Morgunblaðið - 27.11.1975, Qupperneq 15
Með
veðurspána
í blóðinu
Gunnar Gunnarsson sagði i samtali að
allt starf sitt hefði verið leit að sann-
leika. En sú leit er erfið og skáldið líkti
henni við þá ástríðu Fjalla-Bensa að elta
uppi eftirlegukindur á öræfum Islands.
Það var áhrifamikið að horfa á Gunnar
segja þessi orð, eftir umhugsun og
nokkurt hik; vera minntur á að unnt sé
að vera öfundsverður af því einu, eftir
langa og stranga ævi, að hafa safnað
saman einni og einni eftirlegukind sann-
leikans. Enginn skyldi hreykja sér af þvi
að hafa höndlað hann allan.
Forustusauðurinn Eitill og hundurinn
Leó voru Fjalla-Bensa eftirsóknar-
verðari félagar en flestir aðrir, „þessir
þrír höfðu nú um nokkurt árabil verið
óaðskiljanlegir, þegar um slíka leiðangra
var að ræða, og þekktu nú orðið hvern
annan út í æsar, með djúprætta kunnug- '
leika, sem ef til vill tekst aðeins milli
alveg fjarskyldra dýrategunda, þar sem
enginn skuggi eigin sjálfsveru, eigin
blóðs, eigin óska eða fýsna, villir um né
veldur myrkvun".
Gunnar Gunnarsson sagði frá því að
hann hefði nánast ekki átt annað erindi
við þessa veröld en það sem veitir lifs-
fyllingu í vinnu og þjónustu við aðra,
jafnvel eftirlegukindurnar. Þau orð
voru uppgjör mikils skálds við líf og
dauða og i leitinni fundu þeir einmitt
sameiginlegt markmið, Benedikt í Að-
ventu og skáld sögunnar, Gunnar
Gunnarsson: „Það voru einmitt þessar
eftirlegukindur, sem hann var á hnot-
skóg eftir, kindur, sem mönnum hafði
sézt yfir i öllum þremur haustgöngum.
Þær skyldu ógjarnan krókna eða falla úr
hungri á fjöllum uppi, af þeirri ástæðu
einni, að enginn nennti eða þyrði að leita
þær uppi og koma þeim til byggða.“
Gunnar Gunnarsson þorði. Fyrir
bragðið skilur hann nú eftir sig ýmislegt
sem annars væri grafið í fönn.
Það var engin tilviljun að þeir tveir,
Gunnar Gunnarsson og Benedikt Sigur-
jónsson, áttu samleið í draumi og veru-
leika: báðir leitandi eftirlegukinda, ein-
farar, buðu ísveröldinni birginn; þessum
heimi sem á sér hvergi stað nema t
ímynd manns, en er honum ólíkt
nátengdari en sú áþreifanlega veröld
sem hvarvetna blasir við, en enginn get-
ur nálgazt; þessum öræfum, þessu
óþekkta takmarki sem víkur undan, en
er þó kyrrt „— og er hið endanlega".
„Og sé nokkuð til sem eitrað getur blóð-
ið, þá er það þetta: að finna aðeins
dauðar kindur, þegar lifandi er leitað.“
tJr fjarlægð sem er óendanleg eins og
hvít auðnin, þar sem við örkum án þess
að vita hvert af öðru, horfum við samt
sem áður upp á hvernig tíminn tannar í
sig þá sem næst okkur standa og hafa
kennt okkur mest, kennt okkur að lifa og
eru okkur hjartfólgnastir, jafnvel þá;
sjáum þá hverfa inn í alsnjóa auðn
dauðans — og eiga ekki afturkvæmt úr
hvítri reginauðninni.
Leitin var Fjalla-Bensa tilhlökkun og
eftirvænting. Þannig er listin eftir-
vænting skáldsins og án þess að finna
hana í blóðinu, breytist allt líf í logn-
mollu og tilgangsleysi. An hennar lifir
skáldið ekki af. Hún er aðventa allrar
sköpunar. „Því að hvað var líf hans,
hvað var lif mannsins á jörðinni, annað
en ófullnægjandi þjónusta, sem þó var
manni kær með þvi að vænta einhvers,
með eftirvæntingu, undirbúningi?" I
hríðum og byljum er einhver von um að
finna eftirlegukindurnar, ef þær hrekj-
ast á hæðir, þar sem harðast blæs.
Það á einnig við um sannleikann.
I Aðventu er aðeins lýst nokkrum orð-
um, hversu fyrirferðalítill Benedikt var
á fjallabænum, áður en hann lagði inn á
auðnina. Ekki alls fyrir löngu sagði ég
Gunnari Gunnarssyni frá því að ég hefði
heyrt merka konu af Fjöllum lýsa Fjalla-
Bensa af hlýhug og góðvild, það þótti
honum vænt um. Hann þakkaði sérstak-
lega fyrir þann áhuga sem lýsti sér í því
að vera að velta sögunni fyrir sér og
söguhetjunni: nú eru liðin um sextiu ár
frá því hún sá Benedikt koma að gömlu
skiiús,
Bannars
Buaaarssaaar
Grímsstöðum til Kristjáns bónda
Sigurðssonar. Það var i kringum 1910 og
þegar hann kom inn, stökk hundurinn
alltaf upp í rúmið til hans og lá ofan á
fótunum á honum, svo hændur var hann
að þessum vini sínum. Seinast mundi
hún eftir þvi að Bensi hafði farið með
tveimur mönnum úr Mývatnssveit og
þeir hreppt hrakviðri suður á öræfun-
um, annar þeirra a.m.k. þurfti að liggja í
Möðrudal til að ná sér eftir kal og kulda-
bólgur, en Bensa sakaði ekki, „hann var
ódrepandi“ sagði hún. Hann komst
óskaddaður til byggða. Og einnig sá eini
sem hafðist við í sæluhúsinu vestan
Jökulsár fyrir reimleikum.
Þegar hann kom fyrst að Grímsstöðum
sem heita Grímsdalur í sögunni, var
hann miðaldra maður og mesti sómakarl.
Hann hafði verið giftur, búið ásamt
bróður sínum á Grímsstöðum við
Mývatn, en undi hvorki við húshald né
hjónaband; var þó reglumaður hinn
mesti, afskiptalitill en viðkunnanlegur.
Hann hafði öræfin í hverri taug og „vissi
þær veðurspár duga einar í þessari leit,
sem maður ber í blóði sinu“.
Mörgum árum síðar þegar fyrrnefnd
kona fór með manni sinum að Fosshól,
fannst henni hún þekkja þar mann við
brúna og þó! Hvaða maður er þetta,
spurði hún, og henni var svarað,
„þekkirðu hann ekki, þetta er hann
Fjalla-Bensi okkar.“ Svo hrörlegur var
hann þá orðinn.
Hann var vinnumaður á Grimsstöðum,
stundaði heyskap á sumrin og skepnu-
höld á veturna; stóð yfir fé, og var
beitarhúsamaður í mörg ár. Hann átti
alltaf kindur sjálfur, eins og raunar seg-
ir einnig í sögunni, var mikill dýravinur,
það fundu skepnurnar fljótt. Hundarnir
gátu ekki við hann skilið. Skrámur hét
uppáhaldshundurinn hans í lífinu, en
Leó í sögunni.
Hann fór suður á öræfin þegar líða tók
að jólum og vetrarbyljir byrgðu útsýn til
fjalla. Hann hafði sérstakt uppáhald á
Herðubreiðarlindum og leit þær eins og
hvern annan sælureit, jafnvel þegar þær
lágu undir endalausri, hvítri snjóbreiðu
og hvönn og grös voru horfin himni og
jörð.
Heima á bænum var hann fálátur.
Einhverju sinni þegar kvartað var yfir
þvi að byrjað hafi verið að banka og
berja þegar setjast átti að, sagði hann
með jafnaðargeði öræfamannsins, „Ég
hef aldrei orðið fyrir neinu slíku ónæði.“
Dagfarsprúður og fáskiptinn á heimili.
Æðrulaus á öræfum. Oftast nær fór
hann einn með hund, kannski hest ef
færi var. Oftast þreyttur, jafnvel úr-
vinda, þegar heim kom, kvartaði þó
aldrei. Oft kom fyrir að hann teymdi
með sér eina skepnu, þegar hann kom úr
beitarhúsunum til að vera ekki einn, þá
valdi hann kind sem hann bar sérstakt
traust til.
Oftast kom hann heim fyrir jól og
stundaði beitarhúsin yfir hátiðir.
„Hann var þrekmikill meðalmaður á
vöxt, frekar fríður sýnum og viðkunnan-
legur í framkomu og samtali,“ sagði kon-
an.
Allt þetta sagði ég Gunnari Gunnars-
syni og það gladdi hann. Og svo einnig
það að Fjalla-Bensi talaði ævinlega um
öræfin af mikilli hlýju — og vildi hvergi
annarsstaðar vera. Hann hafði sama
dálæti á auðninni og samferðamennirnir
á honum.
Þegar ég hitti Gunnar Gunnarsson
siðast, það var í sjónvarpssal við um-
ræðurnar um Sakharov ósællar minning
ar, sagði hann allt í einu við mig, eins og
sigri hrósandi: „Tvö Bakkaflóð hafa orð-
ið á Eyrarbakka á þessari öld — og
annað er í Brimhendu."
Og svo brosti hann.
Þetta voru síðustu orðin sem hann
sagði við mig einan og persónulega, áður
en við kvöddumst í þessu lífi. Allt hitt
var talað til alþjóðar. Það var táknrænt
að síðustu kynni íslenzku þjóðarinnar af
Gunnari Gunnarssyni lýstu fyrirlitning
hans á mannúðarleysi og ófrelsi
heiminum, og eldhug hugsjónamanns
um persónufrelsi og lýðræði. Og hvern-
ig átti annað að vera, maður og
skáld þeirrar skapgerðar, sem er í ætt
við íslenzkt mannlíf allra tíma, og svo
landið sjálft?
Menn geta rifjað upp Bakkaflóðið á
Sjá næstu síðu