðinni."
>9Enn mikill
munur á launum
karla og kvenna”
MEÐAL þeirra mála, sem þing
SUS fjallaði um að þessu sinni
voru jafnrétti og jafnstaða karla
og kvenna. I ályktun þingsins er
lögð á það áhersla að tryggt verði
eftir því sem kostur er að konur
og karlar taki fullan og jafnan
þátt í ákvarðanatöku og stefnu-
mótun bæði í héraði, á þjóðlegum
og alþjóðlegum vettvangi. Ekki
ósjaldan hefur verið rætt um að
konur skipi næsta fá sæti i stjórn-
Stefanfa Sigmundsdóttir.
um félaga og samtaka, en þetta
hefur þó breyst verulega á síð-
ustu árum. Við kjör stjórnar SUS
á þinginu í Grindavík hlutu fimm
konur kosningu f stjórnina en alls
skipa stjórnina 21. Ekki hafa áður
jafn margar konur átt sæti í
stjórninni, þó þeim hafi farið
fjölgandi á síðustu árum.
Stefanía Sigmundsdóttir frá
Akureyri er ein þeirra fimm
kvenna, sem kjörnar voru í stjórn
SUS, og við spurðum hana hvað
henni fyndist um jafnrétti karla
og kvenna á vinnumarkaðnum.
„Ég held að fyrst verði að
benda á að enn er mikill munur á
launum karla og kvenna og þá
jafnvel við sömu störf. Það er
ekki hægt að segja, að við eigum
erfiðara með að fá vinnu, en karl-
mönnum er sýnt meira traust.
Þeir eru settir í hærri stöður, þó
beir hafi jafnvel ekki eins langan
iii '•fsaldur að baki og konur, sem
við . ';ð þeirra vinna. Hingað til
hefur i.i<t of hefðbundin verka-
skipting milli k">rla og kvenna og
kemur þessi verkaskipting víða
fram. Það er mín skoðun að mjög
nauðsynlegt sé að kynna kven-
fólki strax f skóla betur þær leið-
ir, sem þær geta farið í námi,
þannig að þær einblíni ekki á
hefðbundnar námsgreinar
kvenna „eins og hárgreiðslu eða
leggi í mesta lagi út í gullsmíða-
nám.“
En hvað með aðra þætti
menntamála?
„Að mínum dómi verður að
leggja sérstaka áherslu á að jafna
þann mun, sem í dag er á milli
verknáms og bóknáms, sérstak-
lega á framhaldsskólastigi og á ég
þar við þann mikla mun, sem er á
fjárveitingum til iðnnáms annars
vegar og menntaskólanáms hins
vegar. Ég tel það rétta stefnu, að
kennsla á framhaldsskólastig fari
fram í fjölbrautaskólum, en hafa
verður í huga að hæfileikar hvers
og eins fái að njóta sín í námi.“
„íbúum Grinda-
víkur hefur
fjölgað um helm-
ing á síðustu
15—20 árum”
Þing SUS var að þessu sinni
haldið í Grindavík. Við tókum
einn heimamanna tali og ræddum
stuttlega við hann um málefni
staðarins. Viðmælandi okkar
heitir Alexander G. Eðvarðsson
og er nemandi I Verzlunarskól-
anum í Reykjavík yfir vetrarmán-
uðina en í sumar hefur hann
starfað við netaviðgerðir i Grinda-
vík.
Hefur ekki orðið veruleg íbúa-
fjölgun hér í Grindavík á sfðustu
árum?
Jú, hér hefur fjölgunin verið að
jafnaði um 4%, þegar fjölgunin
yfir landið í heild hefur verið
1,28%, og á síðustu 15 til 20 árum
hefur fbúunum fjölgað um helm-
ing. Þessi öra fjölgun hefur kallað
á aukið húsnæði, enda hefur
mikið verið byggt hér á siðustu
árum. Hafa byggst upp tvö hverfi,
annars vegar Þórkötlustaðahverfi
og hins vegar Járngerðarstaða-
hverfi, sem enn er í byggingu. Þá
er bærinn að byrja á holræsa-
framkvæmdum og unnið er að
undirbúningu lagningar varan-
legs slitlags á götur bæjarins. Á
sfðustu árum hafa staðið yfir
miklar framkvæmdir við hafnar-
mannvirki hér f Grindavík og
hafa þetta verið fjárfrekar fram-
kvæmdir. I kjölfar Vestmanna-
eyjagossins fékk bærinn 600
millj. króna lán til að bæta
hafnaraðstöðuna og er enn verið
að vinna fyrir þetta fé.“
Þessi öra fjölgun fbúa hér í
Grindavík, hlýtur aðhafa kallað á
aukið skólahúsnæði?
- „Já, það er rétt, hér eru mikil
vandræði með skólahúsnæði. Hér
er starfræktur barna- og ungl-
ingaskóli og í vetur verður í
fyrsta sinn kennt hér nemendum
þriðja bekkjar gagnfræðastigs en
áður urðu unglingar strax að
loknum öðrum bekk að fara f
heimavistarskóla út um land eða í
gagnfræðaskóla í næstu bæjum.
Búið er nú að byggja tvær færan-
legar kennslustofur á lóð skólans.
Fyrirhugað var að hefjast handa
Alexander G. Eðvarðsson
við framkvæmdir við byggingu
nýs skólahúsnæðis hér á staðnum
í ár en af því getur ekki orðið
vegna niðurskurðar á framlagi
ríkisins til byggingarinnar."
En hvernig er háttað aðstöðu til
íþróttaiðkana hér á stao.iu: .?
„Við höfum malarvöll en
íþróttahús vantar tilfinnanlega.
Nú er unnið að undirbúningi
byggingar íþróttahúss fyrir
staðinn og hafa fyrirtæki á
staðnum gefið loforð um að
styrkja þessar framkvæmdir og
það sama hefur bærinn lofað að
gera. Sundlaug var byggð hér
fyrir nokkrum árum og var hún
að miklu leyti byggð fyrir framlög
fyrirtækja á staðnum en auk þess
iagði bærinn til fjármagn. Hingað
til hefur nær allt fjármagn
sveitarfélagsins farið til hafnar-
framkvæmda en nú hefur þetta
breyst."
Hvað getur fjölgunin haldið
lengi áfram?
„Ég sé ekki að fjölgunin geti
ekki haldið áfram svo lengi sem
útgerðin getur séð íbúunum fyrir
atvinnu en hér lifa allir á sjávar-
útvegi í einhverri mynd. Ef út-
gerð fer að dragast saman þá er
þetta fyrsti síaðurinn, þar sem
samdráttar fer að gæta.“
Á liðnum vetri var menningar-
líf Grindvíkinga mikið til um-
ræðu af sérstökum ástæðum. Er
það rétt að hér hafi verið stofnað
leikfélag i haust?
„Já, hér var stofnað leikfélag I
haust og er það að hefja starfsemi
um þessar mundir. Fyrst verður
hér leiklistarnámskeið og strax að
því loknu verður hafist handa við
að koma á fjalirnar leiksýningu.
Þá voru nýlega teknar upp hér
kvikmyndasýningar og hefur það
bætt úr brýnni þörf á starfi fyrir
unglinga hér á staðnum. Leikfé-
lag var starfandi hér fyrr á árum
en starfsemi þess lagðist niður,
því fólk hafði engan tíma frá
vinnu sinni, sjórinn og fiskurinn
kallaði."