Morgunblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 15 Röndéttir Rullukraga bolir 48 v«i V LAUGAVEGUR r\ TAA ®-21599 BANKASTRÆTI V 14275 iA „Dísa frænka” — eftír Stefán Jónsson Hugþekk barna- og unglinga- bók, Dísa frænka, sem er 8. bókin í ritsafni barna og unglingabóka, er Isafoldarprentsmiðja gefur út, er nú komin í bókabúðir. Dísa frænka kom fyrst út árið 1952 og er þetta önnur prentun bókarinn- ar. I henni eru fjórar sögur: Dísa frænka, Inga Dóra, Snorri og Feðgarnir á Völlum. Um þær kemst höfundur svo að orði í inn- gangi: „Sögur þessar eru frá minni hendi skrifaðar fyrir börn og unglinga, — og svo auðvitað alla þá, sem vilja gera mér þann greiða að lesa þær. Hér er ekki um smábarnabók að ræða. Sumir kunna að álfta lengstu söguna naumast við barna hæfi. Ég vona hið gagnstæða. Eg held, að það sé áreiðanlega skaðlegt, að barna- og unglingasögur séu nær eingöngu barnaskapur." Komið er út annað bindi bókar- innar Hundrað Hafnfirðingar eftir Magnús Jónsson, kennara. Fyrra bindi bókarinnar kom út fyrir jólin 1973 og í því sem þessu bindi eru birtar myndir af hundrað Hafnfirðingum sem nú eru látnir. Allir voru þeir kunnir borgarar á sínum tíma og settu svip á bæjarlífið, hver á sinn hátt. Vísa fylgir hverju nafni og hefur Magnús ort þær flestar. Þar dreg- ur Magnús fram ýmislegt sem auðkenndi hvern og einn, at- vinnu, uppruna eða annað sem hafa mátti til marks um manninn. Gunnar Rúnar hefur tekið allar myndir í báðum bókunum og getur höfundur þess i formála annars bindis, að farið sé að sneyðast um myndir af þeim sem látnir eru og því litlar lfkur til að hér verði framhald á. Bókin verður til sölu í Hafnar- firði i Bókabúð Böðvars, Bókabúð Olivers Steins og hjá höfundi. Hundrað Hafnfirðingar — annað bindi Aðalfundur æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar í Hveragerði HAUSTRÁÐSTEFNA æskulýðs- nefndar þjóðkirkjunnar var hald- in sl. laugardag í kapellu NFL í Hveragerði. Ráðstefnuna setti séra Ingólfur Guðmundsson. Lagðir voru fram reikningar og HUNDRAÐ HAFNFIRÐINGAR innfæddir og aðfluttir II. skýrsla æskulýðsfulltrúa. Þá voru flutt erindi um „hlutverk safnað- arins í æskulýðsstarfi“. Fram- sögumenn voru séra Guðjón Guð- jónsson, æskulýðsfulltrúi, frú Ingibjörg Þorvaldsdóttir og séra Valgeir Astráðsson. Urðu um þetta miklar og fjörugar um- ræður. Síðdegis var flutt messa með altarisgöngu í kapellu NFL. Var messan vel sótt. Sóknarprest- urinn séra Tómas Guðmundsson messaði en orgelleikari var æsku- lýðsfulltrúinn, séra Guðjón Guð- jónsson. Eftir messu höfðu prest- hjónin þau Anna Sveinbjörns- dóttir og séra Tómas Guðmunds- son boð inni fyrir ráðstefnugesti. — Georg. C ; Mti.vi s |f>Nss()N WESTERN SKYRTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.