Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 2

Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975 Freigátan og dráttar- bátarnir duldust 1 þoku við Langanes BREZKIR togarar að ólöglegum veiðum innan íslenzkrar fisk- veiðilandhelgi höfðu dreift sér allnokkuð f gær, en stærsti hópur- inn, 15 togarar, var að veiðum þröngt á takmörkuðu þokusvæði norður af Langanesi. Létu togar- arnir þokuna skýla sér, en í þok- unni voru einnig fjórir dráttar- bátar, sem vinna að því að vernda togarana við óloglegar veiðar, svo og freigátan Leopard F 14. Alls voru því 20 brezk skip á þoku- svæðinu. Alls voru 39 brezkir tog- Sjómaðurinn á batavegi MORGUNBLAÐIÐ hafði f gær samhand við gjörgæzludeild Borgarspítalans og spurðist fyrir um líðan 17 ára piltsins, sem fluttur var í skyndingu með þvrlu af miðunum útaf Revkjanesi á mánudag, eftir að hann hafði höfuðkúpu- brotnað f slysi um borð í bát sínum Verði ÞH. Fengust þær upplýsingar, að pilturinn væri kominn til meðvitundar og væri hann á batavegi. Ennfremur spurðist blaðið fyrir um líðan tveggja ungra manna sem liggja á gjörgæzlu- deildinni eftir umferðarslys, en annað þeirra varð á Djúpa- vogi en hitt í Reykjavík. Reyndist líðan beggja vera óbreytt og eru þeir enn meðvit- undaflausir. Loks spurðist blaðið fyrir um líðan drengsins 10 ára sem slasaðist í umferðarslysi á Bú- staðavegi á þriðjudaginn. Fengust þær upplýsingar að hann væri kominn til meðvit- undar og væri búið að flytja hann af gjörgæzludeild. arar að ólöglegum veiðum við landið. Morgunblaðið fór í flug með Landhelgisgæzlunni í gærdag og var flogið austur að Ingólfshöfða og þaðan austur með landi. Sá togari, sem var sýðstur á svæðinu fyrir austan, var 24 sjómílur suð- ur af Hvalbak. I námunda við Hvalbakinn voru 5 til 6 togarar, allir að veiðum. Tveir nyrstu tog- ararnir voru að hala inn veiðar- færi sín og ástæðan kom í ljós, er komið var nokkru norðar. Þar var varðskipið Þór á hraðri leið í átt til togaranna, sem voru að veiðum án nokkurrar verndar. Varðskipið átti ófarnar 12 sjómílur til togar- anna og raunin varð sú, að togar- arnir höfðu allir híft inn veiðar- færin er það kom á vettvang. Norður með Austfjörðum voru togarar á stangli að veiðum og tala þeirra, sem kannaðir höfðu verið, var orðin 10, er kom í þoku- beltið norður af Langanesi. Þar voru 20 skip, sem sáust á ratsjá og samkvæmt upplýsingum varð- skipsins Ægis, sem var í grennd- inni, voru það 15 togarar, 4 drátt- arbátar og freigátan. Voru skipin í um það bil 33ja mílna fjarlægð frá landi. Strax og komið var vestur fyrir Langanes létti þokunni. Á Sléttu- grunni voru 9 brezkir landhelgis- brjótar að veiðum og mun varð- skipið Ægir hafa ætlað að fara að stugga við þeim. Fleiri brezkir togarar voru ekki fyrir Norður- landi, en nokkrir íslenzkir togarar voru að veiðum þar og flestir er komið var á Hornbanka. Þar voru 7 íslenzkir togarar að veiðum. Þá voru tveir brezkir togarar að ólög- legum veiðum 57 mílur vestur af Látrabjargi. Fyrir norðan Horn var allmikill sjór og talsvert hvassviðri. Að öðru leyti var gott veður á miðunum umhverfis Iand- ið í gær. 14 starfsmenn mótmæla bréfí Hafrannsóknastofnunar: „Hreint faglegt mat á valkost- um, sem fyrir hendi eru” a/ urspeglar almennt efnisinni- — segir Jón Jónsson Ladgartorgsfundurinn um landhelgina kl. 2 í dag ÚTIFUNDUR um land- helgismálið sem Samstarfs- nefnd um verndun land- helginnar hefur boðað til hefst á Lækjartorgi kl. 2 ' dag. Að samstarfsnefni inni standa sem kunnu; er verkalýðs- og sjómann samtök landsins ásar Félagi áhugamanna u sjávarútveg og hafa þau > hvatt félagsmenn sína að fjölmenna til þessa i fundar. Efni fundarins er að því er Pét- ur Guðjónsson, formaður Félags áhugamanna um sjávarútveg, tjáði blaðinu — landhelgismálið og innrás brezka flotans í íslenzka landhelgi. Fundarstjóri á úti- fundinum í dag verður Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands- ins, en ræðumenn verða þrir, þeir Pétur Guðjónsson, sem fyrr er nefndur, Öskar Vigfússon, for- maður Sjómannafélags Hafnar- fjarðar, og Guðmundur J. Guðmundsson, nýkjörinn for- maður Verkamannasambands ís- lands. EINS OG Morgunblaðið skýrði frá í gær hefur 'Hafrannsókna- stofnun með bréfi lil sjávarút- vegsráðuneytis lýst þeirri skoðun sinni, að samningar við V- Þjóðverja á grundvelli þeirra samkomulagsdraga, sem fyrir Iiggja, séu skásti kosturinn frá fiskifræðilegu sjónarmiði. I gær sendu 14 starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar frá sér bréf, þar sem þeir telja að þetta mat stofn- unarinnar sé rökleysa. Af þessum 14 eru 10 fiskifræðingar. t hópi þeirra eru hins vegar ekki þrír fiskifræðingar, sem starfa við Hafrannsóknastofnun, þeir Sig- fús Schopka, Jakob Magnússon sem er sérfræðingur i karfastofn- inum og Aðalsteinn Sigurðsson. I samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Jón Jónsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar, að fram- angreint mat stofnunarinnar á samkomulagsdrögunum við V- Þjóðverja byggðist á hreinum fiskifræðilegum atriðum og mót- mælir hann eindregið að annað liggi að baki. Hér fer á eftir bréf hinna 14 starfsmanna Hafrannsóknar- stofnunar svo og athugasemd Jóns Jónssonar við það bréf: — Yfirlýsing — I tiltfni af bréfi Hafrannsókna- stofnunarinnar til Sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem Morgunblaðið birtir 26. nóvember viljum við undirritaðir sérfræðingar taka fram eftirfarandi: 1. Við höfum ekki átt neinn þátt í að semja nefnt bréf, enda end- hald þess ekki sjónarmið okk- ar. 2. Við teljum, að í bréfi þessu séu fiskifræðileg rök mjög svo undir áhrifum persónulegra skoðana semjenda á því, hvernig standa skuli að stjórn- málalegri lausn landhelgis- málsins. 3. Við teljum, að sú skoðun, sem fram kemur í umræddu bréfi að samkomulagsdrögin við V- Þjóðverja sé skársti kosturinn sem við eigum völ á í dag frá fiskifræðilegu sjónarmiði, sé rökleysa. Hafrannsóknastofnunin hefur i skýrslu sinni um ástand fiski- stofna gert grein fyrir hvaða valkostir séu skárstir fyrir fiskistofnana, frá fræðilegu sjónarmiði. Af þessum sökum er engan veginn hægt að fullyrða, að samn- ingsdrögin við V-Þjöðverja sé skársti fiskifræðilegi valkostur- inn, þar sem það kemur fyrst í Framhald á bls. 20 Falmouth F 113, sem væntanleg er á Islandsmið á laugardag, ásamt systurskipi sfnu, freigátunni Briehton F 106. Brezkum herflug- élum bannað flug nn í ísl. lofthelgi Birgðaskipið Tidepool, sem verður freigátunum til aðstoðar. Freigáturnar Falmouth og Brighton koma á laugardag TVÆR freigátur til viðbótar þeirri, sem þegar er komin til að gæta brezkra landhelgisbrjóta, leggja af stað frá flotastöðinni í Rosyth á Skotlandi á fimmtudag. Freigáturnar eru Falmouth F 113 og Brighton F 106. Fyrir er á Islandsmiðum freigátan Leopard F 14. Skipunum fylgir birgðaskip- ið Tidepool A76. Búizt er við því að freigáturnar verði komnar á Islandsmið á laug- ardag. Freigáturnar Brighton og Falmouth eru systurskip, 2800 rúmlestir að stærð og eru þær báðar smíðaðar á árunum 1959 til 1961. Þær geta siglt með 30 hnúta hraða og eru því talsvert hrað- skreiðari en freigátan Leopard, sem aðeins siglir með 24 hnúta hraða. Hins vegar eru þessar tvær freigátur búnar eldflaugum og þær hafa þyrlur um borð. Fall- byssur hafa þær tvær með 115 mm hlaupvídd og tvær með 20 mm hlaupvídd. Þá eru þær einnig búnar djúpsprengjuvörpum. Birgðaskipið sem fylgir freigát- unum, Tidepool er 17.400 rúm- lestir að stærð. Skipið var smfðað á árunum 1961 til 1962 og afhent flotanum í júnímánuði 1963. Nauðsynlegt mun vera að hafa birgðaskipið með freigátunum, þar sem þær eyða gífurlegu magni af olíu á hverjum sólar- hring. KVÆMT upplýsingum flug- larstöðvarinnar á Reykja- flugvelli kom ein Nimrod- herþota brezka flughersins upp að austurströnd Iandsins snemma f gærmorgun og var á sveimi yfir brezka togaraflotanum þar til kl. 15.45 í gær. Vegna flugs þessara véla hér við land hefur sam- gönguráðið nú gripið til sams konar ráðstafana og 1 sfðasta þorskastríði og Iagt fyrir flug- málastjórn að gefa þau fyrirmæli til starfsmanna flugstjórnarstöðv- arinnar á Reykjavíkurflugvelli svo og starfsmanna flugturna og flugradíóstöðva á alþjóðlegum flugvöllum hér á landi að neita loftförum, sem eru f eigu eða flugi fyrir brezk hernaðaryfir- völd, um leyfi til flugs innan fs- lenzkrar lofthelgi eða að 4 sjó- mflum frá grunnlfnum og lend- ingar á íslenzkum flugvöllum. 1 fréttatilkynningu frá sam- gönguráðuneytinu um þessa ákvörðun segir ennfremur: Undantekning frá ofangreindu er aðeins heimil, ef hlutaðeigandi flugstjóri lýsir yfir neyðarástandi og að hann þurfi þess vegna að lenda á fslenskum flugvelli. Flug- taksheimild verði ekki veitt, nema að fengnu leyfi utanríkis- eða samgönguráðuneytis. Þá hefur ráðuneytið með sím- skeyti til hafnarstjórna f 17 höfn- um, víðsvegar um land, mælst til Framhald á bls. 20 Ekið á bíl AÐFARARNÓTT s.l. sunnudags, eða frá klukkan 18 á laugardag fram á sunnudagsmorgun, var ekið á bifreiðina R 44088, sem er Volkswagen 1500 fastback, þar sem bifreiðin stóð í Ingólfsstræti, gegnt Aðventkirkjunni. Miklar skemmdir urðu á vinstri hliðar- hurð og rúða brotin. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um þessa ákeyrslu eru beðnir að hafa samband við umferðardeild rannsóknarlögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.