Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
21
„Ung saga liðsins er
ævintýraleg”
Keflvíkingar leika gegn Dundee Utd. í kvöld
og er það 13. Evrópuleikur ÍBK á 19 ára ferli
t tilefni af þátttöku sinni í
Evrópukeppninni í knatt-
spyrnu hafa Keflvíkingar
gefið út 8-síðna blað, þar
sem þeir fjalla um liðin
tvö sem eigast við í Kefla-
vík í kvöld og fyrri þátt-
töku ÍBK í Evrópumótun-
um. Er leikmenn tBK
hlaupa inn á völlinn f
kvöld, er það í 13. skipti
sem þeir taka þátt í
Evrópukeppni og hafa þeir
ásamt Valsmönnum leikið
flesta Evrópuleiki
íslenzkra liða. ÍBK hefur
þegar tryggt sér þátttöku f
Evrópumóti næsta ár, en
það tókst Valsmönnum
hins vegar ekki og síga
Keflvfkingar því fram úr.
Meðal efnis í blaði Keflvíking-
anna er rakin saga IBK í Evrópu-
mótum og er þar ýmsan fróðleik
að finna. I upphafsorðum greinar-
innar segir: „Keflavíkur-liðið er
ungt að árum, aðeins 19 ára
gamalt. Þrátt fyrir að það sé ný-
búið að slíta „barnsskónum" er
það búið að skipa sér á bekk með
sterkustu félagsliðum, sem ísland
hefur átt — ung saga liðsins er
ævintýraleg.
Keflvíkingar hafa tryggt sér Is-
landsmeistaratitilinn alls fjórum
sinnum sl. áratug og þá tryggðu
þeir sér bikarinn fyrir nokkru er
þeir unnu sigur, 1:0 yfir íslands-
meisturunum frá Akranesi á
Laugardalsvellinum.
Keflavíkurliðið hefur verið víð-
förult á undanförnum árum. Far-
ið í víking um Evrópu og leikið
gegn sterkustu félagsliðum Ung-
verjalands. Englands, Spánar,
Skotlands og Júgóslavíu við mjög
Portúgölum heitt 1 hamsi
NÁBÚAUPPGJÖR "milli Lissa-
bon-liðanna Sporting og
Atletic varð að stöðva þegar 10
mínútur voru til loka leiksins
vegna þess að æstir áhorf-
endur óðu inn á völlinn. Til-
drögin voru þau að er staðan
var 2:2 var dæmd vítaspyrna á
Sporting 10 mínútum fyrir
leikslok. Dómarinn stöðvaði
þegar leikinn og neitaði að
byrja aftur fyrr en honum og
línuvörðunum hefði verið
tryggð örugg vernd. Þegar svo
hafði ekki verið gert eftir 20
mínútur og mannskapurinn
var enn með ólæti inni á vellin-
um, flautað hann leikinn af.
Knattspyrnuyfirvöld í Portú-
gal munu taka ákvörðun um
það i vikunni, hvernig leikur-
inn verður dæmdur, eða hvort
hann skal leikinn að nýju.
Þorsteinn Ólafsson hefur oft varið stórkostlega I leikjum tBK f
Evrópumótunum.
Hamish McAlpine er markvörður Ðundee Utd. og vonandi fær hann
nóg að gera f leiknum f kvöld.
góðan orðstír. Keflavíkurliðið á
sér stutta, en skemmtilega sögu í
Evrópukeppninni i knattspyrnu."
Fyrsti Evrópuleikur IBK var
gegn Ferencvaros frá Búdapest
árið 1965. Leikurinn á Laugar-
dalsvellinum tapaðist 1:4 og
leikurinn ytra 1:9. Árið 1971 lék
IBK gegn ensku meisturunum
Everton. Friðrik Ragnarsson
gerði sér lítið fyrir í þeim leik og
skoraði fyrsta mark leiksins eftir
aðeins 11 mínútur. Adam var þó
ekki lengi í paradís. Ieikmenn
Everton tóku við sér og unnu 6:2
en Friðrik skoraði einnig seinna
mark IBK. Ensku blöðin eyddu
miklu rúmi í skrif sín um þennan
leik og einkum var það Þorsteinn
Ólafsson markvörður sem vakti
athygli þeirra, en hann átti stór-
kostlegan leik og stjörnur Arsen-
al féllu i skuggann fyrir mark-
verði ÍBK. Næstu mótherjar IBK
voru svo Tottenham árið eftir, en
nú gekk Keflvíkingunum ekki
eins vel og liðið tapaði 1:6 á
Laugardalsvéllinum og 0:9 á
White Hart Lanes i Lundúnum.
„Áhorfendur fengu að sjá að það
er mikill munur á áhugamanna-
liði frá litlum fiskibæ á norður-
hjara veraldar og atvinnumanna-
liði frá stórborginni London.“
Þannig segja Keflvíkingar sjálf-
ir frá þessun leik í blaði því sem
áður er nefnt. Þess má geta að
þetta ár bar Tottenham sigur úr
býtum i UEFA-keppninni.
Madrid var næsti viðkomustað-
ur Keflvíkinganna og leikið var
gegn hinu heimsfræga liði Real
Madrid árið 1972. Leikurinn í
Madrid endaði með 3:0 sigri
Madrid-liðsins. Á Laugardals-
vellinum leit út fyrir jafntefli, þvi
er aðeins örfáar sekúndur voru til
loka leiksins var staðan 0:0, en úr
siðustu spyrnu leiksins skoraði
Real Madrid eina mark leiksins.
Hibernian frá Edinborg var mót-
herjinn 1974 og lauk viðureignum
liðanna með 3:1 sigri Skotanna,
eftir skemmtilega leiki. I fyrra
lék IBK gegn Hadjuk Spilt og lék
liðið báða leiki sína ytra, en það
var nokkuð sem þeir höfðu ekki
gert áður. Leikirnir töpuðust 1:7
og 0:2.
Eins og sjá má á upp-
talningunni hér að framan þá
hafa Keflvikingar enn ekki unnið
leik i Evrópukeppni og hafa
aðeins einu sinni náð jafntefli. I
Ólafi Júliussyni tókst að skora gegn Pat Jennings f marki Tottenham á
sínum tfma — spurningin er hvort hann verður á skotskónum f kvöld.
leiknum i kvöld er þö margt ólík-
legra en að þeir nái að minnsta
kosti öðru stiginu. Lið Dundee
United er að vísu í einu af efstu
sætunum i skozku „toppdeild-
inni“ og hefur hlotið jafn mörg
stig og Celtic. En Keflvíkingarnir
hafa mikla reynslu að baki og
hafa sótt í sig veðrið í síðustu
leikjum sínum. Þeir ætla sér
stóran hlut og ekki dregur það úr
áhuga þeirra á að standa sig að
leikurinn fer fram á þeirra
heimavelli og búist er við á að
gizka 4000 áhorfendum sem
örugglega láta ekki sitt eftir
liggja yið að hvetja sína menn til
dáða.
Spárnar eru góðar
ÞAÐ var gott hljóðið í Hafsteini
Guðmundssyni formanni íþrótta-
bandalags Keflavíkur er Morgun-
blaðið hafði samband við hann I
gær. Sagði Ifafsteinn að forsalan
hefði gengið vel og þegar væru
seldir á þriðja þúsund miðar.
Veðurspáin væri góð fyrir kvöldið
og menn leyfðu sér að spá því í
fullri alvöru að Keflvíkingar
næðu stigi eða stigum í Ieiknum.
— Undirbúningsvinnu fyrir
leikinn er nú að mestu Iokið,
sagði Hafsteinn. — Leiðin frá
búningsherbergjunum að vell-
inuin hefur verið girt og lokið
verður við það fyrir leikinn að
byggja bráðabirgðastúkur. Völl-
urinn er eins góður og hann getur
frekast verið á þessum árstíma og
strákarnir eru ákveðnir I að gera
sitt bezta.
Ekki hafði Keflavíkurliðið end-
anlega verið valið í gær, en búist
var við að liðsuppstillingin yrði
sem hér segir:
1. Þorsteinn Ólafsson
2. Ástráður Gunnarsson
3. Hjörtur Zakaríasson
4. Gísli Torfason
5. Einar Gunnarsson
6. Grétar Magnússon
7. Ólafur Júlíusson
8. Karl Hermannsson
9. Steinar Jóhannsson
10. Hilmar Hjálmarsson
11. Jón Ólafur Jónsson
Leikmenn Dundee Utd. komu
til landsins í gærkvöldi. Þeir léku
gegn Motherwell á laugardaginn
og gerðu jafntefli.
Leikur IBK og Dundee Utd.
hefst f Keflavík klukkan 18.00 1
kvöld.
Lið Dundee United.