Morgunblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 UMHORF Ályktun um menntamál Þingskjal nr. 8 Drög að ályktun um menntamál Inngangur: Menntakerfið og kennslu- hættir þarfnast stöðugrar endurskoðunar í þjóðfélagi eins og okkar þar sem breyt- ingar eru örar. Hafa þarf ríkt í huga að skólarnir eru fyrir nemendurna og því ber að haga störfum þeirra þannig, að þörf- um nemenda sé sinnt á sem bestan hátt. Kennsla á ekki ein- göngu að miðast við að veita yfirgripsmikla þekkingu, heldur einnig að nemandinn læri að beita þekkingu sinni við lausn á nýjum vandamálum og búa þá undir að mæta örri þjóð- félagsþróun. Próf og einkunnir verða að þjóna markmiðum kennsiunnar, þau eiga ekki að vera sjálfstætt markmið, heldur hvatning og leiðbeining fyrir kennara og nemendur. Leggja verður ríka áherslu á, að skólakerfið sé mannlegt. Stefna þarf að því, að hæfi- ieikar hvers einstaklings fái notið sín og þeim ekki gert erfitt eða jafnvel ókleift að stunda framhaldsnám vegna fjárhagsörðugleika. Þá verður að taka sérstakt tillit til aðstæðna í strjálbýlinu og forð- ast að slíta börn á unga aldri frá heimilum sínum meirihluta árs. Almenn menntun felst ekki i tilteknum þekkingaratriðum, sem engin önnur geta komið i staðinn fyrir, heldur þjálfun hugans við skapandi starf og gagnrýna hugsun og kunnáttu í að afla sér þekkingar. Auðvelda þarf fólki að flytj- ast milli námsbrauta. Leitast verði við að finna hverjum nemanda verkefni við sitt hæfi. Venja ber nemendur við sam- starf innbyrðis og við kennara og vekja þá til vitundar um félagslega ábyrgð í lýðræðis- þjóðfélagi. Grunnskólinn og skyldunámið Á forskólastigi fer fram fyrsta aðlögun barnsins að skólakerfinu. Námsefni og magn verður að vera í samræmi við aldur barnsins og hafa verður hugfast að fyrstu kynni barnsins af skólastarfi ráða miklu um afstöðu þess til skóla og skólastarfs í framtíðinni. Kennsla á forskólastigi á jöfn- um höndum að vera fram- kvæmd af kennurum og fóstr- um. Það er hlutverk grunnskóla að veita nemendum almenna undirstöðumenntun og búa þá undir nám á framhaldsskóla- stigi. Kynna þarf nemendum hina ýmsu þætti þjóðfélagsins og tryggja að nemendur hafi náð góðu valdi á undirstöðu- atriðum s.s. lestri og skrift áður en hafist er handa við að kenna þeim greinar sem gera kröfu til fyrrnefndrar þekkingar. Mikil- vægt er að nýta fyrstu ár skóla- göngunnar rétt og hafa verður í huga að aðlögun nemendanna að skólastarfi verði seim jöfnust. Leggja verður áherslu á að kalla fram mismunandi hæfileika hvers og eins. Þeir nemendur, sem af einhverjum ástæðum verða á eftir í námi, verða að eiga kost á hjálpar- og stuðningskennslu. Þingið telur að ekki eigi að lengja árlegan skólatíma á grunnskólastigi frá því, sem nú er. Þó skal bent á að nauðsyn- legt er að kanna með hvaða hætti hægt er að skapa börnum I þéttbýli viðfangsefni yfir sumarmánuðina. Varðandi lengingu skóla- skyldunnar bendir þingið á að í grunnskólalögunum er að finna ákvæði um að meta megi þátt- töku í atvinnulífinu um tak- markaðan tíma á skólaárinu að nokkru til jafns við verklegt nám í grunnskóla. Þingið telur þetta ákvæði eðlilega viður- kenningu á því, að nemendur geti stundað nám utan veggja skólans. Setja þarf ákveðnari reglur um þetta atriði þar sem miðað yrði við að gera námið lífrænna. Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag, sem er skólastjórninni til ráðuneytis. Stefna þarf að því að 21. grein grunnskólalaganna komi til framkvæmda sem fyrst. Vissir þættir ákvarðanatöku á sviði fræðslumála á grunn- skólastigi hafa með grunnskóla- lögunum verið færðir úr hönd- um ríkisvaldsins til sveitarfé- laganna en hafa verður í huga að enn er fjármögnun skóla- kerfisins að verulegum hluta f höndum ríkisvaldsins. Á miklu veltur hvort fræðslustjórar skv. grunnskólalögunum verða fremur fulltrúar menntamála- ráðuneytisins eða hlutaóeig- andi fræðsluumdæma. Þá hafa áhrif kennara á meðferð fræðslumála verið aukin með kennarafulltrúum á fundum fræðsluráða og stofnun kenn- araráðs, sem er skólastjóra til ráðuneytis um daglega stjórn skóla. Grunnskólalögin verða sem önnur lög, er fjalla um mennta- mál að vera í stöðugri endur- skoðun. Þó með grunnskólalög- unum hafi verið lögð undir- staða að nýju skipulagi fræðslu- mála fyrir börn á aldrinum 7 til 16 ára, má ekki gleyma því að fyrri lög og námsskrá, sem náðu yfir þetta skólastig höfðu að geyma ýmsa þá þætti, sem aldrei komust til framkvæmda og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Samræmdur framhaldsskóli 1. Þing S.U.S. telur nauðsyn- legt, að nú þegar verði hafist handa um gerð samræmdra laga um nám á framhaldsskóla- stigi. Lög þessi taki til þess náms, sem hefst að loknu grunnskólanámi og lýkur með lokaprófi úr framhaldsskóla. Brýnt er, að slík lög komi til framkvæmda ekki síðar en vorið 1977, en þá útskrifast fyrstu nemendur skv. nýjum grunnskólalögum. 2. Þing S.U.S. telur æskilegt að allt framhaldsnám fari fram í fjölbrautaskólum, þar sem leitast verði við að gefa nem- endum sem fjölbreyttast val á námsleiðum og auðvelda þeim flutning milli námsbrauta. 3. Við skipulagningu fjöl- brautaskóla er brýnt að stytta heildarnámstímann á fram- haldsskólastigi, frá því sem nú er, og taka verður tillit til mis- munandi námshraða einstakl- inga. Þing S.U.S. telur að stytt- ingu á heildarnámstímanum eigi ekki að framkvæma með þvf að lengja árlega skólagöngu heldur beri að beina athyglinni að betri nýtingu þess tima sem skólarnir starfa. 4. Við skipulagningu, starf og staðarval fjölbrautaskóla er mikilvægt að hafa í huga hvernig megi draga úr aðstöðu- mun milli dreifbýlis og þétt- býlis. Ljóst er, að fjölbrauta- skóli þarf að vera það fjöl- mennur á strjálbýlustu svæð- unum að nánast ókleift verður að veita sömu fjölbreytni I námsbrautavali og í þéttbýli. Verkefnaskipting er þess vegna óhjákvæmileg milli fjölbrauta- skóla innan hvers fræðsluum- dæmis. Nauðsynlegt getur reynst að takmarka framboð mjög sérhæfðra námsbrauta. 5. Til að gefa nemendum kost á sem fjölbreytilegustum mögu- leikum á námsvali teljum við heppilegt að fjölbrautaskól- anum verði skipt f deildir eftir námsgreinum, þannig að hver deild annist kennslu f tiltekinni grein. Námsefni í hverri grein verði skipt í einingar, þannig að hver eining sé annars vegar sjálfstæð heild með tilteknum námslokum og hins vegar undirbúningur undir fram- haldseiningar í sömu grein. 1 því skyni að sjá nemendum í ólíkum námsbrautum fyrir sameiginlegri reynslu í náminu er nauðsynlegt að allar náms- brautir hafi sameiginlegan námskjarna. — Nauðsynlegt er að sem mest samræmi sé á námsefni og námskröfum hinna ýmsu skóla. Skipta á námsárinu í annir og binda upphaf námsins og námslok við annirnar. Próf að lokinni hverri önn hafi sjálfstætt skil- greint gildi og veiti tiltekin réttindi. 6. Hver skóli á að vera sjálf- stæð stjórnunareining, byggð á grundvallaratriðum lýðræðis. Samkvæmt því á allt starfsfólk skólans að geta haft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Æskilegt er að áhrif nemenda á stjórn skólans vaxi eftir þvf sem þeir eldast og ná lengra i námi. Á síðustu stigum fjöl- brautaskólans er æskilegt að nemendur hafi þriðjung full- trúa í æðstu stjórn skólans. 7. Iðnnám og verkmenntun hefur verið hornreka í fslenzk- um skólamálum. Nauðsynlegt er að hefja iðn- og verk- menntun til aukins vegs og virðingar. Þing S.U.S. telur þær hugmyndir sem fram koma f tillögum að frumvarpi til laga um þróun verkmenntunar á framhaldsskólastigi frá Iðn- fræðslulaganefnd, til þess fallnar að stuðla að jákvæðri breytingu í þessum málum, en fleira verður að koma til, t.d. skilningur fjárveitingavaldsins á þörfum þessara námsbrauta. Skapa þarf þessu námi eðli- legan sess innan fjölbrautaskól- ans. Háskólanám Fjölgun stúdenta á síðustu árum og aukinn fjöldi háskóla- menntaðra manna beinir athyglinni að þörf þjóðfélags- ins fyrir háskólamenntað fólk. Ljóst er, að i náinni framtíð verður hópur háskólamenntaðs fólks, sem ekki fær atvinnu við fræðigrein sfna. Þess vegna er brýnt að fjölga námsbrautum við H.Í., einkum skammtíma- námsbrautum. Nauðsynlegt er að rjúfa hefðbundna deildar- múra innan Háskólans í því skyni að auka fjölbreytni i námsvali og tengja háskóla- ,námið í ríkara mæli fslensku atvinnulffi. Koma þarf á virkri kynningu í framhaldsskólum á atvinnumöguleikum í hverri grein. Námsaðstoð Þing S.U.S. telur eðlilegast að námsaðstoð sé aðallega í formi námslána á æðri stigum náms. Námsstyrki ætti ekki að veita nema f undantekningartilvik- um t.d. ef nám er óvenjulega langt eða kostnaðarsamt. Náms- lánakerfið á ekki að vera þannig, að það dragi úr við- leitni nemenda til að afla eigin tekna m.a. til að tengsl náms- manna við íslenskt atvinnulff rofni ekki. Sjálfsagt er að miða námslánin við það hvernig náminu fleygir fram, jafnframt því sem tekið sé tíllit til mis- munandi aðstæðna. Til að lækka námskostnað er mikil- vægt að koma upp heimavistum og mötuneytum fyrir námsfólk. Þegar nemendur á lægri skóia- stigum þurfa að sækja nám út fyrir heimabyggð sína, er nauðsynlegt að þeir sem kosta nám þeirra sé veittur ákveðinn styrkur í þeim tilgangi að draga úr aðstöðumun milli dreifbýlis og þéttbýlis. Félagslíf og frjáls viðfangsefni f skólum Þingið leggur áherzlu á, að þáttur félagsstarfs og frjálsra viðfangsefna í skólastarfi verði aukinn. Nauðsynlegt er að viðurkenna þessa þætti skóla- starfs með nauðsynlegum fjár- veitingum til aðstöðu, tækja og launa leiðbeinenda. Minnt er á hlutverk kennara og starfsfólks skóla á grunnskólastigi í skipu- lagningu þessara þátta en þessi skipulagning verður þó jafnan að vera með þeim hætti að nemendur finni til ábyrgðar sinnar og reynt sé að laða fram hæfileika hvers og eins. Til að gera kennurum betur kleift að sinna þessum þætti skólastarfs þurfa þeir að eiga kost á sér- stakri fræðslu um þessi' efni og hafa aðgang að handhægum upplvsingum. Jafnframt að viðurkenna þátttöku nemenda í félagsstarfi, sem þátt í námi. Á efri stigum grunnskóla og á framhaldsskólastigi hlýtur stjórn og ákvarðanataka um félagsstarf að mestum hluta að vera í höndum nemenda sjálfra. Gæta verður þess við hönnun og smíði skólamannvirkja að þau geti jöfnum höndum þjón- að skólastarfi og félgsstarfi íbúa viðkomandi hverfis. Skól- inn á að geta verið menningar- miðstöð hverfisins og þangað eiga eldri íbúar hverfisins að geta sótt utan skólatíma til þátt- töku í námskeiðum og annarri félagsstarfsemi. Símenntun Enginn einstaklingur má vera útundan í menntakerfinu. Þess vegna er mikilvægt að auka möguleika fólks á sí- menntun. Hafa ber í huga að þjóðlífið breytist í sífellu en það gerir þörfina fyrir endur- menntun enn brýnni. Til þess að auðvelda fólki sí- menntun er nauðsynlegt að fjölga námskeiðum sem leiða til ákveðinna réttinda, sérstaklega fyrir fólk sem komið er út í atvinnulífið. Nýta þarf mögu- leika fjölmiðlanna i þessu sam- bandi. öldungadeildum þarf að koma upp víðs vegar um landið. Eðlilegt er, að þeir sem leggja stund á nám sem tekur eitt ár eða meira fái námslán. Menntun fólks meö sérþarfir Fólk með sérþarfir skal innan ramma fræðslukerfisins eiga kost á námi, er miðist við sérþarfir þess. Stefna ber að því að nám og störf þessa fólks verði aðhæft heildinni til hins itrasta. Er þá haft í huga réttur hinna þroskaskertu sem þjóð- félagsþegna og ávinningur hinna heilbrigðu við að um- gangast og taka tillit til þeirra, sem minna mega sin. Sérstakt tillit verður að taka til þessa hóps við hönnun skólamann- virkja. Kennaramenntun Kjarnmenntun kennara í öllum greinum forskólans og grunnskólans jafnt bóklegum sem likamlegum eða verk- legum, aðalgreinum sem sér- greinum, skal fara fram innan Kennaraháskóla íslands eða i nánum tengslum við hann. Kennarar úr Kennaraháskól- anum geti samkvæmt nánar skilgreindum lágmarkskröfum, haldið áfram sérnámi við Há- skóla íslands í valgreinum sin- um og lokið þaðan háskóla- prófum, sem veiti kennslurétt- indi í viðkomandi greinum á framjaldsskólastigi. Huga verður sérstaklega að kennslu og uppeldisfræði- menntun verkmenntunar- kennara við fjölbrautaskóla samhliða aukinni tækni- menntun. Menntun kennara er ekki. lokið með einu prófi. Hvetja þarf kennara til að endur- mennta sig t.d. með ákveðinni launastefnu, minni kennslu o.þ.h. Almennt á ekki að skylda kennara til að afla sér endur- menntunar, en þó getur þess gerst þörf í ákveðnum tilvikum. Endurmenntun kennara mætti m.a. vera fólgin í þvi að kynnast öðrum skólum eða skólastigum um ákveðið tímabil til að efla tengsl milli skóla og auka viðsýni kennara. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga Fundurinn telur að fræðslu- umdæmin eigi að vera sem sjálfstæðust heild í mennta- kerfinu. Ríkið skapi fámennara byggðalögum möguleika á að reka eigin fræðslustofnun, þannig að sem fiestum sé kleift að stunda grunnskólanám i heimabyggð. Fræðsluumdæmin þurfa að hafa víðtækan ákvörð- unarrétt á sviði menntamála. Ráðuneytið á að hafa eftirlit með því að námsskrá sé fylgt, upplýsa, leiða og hvetja. Skólar undir stjórn heima- manna í hverju fræðsluum- dæmi eru best til þess fallnir að sinna þörfunum á viðkomandi stað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.