Morgunblaðið - 23.09.1975, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
37
VELVAKAIMOI
Velvakandi svarar í sima 10-100
kl. 14—1-5, frá mánudegi til föstu-
dags.
• Tania —
Patricia
Þorsteinn Guðjónsson
skrifar:
„Komdu sæll Velvakandi.
Þá er Patricia Hearst komin
undir lás og slá, að lokum. Og þar
með er „herinn" sem hún gekk I,
og ég hef leyft meðr að kalla
„samræðis- frjálsræðisherinn“ —
enda er það rétt þýðing — sagður
að engu orðinn. Og er það vel ef
svo er, þvf að hann var eitt
hið skæðasta krabbamein
mannlífsins sem komið hefur upp
þar vestra, og er þó af mörgu að
taka. Meira var á seyði þar þá en
flesta grunaði. Ég var í San
Fransisco kvöldið sem átti að
hefja uppreisnina og sá hvernig
götur og samgöngumiðstöðvar I
miðborginni tæmdust af fólki á
skammri stundu, á þann hátt, sem
þeir sögðu að aldrei gerðist. Og ég
skynjaði þetta einkennilega,
hvernig uppreisnarhneigð og ótti
breiðast út í hugum fólksins, og
mér varð ljóst, að þar koma ekki
áætlanir einar og
framkvæmdakunnátta til greina.
Og þar sem þetta var
hugarástand, varð mér enn betur
ljóst en áður, að með huganum
mætti vinna gegn þvi — en þó
ekki án þess að taka á sig nokkra
áhættu. Einn einbeittur vilji gegn
þessu, þáð mundi nægja, og ég
taldi minn vilja vel mega vera
þann, þar sem ég hafði kunnáttú
til að bera. Ég vissi hvers eðlis
ófreskjan „Tania“ var, og ég sá
það glöggt, að það var ekki af
engu, sem reynt var að koma
þessu nafni á Patriciu, f hugum
almennings. Það var beinlinis
þetta sem baráttan stóð um, þvi ef
það tækist að koma þvi fram, að
fólk færi að hugsa um Patriciu
sem „Töniu“, þá ætti óvætturin
greiðari leið til að koma áhrifum
sinum fram í gegnum hana.
Ég hafði farið upp á „S.F.
Examiner" (blað Hearsts) og lent
í hálfgerðu þvargi við starfsliðið,
sem auðvitað skildi ekki upp né
niður í því, sem ég var að segja,
en þó var þar roskin kona, sem
sagðist eiga kunningjafólk i
Reykjavik og vildi hún greiða
fyrir mér. Hún ráðlagði mér að
skrifa foreldrunum bréf, sem hún
sagðist mundi koma áleiðis. Það
gerði ég og ráðlagði þeim að halda
miðilsfund, og varaði við „Töniu“,
og veit ég síðan ekki meir,
hvernig þvi bréfi reiddi af. En
ekki liðu nema þrir dagar áður en
sú frétt barst út um „Bay Area"
(borgina I kringum flóann), að
Hearst-hjónin hefðu farið til
Edgars Mitchells geimfara (sem
var í sjónvarpinu hér um daginn)
og beðið mig um miðilsfund.
eina ástæðan fyrir þessari
upphringingu um kvöldið. Hitt
voru allt brellur til að reyna að
styrkja lögregluna I þeirri trú að
upphringingin hefði frá honum
komið. Þetta var sannast sagna
snilldarlegt f öllum sfnum
einfaldleika, en heppnin hafði
verið með þeim f gervi Iftils
drengs, sem skrópaði úr skólan-
um og fór f gönguferð með hund-
inn sinn. Það hafði gert strik f
reikninginn og velt öllum áætlun-
um morðingjans rækilega um
koll.
Þannig var málið þá vaxið eftir
allt saman. Það var ekkcrt á móti
þvf að lögrcglan kæmist að
morðinu á Mariettu Shaw, en
morðinginn hafði fyrir alla’muni
ætlað að halda leýndu eins lengi
og kostur væri morðinu á Arthur
Talmey prófessor.
15. KALFI
— Ég vona þér hafið ekki slas-
azt alvarlega, Link, sagði Felix f
hluttekningarrómi.
— Nei, það tekur ekki að tala
um það, svaraði David stuttara-
lega.
— Það þykir mér salt að segja
afleitt! Ég hélt að ÞAÐ væri
— Jæja, ég var ekki fyrr
kominn út úr þeirri byggingu og
upp i strætisvagn, sem flutti mig
út úr borginni, en ég sé á vinstri
hönd við mig fólksbíl, sem hafði
ekki þrjá bókstafi í merkinu eins
og venjulegast er, heldur fimm,
og hvernig halda menn nú að þeir
bókstafir hafi raðazt? TANIA!
Þetta er eitt af þeim undarlegu
atvikum, sem erfitt er að segja
frá, vegna þess að hætt er við, að
skýringar þyki langsóttar. Það fór
á sama veg þegar ég fór seinna i
útvarpsstöðina KPFA uppi í
Shattuck-stræti I Oakland og fékk
þeim „stefnuyfirlýsingu" mina
um að unnt væri að losa Stúlkuna
undan þessu valdi með
hugareinbeitingu. Yfirlýsingin
var borin fram i íslands-nafni á
hendur samræðishernum og átti
að lesa hana upp nokkrum
minútum siðar (svona gerist allt
fljótt í Ameriku).
Ég var varla fyrr setztur upp í
strætisvagninn sem bar mig
þaðan en við mér blasir i
nokkurri fj'arlægð með
einhverjum þeim allra stærstu
auglýsingastöfum, sem ég sá i
ferðinni: ICELAND. Og þetta var
einmitt á sömi mínútunum og
þeir áttu að vera að lesa
ÍSLANDS-yfirlýsinguna í
útvarpið þarna rétt hjá. Ég var
nærri þvi farinn að efast um
hvernig ég ætti að fara með þetta,
en þar sem ég treysti
skynseminni fór ég að hugsa
málið og skildi þá undireins, að
það mundi vera skautahöll, sem
bæri þetta nafn.
Jæja, Velvakandi góður, ég ætla
nú ekki að lengja málið um þetta
efni, en mér er I rauninni vel
við allar verur alheimsins, jafnvel
„Töniu“, en það verður bara að
-hefta þær, þegar þær eru í
skaðsemdarhug. Og það var
einmitt þetta sem ég gerði. Enda
dreymdi mig litlu síðar, að ég sæi
gráhærðan, fornmannlegan mann
sveima yfir örlögum manna þar
um slóðir.
Við skulum vona að örlög
manna snúist til hins betra.
Þorsteinn Guðjónsson."
% Biðröðin
í Síberíu
Húsmóðir skrifar:
„Eftir þvi sem maður verður
eldri og fræðist meira, þá finnst
manni þörfin aukast á þvi að
heimurinn losi sig við
kommúnismann. I útvarpinu var
sagt frá þvi, að
herforingjastjórnin I Chile þyrfti
að senda menn í frægan skóla í
Brasiliu til að læra pyntingar, en
ekki var nefnt hversu hátt væri
skólagjaldið. Það er líklega af þvi
að Lenin var búinn að
koma syo góðu skipulagi á
fangabúðamenninguna i Rúss-
landi, að aldrei heyrðist, að
Stalín hefði þurft að senda
Bería í slíkan skóla. Fanga-
búðamenningin rússneska var
svo látin ganga til hinna komm-
únistaríkjanna. Það sást á
Mindzentty kardinála þegar hann
slapp í Ungverjalandsbyltingunni
að hann hafði orðið að þola meira
en Þeódórakis, þegar hann fór til
Parisar, enda fór hann galvaskur
í kosningar þegar tækifæri gafst
þótt hann fengi lítið fylgi.
Grikkir muna ennþá þegar
Stalín fékk kommúnista úr
nágrannaríkjum til þess að
ræna börnum og svo voru
þau flutt til Rússlands. Islenzku
kommúnistarnir afsökuðu þetta
með þvi að verið væri að refsa
Grikkjum af því að þýzki herinn
hertók Grikkland. Hvaða refsingu
fengu t.d. Danir hjá
Vesturveldunum fyrir að vera
herteknir lika? Þeir, sem afsaka
Rússa, ættu að hafa á takteinum
skýringar á því, hvers vegna
fólkið flýr ekki frá þeim löndum,
sem lúta herforingjastjórn-
um og eru þó þau lönd ekki
lokuð með gaddavír og Ber-
línarmúrum. Skýringin er auð-
vitað sú, að lífið er snöggtum
skárra þar en í kommún-
istaríkjunum og svo er alltaf
von til þess að herfor-
ingjastjórnir falli, en þar
sem kommúnisminn er einu sinni
búinn að taka völdin, þar sér KGB
um að ekkert breytist, nema að
einn Stalín tekur við af öðrum.
íslendingar, sem farið hafa til
Leningrað, lærðu þennan
brandara: Rússneskur maður var
spurður að því hvað hann mundi
gera ef Rússland yrði opnað og
allir fengju ferðafrelsi. Hann
svaraði: „Ég mundi fara i
biðröðina í Síberíu."
Það yrði sem sé svo löng röðin
af fólkinu, sem flýja vildi
kommúnismann þar í sveit.
Húsmóðir."
HÖGNI HREKKVÍSI
Blessaður gerðu það ekki að stórmáli þótt skólinn byrji
aftur í dag.
PHILIPS
30% meira Ijds
á vinnuflötinn
sami
orkukostnartur
PhilipsArgenta’
SuperLux
kdluperan með
(ívldjafnanlega birtuglugganum
Lyftaradekk
23x5
25x6
27x6
18x7
29x7
500x18
21x8-9
600x9
700x9
650x10
750x10
825x10
27x10-12
700x12
600x1 5
700x15
750x15
825x15
AUSTURBAKKI11
fSIMi: 38944
DALE
CARNEGIE
NÁMSKEIÐHI
í ræðumennsku og
mannlegum samskipt-
um er að hefjast. —
Námsketðið mun hjálpa þer að:
Öðlast hugrekki og sjálfstraust.
-Á Bæta minni þitt á nöfn, andlit og stað-
reyndir.
★ Láta í Ijósi skoðanir þínar af meiri sannfær-
ingarkrafti í samræðum og á fundum.
★ Stækka vinahóp þinn, ávinna þérvirðingu
og viðurkenningu.
★ Talið er að 85% af velgengni þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst að
umgangast aðra.
★ Starfa af meiri lífskrafti — heima og á
vinnustað.
★ Halda áhyggjum í skefjum og draga úr
kvíða.
Verða hæfari að taka við meiri ábyrgð án
óþarfa spennu og kvíða.
Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale
Carnegie námskeiðinu.
FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR
ARÐ ÆVILANGT.
Innritun og upplýsingar í síma
82411
Stjórnunarskólinn
Konráð Adolphsson.