Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 30

Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 t Maðurinn minn og faðir okkar, ERLENDUR SIGUROSSON. skipstjðri, Hverfisgötu 98, lézt þann 21. sept Guðrún Hálfdánardóttir og dœtur. t Móðir mín, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR, er látin. Magnús Kolbeinsson. t Móðir okkar, KRISTlN JÓNSDÓTTIR. Kvisthaga 14, andaðist 20. september, Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 24. sept. kl. 10.30 Jarðsett verður í gamla kirkju- garðinum. Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Ifknarstofnanir njóta þess. Andrea Þorleifsdóttir, Málfrfður Þorleifsdóttir. t Elsku litli drengurinn okkar og bróðir, STEINN HERMANN, Álfaskeiði 76, sem lést af slysförum 19. september sl. verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 25. september kl 2 e.h. Jóhann Þórðarson, Marfa Jóhannesdóttir og systkini. Fóstri minn. + TORFI HERMANNSSON trésmiSur, Flókagötu 3, andaðist að heimili sinu sunnudaginn 21 september. Halldór Tjörvi Einarsson. Minning: Þórdís Ósk Björnsson Bilger Þú ert yndið mitt yngsta og bezta, þú ert ástarhnossið mitt nýtt, þú ert sólrún á suðurhæðum, þú ert sumarblómið mitt frítt, Þú ert Ijósið, sem lifnaði sfðast, þú ert löngunar minnar Hlfn, þú ert allt, sem ég áður þráði, þú ert ósk — þú ert óskin mfn. (Guðm Björnsson). „Sumarblómið frítt" var mey- barn, borin í þennan heim 6. dag júnfmánaðar árið 1922, hlaut í skírninni nafnið Þórdís Ósk, en alla jafnan var hún kölluð Lída. Hún var þrettánda og yngsta barn Guðmundar Björnssonar land- læknis, en sjötta barn hans með seinni konu sinni, Margréti, dótt- ur Magnúsar Stephensen lands- höfðingja. Áttu þau hjónin fimm syni fyrir, en ástarjátning föður- ins, þegar hann yrkir til nýfæddr- ar dóttur sinnar, segir sfna sögu. Skyldu mörg börn hafa fengið fallegri vöggugjöf? Við Lída kynntumst í Gagn- fræðaskólanum við Tjörnina, vorum bekkjarsystur þar í þriðja bekk, en það var ekki fyrr en ákveða skyldi eftir gagnfræða- próf, hvort setjast ætti í stærð- fræði- eða máladeild, að raun- veruleg vinátta tókst með okkur. Bræður okkar tveir, þá ný- stúdentar eggjuðu okkur mjög að fara í stærðfræðideild, en það var þá fátftt að stúlkur veldu þá deild. Rök þeirra voru þau, að „við lærð- um þá a.m.k. að hugsa.“ Frá þvf skólaganga okkar f M.R. hófst, vorum við saman flesta daga að segja má frá morgni til miðnættis. Við sátum saman f skólanum, lás- um saman á daginn til skiptis hvor heima hjá annarri og flest- um kvöldum eyddum við saman, ýmist tvær eða í hópi skólafélaga. Ég held, að möguleikinn til mynd- unar órofa vináttu sé mestur á þessum þroskaárum, þegar ungl- ingurinn er að breytast f fullorðna manneskju og vinátta frá þessu skeiði æfinnar sé fjár- sjóður, sem aldrei glatast, hvað margar vikur, sem ber milli vina síðar á æfinni. Af lyndiseinkunum Lfdu finnst mér bera hæst, hvað hún var sönn og sjálfri sér samkvæm. Hún var mjög dul að eðlisfari, fremur sein- tekin en traust eins og bjarg. Góð- um gáfum var hún gædd eins og hún átti ættir til og ekki vantaði hana skopskyn. Hún var bein- skeytt og orðheppin með afbrigð- um og illa þótti borga sig að sneiða að henni í orðræðum, hún lét aldrei eiga neitt hjá sér. Smekkvísi hennar var einstök svo jaðraði við listfengi og snyrti- mennskan var henni í blóð borin. Hún var sá bezti félagi, sem nokkur gat átt, skemmtileg og alltaf mátti treysta henni á hverju, sem gekk. En það, sem ég held, að hafi einkennt Lfdu framar öllu öðru var menningar- bragurinn, mér liggur við að segja, margra kynslóða meðfæddur menningarbragur — samofið látleysi og reisn. Að stúdentsprófi loknu las Lida við Háskóla íslands einn vetur, lauk þaðan heimspekiprófi, en vann svo á skrifstofu næstu árin. Árið 1945 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Arthur S. Biiger liðsforingja og fluttist með hon- um til Bandaríkjanna sama ár. Það var stórt spor að stíga þá, þegar samgöngur voru ekki eins auðveldar og nú að fiytjast til Ameríku, en í þessu var vinkona mín sjálfri sér samkvæm eins og alltaf, hún gerði upp huga sinn, tók sína ákvörðun og lifði síðan lífi sínu heil og óskipt í nýja föðurlandinu eftir það. Hafi hún haft heimþrá fyrstu árin, lét hún það aldrei I ljós, það var hennar einkamál. Leið hennar lá víða bæði um Bandaríkin, Japan og Vestur-Evrópu, alls staðar sam- lagaðist hún umhverfi sínu, án þess að tapa nokkru af sjálfri sér, heldur bætti hún stöðugt við sinn þroska- og þekkingarsjóð. Árum saman hitti hún aldrei Islending, en hvorki sá ég mál- né stafvillu í bréfunum hennar og veit ég, að Björn okkar Guðfinnsson ís- lenzkukennari hefði orðið bæði hreykinn og glaður, ef hann hefði séð og heyrt íslenzkuna hennar eftir 30 ára dvöl fjarri ættland- inu. Hún átti því láni að fagna að eiga góðan eiginmann, sem kunni að meta hana, enda hjónaband þeirra farsælt mjög. Einn son, Erik Gest, eignuðust þau hjón 1. sept. 1948. Þessi sonur var eftir- læti foreldra sinna, enda bæði framúrskarandi vel gefinn og + Móðir min, GUÐRÚN JÓNÍNA KOLBEINSDÓTTIR, Þingholtsstræti 15, lézt aðfaranótt 17. þ.m í Landakotsspítalanum. Jarðsett verður frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 25. september kl. 1.30. Fyrir hönd aðstandenda Ólöf Svafa Indriðadóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGMUNDAR INGVARSSONAR, Suðurgötu 115, Akranesi. Ásta Árnadóttir, böm, tengdabörn og afabörn. Faðir okkar, ÞÓROUR ÁGÚST JÓNSSON, fyrrverandi varSstjóri, Skeggjagötu 7. er andaðist 14. september verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 24 september kl. 1 3.30. Hulda ÞórSardóttir, Svana Þórðardóttir, Charlotta Þórðardóttir. + Útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS GUÐMUNDSSONAR, Grenimel 10, fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 24. september kl 1 3 30. Ása Jóhannsdóttir, íris Sigurjónsdóttir, Hendrik Skúlason, + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og einlægan vinarhug við andlát og útför. Nanna Sigurjónsdóttir, Sigurður Björnsson, og barnaböm. STEINBJÖRNS M. JÓNSSONAR Hafsteinsstöðum, Sérstakar þakkir færum við Lionsklúbb Sauðárkróks og hestamanna- félögunum Stíganda og Léttfeta fyrir virðingu sýnda minningu hans. Guð blessi ykkur öll. Ester Skaftadóttir, Jón Björnsson, Skafti Steinbjörnsson, Hildur Claessen, Ragnheiður Steinbjörnsdóttir. Þorsteinn Birgisson. Sigrlður Steinbjörnsdóttir Bjöm Steinbjömsson, Jón Steinbjörnsson. Lokað miðvikudag eftir hádegi, vegna jarðarfarar. Rörsteypan h.f. Kópavogi. elskulegur, lauk háskólanámi með láði á óvenju stuttum tíma og er nú kvæntur og á eina dóttur sem amman var fjarska hreykin af. Eftir að leiðir okkar Lidu skild- ust, skrifuðumst við á, en í önn dagsins strjáluðust bréfin, þar til svo var komið, að aðeins fyrir hver jól skrifuðum við „annál árs ins“ hvor til annarar og héldum þannig sambandi. Aðeins einu sinni á 29 árum hittumst við f 2—3 klst á heimili Gunnlaugs, bróður Lidu, hún var þá á leið til Þýzkalands en ég til Ameríku. En í fyrrasumar komu þau hjón, Lída og Arthur, til Islands og dvöldu hjá Gunnlaugi og Margréti konu hans, sem nú er látin. Var sérlega kært með þeim systkinunum og hafði Lída mikið dálæti á bróður sínum og mágkonu. Hjá okkur hér á Akureyri voru þau Lída og Arthur í 4 daga. Ég tók á móti þeim á flugvellinum, hálf kvíðin þvf hvort svona langur að- skilnaður gerði ekki beztu vinu að ókunnugum mann- eskjum. Kvfði minn var óþarfur. Um leið og við sáumst var eins og árin 29 hefðu aldrei verið — við hefðum kvaðst í gær. Nú þakka ég forsjóninni fyrir að gefa okkur þessa daga, þeir hefðu ekki mátt dragast um eitt ár, því nú hefur Lída kvatt þennan heim. Hún lézt í Washington þ. 5. sept. s.l. eftir hálfs árs baráttu við ban- vænan sjúkdóm. Ég vel enda þessi fátæklegu orð mín á því að votta fjölskyldu og þá sér i lagi bræðrum Lídu ein- læga samúð mína og fjölskyldu minnar. Hana sjálfa kveð ég með erindi eftir föður hennar, ort til hennar, þegar hann var staddur í öðru landi en hún, eins og við erum núna: Dfsa mín góða, Dfsa mfn dapur er hugurinn, hann er að leita heim til þfn, **n hittir þig ekki um sinn, þvf þú ert handan við höfin blá, handan við höfin blá, og þungt er að muna en mega ekki sjá, og sár er hjartans þrá. Ég horfi út á æginn og hugsa til þfn, til þfn, sem er dfsin mín, Ég veit, að henni muni ekki hafa verið síður fagnað við kom- una í nýjan heim en henni var fagnað við komuna f þennan heim. Akureyri 10. sept. 1975. Bergljót Rafnar. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.