Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
25
„Ef víð hefðum ætlað að safna í
sjóðí, liefði ekkert verið byggt”
Samtal við Ásgrím Hartmannsson sem
var bæjarstjóri á Ólafsfirði í 29 ár
ÓLAFSFJÖRÐUR fékk kaup-
staöarréttindi fyrir 31 ári, eftir að
ágreiningur reis um ábyrgðir
vegna lántöku til hafnargerðar
þar. Sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu
neitaði að ganga i ábyrgð fyrir
Ásgrfmur Hartmannsson.
lánunum og upp úr því spannst
það, að byggðarkjarninn í firðin-
um fengi kaupstaðarréttindi.
Síöan hefur mikið áunnizt I upp-
byggingu staðarins, ráðizt var í
hafnarframkvæmdir, hitaveita
lögð og rafveitu komið á fót,
barnaskólahús reist og síðar gagn-
Þótt stórveldistími Norður-
landa sé nú löngu liðinn eiga þau
enn hlutverki að gegna í sjálfs sín
þágu, sameiginlegra hagsmuna og
fyrir heimsbyggðina alla.
Ég hef við aðra norsk-fslenzka
hátíð vitnað til þess, að Ibsen seg-
ir frá því í leikriti sínu „Kong-
ungsefnin“ þegar Skúli jarl hafði
tekið sér konungsnafn og biður
íslenzka skáldið Jatgeir að ganga
sér í sonarstað. Jatgeir hafnar, en
býðst síðar til að vera fyrstur til
að fórna sér fyrir Skúla, þegar að
Skúla er sótt. Þá segir Skúli
konungur: „Du som okke ville
leve for meg“, en Jatgeir svarar:
„En mann kan falle for en annens
livsværk; men skal han bli vek á
leve, sá má han leve for sit eget.“
Saga Noregs og fslands og sam-
skipti Norðurlanda eru lýsandi
dæmi um sannleiksgildi þessara
orða.
Örlög Norðurlanda hafa á ýms-
an hátt verið samofin, en reynsla
aldanna hefur sýnt, að
sterkast standa Norðurlöndin
hvert fyrtr sig og í einni heild,
þegar hvert þeirra er sjálfsætt,
óháð og sjálfs sin herra, — og þá
er vináttan mest og samvinnan
bezt þeirra á milli.
Það, sem gildi hefur í samskipt-
um Norðurlanda innbyrðis getur
einnig verið fordæmi meðal
annarra þjóða.
Vandamál okkar á Norðurlönd-
um er nú í umróti átaka að halda
reisn okkar og sjálfstæði sérkenn
um okkar og menningu — ekki
eingöngu sjálfra okkar vegna
heldur og leyfum við okkur að
álíta það auðga heimsmyndina
alla.
Við viljum með orðum norska
skáldsins búá „i et land hvort
hver skal være förer for sen egen
skjeben, hövding i sitt eget sinn“
og við viljum sama megi gilda í
samskiptum þjóða á milli.
í þeirri lífsbaráttu er ómetan-
legt fyrir ísland að eiga slíkan
bróður sem Noreg. Megi vinátta
okkar eflast og styrkjast um alía
fra'mtíð.
Ég bið yður að Iyfta glösum og
drekka skál Noregs og norsku
þjóðar.
fræðaskóli, félagsheimili reist og
götur steyptar og nú er í undir-
búningi að reisa sjúkrahús, elli-
heimili og heilsugæzlustöð undir
einu þaki í kaupstaðnum.
Um sxðustu áramót lét Ásgrím-
ur Hartmannsson af starfi bæjar-
stjóra eftir að hafa gegnt því í 29
ár, eða frá því í ársbyrjun 1946.
Hefur hann því átt mikinn þátt í
því uppbyggingarstarfi, sem
unnið hefur verið á Ólafsfirði.
„Hvernig þetta allt hefur verið
gert get ég ekki almennilega
svarað, því að svo lengi sem ég
man hafa útsvarstekjurnar aðeins
dugað fyrir skyldugreiðslunum.
En ef við hefðum ætlað að bíða
eftir því að safna f sjóði og hafa
nógu tryggan grundvöll fyrir að
borga þetta, þá held ég að megi
segja, að ekkert hefði verið
byggt."
Þannig fórust Ásgrími orð I
samtali, sem fréttamaður
Morgunblaðsins átti við hann á
Ólafsfirði fyrir skömmu. Var
einkum rætt um framþróun mál-
efna byggðarlagsins, enda er
Ásgrímur ekki hættur afskiptum
af bæjarmálefnum, þótt hann
hafi látið af starfi bæjarstjórans.
Hann á sæti í bæjarstjórninni og
hefur raunar setið í henni allt frá
því að Ólafsfjörður varð kaup-
staður.
„Ólafsfirðingar hafa alltaf
trúað á sitt byggðarlag og það er
aðalástæðan fyrir því, að hér er
byggð. Þótt blásið hafi á fram-
þróunina hafa Ibúarnir ekki misst
kjarkinn,“ sagði Ásgrímur enn-
fremur. „Og ég hef þá trú, að það
hafi alla tíð hjálpað okkur við
framkvæmdir og þróun, að bæjar-
stjórn og almenningur hafa alltaf
verið sammála um stærri málefni
og enginn pólitískur ágreiningur
verið þar um.“
BYLTING í
ATVINNULlFI
Mikil breyting, nánast bylting,
hefur orðið i atvinnulífi á Ólafs-
firði í þrjátíu ára sögu kaup-
staðarins. Mikið atvinnuleysi var
landlægt þar á árunum frá 1945
til 1960. Hafnarskilyrði voru léleg
og stærri bátar fóru því suður á
vertíð og margir menn fóru til
vinnu við uppbygginguna á Kefla-
víkurflugvelli. Var jafnvel um
fækkun ibúanna að ræða á þessu
tímabili. „Meginástæðan fyrir því
að fólk hélzt þó á staðnum var sú,
að hitaveitan var ódýr,“ sagði
Ásgrímur. „Við höfum alltaf
þurft að keppa við Reykjavík og
helzta vopn okkar hefur verið
ódýrt heitt vatn og ódýrar lóðir.“
En nú er öldin önnur í atvinnu-
málunum og fremur að Ólafsfirð-
ingar anni ekki verkefnunum en
hitt. Undirstaðan i atvinnulífinu
er fiskveiðar og fiskverkun og
með tilkomu skuttogaranna
tveggja, Ólafs bekks og Sólbergs,
hefur komizt á stöðugleiki í at-
vinnumálum. Fyrir nokkrum
árum var tímabundið atvinnu-
leysi yfir háveturinn, vegna þess
að smærri bátarnir gátu ekki sótt
sjóinn, en togararnir færa nú afla
að landi jafnt og þétt allan ársins
hring og þegar mikill afli berst
að, anna fiskvinnslustöðvarnar
því tæplega að vinna hann. Hefur
t.d. oft verið unnið á kvöldin og
um helgar við fiskvinnslu að und-
anförnu.
Nokkur landbúnaður er inni í
firðinum og nægir mjólkurfram-
leiðslan bæjarbúum. Þjónustu-
verkstæði eru nokkur á Ólafs-
firði, t.d. bílaverkstæði, rafvéla-
verkstæði, vélsmiðja, trésmíða-
verkstæði o.fl., en hins vegar er
ekki um að ræða beinan verk-
smiðjurekstur með fjöldafram-
leiðslu.
Ásgrímur var spurður að því,
hvort hann teldi, að einhver
breyting gæti orðið á atvinnulff-
inu í framtíðinni.
„Ég býst við, að útgerð og fisk-
vinnsla verði áfram uppistaðan í
atvinnulífinu," sagði hann. „En
hér eru miklir möguleikar fyrir
nýjar atvinnugreinar. Við erum
t.d. afskaplega vel í sveit settir
gagnvart ferðamálum. Hér er
hægt að stunda skíðaíþróttir allan
ársins hring. Hér væri hægt að
nýta heita vatnið til að koma á
útibaðströnd. Unnt væri að reisa
mótel-gististað og veita ferða-
mönnum ýmsa þjónustu, t.d. sjó-
stangaveiði. Vatnið hér er gott
veiðivatn og unnt að stórauka
fiskgengd í því með ræktun. Þar
má fá lax og silung, t.d. fæst þar
úrvalsbleikja.
Á sviði fiskiræktar eru raunar
miklir möguleikar á Islandi og
væri æskilegt, að Islendingum
tækist að snúa þróuninni til betri
vegar, að rækta fiskinn í stað þess
að stunda rányrkju.
Hér vantar léttan iðnað, en
aðstaðan er fyrir hendi. Það
veltur á mönnum, hvernig slíkur
rekstur gengur. Töluvert hefur
Benti hann á í því sambandi, að
árið 1943 var heita vatnið leitt til
bæjarins og var komið í öll hús
árið eftir.
Forsaga hitaveitunnar á Ólafs-
firði er sú, að vitað var um heitt
vatn í landi Garðs og Skeggja-
brekku, en ekki var talið, að þar
væri um mikið vatn að ræða, helzt
að það gæti hitað upp eina sund-
laug eða svo. Ungmennafélagið
fékk þá hitaréttindin ókeypis og
hóf að reisa sundlaug, en fékk svo
heimild til að ráðstafa umfram-
vatninu, ef eitthvað væri, til hús-
hitunar. Síðan var borað eftir
meira vatni og bar sú borun þann
árangur, að nægt vatn fékkst
fyrir allan bæinn. En eftir því
sem hann stækkaði fór að bera á
vatnsskorti og árið 1962 kom til
Ólafsfjarðar Norðurlandsborinn
svonefndi. Boraði hann um 600
metra djúpa holu og þar fengust
þegar frá leið 30'sekúndulitrar af
57 gráðu heitu vatni.
„Ég var í Reykjavík þegar frétt-
in barst um árangurinn," sagði
Ásgrímur, „og mér er það ákaf-
verið reynt til að koma slikum
iðnaði á og vonandi eru menn
ekki orðnir þreyttir á því. Það
þarf unga menn til að gera slikt,
bæjarfélagið gerir það ekki. Til
dæmis mætti hugsa sér að koma á
iðnaði sem nýtti heita vatnið og
þá eins kannski ylrækt.
Vöxturinn er mjög mikilvægur
fyrir svona litinn bæ. Ég hef
alltaf sagt, að Ólafsfjörður væri of
lítill bær til að rekstur hans gæti
verið hagkvæmur. Fyrir tveimur
árum sagði ég, að við ættum að
geta náð íbúatölunni 2000 manns
eftir 10 ár og ég held, að það geti
enn náðst,“ sagði Ásgrimur.
Ibúatalan er nú rúmlega 1100
og hefur aukizt verulega síðustu
þrjú árin. Lengi stóð ibúafjöldinn
í stað, um 700 manns, og fækkaði
jafnvel á köflum.
HITAVEITAN EFLIST
Það vakti mikla athygli fyrr í
sumar, er varmamagn hitaveit-
unnar í Ólafsfirði nánast tvö-
faldaðist á einni nóttu, er heitt
vatn streymdi upp úr nýrri bor-
holu skammt frá bænum. Tals-
verður skortur var orðinn á heitu
vatni í bænum, t.d. hafði ekki
verið unnt að veita vilyrði fyrir
heitu vatni f nýjustu íbúðarhúsin
i bænum og ýmis fyrirtæki höfðu
ekki fengið heitt vatn nokkur
undanfarin ár. En nú hefur rætzt
úr þessu.
„Við Ólafsfirðingar höfum
viljað halda þvi fram, að hita-
veitan okkar væri sú elzta i land-
inu eða a.m.k. jafngömul þeirri i
Reykjavík, sem löngum hefur
verið sögð elzt,“ sagði Ásgrímur.
fjörð, þá hefur höfnin þó alltaf
verið stærsta málið, lífæð
byggðarinnar. „Hún var alltaf
sæmileg fyrir smábáta, en er ekki
örugg fyrir skuttogarana tvo.
Dýpkunarskip hafa verið hér
nokkrum sinnum og dælt sandi úr
höfninni upp á svonefndar
Flæðar til að skapa aðstöðu fyrir
húsbyggingar. Nú í sumar hefur
verið dælt á þann stað, þar sem
flugvöllurinn á að vera. Við reikn-
um með að ljúka gerð hans á
næsta ári,“ sagði Ásgrimur. —
Þess má geta, að fyrir fáum dög-
um keypti bæjarfélagið
ösbrekkuland fyrir 6,5 milljónir
króna, en í því landi verður flug-
völlurinn. — En svo að athyglinni
sé beint aftur að höfninni:
„Hafnargerðin var mikið mál á
striðsárunum," segir Ásgrímur,
„og menn sáu, að hér yrði ekki
byggilegt nema að höfnin yrði
gerð. Það hefur ætíð verið erfitt
að fjármagna hafnargerðina, en
þó er annað sem enn erfiðara er
að fá, en við höfum alltaf átt nóg
af: Það eru sjómenn. Við höfum
alltaf átt alveg sérstaka
sjómenn,“ sagði Ásgrímur.
Það er oft tekið sem dæmi um
hnignun byggðarlaga úti á landi,
að unga fólkið flytjist þaðan á
brott og leiti helzt í þéttbýlið á
Suðvesturlandi. En þessu er ekki
þannig farið með Ólafsfjörð.
„Hin siðari ár hefur unga fólkið
yfirleitt setzt hér að og margt
brottflutt fólk skilað sér hingað
aftur. Síðari árin varð ég var við
það sem bæjarstjóri, að alltaf var
Séð yfir Ólafsf jörð.
lega minnisstætt. Þetta var alveg
stórkostlegur árangur."
Síðan var boruð önnur hola á
svæðinu og vildi Gunnar Böðvars-
son, sem stjórnaði borununum,
láta bora niður á 1000 metra dýpi
og að litið yrði á holuna sem til-
raunaholu og hún greidd af rík-
inu sem slík. En áður en af þvf
yrði fluttist Gunnar af landi brott
og holan varð aldrei svo djúp.
Síðar hafa verið boraðar nokkrar
holur í leit að heitu vatni, en
aldrei dýpri en 600 metrar, þar til
nú í sumar, að Kristján Sæmunds-
son jarðfræðingur Iagði mikla
áherzlu á að ein holan yrði dýpk-
uð niður f 1200 metra. Á rúmlega
1100 metra dýpi gaf hún mikið af
heitu vatni og við síðustu mæl-
ingu reyndist þar vera um að
ræða 18 sekúndulítra af 65 gráðu
heitu vatni, en var nokkru meira í
upphafi. Sú borhola er í landi
Skeggjabrekku og sagði Ásgrím-
ur, að bæjaryfirvöld hefðu vitað,
að þar væri mikið vatn að finna og
því keypt jörðina á sínum tíma.
„Ég hef alltaf verið sannfærður
um að meira fyndist af heitu
vatni," sagði hann. „Við vorum
raunar orðnir vondaufir nú f
sumar, en ég held því fram, að
það sé meira vatn að finna á þeim
slóðum ofan við Skeggjabrekku,
þar sem holan var boruð 1962.
Annars á bærinn aðra jörð inni i
firðinum, 14 km frá bænum, og
þar er líklega ennþá meira heitt
vatn.“
HÖFNIN STÆRSTA MALIÐ
En þó að hitaveitan hafi vissu-
lega verið mikilvæg fyrir Ólafs-
verið að leita eftir að flytjast
hingað, bæði frá Reykjavik og
annars staðar að, en húsnæðis-
skortur hefur nokkuð hamlað
þessu,“ sagði Ásgrimur. „En ég
veit ekki annað en að aðkomu-
fólkið kunni vel við sig hér. að
visu segist það aldrei hafa séð
snjó áður í samanburði við það
sem hér gerist og ég hef raunar
heyrt ungt fólk, sem fluttist
héðan til Reykjavíkur, segja, að
það sem það saknaði mest héðan
væri snjórinn."
Og þá beindist samtalið að sam-
göngunum. Ásgrfmur er úr
Skagafirði og kveðst hafa verið
dálítið lengi að venjast innilokun-
'inr.i á Ólafsfirði á vetrum.
Nokkur bót varð fyrir Ólafsfirð-
inga, að veginum yfir Lágheiðina,
en með tilkomu Múlavegar varð
gjörbylting í samgöngumálunum.
Þó vantar tæki á Ólafsfjörð til að
halda veginum um Múlann opn-
um sem lengst.
Ásgrímur benti á, að verkfræð-
ingur hefði reiknað út, að með
fjórum fullkomnum snjóblásur-
um væri unnt að halda aðalvegum
á Norðurlandi opnum 90% timans
yfir veturinn. Og einn blásari,
sem hefði bækistöð á Ólafsfirði,
gæti haldið opnum hringnum frá
Ólafsfirði út f Skagafjörð, yfir
Öxnadalsheiði til Akureyrar og út
vestanverðan Eyjafjörðinn að
Ólafsfirði.
„Ég hef alltaf haldið því fram,“
sagði hann, ,,að allir þeir, sem búa
úti á landi, eigi jafnan rétt til
góðra samgangna og þeir á höfuð-
borgarsvæðinu. Og það er og
Framhald á bls. 31