Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 Hið misheppnaða „groupie" (hljómsveitarskækja) Suzy Creamcheese, sem löngum var í eftirdragi með Zappa og Mæðrum hans gaf eftirfarandi Iýsingu: „Þessar“ mæður eru brjálaðar. Það sést á fötunum. Ein þeirra er meira að segja með háls- festi og svo er lika vond lykt af þeim. Við ætluðum að fá þá til að spila eftir körfubolta- leikinn en besti vinur minn aðvaraði mig. Hann sagði að það væri aldrei hægt að vita hvað margir þeirra kæmu, stundum kemur náunginn í pelsinum ekki og stundum kemur hann og þá með slatta af hálfbrjáluðu fólki og það dansar út um allt. Ekkert krakkanna f skólanum líkar við þessar Mæður, sérstaklega eftir að kennarinn okkar skýrði út fyrir okkur hvað textarnir þýddu sem þeir syngju.“ Þín einlæg að eilífu öllum tónlistarstefnum var sull- að saman, en útkoman var sam- stæð heild, nokkurskonar rokk- ópera. Meinfyndið háð skar sig í gegn bæði i tali og tónum. Upphaf plötunnar lýsir henni nokkuð vel; forsetinn er veik- ur, konan hans er á leiðinni með hænsnasoð. Síðan kemur hver árásin á fætur annarri: „Taktu þér frí, fáðu þér göngu- túr, sjáðu hvernig nasistarnir stjórna bænum þinum, farðu siðan heim, líttu í spegil, þú heldur kannski að við séum að tala um einhvern annan.“ í beinu framhaldi kom siðan „Were only in it for the money“, hámark þessarar trí- lógíu hljómsveitarinnar. Um- slagið var hnífskörp ádeila, eft- irliking af umslagi „Sgt. Pepp- er’s lonely Hearts Club Band“, Bítlanna. Bítlarnir voru klædd- ir silki fötum, Mothers kvenföt- um. Nafn bitlanna gert úr blómum, Mothers úr sundur skornum ávöxtum, blár himinn gagnvart eldingum á þungbún- um kvöldhimni, I stað vaxbrúða óásjálegar gínur. Þannig mætti lengi telja, hverju smáatriði var fylgt. Zappa gaf út þá yfir- lýsingu að þetta væri barna- plata! Söngurinn var hækkaður upp um áttund sumstaðar og lfktist einna heist röddum i teiknimyndum, hljóðfæraleik- urinn var einfaldur, en hnit- miðaður og miklar tæknibrell- ur voru notaðar við upptökuna. Verkið var byggt svipað og Absolutly Free, en mun hnit- miðaðra, skiptingar hraðari og hlustandinn áreittur með sí- felldum tilkynningum og trufl- unum sem allstaðar er skotið inn í: „Halló strákar og stelpur, ég heiti Jimmy Carl Black og er indjáni hljómsveitarinnar," heyrist nokkrum sinnum. Elektrónískt tónverk sem bann- að er að hlusta á án þess að hafa lesið smásögu eftir Franz Kafka! Framhald á bls. 20 MOTHERS OF INVENTION Árið 1966 kom út allsérstæð plata með yfirskriftinni „Freak out“. Þetta var fyrsta tvöfalda albúmið í rokktónlist sem gefið var út, (Blonde On Blonde Dylans kom út nokkrum mán- uðum síðar). Bæði innihaldið og umbúnaðurinn voru óvenju- leg svo ekki sé meira sagt. Um- slagið var hlaðið upplýsingum, skilgreining á titlinum „Freak Out", langur listi yfir þá sem höfðu haft áhrif á hugmyndir þeirra sem spiluðu á plötunni, athugasemdir við lögin, tilvitn- anir úr óliklegustu áttum o.fl. Innihaldið var jafn fjölbreytt, slagarar, líkir þeim sem fyllt höfðu vinsældalistana um ’6Ó, ófullgerður ballet, „Afturkoma sonar segulstálsskrimslisins" og eintal manns sem er að gera það upp viðsig hvort hanneigi að verða lögregla eða vörubíl stjóri. Aðalmunurinn á því sem undan hafði komið þessu verki var þó afstaðan til áheyrand- ans, í stað þess að syngja mót- mælasöngva likt og þjóðlaga- söngvararnir: „Bróðir sérðu ekki allt ranglætið í heimin- um“, voru beinar árásir, Mothers voru mótmælin holdi klædd. Beinar árásir á þann sem hlustaði. Tónlistin var að meginuppstöðu dæmigert gaddavírsrokk, söngurinn óheflaður. Platan seldist furð- anlega, en aðallega á vestur- strönd Bandarikjanna því hún fékkst ekki spiluð i útvarpi og var ekkert auglýst. Fljótlega mynduðust goðsögur um hljóm- sveitina. Ein slík barst meira að segja til íslands nokkrum árum síðar og birtist í Vikunni. Þar sagði að ný hljómsvéit væri komin fram í Bandaríkjunum sem hefði það að aðalmarkmiði að dáleiða áhorfendur sína með hávaða og Ijósum. Með grein- inni birtist mynd af stúlku sem var undir áhrifum tónlistarinn- ar! Hverjir voru það sem stóðu á bak við þetta framtak? Megin- uppistaðan voru meðlimir fyrr- verandi slagarahljómsveitar; The Soul Giants og sjálflærður gítarleikari og tónsmiður, sem unnið hafði við gerð tónlistar fyrir auglýsingakvikmyndir o.fl. Hljómsveitin kallaði sig fyrst Captain Glasspack and the Magie Mufflers og meðlimirnir voru Jimmy Carl Black (trommur), Ray Collins (söng- ur), Roy Estrada (bassi), Elliot Ingber (gítar) og Frank Zappa (gítar, söngur). 1967 bættust fjórir í hópinn Billy Mundi (trommur) Don Preston (hljómborð), Bunk Gardner (blásturshljóðfæri) og Jim Sherwood (blásturshljóðfæri), áður hafði Elliot Ingber hætt. Við þessar breytingar batnaði tónlistarflutningur þeirra til muna. Sama ár gáfu þeir út aðra plötu sína (Absolutly Free). Hér fékk fólk forsmekkinn af því sem síðar átti eftir að koma; ÞEIR SEM lesa þessa grein um furðufyrirbærið Frank Zappa og Mæður hans, sem Stuttslðan fékk senda, ættu að vera mjög vel inni f þeim hugarheimi er tónlist hans rfs upp úr. Þess má einnig geta að kvikmynd Zappa, „200 Motels", verður væntanlega sýnd f kvikmyndaklúbbnum Fjalarkettinum f vetur. A.J., Bald. J.B. Á árunum 1960—70 áttu sér stað miklar hræringar meðal ungs fólks á Vesturlöndum. Margir voru orðnir þreyttir á vonleysinu sem fylgdi kalda stríðinu, hvernig öll mótmæli gegn kjarnorkuvopnum höfðu farið út um þúfur og stöðug hætta á gjöreyðingarstríði vofði yfir. Fljótlega fóru þessar hræringar að setja mark sitt á poptónlistina, fjölmiðil þeirra. Þjóðlagatónlistin breiddist út frá þröngum menningarkima farand- söngvara til fjölmenns áheyrendahóps. I Bandaríkjunum kom þetta skýrast fram og kristallaðist í tónlist Dylans, sem varð hetja áratugarins. Þessi breyting innan poptónlistarinnar, frá því að vera barátta um efstu sæti vinsældalistanna í að vera fjölmiðill þar sem skáld og tónlistarmenn gátu komið hugmyndum sfnum og skoðunum á framfæri átti eftir að hafa víðtæk áhrif. í stað þess að textarnir fjölluðu um prinsinn sem kom ríðandi á hvítum hesti og stelpuna í næsta húsi sem varð gyðja við að ná sextán ára aldrinum, voru nú tekin fyrir raunveruleg vandmál samtíðarinnar. Tónlistin breyttist, skýr mörk milli jass, rokks og þjóðlagatónlistar rofnuðu. Dægurlagatónlist var ekki lengur skammaryrði og margir jassistar fóru að leika með poppurum og öfugt. Ætlunin er að líta á tvær afurðir þessa tfmabils sem fram komu í Bandarfkj- unum: The Mothers of Invention og Captain Beefheart and his Magic band (sem birtast mun síðar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.