Morgunblaðið - 27.11.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NOVEMBER 1975
17
din er tekin í húsi Carls Nielsens tónskálds í
að sumri til.
Gunnarsson var fyrstur Norðurlandabua, er
tyrjöldina, þar sem honum var veitt sérstök
iminum.
Bunnarssonar og fjölskyldu hans. Til gamans
)úð á Gammel Kongavej í Frederiksberg, þar
ku höfðu fyrr búið, en þeir voru Holger
Idið er í fyrsta bilnum sínum, frú Franzisca
um það að hann er í þessu geysimarg-
brotna verki að segja þroskasögu sjálfs
sín. En að hinu leytinu er Fjallkirkjan
skáldsaga fyrst og fremst að þar er
hverju atriði hagrætt í samræmi við
kröfur verksins. Ferill Ugga Greipsson-
ar: frá því að staulast Iítill kútur heima á
Ófeigsstað til þess að vera rithöfundur í
Danmörku — er á hinn bóginn ævintýri
líkastur. Hvergi nýtur sín betur frásagn-
arlist höfundarins. Honum gefst slík
töfrasýn inn í mannlegt líf að ekkert
atriði sýnist undan bera. Þess vegna
skírskotar Fjallkirkjan til allra jafnt:
óþroskaðra unglinga á skólabekk sem
lærðustu og kröfuhörðustu ritskýrenda.
Og ekki munu breyttir lifnaðarhættir
rýra lífsannindagildi hennar. Með Fjall-
kirkjunni bættist íslenskum bókmennt-
um nýtt höfuðverk, skáldverk samið af
djúpri reynslu en jafnframt eftir hörð-
ustu listrænum kröfum samtímans.
Nú tók Gunnar Gunnarsson meðal
annars að heyja sér efni á víð og dreif úr
sögu þjóðarinnar. Svartfugl varð til, sú
skáldsaga Gunnars Gunnarssonar sem
flestir íslendingar hafa að öllum líkind-
um lesið eða kynnst með öðrum hætti.
Þar leitast höfundurinn við að kafa ofan
I myrkur mannssálarinnar — kannski
með óbeinni hliðsjón af uggvænlegum
horfum í veröldinni því sagan var samin
mitt á milli heimsstyrjalda, dæmin um
taumlausa áfergju, grimmd og heift voru
því nærtæk og því ekki að furða þó
skáldið leitaði til liðinna tíma eftir hlið-
stæðum dæmum — svo sem til saman-
burðar? Eða hvað var'það í mannlegu
eðli sem hratt af stað harmsögulegri
atburðarás eins og þeirri sem gerðist á
Sjöundá forðum? Og hver var ábyrgur?
Furðuleg var leit mannsins að gæfu
sinni. Allt í einu stóð hann frammi fyrir
þeim úrslitakostum að verða að ryðja
öðrum úr vegi til að hreppa hnossið
sjálfur! Þá gerast eindæmin — sem
málshátturinn segir að séu verst. Mikil-
fengleg erharmsagaþeirra, Bjarna og
Steinunnar. Svartfugl er einföld saga í
frásögn og aðgengileg til lestrar en eigi
að síður stórbrotin í einfaldleik sínum og
mun þvl ávallt teljast meðal mestu verka
sins höfundar.
Sé fleira nefnt i hinu mikla ritsafni
sem Gunnar Gunnarsson lætur eftir sig
mætti röðin gjarnan koma að Vikivaka.
Margir, sem mætur hafa á verkum hans,
nema staðar við þá bók með spurn á vör
en þar beitti hann sýnu djaflegastri
tækni við uppbygging skáldsögu en í
nokkurri annarri bóka sinna.
Hygg ég fáar bækur Gunnars Gunnars-
sonar sýni þó betur hugkvæmni hans
sem skáldsagnahöfundar. En vist mun
Vikivaka jafnan talin til sérkennileg-
ustu verka hans. Ég nefni líka Heiða-
harm sem hann skrifaði á íslensku eftir
að heim kom, eftirmæli hinna afskekktu
byggða á Norð-Austurlandi sem höfðu
mestan part lagst í eyði meðan höfund-
urinn dvaldist erlendis.
Ævi Gunnars Gunnarssonar mótaðist
af þeim háleitu hugsjónum sem menn
ólu í brjósti á morgni aldarinnar. Ungur
hvarf hann af landi brott en skildi eftir
tvær litlar bækur Móóurminning og Vor-
Ijóð. Sem hann hafði náð tindi fræðgar-
innar erlendis hvarf hann aftur heim og
gerðist bóndi á átthögunum. Hvort
tveggja Iýsti ræktarsemi hans við upp-
runa sinn. Hann færði út landmörk is-
lenskrar orðlistar bæði í eiginlegum og
óeiginlegum skilningi. En fyrsti og síð-
asti hvati að verkum hans var manngild-
ishugsjónin. Hann var því alla tíð mál-
svari hins frjálsa orðs; frelsi bókmennt-
anna var óskráð boðorð hans.
Erlendur Jónsson.
Þegar ég hóf störf hjá Almenna bóka
félaginu á öndverðu ári 1960 hafð.
Gunnar Gunnarsson beðizt undan endur-
kjöri þar sem hann taldi, að hvorki tími
hans né heilsa leyfði, að hann bætti á sig
þeim aukastörfum, sem formennska I
bókmenntaráði krafðist.
Kynni mín af Gunnari urðu því lítil í
upphafi, en á því varð brátt mikil breyt-
ing. Það kom í minn hlut að gera við
hann samning fyrir Almenna bóka-
félagið um útgáfu á skáldverkum hans I
átta stórum bindum.
Ekki var laust við, að ég kviði nokkuð
þessari samningsgerð þar sem þekking
mín á bókaútgáfu var ekki upp á marga
fiska, en ég vissi að Gunnar Gunnarsson
var þar öllum hnútum kunnugur og
örugglega vanur því erlendis, að hljóta
betri ritlaun en ég gæti boðið. En þessi
kvíði minn reyndist ástæðulaus, Raunar
fór Gunnar ekki i launkofa með, hvernig
hann óskaði samninginn orðaðan, en
hann benti mér líka á atriði, sem mér
höfðu yfirsézt og voru Almenna bóka-
félaginu óhagstæð.
Þannig var Gunnar Gunnarsson,
ákveðinn en réttsýnn. Rétt var rétt,
annað kom ekki til álita hver, sem í hlut
átti. Hann tók þvi ekki með þögninni að
á hans hlut væri gengið, en ábyrgðartil-
finning hans og afdráttarlaus heiðarleiki
var ofar öllu i heilsteyptri skaphöfn
hans. Eindæma reglusemi hans og sjálfs-
ögun var við brugðið.
Ég heimsótti þau oft, Gunnar Gunnars-
son og frú Francisku konu hans á
heimili þeirra á Dyngjuvegi 8, og naut
þar gestrisni þeirra og heimilishlýju. Oft
ræddum við Gunnar um viðskipti okkar,
þvi að útgáfa og sala skáldverka hans
hefur aukizt ár frá ári. En langoftast
ræddúm við um bókaútgáfu Almenna
bókafélagsins eða þá innlend og alþjóð-
leg stjórnmál. Hann fylgdist með af-
Gunnar Gunnarsson f vinnustofu
sinni á Friðarhólmi og fyrir aftan
hann líta eiginkona hans, Fran-
zisca, og sonur þeirra hjóna,
Gunnar, í bók.
Með
hámenningu
Evrópu að
leiðarljósi
Skarð það sem Gunnar Gunnarsson
skilur eftir sig verður seinfyllt. Ekki svo
að skilja að ég álíti að þjóðin eignist ekki
mikil skáldog rithöfunda hér eftirsem
hingað til, en mann eins og hann
eignumst við varla framar — svo kom
hann mér a.m.k. fyrir sjónir. Hann bar í
senn svip íslenzks bændahöfðingja af
gamla skólanum og var heimsborgari
með hámenningu Evrópu að leiðarljósi.
Hann gerði skilyrðislausar kröfur um-
fram allt til sjálfs sín og listar sinnar —
en einnig til annarra — um heiðarleik ög
sannleika og var um leið mildur og um-
burðarlyndur. Hann var strangari við
sjálfan sig um vinnu og vinnubrögð en
nokkur annar sem ég hef kynnzt, hik eða
frestun verkefna voru honum framandi
og óskiljanleg og í því efni var eins og
ekkert gæti aftrað honum, jafnvel ekki
líkamlegar þjáningar. Hann stóð í
sífelldri baráttu fyrir þvi sem hann áleit
rétt, lognmolla og hlutleysi voru honum
fjarri skapi. Hann var þakklátari en aðr-
ir menn ef honum fannst einhver gera
sér greiða, slíku virtist hann aldrei geta
gleymt.
Áfram gæti ég talið mörg fleiri ein-
Sjá náestu síðu
FRIÐARHÓLMUR. — Hús Gunnars Gunnarssonar, þar sem hann var
búsettur, uns hann flutti aftur til íslands.
Fáum mönnum á Almenna bóka-
félagið meira að þakka en Gunnari
Gunnarssyni skáldi. Hann var tvímæla-
laust einn helzti forgöngumaðurinn að
stofnun félagsins og réð mestu um val
útgáfubóka félagsins fyrstu árin meðan
hann gegndi formennsku i bókmennta-
ráði þess. Þannig markaði hann félaginu
þá stefnu, sem skilaði því farsællega yfir
erfiða byrjun og hefur æ síðan verið
höfð að leiðarljósi í stöðugt vaxandi
starfsemi félagsins.
Kveðja frá
Almenna bóka-
félaginu
brigðum vel með þeim málum fram til
síðasta dags.
Þótt Gunnar væri fastur fyrir í
skoðunum sat þó fróðleiksfýsn hans og
þrotlaus leit hans að sannleikanum ætið
í fyrirrúmi, og honum var lítt um þá
menn gefið sem töldu sig hafa höndlað
allan sannleikann og vita lausn á öllum
vanda.
Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt
Gunnar Gunnarsson hallmæla nokkrum
manni, en hann lét hins vegar einarðlega
og óhikað í ljós dóm sinn um skoðanir
manna og álit, en þó þvi aðeins, að hann
hefði heyrt þær skoðanir sjálfur eða séð
þær á prenti. Svo orðvar var hann,
heiðarlegur og sannur.
Það hefur verið Almenna bóka-
félaginu heilladrjúgt að eiga hann að
forgöngumanni.
Slíkt verður aldrei fullþakkað.
Baldvin Tryggvason.