Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 27.11.1975, Síða 32
<0 SILFUR- Í( )S SKEIFAN U U BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKIÐ SEM ALUtt ÞEKKJA alXa DAGA _____ FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975 _ Gunnar Thoroddsen á Alþingi í gær: Lúðvík vildi bjóða 54 þúsund fkm. veiðisvæði innan 50 mílna 80 þúsund tonn og engin takmörk á þorsk GUNNAR Thoroddsen félagsmálaráðherra upplýsti í umræðum á Alþingi í gær um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um samninga við V-Þjóðverja, að í marzmánuði 1974, hefði Lúðvík Jósepsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, ritað utanríkisráðuneytinu bréf, þar sem hann lagði til, að V-Þjóðverjum yrði gert eftirfarandi tilboð um veiðiheimildir innan 50 mflna fiskveiðimarkanna: Lúðvík vildi leyfa V- Þjóðverjum að veiða 80.000 tonn af fiski á tslandsmiðum. Lúðvfk setti engin tak- mörk á þorskveiðar V- Þjóðverja. Lúðvfk vildi bjóða V- Þá minnti Gunnar Thor- oddsen á í ræðu sinni, að Lúðvík Jósepsson og allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hefðu árið 1973 greitt atkvæði með 130.000 tonna árlegri veiðiheimild Breta, þar sem meginuppi- staðan eða um 80% hefði verið þorskur. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni, að sam- komulagsdrögin við V- Þjóðverja veittu tryggingu fyrir því, að V-Þjóðverjar mundu veiða minna magn af fiski en án slíkra samn- ingsákvæða. Nánari frá- sögn af ræðu Gunnars Thoroddsens er á bls. 19 í Morgunblaðinu í dag. HEILL A HUFI — Hér sést hvar slökkviliðsmenn bera Jónmund Einarsson, 73ja ára að aldri, út í sjúkrabifreiðina, en hann var hinn eini af 4 mönnum er voru í rishæð hússins að Óðinsgötu 4, sem bjargaðist úr eldsvoðanum þar í gærkvöldi. Segir nánar frá því á forsíðu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Gunnar Thoroddsen Þjóðverjum 54.000 ferkílómetra veiðisvæði innan 50 mflna mark- anna, en skv. samkomu- Iagsdrögum núverandi ríkisstjórnar er fyrir- hugað veiðisvæði V- Þjóðverja innan gömlu 50 mflna markanna 25.000 ferkílómetrar. Tókst að svíkja 4 milljón- ir út úr Landakotsspítala Falsaðir matvælareikningar greiddir út frá árinu 1973 I LJÚS hefur komið, að frá árinu 1973 hafa verið sviknar tæpiega fjórar milljónir króna út úr Landakotsspítala á þann hátt að senda spítalanum falsaða reikn- inga fyrir matvæli. Upp komst um svikin fyrir u.þ.b. þremur vikum þegar spítalanum barst reikningur uppáskrifaður af einni systranna, sem spftalann reka en hún hafði þá um nokkuð langan tfma dvalið erlendis og gat Gunnar Ólafsson, skipherra á Ægi: „Freigátan ruglaffist í ríminu og við klipptum á togvírana” „Við gerðum þrjár tilraunir til þess að klippa og það tókst í þeirri þriðju," sagði Gunnar Ólafsson, skipherra á varðskipinu Ægi, f við- tali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær. „£g held að freigátan hafi ruglazt á okkur og dráttarbát- unum, sem þarna voru og það ásamt þvf að við höfum hér gott skip og góða skips- höfn, gerði okkur þetta kleift." Blaöamaður Mbl. ræddi við Gunnar klukkan 12.15 f gær, Gunnar Olafsson, skipherra áÆgi HMwMMMn en þá var skipið statt við Langanes, skammt fyrir vestan mikinn þokubakka, sem brezku Jandhelgisbrjótarnir, freigátan Leopard og fjórir dráttarbátar földu sig í. Þoku- bakkinn var á fremur tak- mörkuðu svæði norður af Langanesi og þar voru 15 togarar að veiðum í þröngum hóp. Við spurðum Gunnar, hvar Leopard hefðist við. Hann svaraði: „Herskipið er úti i þokunni Frambald á bls. 20 ..... ■■■-I.iwm- því ekki hafa kvittað fyrir mót- töku matvælanna. Fyrrverandi starfsstúlka við spítalann hefur setið f gæzluvarðhaldi s.l. hálfan mánuð á meðan rannsókn hefur staðið yfir og hefur hún játað að hafa tekið við peningunum, en kveðst hafa gert það fyrir aðila sem hún segist ekki kunna að nefna. Það liggur ljóst fyrir, að reikningarnir voru merktir póst- hólfi sem reyndist vera á hennár vegum. Eins og að framan segir hafa þessi svik viðgengist frá árinu 1973. Þá fóru að berast til spítal- ans reikningar fyrir matvæli, aðallega kjötvörur og egg og voru þeir greiddir út þar sem á þeim var móttökukvittun einnar systr- anna sem við spítalann starfar, en hún vinnur í bakarfi spítalans. Bakarí og eldhús eru hlið við hlið í kjallara spftalans og kom það stundum fyrir að starfsfólk baka- rísins kvittaði fyrir móttökur mat- væla þegar enginn var við í eld- húsinu. Vakti það þvf engar grun- semdir þótt nafn systurinnar, sem vinnur í bakaríinu stæði á mat- vælareikningunum. Þessir fölsuðu reikningar hafa borizt nær mánaðarlega frá árinu 1973 og sá síðasti kom fyrir u.þ.b. þremur vikum. Samkvæmt honum. hafói umrædd systir kvittað fyrir móttöku matvæl- anna, en í þetta sinn gat það ekki staðist þar sem hún hafði dvalið erlendis um nokkuð langan tíma. Sakadómi Reykjavíkur var falin Framhald á bls. 21 Ungir ávís- anafalsarar TVEIR 13 ára piltar voru gripnir um sfðustu helgi við ávfsanafals. Þótt ungir væru að árum og réttritun ekki þeirra sterkasta hlið eftir ávfs- ununum að dæma, runnu ávfs- anir þeirra út eins og heitar lummur í fyrirtækjum í borg- inni. Tókst þeim að svíkja út 25 þúsund krónur á fimm ávísanablöðum sem þeir höfðu stolið. Höfðu þeir venjulega þann háttinn á að kaupa ein- hvern hlut á u.þ.b. 500 krónur, borga með 5000 króna ávísun, fá 4500 krónur til baka og henda sfðan hlutnum, sem i einu tilfelli var aðventukrans sem þeir keypt'u í blómabúð i borginni. Að sögn lögreglunnar er það allt of algengt að starfsfólk fyrirtækja taki við ávísunum sem augsýnilega er stórlega bogið við, t.d. nafn framselj- anda ekki einu sinni rétt skrifað. *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.