Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
19
2ttoraiml>lnbft
I Iprúttlr |
GÓDUR ÁRANGUR
STUDENTANNA
GÓÐUR árangur náðist I flestum keppnisgreinum á heimsmeistara-
móti stúdenta í frjálsum (þróttum sem fram fór I Róm fyrir og um
sfðustu helgi. Mörg meistaramótsmet voru sett, en enginn Evrópu-né
heimsmet. Svo sem vænta mátti voru það keppendur Austur-
Evrópuþjóða sem voru einna atkvæðamestir á mótinu, en mjög fáir
Bandarfkjamenn voru sendir til keppni á mótinu. Engir fslenzkir
þátttakendur voru f mótinu, þó svo að þeir hefðu greinilega átt þangað
erindi.
Sá árangur sem hæst bar á mótinu náðist í langstökki, en í því sigraði
Evrópumethafinn Menade Stekic frá Júgóslavíu og stökk 8,27 metra.
Átti hann aðeins eitt annað stökk gilt í keppninni og var það 8.13
metrar. Þá náði finnska stúlkan Haggman ágætum afrekum I 200 og
400 metra hlaupum, en hún hlaut gullverðlaun í báðum þessum
greinum, og ítalski spretthlauparinn Mennea sannaði hæfni sína með
því að hreppa gullverðlaun í bæði 100 og 200 metra hlaupum.
Helztu úrslit á mótinu urðu sem hér greinir:
Sleggjukast: A. Spiridonov, Sovétrfkjunum 73,82 metra
400 metra grindahlaup: E. Ziegler, V-Þýzkal. 50,43 sek.
1500 metra hlaup karla: T. Wessinghage, V-Þýzkal 3:39,73 mín.
Þrístökk: M. Joachimowski, Póllandi: 16,54 metra
100 metra grindahlaup kvenna: G. Rabsztyn, Póll. 13,14 sek.
1500 metra hlaup kvenna: E. Wellman, V-Þýzkal. 4:08.72 mfn.
Kringlukast kvenna: M. Vergova, Búlgaríu 65,28 metrar
Stangarstökk: F. Tracanelli, Frakklandi 5,20 metrar
Hástökk kvenna: G. Filatova, Sovétríkjunum 1,88 metrar
Fimmtarþraut kvenna: J. Frederick, Bandaríkjunum 4.442 stig
110 metra grindahlaup: C. Foster, Bandarfkjunum 13,83 sek.
200 metra hlaup kvenna: P. Haggman, Finnlandi 23,38 sek.
200 metra hlaup karla: P. Mennea, ítalíu 20,28 sek.
800 metra hlaup kvenna: N. Morgumova, Sovétríkjunum 2:01,94 mín.
100 metra hlaup karla: P. Mennea, Ítalíu 10,28 sek.
100 metra hlaup kvenna: L. Maslakova, Sovétrfkj. 11.31 sek.
Kúluvarp kvenna: E. Stoyanova, Búlgaríu 19,99 metrar.
Langstökk kvenna: J. Nigrinova, Tékkóslóvakfu 6,48 metrar.
3000 metra hlaup kvenna: N. Andrei, Rúmeníu 8:54,09 mín.
Kúluvarp karla: B. Dolegiewicz, Kanada 19,45 metrar.
800 metra hlaup karla: W. Gondex, Póll. 1:50,04 mín.
10.000 metra hlaup: F. Fava, Italíu 28:37,92 mfn.
Tugþraut: Josef Zeilbauer, Austurríki 7,857 stig.
Langstökk: Menade Stekic, Júgóslavíu 8,27 metrar.
Spjótkast kvenna: M. Yakubvioh, Sovétrfkjunum 61,72 metr..
400 melra hlaup kvenna: Pirjo Haggman, Finnlandi 51,80 sek.
Spjótkast karla: Gheroghe Megelea, Rúmenfu 81,30 metrar.
5000 metra hlaup: F. Fava, Italíu 13:37,56 mín.
3000 metra hindrunarhlaup: B. Malinowski, Póllandi 8:22,32 mín.
Sovétmenn hlutu flest verðlaun á mótinu, 7 gull, 5 silfur og 11 brons,
eða samtals 23. Rúmenfa hlaut 12 verðlaun: 2 gull, 6 silfur og 4 brons
og Pólland hlaut 11 verðlaun, 7 gull, 3 silfur og 1 brons. Samtals hlutu
18 lönd verðlaun á mótinu.
LILJA SETUR SITT
TÍUNDA ÍSLANDSMET
LILJA Guðmundsdóttir
setti sitt tíunda Islands-
met í hlaupum á árinu, er
hún hljóp 1000 metrana á
2:58,0 á miðvikudaginn í
síðustu viku. Eldra metið
var 3:01,2, en bezti tími
Lilju áður var 3:04. Slæm
skilyrði voru til keppni f
Norköbing á miðviku-
daginn og tóku aðeins
tvær þátt í hlaupinu,
sænska stúlkan hætti
eftir 250 metra hlaup og
hljóp Lilja því keppnis-
laust, en setti eigi að síð-
ur nýtt met. Við betri
skilyrði ætti Lilja að geta
hlaupið undir 2:50.
Met Lilju eru orðin 10 á árinu
eins og áður sagði, Sex met
hefur hún sett í 800 og 15 metra
hlaupum, 2 í boðhlaupum og 2
innanhúss. Hún ætlar sér að
bæta enn eitt metið er hún
hleypur 3000 metra hlaup á
morgun. Annars hafa rigningar
í Svíþjóð að undanförnu farið
illa með velli og eru brautirnar
mjög erfiðar. En komi metið
ekki á morgun þá fellur það
örugglega næsta sumar, sagði
Lilja í viðtali við Morgunblaðið.
Ætlar Lilja sér að hlaupa á
undir 10 mfnútum, en það er
langt undir meti Ragnhildar
Pálsdóttur.
Lilja tók nýlega þátt í 800
metra hlaupi og fékk tfmann
2:12,4 i rigningu og roki. Síð-
asta hlaup hennar utanhúss á
árinu verður í lok mánaðarins,
4 km skógarhlaup, en síðan
taka vetraræfingarnar við.
Jón Alfreðsson fyrirliði ÍA skoraði mark Skagamanna í leiknum við Omonia á Kýpur á sunnudaginn.
Skagamenn eiga mikla mögnleika
þótt fyrri leiknrinn haii tapast 0:1
SKAGAMENN töpuðu sfnum
fyrri leik f Evrópukeppni
meistaraliða á sunnudaginn er
þeir léku gegn Omonia Nikosia
á Kýpur. Urslitin urðu 2:1 og
skoraði Jón Alfreðsson mark
Akurnesinganna og var það
jafnframt fyrsta mark leiksins.
Var vel að marki Jóns staðið og
skallabolti hans illverjandi
fyrir markvörð Omonia. Það
sama verður ekki sagt um mörk
þau sem Skagamenn fengu á
sig, en bæði voru þau af ódýrari
gerðinni.
Litlar fregnir hafa borist af
frammistöðu Skagamanna i
leiknum, en Kýpurliðið mun þó
hafa leikið mun betur, en Akur-
nesingar áttu von á. Leikið var í
33 stiga hita og hafði hitinn
slævandi áhrif á landann, auk
þess sem 10 þúsund áhorfendur
hvöttu heimaliðið mjög ákaft.
Bezti maður Kýpurliðsins er
ungur piltur sem Ieikið hefur
með West Ham og kom hann
vörn ÍA hvað eftir annað úr
jafnvægi í leiknum.
Beztu menn IA að þessu sinni
voru þeir Jónarnir Alfreðsson
og Gunnlaugsson, Jóhannes
Guðjónsson og Davíð Kristjáns-
son markvörður sem lék síðasta
hluta leiksins. Þó Skagamenn
hafi tapað fyrri leiknum og
Kýpurbúarnir verið sterkari en
reiknað hafði verið með þá eru
Skagamenn ákveðnir f að vinna
seinni leikinn og komast í aðra
umferð Evrópu keppninnar og
nægir þeim 1:0 sigur í seinni
leiknum, sem fram fer á
Laugardalsvellinum á sunnu-
daginn.
Af sem áður var
Islendingar síðastir í Norrænu sundkeppninni
NOREGUR varð sigurvegari f
Norrænu sundkeppninni 1975, en
tslendingar sem oftast hafa verið
í fremstu röð f þessari keppni eða
sigurvegarar urdu nú lang-
sfðastir. Hlutum við nú aðeins
rösklega fjórðung þeirra stiga
sem sigurvegararnir fengu.
Astæðan fyrir svo slakri frammi-
stöðu Islands f keppninni að
þessu sinni var fyrst og fremst sú,
að keppnisreglur voru okkur f
óhag, og eins kemur til að mjög
lftill áróður var rekinn fyrir
Slæmt útlit
hjá Guðgeiri
ef tir enn eitt tap
ENN dökknaði útlitið hjá Guð-
geiri Leifssyni og félögum hans f
belgfska liðinu Charlesroi er þeir
um helgina töpuðu enn einum
leiknum í belgísku 1. deildinni.
Hefur liðið enn ekki unnið leik
og er eitt og yfirgefið á botninum
með aðeins 1 stig. Liðið tapaði
fyrir CS Brugge á útivelli á
Iaugardaginn 0:3. Ásgeir og
félagar hans í Standard töpuðu
einnig um helgina, 0:1 á útivelli
gegn Waregem.
Úrslitin í belgisku 1. deildinni
urðu þessi:
Racing Malines—Anderlecht 1:2
FC Liegeois — Beringen 4:1
Lierse — Lokeren 1:2
Louviere — FC Brugge 1:1
Beveren — Antwerp 5:5
CS Brugge — Charleroi 3:0
Waregem — Standard Liege 1:0
Berchem — Ostende 1:1
Beerschot — Malinois 2:1
keppninni að þessu sinni, og
meira að segja ekki vfst að allir
hafi vitað að hún stóð yfir.
Noregur hlaut samtals
2.017.489 stig f keppninni. Danir
urðu f öðru sæti með 1.593.063
stig, Finnar f þriðja sæti með
1.511.000 stig, Svfar hlutu 929.037
• stig og tslendingar 642.633 stig.
Að þessu sinni var keppt um
bikar sem forseti íslands, herra
Kristján Eldjárn gaf til keppn-
innar, en bikar þessi var gerður
af Hreini M. Jóhannssyni. Var
bikarinn afhentur formanni
norska sundsambandsins við
upphaf Sundmeistaramóts
Noröurlanda sem fram fór í
TurkU í Finnlandi 22.—24. ágúst
sl.
Sömu daga fór einnig fram
sundþing Norðurlanda, og kom
Norræna sundkeppnin þar mikið
til umræðu. Var að lokum sam-
þykkt tillaga frá dönsku
fulltrúunum á þinginu að hætta
við keppnina. Var þvf sú keppni
sem fram fór sl. sumar sfðasta
Norræna sundkeppnin.
Sveinamet í fimmtarþraut
Gunnar Gíslason, KA, setti á
laugardag glæsilegt islandsmet I
fimmtarþraut pilta ð innanfélagsmóti
KA. Gunnar hlaut 2141 stig, en
eldra metiS átti Ásgeir Þ. Eiríksson,
ÍR, og var það 1807 stig. Árangur
Gunnars varð þessi I eirrstökum
greinum: Langstökk, 5.08 m, spjót-
kast, 38.89 m (fullorðinsspjót), 200
m hlaup, 27.3 sek, kringlukast.
30.28 m (sveinakringla) 20.19 (full-
orðinskringla) og 1500 m hlaup,
4.58.2 mín.
Ef stigin eru reiknuð með full-
orðinskringlunni hefði Gunnar hlotið
1889 stig, sem jafnframt væri met.
Þá vekur árangur Gunnars í spjót-
kastinu og athygli þvi hann er betri
en gildandi Islandsmet.
Gunnar Gislason hefir viðar látið
að sér kveða á Iþróttasviðinu en I
frjálsum iþróttum, þvl hann hefir
skorað alls 51 mark I þeim knatt-
spyrnuleikjum sem hann hefir tekið
þátt I I sumar, en hann er einn aðal
maðurinn I liði 4. flokks KA, sem lék
til úrslita I Islandsmótinu gegn
Breiðabliki. Þá er Gunnar og snjall
handknattleiks og skiðamaður og
verður fróðlegt að fylgjast með þess-
um garpi I framtiðinni.
Auk keppninnar I fimmtarþraut var
keppt I 1500 m hlaupi og urðu úrslit
þessi: 1. Jónas Clausen, KA, 4.31.5
min, '2. Þórir Snorrason, UMSE,
4.33,2 mln. 3. Steindór Helgason,
KA, 4.37.8 mln. 4. Steindór
Tryggvason, KA, 4.43,2 mln.
Sigb.G.
Reykjavfkurmót
I handknattleik
í íþróttahöllinni í Laugardal
f KVÖLD
Meistaraflokkur karla:
KL. 20.15 KR — LEIKNIR
KL. 21.30
VALUR — FYLKIR
H.K.R.R