Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.1975, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKT0BER 1975 „ Við höfum svo lítið kynnst kóngafólki ” ÚR BÆJARLÍFINU Guðjónsdóttur fyrir VIÐ LITUM inn hjá ís- lenzka dansflokknum eitt síðkvöldið og röbbuðum við Unni Guðjónsdóttur ballettdansara og ballett- smið, en hún var þá ásamt dönsurum dans- flokksins að æfa nýjan ballett sem hún hefur samið sérstaklega fyrir dansflokkinn að beiðni þjóðleikhússtjóra. Er þetta fyrsti ballettinn sem sérstaklega er pant- aður fyrir Islenzka dans- flokkinn eftir íslending. Leiktjöld og búningar eru einnig eftir Unni. Þessi nýi ballett verður sýndur í þjóðleikhúsinu síðar í vetur. „Ur bæjarlífinu, heitir þessi ballett,“ sagði Unnur þegar við röbbuðum saman um hið nýja leikhúsverk hennar fyrir íslenzka dansflokkinn. „Klassískur eða nútírna?" „Nútíma. Þótt ballettarnir frá aldamótum sóu enn í fullu gildi, útiloka þeir ekki nýtt efni, nýja dansa. Mér finnst prinsinn og prinsessan eiga heldur lítið erindi til okkar, við höfum svo Iftið kynnst kónga- fólki. Mér fannst hæfa í þessu verkefni að taka eitthvað nú- tímalegt. Þó get ég ekki neitað að ég hrífst af þessu „gamla drasli" geðjast ljómandi vel að því klassíska, en það er gaman að sigla nýjan sjó, reyna ný tilþrif. “ „Aðdragandinn?“ „Sveinn Einarsson þjóðleik- hússtjóri bað mig um að frum- semja ballett fyrir íslenzka dansflokkinn og mér fannst þá sjálfsagt að hafa tónlistina einnig íslenzka. Ég tók mig því til og hlustaði á tónlist Þorkels Sigurbjörnssonar í þrjá daga og lifði það af. Þar fiskaði ég úr ákveðna kafla til að nota í ball- ettinn og auk þess hefur Þor- kell samið nýja kafla þar sem þörf var. Ballettinn fjallar um kjarnafjölskylduna, þ.e. pabba, mömmu og barnið styrkleika hennar og veikleika þegar vandamál koma upp og hvernig fer eftir ákveðna atburðarás allt frá ferli barnsins í vöggu og til táningsáranna þegar ungl- ingavandamálin fara að koma inn í dæmið. Maðurinn yfirgef- ur fjölskylduna og þá byggist . nýr ballet UNNAR Islenzka dansflokkinn allt á móðurinni sem gengur til móts við vandamálin með nýrri festu og ákveðni. I upphafi verksins er karlmaðurinn sá sterkri en sú hlið vendir í verk- inu. Karlinh vill koma heim aft- ur og fá fyrirgefningu eftir að hafa gengið á fund gleði- kvenna, en hvort hann fær upp- reisn æru verður að bíða leiks- Ioka.“ „Hvernig er að semja ballett fyrir dansflokk sem hefur enga karldansara?" „Það er svolitið erfitt og margar fyrri hugmyndir féllu á karlmannsleysi. Ég get ekki hugsað mér ballett án karldans- ara, en í þessum nýja ballett verða 6 dansarar úr dans- flokknum og einn leikari. Verk- ið mun taka um 40 min. í flutn- ingi og það verða Nanna og Auður sem verða í aðalhlut- verkunum. Leiktjöldin byggj- ast á feikn stóru Reykjavíkur- merki, sjó, öndvegissúlum og Sundastemmningu.“ „Hvernig verður ballett til?“ „Fyrst koma fram ýmsar hug- myndir i kollinum, en þær rek- ast líka oft fljótlega á ýmiss konar þröskulda, eins og til dæmis i þessu tilviki, karl- mannsleysi. Karlmannslaus dansflokkur, ægilegt. Hins vegar þegar hugmynd- irnar eru búnar að leika laus- um hala og þreifa fyrir sér í allar áttir, fer myndin að þétt- ast og maður sér þetta fyrir sér í stórum dráttum og þá er að leita að tónlist eða láta semja tónlist fyrir verkið. Þegar beðið er um frumsamda tónlist fyrir ákveðna hugmynd gefur maður tónskáldinu hreinlega upp kökuuppskrift: t.d. 15 sek. dramatik, 10 sek gleði, þögn og svo framvegis. Á æfingum verksins gengur maður síðan til móts við dansarana og reynir að nýta þá möguleika sem hver dansari gefur, maður fær inn- lifun frá þeim, þvf engir tveir hreyfa sig eins. Þá er allt klárt, tjaldið má fara frá.“ „Hver er draumurinn 1 samn- ingu balletts á Islandi?" „Draumurinn væri að fá að vinna með Helga Tómassyni, en stelpurnar eru í fínum klassa, þar eru engin vandamá). Það þarf að halda fast og ákveðið áfram í þessum efnum, með áræði hefst það og engu öðru, því möguleikarnir eru miklir. Það eru engin takmörk fyrir efnismeðferð í dansi fyrir þá sem hafa brotizt út úr klassíska ballettinum, þótt þau hafi alltaf sitt gildi, en það verður líka að reyna að fiska á nýjum miðum. Svo verður maður bara að vona að þetta sé list. Þeir sem sinna listsköpun og reyna að segja fólki að eitthvað ákveðið sé list, ættu eiginlega að snúa sér að einhverju öðru. Alveg eins og klassískur tónn þarf að vera í öllu sem á þð standast tímans tönn, hlýtur það að vera fólkið sjálft sem sker úr um það til lengdar hvort eitthvað er list eða ekki.“ A ttrœðisafmœli: Ingibjörg Guðmunds- dóttir, Svína- vatni Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir hefur nú verið húsfreyja á Svína- vatni í Grimsnesi nokkuð yfir 40 ár. Hún er fædd í Galtarholti 1 Skilmannahreppi, ættuð úr Kjós. Faðir hennar var bóndasonur frá Ingunnarstöðum í Brynjudal, en móðir hennar Ása Þorkelsdóttir ólst upp hjá foreldrum sfnum á Þyrli á Hvalfjarðarströnd. Þar er útsýni með því gefursta á land- inu, en margvíslegar stórfram- kvæmdir hafa spillt mjög fegurð Hvalfjarðar. Enda sagði Ingibjörg á Svínavatni við mig fyrir mörg- um árum, að hún gæti grátið er hún færi um Hvalfjörð, yfir þvf, hversu fegurðinni væri þar um- turnað. Ingibjörg var 5 ára, þegar for- eldrar hennar fluttu frá Galtar- holti að Þrándarstöðum í Brynju- dal. Árið eftir fóru þau að Skor- haga og bjuggu þar f 20 ár. Ingi- björg sá eftir að fara frá Þrándar- stöðum, af þvi að bærinn var betri og útsýni víðara. Hún á margar fagrar minningar frá bernsku og æsku i barnahópnum stóra. Hún var 7. barn og 16 urðu þau alls. Komust 15 upp. Eitt dó í æsku. Það þótti mikið afrek að ala upp- allan þann hóp á þeim dögum. Ingibjörg segist muna þá fögru sunnudaga sumarsins, þegar allur barnahópurinn fékk að fara f kirkju Reynisvöllum. Og eins og siðar á unglingsárum, þegar faðir þeirra var að hjálpa þeim yfir Brynjudalsá að vetri til, er þau voru að sækja fundi f Bræðafélag- inu. Það var U.M.F. sem séra Halldór á Reynivöllum hafði stofnað. Mikil samhjálp rfkti í vinnu á heimilinu í Skorhaga. öll börnin höfðu nóg að starfa. Tó- vinnu lærðu telpurnar strax og þær gátu. A Svínavatni er mynd af móður Ingibjargar. Ég minnist þess hvað myndin er falleg af þessari konu sem ól upp svo mörg börn við fátækleg kjör. Það er eins og aug- un geisli af kærleika. Þá man ég það líka að mágur minn, sem var uppalinn á Þyrli, minntist stund- um á Ásu f Skorhaga. Mér fannst alltaf að hann liti á hana sem þá konu er fáir jafnast við. Og er það nokkuð líkt þvi sem var að heyra þegar frú Anna Þorkelsdóttir á Mosfelli minntist á vinkonu sína, Ingibjörgu á Svinavatni, eins og við köllum hana oftast. Og þannig minnist ég hennar einnig frá löngum kynnum. Ingileifur, maður hennar, sagði nýlega við mig: „Nú er ég búinn að vera bóndi i 50 ár.“ Hann bjó fyrst með systrum sínum og for- eldrum. Nokkrum árum síðar fékk hann sína ágætu konu. Þau eiga einn son, Jón, sem ber föður- nafn Ingileifs. Ingileifur bóndi hefur sinnt mörgum opinberum störfum í sveit sinni. Hefur lengi verið í hreppstjórn. Hann var í safnaðar- stjórn Mosfellskirkju og fjár- haldsmaður kirkjunnar í 30 ár. Traustur maður f hverju starfi. Meðhjálpari er hann enn. Kona hans hefur ekki síður haft áhuga á opinberum störfum hans fyrir samfélagið, heldur en á búsum- sýslu heima. Bæði eru þau miklir búmenn og snyrtimenni og mjög skemmtileg heim að sækja. Lengi var Svínavatnsheimilið allfjölmennt. Báðir foreldrar Ingileifs áttu þar heima til dánar- dags. Ólafía, elzta systir bóndans, var frá byrjun vinnukona hjá Framhald á bls. 39 auí;i.ysin(;asiminn ek: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.