Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1975 3 25—30% sjónvarpsefnis sent út 1 lit — siónvarpsmenn ánægðir með fyrstu litaútsendinguna Eins og fram hefur komið af fréttum hóf sjón- varpið litaútsendingar s.l. föstudagskvöld. Fyrsta dagskráratriðið, sem sent var út í Iist var ballett Birgit Cullberg, en á eftir komu svo Skálkarnir. Báðar þessar dagskrár eru á myndsegulbandi, sem er forsenda þess, að litur komi fram í útsendingu. Blm. Mbl. var boðið að vera við þessa „frumsýn- ingu“ á íslenzku litstjónvarpi í húsakynnum Heim- ilistækja, en segja má, að fyrirtækið hafi að vissu leyti orðið til þess að litaútsendingar eru nú hafnar hér á landi. Forsagan er sú, að fyrir nokkru fengu Heimilistæki hingað tæki, sem framkallar lit á litsjónvarpstækjum, þótt ráð- stafanir séu til þess gerðar að í sjónvarðsstöð að loka fyrir lit í útsendingu. Tæki þetta hefur verið nefnt Iitlykill og myndi kosta um þrjátíu þúsund krón- ur í verzlunum hér. Það var upphaflega hannað af Philips i Astralíu, en dráttur varð á þvi að sjónvarp þar hæfi útsending- ar í lit, og var litlykill notaður um tima í Astralíu og á Nýja- Sjálandi, eða þar til sjónvarps- stöðvar þar hættu að loka fyrir litinn. Eins og fram kom í frétt í blaðinu í gær varð innflutning- ur litlykilsins hingað til þess að íslenzka sjónvarpið ákvað að hefja litaútsendingar, þar sem ekki þótti ástæða til að baka eigendum litsjónvarpstækja ómak og kostnað við að fá sér litlykil. A „frumsýningunni" gafst kostur á að bera saman gæði myndar, sem send var út I lit, eins og hún kom fram á tækinu, og svo myndar, sem framkölluð var með litlykli. I ljós kom, að gæði myndanna voru þau sömu, þ.e.a.s mjög góð. Heimilistæki gengust nýlega fyrir tveggja vikna námskeiði í viðgerðum og meðferð Iitasjón- varpstækja. Námskeiðið sóttu fimm tæknimenn frá Sjónvarp- inu, fimm kennarar Iðnskólans og fimm menn frá Heimilis- tækjum. Þetta er fyrsta nám- skeiðið, sem haldið er hér á landi í viðgerðum litsjónvarps- tækja, þannig að nú fyrst er aðstaða til að veita þá þjónustu, sem eigendur litsjónvarpstæka kunna að þurfa á að halda, en litsjónvarpstæki eru rriun flóknari en svart-hvít tæki, eins og raunar kemur fram í verði þeirra. Algengt verð að litsjón- varpstækjum mun nú vera um 250 þúsund krónur. Við snerum okkur i gær til Harðar Frimannssonar yfir- verkfræðings Sjónvarpsins, og spurðum hvernig þeim sjón- varpsmönnum þætti hafa til tekizt með þessa fyrstu útsend- ingu í lit. Hörður sagðist vera mjög ánægður með árangurinn, og sagði dagskrá föstudagskvölds- ins hafa verið vel til þessarar byrjunar fallna, þvi að ballett- inn hefði verið í svokölluðum ýktum litum, en Skálkarnir i eðlilegum Iitum, þannig að góð- ur samanburður hefði fengizt. Við spurðum hvaða efni það yrði, sem sent yrði út í lit við núverandi aðstæður. — Við höfum aðeins aðstæður til að senda út þau myndsegulbönd, sem eru í lit, sagði Hörður. — 60—65% af Litlykillinn. Oft veltir Iftii þúfa þungu hlassi, segir mál- tækið, og það eru orð að sönnu um litlykilinn, sem orðið hefur til þess að Sjónvarpið hefur nú hafið litaútsendingar. því efni, sem sjónvarpið fær erlendis frá er á myndsegul- böndum og af því eru 70—80% í lit. Þar er um að ræða flesta framhaldsmyndaþætti og svo til allt efni, sem kemur frá Bret- landi auk þess sem margar kvikmyndir hafa verið settar yfir á myndsegulbönd. Allt þetta efni getum við nú sent út í lit, en ég gæti trúað að þetta yrði um 25—30% af öllu dag- skrárefni íslenzka sjónvarps- ins. — Hvaða tæki vantar þá til að hægt sé að senda út aðrar lit- filmur? — Næsta skrefið yrði að fá hingað svokallaðan „lit- scanner“, sem setur litmyndir inn á litasjónvarpsupptökuvél. — Hvað myndi slíkur tækja- búnaður kosta? — Hann myndi líklega kosta eitthvað 40—50 milljónir króna. Lokaskrefið yrði svo að koma hér upp „litastúdíói", en kostnaður við það gæti orðið 4—500 milljónir. Hins vegar gæti ég ímyndað mér að á sínum tíma myndi islenzka sjónvarpið byrja á þvi að fara leið, sem flest nágrannalönd okkar hafa farið — þ.e. að kaupa fyrst bifreið með „lita- stúdíói", sem hefur þann kost, að hægt væri að nota hana í sambandi við sjónvarpsstöðina og utanhúss. Slíkur upptökubíll myndi nú kosta 80 til 100 milljónir að ég held. — Er hafinn nokkur undir- búningur að útvegun einhverra slíkra tækja hjá Sjónvarpinu? — Nei, sagði Hörður Frímannsson. Kanaríeyjar 1975—1976 Brottför: 30. okt. 3 vikur uppselt 20. nóv. 3 vikur 4. des. 2 vikur 1 1. des. 1 9 dagar uppselt 1 8. des. 3 vikur uppselt 29. des. 1 8 dagar uppselt 8. jan. 3 vikur uppselt 1 5. jan. 3 vikur uppselt 29. jan. 2 vikur uppselt 5. feb. 3 vikur uppselt 12. feb. 3 vikur uppselt 26 feb. 2 vikur 4. marz. 3 vikur uppselt 1 5. marz 3 vikur 25. marz 3 vikur 1. apr. 3 vikur uppselt 1 5. apr. 2 vikur uppselt 99 ^ \/ik11 r Allir fara í ferð með ÚTSÝN Sýningar í Kaupmannahöfn BROTTFÖR: 12. OKT. Clothing fair Brottför: 23. nóv. Furniture industry Brottför 14. feb. Scand menswear fair Brottför: 1 3. marz Scand. fashion week Brottför: 23. apr. Scand. gold & silver fair Verð frá kr, 38.300 Skíðaferðir til Lech í Austurríki Brottför 15. jan og 7. fobr. Ver8 me8 gistingu og Vi fæSi I 15 daga Bangkok og Pattaya Ógleymanleg ævintrýaferð Brottför: 1 9. des 15 feb. Kenya Brottför: 13. marz Safari oq vikudvöl við London Ódýrar vikuferðir Brottför október: 5., 12., 18. nóvember: 1 8 15. 22 29 Verðfrá kr. 38.000 Glasgow Helgarferðir Brottför: 10. og 24. okt. 7. og 21. nóv. Verðfrá kr. 27.500 FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR 26611 OG 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.