Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
Mao hress á fundi
með Heath í Peking
Peking, 22. september. Reuter.
EDWARD Heath, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, hef-
ur átt óvæntan fund með Mao
Tse-tung f Peking og segir að
hann fylgist vel með og sé tiltölu-
lega heilsugóður.
Heath var á gangi á lóð sumar-
hallarinnar I Peking, þegar kín-
verskir embættismenn sóttu hann
allt f einu f bifreið og fóru með
hann á fund Maos.
Hann sagði, að þeir hefðu átt
gagnlegar viðræður um heims-
málin og þróunina í Kína. Heath
sagði að eins og venjulega teldi
Mao þróunina heima fyrir ekki
nógu hraða. Mao lagði áherzlu á,
að Kínverjar bæru virðingu fyrir
tilraunum Heaths til að auka sam-
stöðu Evrópuþjóða gegn
„sovézkri árásarstefnu."
Aður hafði Heath verið sagt að
Chou En-Iai forsætisráðherra
hefði áhuga á að ræða við hann,
en læknar Chous hefðu sagt hon-
um að hann væri of veikur til að
taka á móti Heath. Seinna fór
Heath til Tokyo og þaðan fer
hann til Hong Kong, Filippseyja
og Singapore.
„Þegar við ræðum vandamál
líðandi stundar skoðar hann þau
alltaf í Ijósi sögunnar," sagði
Heath eftir fundinn með Mao, „og
gerir samanburð við liðna
atburði."
Lokatilraun til að
bjarga konu frá
aftökusveit í Chad
Frá nýbyrjuðu Allsherjarþingi. Nýkjörinn forseti þingsins, Gaston Thorn frá
Luxemborg, f forsæti. Kurt Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til
vinstri og Bradford Morse aðstoðarframkvæmdastjóri til hægri.
Shriver telur sig ekki
varamann Kennedys
París, 22. september. Reuter.
UPPREISNARMENN f norður-
hluta Chad í Mið-Afríku leiða frú
Francoise Claustre, 38 ára fransk-
an fornleifafræðing fyrir aftöku-
sveit I dögun á morgun, ef til-
raunir franskra yfirvalda til að
bjarga Iffi konunnar bera ekki
árangur á sfðustu stundu.
Frakkar hafa boðizt til að
greiða uppreisnarmönnum 10
milljón franka f lausnargjald.
Svar hefur borizt frá uppreisnar-
mönnum eftir tveggja sólar-
hringa þögn en frá efni þess hef-
ur ekki verið skýrt.
Senditæki var varpað niður til
uppreisnarmanna í felustað
þeirra á Tibesti-eyðimörkinni fyr-
ir helgi ásamt orðsendingu þess
efnis, að lausnargjaldið yrði ekki
greitt nema frú Claustre yrði sam-
tímis látin laus. Sagt var, að pen-
ingarnir yrðu afhentir á hlut-
lausu svæði.
Blaðamaður Le Figaro, Thierry
Moskvu, 22. september.
Reuter.
MESTA sýning, sem haldin hefur
verið f Moskvu á svokölluðum ó-
opinberum Iistaverkum, aðallega
„abstrakt-verkum", með leyfi
stjórnvalda, er hafin þar sem
listamenn og borgarstjórn hafa
náð samkonulagi um fjölda
þeirra verka, sem banna skuli
sýningu á. Opnun sýningarinnar
gekk tfðindalaust fyrir sig og bið-
raðir mynduðust fljótlega fyrir
utan menningarhöll þar sem sýn-
ingin fer fram.
Upphaflega átti sýningin að
hefjast á laugardag, en skömmu
Desjardins, segir í skeyti frá eyði-
mörkinni, að uppreisnarmenn
telji þessi skilyrði óaðgengileg,
þar sem þeir vilji ganga úr skugga
um, hvort þeir geta notað pen-
ingana áður en þeir sleppa frú
Claustre.
Frakkar virðast reiðubúnir að
greiða hluta lausnargjaldsins með
jeppum, vörubifreiðum o.fl. en
ekki með vopnum.
Felix Malloum hershöfðingi
leiðtogi herforingjastjórnar
Chad, hefur farið hörðum orðum
um samninga Frakka við Hissene
Habre, foringja uppreisnar-
manna. Hann segir, að Frakkar
telji líf einstaklinga skipta meira
máli en hagsmuni Chad og vinátta
við landið.
Uppreisnarmenn hafa einnig í
haldi eiginmann Claustre, Pierre.
Hann fór með flugvél til yfirráða-
svæðis uppreisnarmann í síðasta
mánuði til að reyna að fá hana
leysta úr haldi.
eftir opnun hennar var henni lok-
að, þar sem listamenn fjarlægðu
listaverk sín til að mótmæla þeirri
ráðstöfun yfirvalda að útiloka 41
listaverk frá sýningunni.
Eftir miklar samningaviðræður
tókst samkomulag um, að aðeins
20 verk yrðu bönnuð og að lista-
mennirnir fengju sjálfir að velja
14 þeirra. 164 listamenn eiga 800
listaverk á sýningunni, sem stend-
ur í níu daga, og ríkisútvarpið
hefur sagt þeim að segja frá
henni.
Aðstoðarforstöðumaður menn-
ingardeildar borgarráðs Moskvu,
Mikhail Shkodin, sagði: „Auðvit-
Washington, 22. september.
Reuter.
SARGENT Shriver, sem hefur
ákveðið að gefa kost á sér sem
forsetaefni demókrata f næstu
forsetakosningum, neitar þvf, að
það sem fyrir honum vaki sé að
búa f haginn fyrir mág sinn,
Edward Kennedy. Hann kveðst
að felli ég mig ekki við ailt sem
hér er sýnt og tel það ekki list. En
hér eru mörg áhugaverð verk sem
ég held að sé þess virði að skoða.“
Yfirvöld féllust á að leyfa að
sýnd yrði skopmynd er á að lýsa
viðhorfi Rússa til Bandarfkja-
manna. Hins vegar fengust þau
ekki til að leyfa sýningu á tveim-
ur skopmyndum af Mao Tse-tung,
þar sem það gæti spillt sambúð-
inni við Kínverja, og „hippa“-
málverk, sem á að lýsa heimi án
landamæra.
Jafnframt féllust yfirvöld á að
sleppa úr haldi listamanni að
Framhald á bls. 39
staðráðínn f að berjast til sigurs.
Kennedy hefur margoft lýst þvf
yfir, að hann ætli ekki að gefa
kost á sér og Shriver sagði: „Það
er kominn tfmi til að taka hann
trúanlega.“
Hann kvaðst hafa skýrt
Kennedy frá ákvörðun sinni og
hefði eftir Kennedy: „Allir munu
segja að þú eigir að búa í haginn
fyrir mig.“ Kennedy bætti við:
„Mér er sama.“
Shriver var að því spurður,
hvort hann mundi draga sig í hlé,
ef Kennedy skipti um skoðun og
gæfi kost á sér. Shriver svaraði:
„Mundu ekki allir gera það?“
Allir meðlimir Kennedy-
fjölskyldunnar nema Edward
Kennedy hafa lýst yfir stuðningi
við tilraun Shrivers til að verða
valinn forsetaframbjóðandi.
Kenndy telur hyggilegast að vera
hlutlaus fyrst um sinn.
Shriver er áttundi stjórnmála-
maðurinn, sem hefur tflkynnt að
hann gefi kost á sér. Talið er að
þeir verði um tólf talsins þegar
forkosningar hefjast í marz.
Shriver er kvæntur Eunice,
systur Edward Kennedys, og varð
varaforsetaefni George
McGoverns öldungadeildarmanns
f kosningunum 1972, þegar
Thomas Eagleton öldungadeildar-
maður dró sig í hlé, þar sem í ljós
kom, að hann hafði verið undir
handleiðslu geðlæknis. Margir
aðrir forystumenn demókrata
vildu verða forsetaefni
McGoverns og voru taldir líklegri
en Shriver, þar á meðal Hubert
Humphrey og Edmund Muskie.
Lengi hefur verið vitað, að
Shriver hefur hug á því að verða
forseti, en hann skýrði ekki frá
ákvörðun sinni opinberlega fyrr
en um helgina í tilfinn-
ingaþrunginni ræðu. Margir
ungir og áhugasamir stuðnings-
menn hans táruðust þegar hann
greindi frá stefnuskrá sinni.
„Eg berst fyrir heiðarlegri og
einlægri stjórn f anda John
Kennedys. Fallinn fáni hans fell-
ur þeim í skaut sem hefur hann á
loft. Ég geri það fyrir mína hönd
og fjölskyldunnar sem stóð bak
við hann.“
Gengið fellt
í S-Afríku
Pretoria, 22. september. Reuter.
YFIRVÖLD i Suður-Afríku hafa
ákveðið 17,9% gengisfellingu
vegna lækkandi verðs á gulli og
hættu á atvinnuleysi. Að sögn
Owen Harwood fjármálaráðherra
ætti gengisfellingin að binda
enda á spákaupmennsku.
Talið er að gengisfellingin geti
tryggt rekstur náma, sem óttazt
var að yrði að loka og atvinnu-
öryggi verkamanna, aðallega
blökkumanna. Ymsir fréttaritar-
ar telja að Suður-Afríku stafi
meiri hætta af verkföllum en
fjandskap blökkumannaríkja.
Flóð sovézkra
vopna til Líbýu
London, 22. september. Reuter.
SOVÉZK vopn hafa flætt í svo
stríðum straumum til Líbýu og
með þeim Rússar sem eiga að
kenna Líbýumönnum meðferð
þeirra, að allt bendir til þess að
landið verði aðalvettvangur
Rússa á Miðjarðarhafssvæðinu að
sögn blaðsins Sunday Telegraph.
Foreldrar vilja leyfa
dóttursinni að deyja
Denville, New Jersey,
22. september. Reuter —
AP.
ÞRIGGJA barna kaþólskur fað-
ir hefur beðið dómstól í New
Jersey að leyfa 21 árs gamalli
dóttur sinni að deyja.
Dóttirin heitir Karen Ann
Quinlan og er með ólæknandi
heilaskemmd. Hún hefur verið
meðvitundarlaus í fimm
mánuði.
Dularfullur sjúkdómur olli
heilaskemmdinni og henni er
haldið á lífi með öndunarvél.
Faðir konunnar, Joseph Quinl-
an, og fjölskylda hans eru á
móti líknarmorðum og telja að
Karen sé þegar látin ef frá sé
skilin „starfsemi sem vélin
annist."
Þetta mál getur orðið próf-
steinn á lög um liknarmorð.
Lög i New Jersey og víðast hvar
annars staðar í Bándaríkjunum
skilgreina dauða þannig að
hann tákni að allri líkamsstarf-
semi sé lokið, þar á meðal hjart-
slætti og andardrætti.
Ef læknir tekur vélina úr
sambandi væri hægt að ákæra
Framhald á bls. 39
Karen Ann Quinlan, stúlkan,
sem hefur legið meðvitundar-
laus sfðan 14. apríl. Foreldrar
hennar vilja leyfi dómstóla til
þess að hún fái að deyja.
Sýning á óopinberum
málverkum í Moskvu
J