Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 05.12.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 Martin Hunger ásamt kór og nokkrum hljómsveitarmönnum ð æfingu f Hðteigskirkju. Ljðsmynd Mbl. ÓI.K.M. Tónleikar í Háteigskirkju: Glæsileg verkefna- skrá á sunnudag Einsöngvarar, kór og hljómsveit undir stjórn Martin Hunger sprang Eftír Arna Johnsen Martin Hunger Friðriksson. SUNNUDAGINN 7. des. 1975 kl. 17 (5 e.h.) verða haldnir tónleikar í Háteigskirkju. Kór kirkjunnar hafði ákveðið að efna til tónleika vegna 10 ára afmælis kirkjunnar nú i desem- ber. Valdi stjórnandinn Mart- einn Hunger Friðriksson þá tónlist, sem hefur þann glæsi- brag og fegurð sem tilheyrir slíku tilefni. Kantata nr. 172 „Ersehallet ihr Lieder" eftir J.S. Bach er sérstaklega fallegt og skemmtilegt verk, sem líkist í mörgu stærstu verkum Bachs, ekki sízt vegna hlutverks trompeta og páka. Fjórir okkar beztu einsöngvara, þau Margrét Bóasdóttir, Rut Magnússon, Garðar Cortes og Halldór Vil- helmsson auk kirkjukórsins, sem var stækkaður fyrir þetta tækifæri og 22 hljómlistarmenn úr Sinfóníuhljómsveitinni koma þar fram. Kórinn syngur einnig tvær motettur: „Vegsamið Drottin" eftir Heinrich Schútz og „Gjör dyrnar breiðar“ eftir Johannes Brahms. Ung söngkona, Mar- grét Bóasdóttir, sem útskrifað- ist i söngnámi úr tónlistarskóla Kópavogs í vor syngur nýstár- legt verk: Magnificat" eða lofsöngur Mar- íu eftir Willy Burkhard, sviss^ neskt tónskáld frá 20. öld. 16 strengjahljóðfæraleikarar leika með í því verki. Hörður Áskelsson leikur á orgel jólaforleiki eftir J.S.Bach í upphafi tónleikanna. Sálarfræði II eftir Sigur- jón Björnsson komin út Árið 1973 gaf bókaútgáfan Hlaðbúð út fyrsta hefti kennslubókar I sálar- fræði. Sálarf ræði I eftir Sigurjón Björnsson prófessor Nú er komið út annað hefti þessarar bókar, Sálarfræði II einnig ritað af Sigurjóni Björnssyni Fjallar þessi bók um þróunar- og þroskaferil mannsins. Bókin hefst á kafla um mismunandi viðhorf til þróun- ar og eru þar reyfaðar kenningar Freuds, Jean Piagets, Erik H Eriksons og námskenningar Þá er fjallað ýtar- lega um hina ýmsu áfanga mannsæv- inrtar. fósturskeið, bernsku, unglings- ár, fullorðinsár og elli. Loks eru tveir kaflar um málþróun barna og þróun siðgæðisvitundar í bókinní er mikill fjöldi mynda og linurita efninu til skýr- ingar og i bókarlok er ýtarleg heimilda- skrá Efni þessarar bókar átti upphaflega að vera fyrsti kafli af fjórum í þessu hefti en þar sem mikil þörf reyndist vera fyrir ýtarlega umfjöllun þessa efnis á ýmsum námsleiðum var ákveðið að hafa kaflann mun lengri en fyrr var ráðgert og gefa hann út sem sérstakt hefti RIKIS- ÚTVARPIÐ Heyrt og séð 'í fjrri vil Dómþing, fimmti og síðasti þáttur Eyju í haf- inu, var fluttur fyrra sunnudag. Yfir þrjátíu leikarar komu fram í verkinu og á fimmta tug manna lagði hönd á plóginn, ef allt er talið. Ég vona að ekki verði misvirt við mig þótt ég noti hér tækifærið til að þakka leikstjóranum Þor- steini Gunnarssyni, öllum leikurunum, tækni- mönnunum Guðlaugi Guðjónssyni og Friðriki Stefánssyni, Guðmundi Jónssyni og Klemenzi Jónssyni fyrir einstaklega uppörvandi og snurðulaust samstarf. Dómþingið var að mínu viti tæknilegt afrek sem leikstjóri og tækni- rnenn eiga öðrum fremur þakkir skildar fyrir. Texti höfundar verður i fjölmiðli vænglaus fugl, ef listamannshendur taka ekki við honum þar. Þeir eru býsna margir afburðamennirnir í ekki stærra þjóðfélagi. Um kvöldið var Silfurbrúðkaup Jónasar Guðmundssonar á skjánum. Það var stutt og laggott og snjallt það sem það náði, frumraun sem heppnaðist. Höfundum sjónvarDsleikrita er mikill vandi á höndum. Fjárhagur sjónvarpsins sníður um- fangi verk- anna og per- sónufjölda afar þröngan stakk og Jón- as smeygði sér fimlega í hann, enda stökkum van- ur, sjómaður- inn. Að öðr- um kosti lægi verkið enn í skúffunni hans, engum til gangs nema þeim sem bregð- ast við ritverkum sem persónulegri móðg- un, þótt þeir hafi atvinnu af að fjalla um þau, svo mótsagnakennt sem það nú er. Hnittni Jónasar í samlíkingum brást ekki fremur en fyrri daginn, þótt þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Ég á við þessa yfirlýsingu ekkjunnar: Eini munurinn á mér og konu í gröfinni er sá að ég hef síma. Að ógleymdri samlíkingunni við gervikökuna bakarans, þá sem danskir bakarar eru natnir við að dusta rykið af i gluggum sínum. Og úr því að Jónasi, sjóböðli, kaptuga, listmálara, blaðamanni og rithöfundi, tókst svona laglega að koma fæti milli stafs og hurðar hjá sjónvarpinu væntir maður þess að f næstu leikritum fjalli hann um mennina á hafinu. Mönnum sem eru persónulegir I skrifum sinum fyrirgefst ýmislegt. Hinir, sem ekki eru það, þeir eru — ekki neitt; bara lap, skuggar á þili, vofur. Léleg eftirlíking. Bryndís Pétursdóttir og Sigríður Hagalín fóru forkunnarvel með hlut- verk sín undir hnökralausri leikstjórn Péturs Einarssonar. Leikmynd Gunnars Baldurssonar var umgerð við hæfi efnisins, en galli var á lýsingu í upphafi verksins. Það er fagnaðarefni að Bryndís Pétursdóttir skuli vera komin aftur á fjalirnar og það var ekki að sjá að Ieikhæfni hennar hefði beðið minnsta hnekk við fjarvist- irnar. Sjónvarpið gerir um þessar mundir stórt átak til að efla innlenda sjónvarpsleikritun, þótt deila megi um hvort rétt sé að dreifa fjármagn- inu á mörg ódýr verk í stað þess að gera færri og viðameiri. En hvað um það, átakið er virðingar- vert og af þessu tilefni hefur stofnunin brotið upp á þvf nýmæli að hafa forsýningar í sjón- varpssal á þessum verkum, að viðstöddum for- stöðumönnum sjónvarpsins, höfundi, leikstjóra og leikurum, auk boðsgesta úr hópi blaðamanna, þannig að blöðunum gefist tækifæri að vekja sérstaka athygli á innlendu verkunum, og því skýtur það skökku við að blöðin skuli ekki undantekningarlaust þekkjast boðin. Þjóðlegt er það ekki. Galileo Galilei var efniviður Vegferðar mann- kynsins í vikunni. Galileo ofmat mennina. Hann tók mið af sjálfum sér. Það hefur oft hent stórmenni, þó ekki Friðrik mikla sem lét sér þykja þvf vænna um hundinn sinn sem hann kynntist mönnunum betur. Við vitum hverja hann umgekkst, smjaðrara, hræsnara og frama- gosa. Þeir stóðust ekki samanburð við hundinn. Galileo beið með að láta kenningar sínar út ganga á þrykk uns í páfastól settist menntaður maður og listunnandi, einkum tónlistarunnandi, Urban páfi. En hann hefur ekki fyrr hlammað sér í stólinn en það sama hendir hann og marga ágætismenn: valdið brenglar sýn hans á mann- lífið. Hann gengur svo af göflunum að hann lætur kerfisbundið, tónlistarunnandinn fyrrver- andi, drepa alla söngfugla í görðum Vatikansins af þvf að þeir raska æruverðugum þönkum hans um guðdóminn. Vísindamaðurinn sem leiðir myndaflokkinn gerði þvf skóna að ein orsökin fyrir því að páfi lét Galileo kyngja kenningum sínum um snúning jarðar um sólu frammi fyrir Rannsóknarréttinum hafi verið sú að páfi hafi þóst kenna sjálfan sig í tilsvörum einfeldnings í riti Galileos. Sú tilgáta fær tæpast staðist. Kenn- ingar Galileos skóku hvorki meira né minna en sjálfan hornstein páfaveldisins. Það kom ekki nógu skýrt fram hjá leiðsögumanninum. Kenn- ingar Galileos fólu í sér að jörðin væri ekki miðja alheimsins, heldur einn af óteljandi hala- kleppum í óteljandi sólkerfum. Þar með var jörðin ekki lengur brennidepill guðdómsins og vald umboðsmanna almættisins, páfa og preláta, þvf snöggtum minna. Stöðulækkunin jafngilti því að hrapa úr konungssæti niður f stól hreppstjóra á útkjálka, og þaðan liggur tæpast bein símalfna til hásætis himnanna. Þess vegna mátti einu gilda hvað væri rétt og hvað rangt. Valdi var ógnað. Gáfaðir menn í veröldinni hafa löngum mátt glíma við þann marghöfða þurs sem heitir valdaníðsla og er þeirrar náttúru að ekki er fyrr búið að sníða einn haus frá bolnum en annar vex í hans stað. En það tekur tíma, og það eru griðin sem mönnunum eru gefin, svig- rúmið til að leika á myrkravöldin, tækifærið til að þoka sér um eina hársbreidd í áttina til ljóssins. Þessi ófreskja er eilíf eins og djöf- ullinn, enda skilgetið afkvæmi hans. Hún lifir góðu lífi í skriffinnskubákni ríkisvalds, bæjar- og sveitarstjórna, hún er í öllum stofnunum og félögum, og sumum nefndum, einkum þeim sem fjalla um málefni rithöfunda. Hver sá sem þorir að blóðmarka hana innir af höndum þjóðþrifa- verk. En það er huggun harmi í að snilligáfa verður aldrei hamin til lengdar, þótt hægt sé að taka fartina af henni og deyða líkamann sem hýsti hana. Hún kemur alltaf aftur, galvösk og frjáls. Kastljósið að þessu sinni féll á landhelgis- málið og var að vonum heitt I kolunum. Svala Thorlacius stjórnaði þessum erfiða þætti. Ég hef oft undrast hve þétt lund býr í kurteisum þokka hennar. Gunnar Thoroddsen var ekkert lamb að leika sér við að þessu sinni, valdsmaður af gamla skólanum. Einar stóð til hlés í kuggi. Lúðvík tíndi úr sínum poka og var einhvern veginn utanveltu, en Pétur Guðjónsson og Helgi Jónsson sýndu talsverð tilþrif f sóknarlotum sínum að ráðherrunum, einkum Pétur. En það er ólfku saman að jafna, afli okkar og afli Kanada til að verja landhelgi, Kanada með herskipaflota, við með nokkra varðkugga. Því fer fjarri að ég kunni npgu góð skil á vanda landhelgisgæslu og sjávarútvegs. En ég þykist bera nokkurt skynbragð á pólitíska her- tækni. Tímabundin ofveiði gegn óbeinni viður- kenningu á fjórföldun landhelginnar og mögu- leikum á eflingu fiskstofnanna með friðunarað- gerðum að' nokkrum tíma liðnum, er væntanlega skárri kostur en bótalaus og stjórnlaus rányrkja, úr því að við höfum ekki bolmagn til að stríða samtímis við Þjóðverja og Breta. Innrás herskip- anna er viðleitni bresku stjórnarinnar til að friða atkvæði sín f fiskiðnaðinum miklu fremur en að ákvörðunin sé fjandskaparlegs eðlis. Her- skipin eru okkur happ. Það er ekki hægt að veiða að neinu gagni undir herskipavernd, og aflsmunur er slikur að við eigum vísa samúð heimsins enn einu sinni, auk þess sem herskipa- bröltið gerir sættir í málinu svo brýnar — fyrir Breta fyrst og fremst — að stórpólitískar leiðir sem liggja um Nato opnast miklu fyrr en ella hefði orðið — til lausnar vandanum. Menn krefjast meiri hörku gegn erlendu landhelgis- brjótunum. Hafa menn hugsað þá hugsun til enda hverjar afleiðingar það kynni að hafa ef íslensku varðskipi yrði það á að drepa nokkra óvopnaða breska sjómenn? Hafi menn ekki vitað, það fyrir að íslenska þjóðfélagið er holgrafið af drykkjuskap, þá vita menn það eftir að hafa heyrt upplýsingar i seinni hluta Kastljóss f umsjá Árna Johnsen. Hálf höfðatala þjóðarinnar hefur á síðustu þrettán árum gist fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar, hundrað þúsund gistinætur. Það er hreinn óþarfi að fletta upp í metaskrá Guinn- ess. Þetta er áreiðanlega heimsmet. Þetta er einhver bilun f þjóðinni og hlýtur að eiga sér samfélagslegar orsakir. Það getur ekki verið að þjóðinni þyki brennivínið sem slíkt svona gott. Islendingar eru farnir að nota áfengi sem deyfi- lyf við óheyrilegu vinnuálagi. Og spennan sem myndast á heimilum þar sem húsagi og almenni- leg umönnun barna og unglinga er úr sögunni vegna fjarvista foreldra við tekjuöflun, kyndir undir. Stjórnleysið, togstreitan um verkaskipt- inguna á heimilinu. Þúsundir heimila eru sál- rænn vígvöllur nema rétt yfir blánóttina, allt er á floti: matartímar, þjónustubrögð, tiltektir og þrif. Sjónvarpið drynur og útvarpstækið öskrar, að ógleymdum hljómburðartækjunum sem skekja heil hús á grunni, og svo byrja foreldr- Framhald á bls. 31. Jónas Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.