Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 40

Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 40
au«lVsin(;asíminn ER: 22480 A ENSKU í VASABROTI BOKA HUSIO LAUGAVEGI ;78. ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 Ljósmynd Br.H PÍRAMÍTAABSTRAKSJÓN — Nú er lokið smíði Asmundar Sveinssonar, „Pýra- mítaabstraksjón", sem sett verður upp á Akranesi á næstunni. Það er Vélsmiðjan Þrymur, sem séð hefur um smíðina undir leiðsögn listamannsins. Ásmundur sagði í samtali við Mbl. í gær, að hann væri mjög ánægður með hversu til hefði tekizt og lauk miklu lofsorði á smiðina, sem stóðu að verkinu. Frummyndin sést hér við myndina, sem sett verður upp á Skaganum. ,,Pýramíta-abstraksjón“ er gerð úr járni og kopar. ára maður hafi drukknað Morgunblaðið fékk þær upp- lýsingar hjá Umferðarráði í gær, að tvo fyrstu mánuði þessa árs hefði enginn beðið í Fáskrúðsfirði VlÐTÆK leit hefur staðiö yfir á Fáskrúðsfirði f tvo daga að 26 ára gömlum manni, Gunnari Ragn- arssyni sjðmanni f Vfkurgerði við Fáskrúðsfjörð. Ekkert hefur til hans spurzt sfðan aðfararnótt s.l. sunnudags, en óttazt er, að hann hafi þá um nóttina farið út á fjörðinn á litlum árabát, fallið útbyrðis og drukknað. Báturinn fannst á sunnudaginn marandi f hálfu kafi 414 sjómflu frá landi. Gunnar Ragnarsson fór ásamt fleira fólki frá Fáskrúðsfirði og nágrenni á dansleik í samkomu- húsið á Stöðvarfirði á laugardags- kvöld. Varð hann samferða því heim aftur og skildi við það um nóttina á hlaðinu heima hjá sér. Á Framhald á bls. 39 bana í umferðarslysi. Síðan hafa eitt eða fleiri banaslys orðið í umferðinni á mánuði hverjum að undanskildum maf. Flest urðu banaslysin í júni, 5 að tölu. 7 manns hafa látið lífið í umferðarslysum í dreifbýli það sem af er árinu og 9 manns í umferðarslysum í þéttbýli. Kjaradómur í máli BHM og ríkissjóðs: Prósentuhækkun í stað f astrar greiðslu KJARADÓMUR hefur fellt dóm f máli Bandalags háskólamanna, sem höfðaði mál gegn fjármála- ráðherra fyrir hönd rfkissjóðs, er ekki tókust samningar f júnf sfð- astliðnum. Þessi dómur er örlftið frábrugðinn þeim samningi, sem BSRB gerði við rfkissjóð, þar sem Kjaradómur kom nokkuð til móts við BHM með dómnum og þau Dagný seldi í Grimsby fyrir 17,5 millj. kr. sjónarmið, sem það lagði meginá- herzlu á, þ.e. að prósentutölur giltu, en ekki föst krónutala, þeg- ar rætt var um kauphækkanir. 1 fyrsta sinn mun þvf hafa skapazt nokkur munur á launatöflu BHM og BSRB og nemur hann á hæstu flokkunum 2 til 3 þúsundum króna á mánuði, en mun eftir 1. október fara upp f hartnær 4 þús- und krónur. Kjaradómur hefur litið breytt fyrstu 12 launaflokkunum, nema að tölur þar eru rúnnaðar af, en síðan er á flokkana þar fyrir ofan sett breytileg prósentuhækkun ofan á launin eins og þau voru í júnímánuði, en 1. júní hækkuðu þau um 3%. Sú prósenta er látin halda sér, en síðan eru breytileg- ar prósentutölur, sem eru frá 6% og upp í tæplega 10% Eins og áður segir, getur mis- munur á launaskala BHM og BSRB farið upp f 4 þúsund krón- ur eftir 1. október og ér þá launaskali BHM hærri sem því nemur en tilboð ríkisins var, en það var miðað við samning BSRB. Hinn 1. október hækka síðan launaskalar BHM um 2% í stað 2.100 króna, sem hækkunin er hjá BSRB. Sést af því að þessi regla skiptir máli fyrir þá, sem hafa laun hærri en 105 þúsund krónur á mánuði, þar eð þeir, sem eru fyrir ofan það mark, fá hærri kauphækkun vegna prósentuá- kvæðisins. Framhald á bls. 39 Hætta síldveiðum við ísland — Fara til Norðursjávar FLEST hringnótaskipin, sem byrjuð voru á sfldveiðum við Suðurland, hafa nú hætt veiðum, þar sem þau hafa engar torfur fundið, og eru sum þeirra farin af stað til veiða f Norðursjó eða eru rétt að halda af stað. Morgun- blaðinu er kunnugt um að Skarðs- vík SH, Jón Garðar GK, Jón Finnsson GK og jafnvel Asberg RE séu farin eða fari á sfldveiðar f Norðursjó á næstunni og hafa skipin sett allan söltunarútbúnað á land og tekið sfldarkassa um borð. Hringnótaskipin voru búin að leita að síld á stóru svæði um helgina, en urðu ekki vör við neinar torfur nema kolmunna og smáýsu, sem þau fengu í nokkr- um köstum. Hins vegar mun síld- veiði í Norðursjó hafa verið sæmi- leg um helgina. Sem kunnugt er rennur söltunarleyfi skipanna út 5. októ- ber ef þau hafa ekki nýtt sér það Óttazt að 26 fyrir þann tíma. Jón B. Jónasson fulltrúi í sjávarútvegsráðuneyt- inu sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að þetta atriði yrði nú tekið til endurskoðunar og þá í samráði við L.Í.Ú. Afli reknetabáta frá Hornafirði mun hafa verið sáralítill síðustu daga, eina nóttina var t.d. svo tunglskinsbjart á miðunum að síldin lyfti sér ekki, ennfremur hefur veður verið leiðinlegt. 16 hafa látizt í umferðarslys- um á þessu ári 16 MANNS hafa látizt f um- ferðarslysum það sem af er þessu ári, en f fyrra höfðu 14 manns látizt í umferðarslysum á sama tfma. Allt árið f fyrra létust 20 manns f umferðar- slysum. SKUTTOG A RINN Dagný frá Siglufirði seldi 76,3 tónn af fiski f Grimsby í gær fyrir 30.002 sterl- ingspund og f dag selur skipið 76 tonn af heilfrystum fiski á föstu verði fyrir 22.000 sterlingspund eða rösklega 52 þús. sterlings- pund alls. Verðmæti aflans er um 17,5 milljónir fslenzkra króna og meðalverðið um 133 krónur, sem er hæsta meðalverð í krónum tal- ið, sem íslenzkur togari hefur fengið fyrir afla f Bretlandi á þessu ári. — Hæsta meðalverð sem fslenzkt skip hefur áður fengið í Bretlandi f pundum er talið 26,18 pund fyir kittið, en það verð fékk Haukafell frá Horna- firði f fyrrahaust, en Dagný fékk nú 25 pund fyrir kittið. Framhald á bls. 39 Skuttogarinn Dagný við bryggju á Siglufirði Hýrunni var stolið tvisvar sinnum sama daginn og við það rýmaði hún um 70 þús. HONUM varð ekki eins mikið úr aurunum sfnum og hann hafði vonað, Sigöldustarfsmanninum sem kom til höfuðborgarinnar á föstudaginn eftir hálfsmánaðar samfellda vinnu á hálendinu. Aður en helgin var liðin var búið að stela hýrúnni hans og það ekki bara einu sinni hcldur tvisvar og hafði hún heldur betur rýrnað við þá meðferð. Upphaf afskipta lögreglunnar af þessu máli var það, að hún fór í hús í miðborginni- vegna þjófn- aðarkæru sem borizt hafði frá hóteli í borginni og ekki talið ólík- legt að lausnina að því máli væri að finna í áðurnefndu húsi. Lög- reglumennirnir voru við athug- anir sínar þegar þeir heyrðu um- gang mikinn í herbergi í húsinu og út úr þvf brauzt maður sem hafði Aierið lokaður þar inni. Sagði hann farir sínar ekki sléttar, kvaðst nýkominn frá Sig- öldu þar sem hann hefði unnið baki brotnu í hálfan mánuð og uppskorið 93.459 krónur sem hann hefði haft með sér í bæinn í formi einnar ávísunar frá vinnu- veitanda sinum. Nú væri búið að Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.