Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975 11 •sSfófr THE OBSEKVER THE OBSERVER THE OBSERVER uStóí. THE OBSERVER *Síá& THE OBSEKVER Offramleiðsla matvæla 1 Efn ahagsbandalaginu mun halda áfram Eftir David Haworth Brussel Rétt einu sinni koma í ljós stórfelldir vankantar á land- búnaðarstefnu Efnahagsbanda- lagslandanna, og enn á ný er offramleiðsla á landbúnaðar- vörum meginvandamálið. Lokið er nú löngum en misheppn- uðum samningaviðræðum um ágreining vínyrkjubænda í Frakklandi og ítalíu. Tókst fulltrúum þessara tveggja landa ekki að ná samkomulagi um, hvernig Efnahagsbanda- laginu bæri að taka á vand- anum, þannig að samningavið- ræður fóru út um þúfur. Einnig er mikil offramleiðsla á mjólkurdufti i aðildarlöndum Efnahagsbandalagsins, en van- þróaðar þjóðir heims hafa mjög mikla þörf fyrir þá afurð. Enn- fremur situr bandalagið uppi með miklar umframbirgðir af smjöri og nautakjöti. En enda þótt rikisstjórnir aðildarlandanna einbeiti sér að því að finna einhverja leið, er virkað gæti sem hemill á of- framleiðslu landbúnaðarvara, en það vandamál vefst stöðugt fyrir þeim, eru til menn, sem eru gersamlega á öndverðum meiði við þær í þessu máli. Þar á meðal er mjög virtur stjórn- málamaður í Vestur- Þýzkalandi, Willi Gorlach, en hann gegnir nú embætti land- búnaðarráðherra í Hessen. Hann hvetur til stóraukinnar offramleiðslu á Iandbúnaðar- vörum í Efnahagsbandalags- löndunum, og dreymir hann um, að innan tíðar verði „mikil offramleiðsla á öllum sviðum landbúnaðar í Evrópu,“ svo að notuð séu hans eigin orð. Gorlach telur að bændur í aðildarríkjum EBE eigi ekki að bera nokkurn kinnroða fyrir þvf að framleiða langt umfram það sem svarar þörfum innan bandalagsins. Og hver er svo ástæðan? Hún er sú, að umframbirgðir eigi að flytja til vanþróaðra ríkja sem skerf EBE til að bægja hungurvof- unni frá dyrum, þar sem hún knýr hvað fastast á. Hann segir, að þar sem EBE tryggi bændum hátt vöruverð til að koma í veg fyrir uppflosnun af smájörðum, muni bandalagið með þessu móti hreinlega flytja sín eigin þjóðfélagsvandamál til þriðja heimsins. Þótt Gorlach sé velviljaður maður, eru litlar likur á þvi, að ráð landbúnaðarráðherra Efna- hagsbandalagsríkjanna gíni við þessum hugmyndum hans. Slik offramleiðsla sem hann vill stuðla að myndi setja hið við- kvæma og flókna landbúnaðar- kerfi bandalagsins gersamlega úr skorðum. Þar með er ekki öll sagan sögð. Landbúnaðarafurðir í Vestur-Evrópu eru að meðaltali 50—100% dýrari en sambæri- legar vörur í þriðja heiminum, og þyrftu að koma til ríflegar útflutningsuppbætur úr sjóðum bandalagsins, ef nokkr- ar horfur ættu að vera á því að selja þær. Ráðamenn í Efnahagsbanda- laginu hafa sitthvað fleira við hugmyndir Gorlachs að athuga. Til dæmis má nefna það, að þróunarrikin sjálf æskja þess fremur að Efnahagsbandalagið veiti þeim aðstoð til að byggja upp eiginn landbúnaðariðnað i stað þess að veita viðtöku fé og gjafakorni, sem skammvinnur akkur væri i. Þá hafa sérfræðingar i land- búnaðarmálum bent á, að enda þótt Efnahagsbandalagið vildi stuðla að offramleiðslu á land- búnaðarafurðum, gætu aðildar- löndin engan veginn svarað þörfum þróunarríkjanna á næstkomandi árum. Spár, sem gerðar hafa verið á þessu sviði, benda til þess, að á næsta ára- tug muni matvælaþörfin í þróunarríkjunum aukast um 70% að minnsta kosti, frá þvi sem nú er. Hins vegar muni matvælaframleiðslan i heiminum aðeins aukast um 46%, ef nú haldi sem horfi. Sérfræðingar telja, að eftir u.þ.b. 15 ár muni kornskortur í þróunarríkjunum nema að minnsta kosti 100 milljónum tonna á ári hverju miðað við núverandi þróun mála. Geti ríki þessi engan veginn ráðið við að brúa þetta bil með korn- kaupum erlendis frá, því að með þvl móti yrðu gjaldeyris- sjóðir þeirra fljótlega þurr- ausnir. Aðeins á einn hátt sé unnt að leysa þennan vanda, þ.e. með því að viðkomandi ríki auki matvælaframleiðslu sina i stað þess að treysta á útflutning frá auðugum rikjum Vestur- Evrópu. Sérfræðingar hjá Matvæla" og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna telja, að geti þróunarlöndin tileinkað sér nýjustu tækni í landbúnaði kunni það að hafa I för með sér framleiðsluaukningu sem svari 27% á næsta áratug, og muni það svara rúmum helmingi auk- innar þarfar, sé miðað við 51% aukningu. í ljósi þess, sem hér hefur verið greint frá, eru engar líkur á þvi að róttækra breytinga sé að vænta í landbúnaðarstefnu efnahagsbandalags Evrópu. Þ.e.a.s. offramleiðslan mun halda áfram, en ekki mun unnt að nota hana til hagsbóta van- þróuðum ríkjum. Þó er ekki þar með sagt, að bandalagið muni ekki auka aðstoð sina við þriðja heiminn, annaðhvort bandalagið i heild eða hvert aðildarriki fyrir sig. En þótt hugmyndin um að flytja offramleiðsluna þangað sem þörf er fyrir hana, sé I fljótu bragði ekki óeðlileg, virðist hún mjög óraunhæf. A.m.k. hafa forkólfarnir í Efna- hagsbandalaginu fullan hug á að kveða hana niður hið skjót- asta, því að þeir óttast, að ella muni bændur i aðildarrikj- unum bregðast við skjótt og framleiða enn meiri umfram- birgðir en bandalagið hefur við að kljást um þessar mundir. Nýr áfangi á Kanarí blómaeyjan Tenerife Reynsla okkar af óskum íslendinga undanfarin 5 ár og sá frábæri árangur sem náöst hefur í Kanarí- eyjaferöum okkar, er þaö sem nú hvetur okkur til aö færa enn út kvíarnar. Viö höfum nú skipulagt feröir til blómaeyjunnar Tenerife, sem af mörgum er talin fegurst Kanarí- eyja, en hún er granneyja Gran Canaría, þar sem þúsundir íslendinga hafa notiö hvíldar og hressing- ar á undanförnum árum. í vetur veröa farnar 7 feröir til Tenerife. Hin fyrsta 14. desember en hin síðasta 4. apríl og er hún jafnframt páskaferö. Dvaliö verður í íbúöum og á þriggja og fjögurra stjörnu hótelum og verðið í tvær vikur er frá 47.900 krónum, sem er þaö hagstæðasta sem býöst. Sért þú aö hugsa um sólarferð í skammdeginu, þá snúöu þér til okkar. FLUGFÉLAG LOFTLEIÐIR ISLAJVDS Fyrstir með skipulagðar sólarferðir i skammdeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.