Morgunblaðið - 27.11.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
5
Sveik hálfa
milljón út úr
bankakerfinu
A FÖSTUDAGINN tókst óþekkt-
um manni að svfkja 500 þúsund
krónur út úr Alþýðubankanum
með þvf að notfæra sér veilu á
bankakerfinu. Rannsóknarlög-
relan leitar nú þessa aðila.
Svikin voru þannig fram-
kvæmd, að umræddur maður fór
fyrst í Alþýðubankann, aðal-
banka, og stofnaði þar bók með 50
þúsund króna innleggi, sem hann
g'reiddi I reiðufé. Því næst fór
hann með bókina í útibú bankans,
lagði inn I hana 550 þúsund krón-
ir, þar af 50 þúsund í peningum
og 500 þúsund með ávisun, sem
síðar kom í ljós að var fölsuð.
Síðan fór hann aftur í aðalbank-
ann og tók út þær 600 þúsund
krónur sem í bókinni voru
og hafði þannig á einni dagstund
500 þúsund krónur úr krafsinu,
þ.e. 600 þúsundin að frádregnum
100 þúsund krónum í peningum
sem hann hafði lagt inn i bank-
ann.
Falska ávísunin reyndist vera
úr hefti sem maður nokkur týndi
á skemmtistað kvöldið áður, en sá
maður gat ekkert nánar sagt um
hvarf heftisins.
Hér sýnum við samstæðu, sem mundi sóma sér vel,
hvar sem væri, GRUNDIG Studio 1600 ásamt tveim-
ur SCANDYNA M-5 hátölurum. Studio 1600 er
hvorttveggja í senn útvarpsmagnari og plötuspilari.
Útvarpið er vandað og næmt, og er það með FM-
stereobylgju, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju.
Magnarinn er 2x12,5 sínus/RMS wött, og býður
hann upp á hvort heldur er stereo- eða fjórviddar
(4 — D = Four Dimensions) notkun. Fékk þessi
magnari hæstu einkunnir, sem gefnar voru, i próf-
un, sem fram fóru í fyrra á 26 útvarpsmögnurum á
vegum norsku neytendasamtakanna (sjá Forbruker-
Rapporten nr. 8 1973 — RTV 800). Plötuspilarinn er
2ja hraða og gerður fyrir hand- eða sjálfvirka notk-
un. Er hann með Shure M75-D segulþreif. SCAN-
DYNA M-5 hátalararnir standa einnig vel fyrir sinu.
Er flutningsgeta hvors þeirra allt að 25 wöttum og
tónsvið 60—20.000 rið. — Verðið á þessari glæsi-
legu samstæðu er kr. 166.700,00, og er þá fótur
fyrir Studio 1600 ekki reiknaður, en hann kostar
kr. 11.900,00. Sambærilega fætur er líka hægt að
fá fyrir hátalarana á kr. 8.200,00 (stk.). — Er þetta
ekki einmitt samstæðan, sem þú hefur verið á
hnotskóm eftir!?
NESCO HF
Letöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150- 19192-27788
ssss
anum í Saltvík?
Varstu í reiðskól-
sonar, sem skilaði Morgunblaðinu
gagnrýni af tónleikum fyrir mið-
nætti flutningsdags. Liðin er sú
tið er Morgunblaðið birti gagn-
rýnina daginn eftir tónleikahald.
En f Morgunblaðinu 22. nóvem-
ber var ekki sagt frá tónleikum
Kammermúsikklúbbsins í
Bústaðakirkju, heldur endur-
tekning á flutningi sömu aðila á
því efni sem flutt var fyrir
Kammermúsikklúbbinn og fyrir
tilstuðlan hans. Vegna Kammer-
músikklúbbsins verður ekki hjá
þvf komist að bera fram kvörtun,
ekki vegna frétta af þeim tón-
leikum sem greint er frá, heldur
vegna þess að ekki þótti ástæða til
að greina frá tónleikum klúbbsins
f Bústaðakirkju eftir þá, þótt þeir
hafi verið forsenda fyrir þeim
síðari.
Reyndar er ánægjulegt að
skólar fái aðgang að jafngóðu efni
og hér er um að ræða en það er
ekki atriði í þessu máli.
Að lokum: Klassískir tónleikar
eru gott fréttaefni auk þess er það
hlutverk fjölmiðla að hlúa að
menningarstarfsemi með þvf að
vekja athygli á henni.
Ef merkilegur flutningur á
klassískri tónlist þykir ekki við-
burður, erum við komin af leið.
25. nóvember 1975
Guðmundur W. Vilhjálmsson
I SUMAR var starfræktur í Salt-
vík á Kjalarnesi reiðskóli á veg-
um Hestamannafélagsins Fáks og
Æskulýðsráðs Reykjavíkur og var
hann fjölsóttur. 1 kvöld,
fimmtudag, kl. 20.00 verður efnt
til skemmtikvölds fyrir þá
krakka, sem reiðskólann sóttu á
síðast liðnu sumri. Verður
skemmtikvöld þetta í Félagsheim-
ili Fáks v/ gamla skeiðvöllinn.
Margt verður til skemmtunar og
má þar nefna að kosinn verður
vinsælasti hestur sumarsins úr
hópi hesta reiðskólans, sýndar
verða hestamyndir og þar á meðal
mynd, sem tekin var í Saltvík í
sumar. Ekki er ósennilegt að Ket-
ill Larsen leikari, láti eitthvað frá
sér heyra, en framhaldssögur
hans kannast flestir við, sem dval-
ið hafa f Saltvík.
Kammermúsik —
Gagnrýni
nk. laugardag
Nýlega var hér í Morgun-
blaðinu vitnað til tómlætis fjöl-
miðla gagnvart viðburðum í tón-
listarlífi og fleiri listviðburðum
hérlendis.
Því er heldur óskemmtilegt að
kvarta f tilefni þéss, sem gert er á
þessu sviði, en reyndar er kvört-
unin aðallega vegna þess sem
ekki var gert.
Sunnudaginn 16. nóvember s.l.
hófst í Bústaðakirkju á vegum
Kammermúsikklúbbsins
flutningur á flaugusónötum Bach
og verða þær allar fluttar á veg-
um klúbbsins á tvennum tónleik-
um f vetur.
Vetrarstarfsemi klúbbsins var
fyrir nokkru kynnt fjölmiðlum og
var þeirri kynningu reyndar vel
komið til skila, en þar komu áður-
greind áform fram.
Að vanda var öllum dagblöðum
bæjarins boðið að senda svo-
kallaða tónlistargagnrýnendur á
tónleikana í Bústaðakirkju.
Ætlun er að þeir vitni um það
sem fram fer og varni þannig því
að þau verði örlög klúbbsins, að
hann týnist, gleymist.
Þannig eru frásagnir fulltrúa
fjölmiðla af tónleikum næring
nauðsynleg til viðhalds slíkrar
starfsemi.
Nú birtist laugardaginn 22.
nóvember í Morgunblaðinu gagn-
rýni um flutning á flautusónötum
eftir Bach, fluttum af Manuelu
Wiesler, Helgu Ingólfsdóttur og
Pétri Þorvaldssyni.
Greinin var auðkennd svo sem
venja er um tónlistargagnrýni á
vegum blaðsins. Við lestur fyrir-
sagnarinnar: Kammertónleikar,
gerði ég ráð fyrir að fjallað yrði
um tónleika Kammermúsik-
klúbbsins í Bústaðakirkju. Viku-
gamlar fréttir þykja ekki gamlar
fréttir af slíku uppfyllingarefni.
Liðin er tfð Arna Thorsteins-
FÉLAG frfmerkjasafnara heldur
fyrsta frfmerkjauppboð sitt á
þessum vetri í ráðstefnusal Hótel
Loftleiða nk. laugardag. Uppboð
félagsins hafa verið mjög vel sótt
undanfarin ár. Að þessu sinni er
• óvenjumargt ágætra og fágætra
frfmerkja í boði. Flest skildinga-
frfmerki eru þar, bæði almenn og
þjónustu. Eru þau óstimpluð eins
og mikill hluti uppboðsefnis, sem
eru 224 númer.
Á uppboðinu eru tvö yfirprent-
uð frímerki frá 1897 (þrir-
merki), og fylgja þeim vottorð frá
Grönlund. Nú eru svo í fyrsta
skipti boðin upp hjá F.F. öll þrjú
merkin úr hópflugi Itala 1933,
mjög góð eintök, og fylgja þeim
einnig vottorð Grönlunds.
Segja má að frá merkjum
Kristjáns IX. 1902 — 04 séu á
uppboðinu öll íslenzk frfmerki
fram undir 1970. Má þar sérstak-
lega nefna alþingishátíðarmerkin
frá 1930, bæði almennu og
þjónustu.
Nokkur sjaldgæf fyrstadagsum-
slög verða boðin upp, svo sem
stöku afmælismerkin frá 1937,
Geysir 1938, Heimssýningin 1939
og lýðveldismerkin 1944.
Allt þetta frimerkjaefni verður
til sýnis uppboðsdaginn á Hótel
Loftleiðum frá kl. 10—14, en þá
hefst uppboðið stundvíslega.
Uppboðsskrá geta menn fengið
keypta við vægu verði hjá F.F.
eða frímerkjaverzlunum.
Aðalfundur L.Í.Ú.
AÐALFUNDUR Landssambands
íslenzkra útvegsmanna hefst að
þessu sinni að Hótel Sögu mið-
vikudaginn 3. desember n.k. og
hefst hann í hliðarsal kl. 14. Mörg
mál verða á dagskrá og þá fyrst og
fremst hin stórfelldu vandamál
sjávarútvegsins.
Frímerkjauppboð