Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 24

Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 23 llppiygpgin Neskaipstað Uppbygging þeirra fyrirtækja, sem þurrkuðust út í náttúruhamför- unum í Neskaupstað þann 20. desember á s.l. ári er nú komin vel á veg, þótt enn sé margt eftir. Segja má að unnið sé dag og nótt við endurreisn sumra fyrirtækjanna og allt kapp er lagt á að koma þeim sem fyrst í notkun og öll starfa þau nú að einhverju leyti, þótt starfsemin sé ekki eins mikil og áður. Morgunblaðið átti leið um Neskaupstað fyrir skömmu og ræddi þá við nokkra þá, sem standa í fremstu viglínu heimamanna við uppbygginguna. Þá kom fram, að flestir eru mjög þakklátir öllum þeim, sem veitt hafa aðstoð við endurreisnarstarfið, en að enn vantaði þó mikið á, að fyrirtækin hefðu náð sinni fyrri stærð og að það fjármagn, sem þeim væri ætlað, dygði til þess. Það kom fram, að eina peningastofnunin, sem hefur veitt einhverja bráðabirgðafyrir- greiðslu, sem heitið getur, er Sparisjóður Norðfjarðar og finnst Norðfirð- ingum það einkennilegt, að Landsbankinn, sem hefur útibú á staðnum, hefur ekki tekið þátt í uppbyggingunni, þótt allt það-fé, sem veitt hefur verið til uppbyggingarstarfsins hafi farið í gegnum útibúið. — Viðtölin við Norðfirðingana fara hér á eftir. Eirrkar Asmundsson við afgreiðslu f bifreiðaþjðnustunni. Jafn bjartsýnn á framtíðina o g áður „Engin fyrirgreiðsla til að leysa nýju teekin út” Rætt við Gylfa Gunnarsson „Áætlaðar bætur Steypusöl- unnar h.f. voru 29.5 millj. kr., þar af á ég enn eftir að fá 8.5 millj. kr. og ekki er vitað hvenær ég fæ þessa upphæð eða hvernig þetta mál þróast. Ástæðan fyiir þvi að það fé er ekki komið, er, að mats- manni Viðlagasjóðs fannst siðasta skattaframtal fyrirtækisins varð- andi lager ekki bera saman og auk þessa hafa húsabætur ekki verið greiddar," sagði Gylfi Gunnars- son, framkvæmdastjóri Steypusöl- unnar hf. þegar Mbl. ræddi við hann. — Hafið þið keypt mikið af nýjum tækjum i stað þeirra, sem eyðilögðust eða hurfu i snjó- flóðinu? „Megnið af þeim tækjum, sem keypt voru i stað þeirra, sem eyði- lögðust, og ég festi kaup á vegna uppbyggingarinnar hér standa óhreyfð þar sem engin fyrirgreiðsla hefur fengizt til að leysa þau úr tolli Núna er aðal steypuvertiðin að verða búin, og ég veit ekki hvernig þetta fer. Hjá mínu fyrirtæki hefur allt farið i sjálft sig i sumar vegna gífurlegs kostnaðar og mikillar yfir- vinnu. Þetta stafar af því, að tækin sem við höfum notað í stað þeirra, sem liggja hér óhreyfð, eru úr sér gengin og ekki boðleg til vinnu," — Er búið að greiða tækin, sem hér standa óhreyfð, erlendis? „Þau eru greidd þar. Úr því sem komið er, get ég ekki séð neina ástæðu til þess að lánastofnanir veiti fyrirgreiðslu, þvi okkar vertíð er að verða búin Eina fyrirgreiðslan, sem ég hef enn fengið frá lánastofnunum eftír snjóflóðin, er frá Sparisjóði Norðfjarðar og lánsloforð upp á 7 millj kr frá Byggðasjóði." — Fyrir hvað áttu tjónbæturnar að koma? „Þær áttu að koma fyrir steypu- stöðina, sementsgeymslu, verkstæði fyrirtækisins, tvo steypubila, 1 vöru- bíl, 1 jarðýtu, íbúðarhús með tveimur íbúðum, þar sem skrifstofur fyrirtækisins voru og skrifstofu- áhöld Ennfremur átti fyrirtækið mikið af byggingarefni, sem fór for- görðum og mjög stóran varahluta- lager, sem myndazt hafði á 10 árum eða frá því að fyrirtækið var stofnað Annars missti ég samtals 8 bila í snjóflóðinu " — Hvað er gert ráð fyrir, að kosti að byggja fyrirtækið upp á ný? «■ ■ mtmam m - ■ i Gylfi Gunnarsson „Þær áætlanir sem hafa verið gerðar fyrir mig hljóða upp á 60 millj. kr." — Hvað hafa margir menn starfað hjá fyrirtækinu í sumar? „Yfirleitt 20—25, sem eru mun fleiri en á siðastliðnu árii' — Hvernig er útlitið framund- an? „Það er þannig, að selja þarf eitt- hvað af tækjum nema lánastofnanir bregðist við, núna þegar ekki þarf á þeim að halda yfir vetrartimann. Menn eru lika að koma úr sumar- leyfum núna og geta farið að veita mönnum áheyrn Það verður að segjast, að við hefðum staðið ráð- þrota í sumar, ef Sparisjóður væri ekki í Neskaupstað, bankarnir hafa ekki veitt fyrirgreiðslu. Næsta sumar verður vafalaust miklu minna um að vera hér í Neskaupstað Þess vegna er mjög slæmt, að þessi tæki sem keypt hafa verið, hafi þurft að standa ónotuð í sumar og ryðga niður og þurfa síðan að nota úr sér gengið dót með ærnum kostnaði til að geta veitt einhverja þjónustu Mér var heitið I upphafi, að það yrði reyní að koma til móts við okkur og hefði ekki farið út i það að byggja upp fyrirtækið annars Við höfum unnið nótt sem nýtan dag til að reyna halda steypuframleiðslunni gangandi og höfum t d steypt upp í þrjá sólarhringa i einu og unnið því sem næst heilu vikurnar. Útkoman er þannig, að betur hefði verið heima setið, þvi allt sem inn hefur komið hefur farið i kostnað og þjónustu sem fyrirtækið hefur vart getað veitt." — Hvar hefur fyrirtækið haft aðalbækistöðvar i sumar? „Við gátum notað steypu- og malartrekt, sem stóð uppi eftir snjó- flóðin og til þess að koma upp verkstæðisaðstöðu notaði ég 9 millj. kr. af bótafénu í að koma verk- stæði Steypusölunnar og fyrirtæki Eiríks Ásmundssonar, Bifreiða- þjónustunni, fyrir i Mána skemmunni Að sjálfsögðu var þetta verk, sem Viðlagasjóður hefði reyndar átt að gera, en ég varð að nota bótaféð til þess og þá hef ég ekki eftir nema 13.5 millj. kr. sam- kvæmt mati til að byggja fýrirtækið upp, sem ekki er há upphæð um þessar mundir og verðbólgan heldur áfram sinu striki og étur upp þessa upphæð á stuttum tima ' EITT þeirra fyrirtækja, sem þurrkaðist út á augabragði i snjó- flóðunum i Neskaupstað 20. des. s.l. var Bifreiðaþjónustan. Eigandi þessa fyrirtækis, Eirikur Ásmunds- son, gafst þó ekki upp frekar en aðrir, og skömmu siðar hóf hann starfsemi á ný i bráðabirgðahús- næði og i •'marz hóf fyrirtækið starfsemi á ný. Þessa dagana er fyrirtækið að hefja byggingu á nýju og rúmgóðu húsnæði skammt frá nýju sildarbræðslunni. Yfirleitt er mikið að gera hjá Eiriki og svo var einnig þegar Mbl. hitti hann að máli við afgreiðslu vara- hluta og tækja i Mánaskemmunni, en þar hefur Bifreiðaþjónustan að- setur sem stendur. — Þegar fyrirtæki mitt hóf rekstur á ný í marzmánuði, var fyrst og fremst um dekkjaviðgerðir, vara- hluta- og verkfærasölu að ræða Þvi miður höfum við ekki enn og getum ekki húsnæðisins vegna veitt sömu þjónustu og áður, og í sumar varð ég áþreifanlega var við, hvað ferða- fólk saknaði þeirrar góðu aðstöðu sem við höfðum komið okkur upp, þegar ósköpin dundu yfir, en þá var ég að leggja síðustu hönd á fyrsta flokks aðstöðu. Ég var þá nýbúinn að reisa stóra skemmu með tveimur Texti og myndir frá Neskaup stað Þórleifur Ólafsson Fyrirtæki Gylfa Gunnarssonar hefur enn enga fyrirgreiðslu fengið til að leysa út úr tolli ný tæki, sem fyrirtækið festi strax kaup á eftir snjóflóðin. Á annarri myndinni sjást tveir nýir steypubílar, sem staðið hafa óhreyfðir í Neskaupstað í sumar og á hinni myndinni er ný steypustöð. Og þar sem fyrirgreiðslan hefur enn ekki komið, hefur fyrirtækið orðið að notast við gömul og úr sér gengin tæki, sem þurfa gífurlegt viðhald. bílalyftum og öðrum góðum tækja- búnaði Því miður eyðilagðist þetta allt í náttúruhamförunum, segir Eiríkur. Þá sagði hann, að öll umsvif væru nú allt öðru vísi en áður Allt væri dýrara og reksturinn léti minna yfir sér. Þá væri nýting á mannafla mjög slæm vegna ónógrar aðstöðu. „Vegna þrengsla er ekki aðstaða til þess að verá með þá varahluti, sem maður hefði ella verið með En núna hef ég hafið byggingu á nýju stál- grindahúsi undir reksturinn, Skemman er keypt frá Heðni og er 36x12 metrar en það er lítið eitt stærra en húsið, sem fór í snjóflóð- inu'' ,,Já,'' segir Eiríkur, „Þetta verður strembið, reyndar er ég búinn að borga skemmuna, en ég er búinn að fá 60—70% af því fé, sem Viðlaga- sjóður á að greiða mér samkvæmt tjónamatinu. Mér reiknast til, að nú eigi ég eftir að fá 5—6 millj kr og er þegar búinn að fá lán út á það, sem ég á inni Nokkur hluti þessarar fjárhæðar hefur farið í tækjakaup, en er samt ekki há upphæð Þótt ég hefði viljað fjárfesta í tækjum fyrr á árinu, hefði ég ekki getað það, þar sem ég get ekki geymt þau vegna plássleysis og allt hækkar í verði, t d. hafa þau tæki, sem ég kem til með að nota, hækkað um 30—40% það sem af er árinu Ég tel mig þurfa 10—12 millj kr. enn til þess að geta eignast álika verð- mætan lager og ég missti i snjóflóð- inu og þá á ég ekki við fjölda hluta " — Hvernig ætlar þú þá að leysa vandann? „Ég get ekki séð hvernig þetta á að takast Reyndar hef ég ekki gert fjárhagsáætlun nýverið, því um leið og þær eru unnar, er verðbólgan búin að eyðileggja áætlanagerðina Ég hafði gert mér vonir um að flytja i nýja húsið í ágúst s.l og gerði ýmsar ráðstafanir i vörukaupum og eru allskonar sendingar að koma núna, en því miður er rétt verið að byrja á grunni nýja hússins.” — Hver er ástæðan? „Höfuðástæðan fyrir þessari seinkun er að skipulag á þessu svæði hefur dregizt von úr viti Úr því sem komið er, geri ég ekki ráð fyrir að flytja inn í nýja húsið fyrr en í vor eða næta sumar Það fer allt eftir hvernig árar á næstunni En þessi seinkun gerir það að verkum, að þessi framkvæmd mín verður öll dýrari en átti að vera í upphafi " — Hvað vinna margir hjá þér? „Hjá fyrirtækinu starfa venjulega fjórir menn að mér meðtöldum Og ég verð að segja, að þrátt fyrir allt er ég jafn bjartsýnn á framtiðina og áður, þrátt fyrir allt sem á hefur dunið Náttúruhamfarir eins og í fyrra þurfa ekki að koma fyrir aftur, en þær gætu samt allt æms átt sér stað á komandi vetri í fyrra var óvenjulegur snjór, hann var bæði þurr og sat ofarlega i fjöllunum ' — Eru bilstjórar nógu vel búnir á ferðalögum? „Ég verð að játa að fólk er nú miklu betur búið á ferðalögum en áður Vafalaust á aukinn bilakostur og örari endurnýjun bifreiða sinna þátt í því, en áður voru bílar okkar íslendinga alltof gamlir þegar litið er á heildina.” t

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.