Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 3

Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975 Gerðadómurinn féll Vísi í hag GERÐARDÖMUR Vfsis og Dag- biaðsins um hver skyldu verða viðskiptakjör blaðanna í Blaða- prenti var birtur í gærmorgun. Varð niðurstaðan sú, að Vísir skyldi njóta viðskiptakjara á kostnaðarverði samkvæmt stofn- samningi Blaðaprents en Dag- blaðið hafði krafist þess sér til handa. Stjórnarfundur var hald- inn í Blaðaprenti f gær þar sem gerðardómurinn var lagður fram, en engar ákvarðanir voru teknar. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær mun á næstunni fjallað um þau við- skiptakjör sem Dagblaðið eigi að njóta hjá Blaðaprenti, en prent- smiðjan mun geta krafist þess að blaðið borgi samkvæmt taxta, sem er allmiklu hærri en blöðin greiða sem prentuð eru á kostn- aðarverði. Þá mun einnig verða fjallað um það á hvern hátt verði farið með hlutabréf þau í prent- smiðjunni, sem eru á nafni Vfsis samkvæmt stofnsamningi, en Dagblaðsmenn fara nú með um- boð fyrir f Blaðaprenti. Ingimundur Sigfússon, stjórn- arformaður Reykjaprents hf., út- gáfufélags Vísis, hafði eftirfar- andi að segja um málið í gær: „Þetta er sú niðurstaða sem við Vísismenn bjuggumst við. Þetta gat ekki á annan veg farið. Þessi niðurstaða héfur þær breytingar helstar í för með sér fyrir okkur, að við losnum við margvísleg óþægindi sem blaðið hefur orðið fyrir að undanförnu sérstaklega i sambandi við prentun. Við erum t.d. ekki lengur bundnir af því að geyma blaðið til klukkan 13.15 eins og verið hefur.“ „Á þessu stigi liggur ekki ljóst fyrir hvort þessi úrskurður gerðardómsins muni hafa breyt- ingar í för með sér fyrir okkur. Við eigum eftir að semja við Blaðaprent um greiðslur fyrir preniþjónustu," sagði Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðs- ins, þegar Mbl. ræddi við hann í gær. Jónas sagði að Dagblaðið hefði hingað til borgað álag fyrir prent- un og gróft reiknað væri það tæp- lega 20 milljónir króna á árs- grundvelli umfram önnur blöð sem prentuð væru í Blaðaprenti. Þegar Jónas var að því spurður hvort niðurstaða gerðardómsins gæti haft í för með sér að Dag- blaðið leitaði annað með prentun eða setti sjálft upp prentsmiðju svaraði hann þvi til, að þegar út- gáfa blaðsins hefði verið í undir- búningi hefðu verið lagðar inn pantanir hér og þar á ýmsum tækjum. Þetta hefði verið gert til að komast í forgangsröð, en nokkur afgreiðslufrestur er yfir- leitt á slikum tækjum. „Það er svo matsatriði hvort við tökum þessar vélar og það hefur engin ákvörð- un verið tekin um það enn og verður ekki fyrr en málin skýrast varðandi Blaðaprent," sagði Jónas. Jónas var loks að því spurður hvort Dagblaðið hefði fest kaup á húsnæði. Hann sagði að svo væri Þriðja uppboðið -ef enginn hreyf- ir mótmæhim BÆJARFÖGETINN f Hafnar- firði hefur ákveðið að nýtt uppboð fari fram á húseign þeirri, sem slegin var Ingvari Björnssyni lögfræðingi og hlaðaskrif hafa orðið út af. Einar Ingimundarson sagði að hann hefði skrifað aðilum málsins og sagt að þriðja upp- boðið færi fram í desember. Sagði Einar að uppboðið færi fram ef enginn hreyfði mót- mælum. Ef mótmæli bærust hins vegar, yrði að úrskurða í málinu. Veðhafar í húsinu, þ.á m. ríkissjóður hafa sam- þykkt fyrir sitt leyti nýtt upp- boð. i ekki. en hús hefðu verið skoðuö. Þá sagði Jónas ennfremur að hann fyrir hönd Dagblaðsins Framhald á bls. 20 Sinfónían: en Rut einleikari Wodiczko stjórnar Rut Ingólfsdóttir RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari verður einleikari á fimmtu reglu legum tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands sem verða í Háskólabíói í kvöld og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi verður Bohdan Wodiczko. Fluttur verður for- leikur eftir Stanislaw Moniuzko, skozk fantasia fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Max Bruch og Sinfóniu nr. 10 eftir Sjosta- kovitsj. Rut hefur einu sinni áður verið einleikari með Sinfóniuhljóm- sveitinni en þeð var árið 1971. Hún er fædd í Reykjavík 1945 hóf fiðlunám fimm ára gömul hjá Ruth Hermanns en stundaði síðan nám hjá Einar Sveinbjörnssyni og Birni Ölafssyni í Tónlistarskólan- um í Reykjavik jafnframt því sem hún stundaði nám við M.R. og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1965. Árið 1965—66 stundaði hún síðan nám áfram hjá Einari við Musikkonsveratoriet í Málmey og haustið 1966 hóf hún nám við Cosvervatoire Royal de Musique í Brússel, þar sem André Geertler var kennari hennar. Þaðan lauk hún prófi og hlaut verðlaun frá skólanum. Rut hefur oftsinnis komið fram á tónleikum bæði hérlendis og erlendis, og hún er einn af stofn- endum Kammersveitar Reykja- víkur og hefur verið formaður hennar frá upphafi. Rut hefur leikið I Sinfóníuhljómsveitinni frá þvi að hún lauk námi fram til þessa starfsárs, að hún hefur verið í ársfríi frá störfum og kennir við Tónlistarskólann í Reykjavik. Stjórnandann Bohdan Wod- iezko þarf naumast að kynna íslenzku tónlistaráhugafólki. Hann var aðalhljómsveitarstjóri Sinfóniuhljómsveitar Islands frá 1965—68, en hljómsveitinni stjórnaði hann fyrst starfsárið 1960—61. Hann er nú hingað kominn til að stjórna uppfærslu á óperunni Carmen í Þjóðleikhús- inu og stjórnar nú Sinfóníuhljóm- sveitinni á þessum tónleikum hennar. Annars er Wodiczko for- stöðumaður og aðalstjórnandi Ríkisóperunnar i Varsjá -H-ELLESENS RATHLttWJR HLAÐNAR 0RKU Það þekkja allir HELLESENS rafhlöðurnar. HELLESENS rafhlöður skiptast í þrjár tegundir, rauðar — bláar — og gulllitaðar. Kaupið HELLESENS rafhlöður, þá fáið þið þá orku sem þarf. o Nú hefur Hellesens tekið upp á þeirri nýjung að merkja á bak rafhiaðanna, hvar þær koma að bestum notum. Merkingarnar eru þannig, að undir skýringarmyndum eru krossar: 1 kross = góðar. 2 krossar = betri. 3 krossar = bestar. Til þeirra nota, sem skýringar- myndir sýna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.