Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975 39 Man ég til dæmis að Jón afabróðir minn leit á bæði heimilin sem sin. Seinni hluta ævi sinnar átti amma við nokkurt heilsuleysi að strfða. Var það þá henni mikil hjálp að búa í sambýli við yngri dóttur sína, Bryndísi, og eigin mann hennar, Finn Eyjólfsson. Og nú eftir langa og stranga sjúkdómslegu, hljótum við öll að Fæddur 20. febrúar 1958 Dáinn 20. október 1975. I gær var til moldar borinn frá Dómkirkjunni í Reykjavík vinur okkar Sigurður G. Þorkelsson. Það var haustið 1965 að ég fór með börnin mín tvö í Hlíðaskóla, þar sem þau áttu að hefja sina skólagöngu. Það var fallegt og milt veður og sólskin, þegar þau komu til baka. Ekki voru þau ein f þetta sinn, með þeim var skólabróðir, sem einnig var að byrja sína skóla- göngu. Mér varð starsýnt á þennan dreng, hann vakti strax eftirtekt mfna sökum óvenjulegs glæsi- leika og ljóma sem stafaði frá honum. Upp frá þeim degi hófust vinabönd barna minna og hans, því við fyrstu kynni vann hann hylli þeirra og okkar hjónanna, sem aldrei féll skuggi á. Hann var okkar heimilisvinur frá þeim degi til dauðadags. Smám saman stækkaði vina- hópurinn og félagarnir urðu fleiri. Það voru margar ánægjustund- ir, sem ég átti, þegar þeir komu saman heima hjá mér til skrafs og ráðagerða, því þeir höfðu mismunandi viðhorf til framtfðar- innar. Ég held að hann hafi verið sá eini sem var búinn að taka ákvörðun um hvað hann ætlaði að verða og sýndi það festu hans og þroska. Hann ætlaði að hefja nám i mjólkurfræði í júní s.l. sumar hjá Mjólkurfélagi Borgfirðinga, en örlögin grípa stundum inn f með sfnum köldu höndum, sem enginn fær við ráðið. Hann veiktist skyndilega síðast liðið vor og gekk undir erfiða aðgerð, en því miður virtist sá sjúkdómur ólæknandi, þrátt fyrir þrek hans. Það var erfitt fyrir foreldra hans og vini að þurfa að trúa þessum bitra sannleika. Hvað er hægt að taka meira en einkasoninn með allar sínar björtu vonir og trúna á lífið, hann sem var umvafinn kærleika og ástúð foreldra sinna og allra sem til hans þekktu. Mörg sumur var hann í sveit á æskustöðvum föður sfns, þar sem hann kynntist fallegri og góðri stúlku, og myndaðist með þeim kærleikssamband, sem aldrei slitnaði til hinstu stundar. Sigurður var fæddur á Sauðár- króki 20. febrúar 1958 og var þvf aðeins 17 ára er hann féll frá. Hann var einkasonur foreldra sinna, Þorkels Sigurðssonar frá Kolsstöðum i Borgarfirði og Þorbjargar Guðmundsdóttur frá Veðramóti í Skagafirði. Það er mikill söknuður nú á þessu fallega heimili, því nú er þar auður stóll, sem enginn getur skipað. Við vottum foreldrum hans, einkasystur hans svo og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Og nú er silfurþráðurinn slitinn, en sólin heldur áfram að varpa geislum sínum inn f ókomna framtfð, og þar mun brosið hans blíða ávallt skfna. Sigríður Þorvaldsdóttir Þann 25. þessa mánaðar kvödd- um við hinsta sinni hinn kæra vin Sigga Þ. ÖH minnumst við hans af fagna með henni, er hún nú er komin til ljóssins landa. Ég trúi þvi að það ljós kærleikans, sem lýsir okkur f gleði og þrautum lýsi henni nú og að þakklæti okkar barnabarna og barnabarnabarna berist til hennar. Guð blessi ömmu og veiti afa friðsælt ævikvöld. Dúna heilum hug. Alltaf var það Siggi sem leitað var til ef eitthvað átti að gera. Og öftast var komið sam- an á heimili foreldra hans, þar vorum við ætfð velkomin, Það er alltaf sárt að kveðja góðan vin en við huggum okkur við að honum Ifður vel, eftir allt sitt veikinda- stríð. Þó Siggi hafi verið mikið veikur síðustu mánuði gátum við ekki gert okkur fulla grein fyrir þjáningum hans, þar sem hann talaði lítið um þau og lengi vel gat hann hlegið og gert að gamni sínu með okkur. En eins og máltækið segir: „Þeir deyja ungir, sem guð- irnir elska“. Nú hefur stórt skarð myndast sem alltaf mun standa autt, og lengi eigum við eftir að minnast hans i okkar vinahópi. Foreldrar Sigga voru virkur þátt- ur í félagslífi okkar allra og þeim og svo öllum ættingjum og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Guð og gæfa fylgi þeim. Vinir. ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast í sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. Kennara- samband Austurlands ÞING Kennarasambands Austur- lands var haldið í siðasta mánuði. Sátu þingið um 50 kennarar úr Austurlandskjördæmi. Voru þar flutt erindi um skólamál og þau síðan rædd. Þá var haldinn aðalfundur Kennarasambandsins. I stjórn voru kjörin: Sigríður Guðmunds- dóttir, Höfn, Heimir Þór Gfslason, Höfn, Kri'stin Gísladóttir, Nesja- skóla, og til vara Guðmundur Ingi Sigbjörnsson, Höfn, og Albert Eymundsson, Höfn. — Ingibjörg Framhald af bls. 46 bróður sfnum. Og Helga systir þeirra var þar lengi. Bæði hús- freyja og systur bóndans voru með afbrigðum vel verki farnar. Eftir því stálminnungar og greindar konur. Þegar Ingibjörg giftist að Svína- vatni, varð hún nágranni systur sinnar frú Sigurlaugar á Bjarna- stöðum. Þessar konur voru mikil sveitarprýði í Grfmsnesi. Ekki þurftu þær að gera verkfall, til þess að það sæist að störf þeirra væru mikilsverð. Þær voru tignar konur f húsfreyjustöðu f sveit. Munu þessar systur verða flestum gestum minnisstæðar sakir risnu, og einnig þess, hvern- ig gestum var fagnað. En þó voru þær því vinsælli meðal hjúa og barna og unglina sem á heimilum þeirra dvöldu, sem kynnin urðu lengri. Því get ég nú þeirra beggja þótt önnur sé fyrir all- löngu dáin, að þær settu mikinn svip á umhverfi sitt á Iffsins blómaskeiði, er þær voru grann- konur. Þær voru einnig miklir starfsmenn í Kvenfélagi Gríms- neshrepps. Það telst til auðlegðar að hafa kynnzt þeim og heimilum þeirra. Þegar Ingibjörg kom að Svina- vatni, var þar nýbyggður timbur- bær. Mér hefur alltaf þótt hann skemmtilegur. Eins og margir vita er Svínavatn í þjóðbraut og liggur á mörkum Grfmsnesvegar og Laugardalsvegar. Ung stúlka sagði mér sögu sem geymast mætti. Hún . var meðal annarra unglinga f áætlunarbíl, sem flutti nemendur einhvern vetrardag að Laugarvatni. Bylur var á Hellis- heiði, frost og hvasst og fór versn- andi sem á daginn leið. Hurðin fauk af bílnum. Þegar kom upp að Svfnavatni, varð ekki lengra farið, bæði ófærð og billinn hurðarlaus. Það var heldur hrak- inn 30 manna hópur, sem brauzt f óveðrinu heim að Svinavatni. Stúlkan sagði að sér væri ógleymanlegt hvað húsfreyjan tók hlýlega og- innilega á móti þeim öllum. Hún varð svo sem ekkert vandræðaleg. En bóndinn glaður og reifur i viðtali. Það leið ekki á löngu áður en heitt súkku- laði, smurt brauð og bakkelsi var á borðum. En síðan heit kjötsúpa og kjöt með meiru til kveld- verðar. Stúlkan dáðist mikið að öllum þeim veitingum og hvernig þetta gekk allt án tafar, eins og þau væru sjálfsagt heimilisfólk. Og þar eftir alúðin f þvf að hlynna að þeim. Mörg þeirra gistu. Þetta var fyrir ísskápsöld. Ekki var það vitað fyrir fram að gesta væri von, en heimilið var vel birgt. Ef höfð er f huga svargrein f Velvakanda nýlega, þar sem hvert starf er metið eftir þeim peningum sem fyrir það fást, þá hefur móttaka frú Ingibjargar á Svínavatni og aðhlynning að ungl- ingunum 30 verið einskisvirði, þvf hún tók enga borgun af ungl- ingunum, hvorki fyrir mat né gistingu. Þrjár kynslóðir sömu ættar hafa unnið að uppbyggingu og jarðrækt Svinavatns. Þó að Jón Ingileifsson tæki við miklum tún- um af föður sínum, þá hefur hann líklega bætt við þau nær öðrum helmingi. Timburbærinn er frá tið elzta bóndans og sonar hans. En feðgarnir Ingileifur og Jón hafa byggt upp öll útihús, stór og vönduð. Einnig er þar nýtt stein- hús, sem ungu hjónin búa f Þóra Magnúsdóttir og Jón. Þau eiga átta börn. Ungu hjónin hafa haft þann gamla og góða íslenzka sið að láta börn sín heita nöfnum i frænda- garð. Eldri hjónin búa enn í sínum bæ, og hjá þeim er Ólafía systir Ingileifs. Hún er 90 ára, skýr og minnug. Þau njóta þess að horfa yfir vatnið og fagra fjallasýn. En liklega er þó gleði þeirra mest að sjá efnileg börn ungu hjónanna vaxa þar úr grasi. Sendi frú Ingibjörgu þakklæti fyrir kirkjulegt samstarf hennar og fjölskyldu og blessunar- og árnaðaróskir frá húsi mfnu. Rósa B. Blöndals. PHILIPS kynnir verulega framför í lýsingu áður VEIMJULEG nu ARGEIMTA ARGENTA SUPER LUX áður Þannig líta þær út, þær Ijósaperur, sem aigengastar eru hér á landi. Þær eru með möttu gleri og Ijósgjafi þeirra er vel sýnilegur í gegnum glerið, svo að birta þeirra er mjög blindandi og skuggamyndun skörp. nu Nútímafólk vill mildari birtu. Því kynnir Philips nú Arqenta peruna með opalglerinu. Ljós henar er mun mildara og skuggamyndun mýkri. Philips Arqenta er því heimilispera nútimans. Þessu til viðbótar kynnum við Argenta Super Lux peruna, £að_er_keiluperan með óviðjafnanleqa birtugluqqanum, sem gefur 30% meira Ijós á vinnuflöt- n m inn miðað við sömu orkunotkun. Hún er bví rétta peran í alla leslampa og loftljós, og þar sem þér getið notað aðeins 40W Argenta Super Lux þar sem áður var 60W venjuleg pera (eða 60W í stað 75W o.s.frv.), sparið þér virkilega rafmagn. Arqenta Super Lux borgar sig því sjálf. Með því að velja Philips Argenta eða Philips Argenta Super Lux gjörbreytið þér lýsingunni á heimili yðar. PHILIPS kann tökin á tækninni Sigurður Guðmundur Þorkelsson — Minning AlKiLÝSINííASÍMINN EK: 22480 JH«r0unbInb(b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.