Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 16

Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. fyrir því hvaða hag við höf- um að því að veiða innan fiskveiðimarka annarra þjóða. í þriðja lagi verðum við að meta hverju við töp- um á því að geta ekki selt fiskveiðiafurðir á þeim mörkuðum, sem við helzt kjósum. í fjórða lagi hljót- um við að vilja stuðla að eðlilegri verkaskiptingu milli þjóða og draga úr þeirri viðleitni, sem vart AÐ SEMJA EÐA EKKI SEMJA Jafnan þegar við Is- lendingar höfum fært út fiskveiðimörk okkar hefur sú spurning vaknað, hvort hagkvæmara væri að semja um veiðiheimildir erlendum þjóðum til handa um tiltekinn tíma, eða halda stríðinu áfram. Nið- urstaðan hefur jafnan orðið sú, að samið hefur verið og þeir stjórnmála- flokkar, sem stutt hafa samninga og haft forystu um þá hafa hlotið traust þjóðarinnar í þeim kosn- ingum, sem fram hafa farið næst á eftir samningum. 1 viðtali við Sjómanna- blaðið Víking, sem nýlega er komið út, víkur Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, að þessari spurn- ingu, sem við stöndum frammi fyrir, enn einu sinni. í viðtali þessu segir Geir Hallgrímsson: „Spurningin er hér ann- ars vegar, hvort og að hve miklu leyti aðrar þjóðir munu virða útfærsluna og hins vegar i versta falli, að landhelgisgæzla okkar geti knúið þær til þess með valdi. I öðru lagi verðum við að gera okkur grein verður hjá öðrum að styrkja sjávarútveg sinn. Slík þróun leiðir til þess, að markaðsverð á fiski verður óraunhæft, og við sem ekki getum styrkt okkar sjávar- útveg, hljótum, að bera þar skarðan hlut frá borði. ÖIl þessi mál verðum við að ræða við þær þjóðir, sem telja sig hafa hagsmuni að því að stunda veiðar í lög- sögu okkar. Samningar við þær, ef til þeirra kemur, eiga ekki að verða einhliða á þann veg, að við látum af hendi og fáum ekki neitt í staðinn. Menn verða að gera sér fulla grein fyrir því, að viðræður verða að byggjast á gagnkvæmni.“ Með þessum orðum hef- ur forsætisráðherra sett fram þau sjónarmið, sem hljóta að liggja til grund- vallar mati okkar á því, hvort hagkvæmara sé að semja, eða semja ekki, er fiskveiðimörkin verða færð út í 200 sjómílur, og er ástæða til að hvetja al- menning til að íhuga málið út frá þessum forsendum. SÁLARKREPPA LÚÐVÍKS Lúðvík Jósepsson, á ákaflega erfitt með að sætta sig við, að fiskveiði- lögsaga íslendinga verður færð út i 200 sjómílur hinn 15. okt. n.k. án þess að hann komi þar við sögu. Hann þolir heldur alls ekki, að annar maður skuli sitjaí stólisjávarútvegsráð herra en hann sjálfur. Sú staðreynd, að afstaða Lúðvíks til útfærslu fisk- veiðimarkanna fer algjör- lega eftir því, hvort hann á sjálfur hlut að máli, kom berlega í ljós, þegar ávarp kom fram um útfærslu í 200 mílur fyrir tveimur ár- um og hann brást þá við á þann veg, að útfærsla í 200 mílur gæti komið til greina, einhvern tíma eftir að hafréttarráðstefnu lyki. 1 kjölfar ávarpsins lét hann Þjóðviljann hefja rógsherferð á hendur þeim mönnum sem að því stóðu. Sálrænir erfiðleikar Lúðvíks Jósepssonar yfir því, að annar maður situr nú í stóli sjávarútvegsráð- herra koma hins vegar fram í því, að við og við á síðustu 12 mánuðum hefur hann látið Þjóðviljann gera mjög persónulegar og rætnar árásir á Matthías Bjarnason. Þeim manni er vissulega vorkunn, sem bersýnilega hefur sannfært sjálfan sig um, að enginn geti fært út fiskveiðimörk nema hann og enginn geti verið sjávar- útvegsráðherra á Islandi nema hann. Hins vegar er óþarfi að bera sálar- kreppur af þessu tagi á borð fyrir almenning. Við þörfnumst ekki eingöngu skiln- ings heldur og stuðnings vina okkar Rœða Geirs Hallgrímssonar forsœtisráðherra í veizlu norsku forsœtisráðherrahjónanna í Akershus Ég vil hefja mál mitt með því að þakka Trygve Bratteli forsætis- ráðherra fyrir vinsamleg og hlý- leg orð. Kona mín og ég og samferðar- fólk okkar þökkum boð forsætis- ráðherra Noregs að heimsækjá Noreg og þá virðulegu og ánægju- legu veizlu, sem forsætisráðherra og frú Bratteli gera okkur hér í kvöld. Við gerum okkur grein fyrir að saga Noregs um margar aldir Iifir hér i Akershus höll og hefur sín hughrif á okkur, sem sitjum hér í kvöld. Breytir hér engu fyrir okkur Islendinga, að Akershus hefur einnig verið fangelsi. Við könnumst víð slíkt. Skrifstofur forseta íslands og forsætisráð- herra eru einmitt í einu elzta húsi Reykjavíkur, sem byggt var sem tukthús fyrir 200 árum og var þá veglegasta hús í bænum. Þegar Islendingur kemur til Noregs minnist hann upphafs sins. Ekki vil ég draga úr virðu- leik opinberrar heimsóknar, en persónulega er mér miklu fremur innanbrjósts eins og ég sé í fjöl- skylduboði. — Og ég er ekki einn af þeim sem finnst fjölskylduboð leiðinleg. Við íslendingar höfum verið hreyknir að rekja ættir okkar til Norðmanna, eins og forfeður okkar skýra i Landnámu, til þess að svara kunna útlendum mönn- um, þá er þeir bregða oss því, að vér séum komnir af þrælum og illmennum. Hér i Noregi hefur það einnig verið sagt: „Stor arv er det for mannen av godtfolk være född“. Haft er fyrir satt að fyrstu land- námsmennirnir hafi farið frá Noregi til Islands vegna skatta- áþjánar. Nú er því miður tekið fyrir búferlaflutninga Norð- manna til íslands, ef til vill af þeirri ástæðu að Noregi er svo vel stjórnað, eða við höfum lært svo mikið af Norðmönnum i skatta- málum, að við erum tæpast lengur eftirbátar þeirra. Á söguöld var Noregur stór- veldi er lagði önnur lönd undir sig og gerði þau sér háð, þ.á m. ísland. islendíngar hafa í raun aldrei láð Norðmönnum það, væntanlega vegna þess að íslend- ingar gera sér grein fyrir að um sjálfskaparvíti var að ræða, en ekki síður vegna hins, að Norð- menn misstu eigið frelsi síðar og sjálfstæðisbarátta þeirra bæði á fyrri öld og þessari, þ.á m. í seinni heimsstyrjöldinni, varð okkur Is lendingum fögur fyrirmynd. For- dæroi Norðmanna í frelsisbaráttu hefur eflt okkur islendinga til dáða og vakið okkur til umhugs- unar, hvað í veði getur verið, ef ekki er staðið á verði. Samstarf íslands og Noregs í utanríkismálum hefur löngum verið náið og gott. Lega landanna leiðir til þess, að þau hafa mjög svipaðra hagsmuna að gæta. Kem- ur þar ekki sízt til hagur beggja, að öryggið sé tryggt á Norður- Atlantshafi. Náið samráð var milli landanna þegar ákvörðun var tekin um aðild þeirra að Norður-Atlantshafsbandalaginu. Siðan hefur æ betur komið I ljós, hve öryggishagsmunirnir eru samtvinnaðir. En hagsmunir Norðmanna og íslendinga falia ekki einungis saman á Norður- Atlantshafi i viðleitninni við að tryggja þar frið og öryggi. Þjóðirnar hafa engu minni áhuga á að vernda fiskstofna og fiskimið á hafinu. Trygve Bratteli forsætisráð- herra hefur nýlega flutt merka ræðu um öryggismál, þar sem segir: „Det mest fundamentale menneskelige behov er maten. Etter det har sikkerhet og beskyttelse mot ytre farar alltid spilt dominerende rolle sável for enkeltmennesker sável som for nasjonene". Fiskur er okkarmatur á Islandi í bókstaflegum skilningi og því gleður það okkur, að fulltrúar Noregs og íslands hafa haft náið og árangursríkt samstarf á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem ég vil hér sérstaklega þakka. 1 þessum efnum er mark- miðið eitt og hið sama hjá báðum þjóðum. Við höfum að vísu ekki farið að öllu leyti eins að til að ná markmiðinu, en væntum þess að báðar þjóðir hafi valið þær leiðir, sem árangursrikastar eru fyrir hvora um sig og málstaðinn í heild. íslenzka ríkisstjórnin hefur nú ákveðið, að fiskveiðilögsagan við ísland verði færð út í 200 sjómil- ur 15. október n.k. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aug- ljósar, þegar litið er á sérstaka stöðu Islands og lífsnauðsyn Is- lendinga á þvi að vernda fisk- stofna við ísland með raunhæfum aðgerðum. Staðreyndin er sú, að fiskstofnarnir við ísland eru i bráðri hættu og ekki má dragast að vernda þá. Þetta veit ég, að vinir okkar erlendis skilja, þegar þerr vita að 80% af útflutningi okkar eru fisk- afurðir, og ég skal vera hreinskil- inn: Við þörfnumst ekkí eingöngu skilnings heldur og stuðnings vina okkar við útfærslu fiskveiði- lögsögu okkar í 200 milur. Skilnings og stuðings höfum við vissulega notið hjá Norðmönnum á mörgum mikilvægum sviðum. Gleggst kom það í ljós þegar eldur brauzt út í Vestmannaeyj- um. Norðmenn hafa auk þess að leggja okkur lið í baráttu gegn eyðileggingaröflum, ekki síður lagt fram verðmætan skerf til gróðurverndar og skógræktar. Það minnir mig reyndar á, að einn fyrirrennari minn og mikill vinur Noregs, Ólafur Thors, sagði aðspurður um skóglendi Noregs ef til vill ekki alveg án afbrýðis- semi. „I samanburði við ísland lítur Noregur út eins og maður, sem ekki hefur rakað sig“. . Við nrinnumst og þjóðargjafar Norðmanná til að styrkja menn- ingartengsl þjóða okkar með gagnkvæmum heimsóknum og styrkjum og góðum aðbúnaði námsmönnum okkar til handa. Allt þetta metum við og þökk- um og túlka má það óneitanlega svo, að samskipti þjóðanna séu fyrst og fremst rækt af Norð- manna hálfu, en ekki okkar. Ég fullvissa ykkur um að vilji okkar er sá hinn sami og í verki endur- speglast hann i þeirri staðreynd, að það, sem af er þessu ári höfum við keypt vörur frá Noregi næst mest allra landa, sem við höfum viðskipti við, en því miður þurfa Norðmenn ekki að kaupa fisk frá okkur, en borða vonandi því meira lambakjöt. Við höfum haft mikla ánægju af þeirri dagskrá, sem undirbúin hefur verið meðan á heimsókn okkar hefur staðið. Við höfum ekki sízt orðið hrifin af að skoða oliuborpall i byggingu, sem sýnir aðdáunarvert frumkvæði og tæknikunnáttu Norðmanna, sem tryggja mun stöðu landsins I framtíðinni og sambærilegt er við landvinninga fyrir trúna. Það er táknrænt, að öðru megin hér við víkína er Akershus höll og hinu megin olíuborpallur í smíðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.