Morgunblaðið - 05.12.1975, Page 22

Morgunblaðið - 05.12.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 Hörkuárekstur á Oxnadalsheiði Akureyri, 4. des. HÖRKUÁREKSTUR varð um klukkan 15 f dag skammt vestan við Giljareit á Öxnadalsheiði þar sem tveir fólksbflar, annar frá Akureyri og hinn úr Skagafirði skullu saman af miklu afli. Tveir farþegar voru f hvorum bfl auk ökumanna og meiddist allt fólkið meira og minna, nema ökumaður A-bflsins. Ekki er þó talið að neinn hafi verið lífshættulega slasaður. Fimm manns voru fluttir f sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið, sumir illa skornir f andliti. aðrir með brotnar tennur og talið er að ein kona hafi verið fótbrotin. Slysið varð á hæð á veginum og bílarnir eru báðir mikið dældaðir að framan og K-bíllinn hrökk alveg út af veginum. Báðir eru bílarnir stórskemmdir og óöku- færir. Slysið var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri um síma í Sesseljubúð á Öxnadalsheiði. Þetta atvik sýnir, hve þarflegt er Alvarlegt slysí gærkvöldi ALVARLEGT slys varð á mótum Laugavegar og Höfðatúns skömmu eftir klukkan 23 í gærkvöldi. Tveir fólksbílar, af Moskwitch og Mini-gerð rákust harkalega saman. Tveir sjúkrabilar voru kallaðir á staðinn og fernt var flutt á slysa- deild. Lögreglan hafði ekki fengið nánari fregnir af slysinu þegar blaðið fór í prentun en taldi slysið alvarlegt. — Lestarrán Framhald af bls. 1 Lögregluþjónar og hermenn einangruðu ráðhúsið í Beilen skyndilega í kvöld þegar af því fréttist að mikill fjöldi Molucca- eyinga væri á leið til bæjarins í bílum. Um 200 blaðamenn hafast við í ráðhúsinu og fékk enginn þeirra að yfirgefa það í gær- kvöldi. Börnin fimm, sem sleppt var úr ræðismannsskrifstofunni i Amst- erdam, voru ákaflega miður sín og skjálfandi af ótta- Lögreglan álítur að ekki færri en 20 gíslum sé haldið í skrifstofunni og að þeir geti jafnvel verið uppundir 50, þar á meðal eru fimm ung börn. Alitið er að hér sé einnig um Moluccaeyinga að ræða, sem berjast fyrir sjálfstaéði eyjanna. Lögreglan segir að ræðismaður- inn, Bustanul Arifin, og vararæð- ismaðurinn, Mohamed Hassa Wirastrra, hafi slasast þegar þeir flúðu út um glugga. Einn starfs- maður skrifstofunnar var skotinn í magann þegar skrifstofan var tekin. Lögreglan neitar að ræða nokkrar kröfur mannræningj- anna í ræðismannsskrifstofunni fyrr en þeir hafi sleppt öllum börnum. Byggingin þar sem skrifstofan er til húsa hefur verið flóðlýst frá öllum hliðum og nánasta um- hverfi lokað af. . Joop den Uyl sagði i kvöld að stjórnin neyddist líklega til að grípa til ofbeldis til að binda endi á ástandið á báðum stöðum. „En við erum að reyna að finna lausn án ofbeldis,“ sagði hann. að hafa þar sæluhús og simatæki, því langt er til byggða bæði til Eyjafjarðar og Skagafjarðar. — Sv. P. — Air Viking Framhald af bls. 40 sem sagt hér með að hafa nokkurn hlut eftir mér.“ Blað- manni Mbl. tókst ekki að ná sam- bandi við hinn bankastjóra Alþýðubankans, Óskar Hallgrfmsson. I Morgunblaðinu í gær skýrði bankastjóri Samvinnubankans, Kristleifur Jónsson, frá þvi, að ekkert launungarmál væri, að Samvinnubankinn hefði gengið í ábyrgð fyrir h^lming af kaup- verðinu, þegar Air Viking keypti flugvélarnar tvær, en það var greitt með erlendu láni, eins og komið hefur fram. Kristleifur skýrði Morgunblaðinu ennfremur frá þvi, að Samvínnubankinn hefði tekið veð í flugvélum Air Viking vegna ábyrgð§r sinnar og væri kunnugt um ásigkomulag þotanna. t tilefni af þessum ummælum hefur Mbl. aflað sér upplýsinga um væntanlega klössun á vélun- um. Önnur þota Air Viking hefur staðið á Keflavíkurflugvelli allt frá því í vor og hefur ekki loft- ferðaskírteini þar eð flugtími hennar er útrunninn og hún verður því að fara i klössun. Að sögn Grétars Öskarssonar verk- fræðings flugmálastjóra mun hin flugvél Air Viking aðeins eiga eftir nokkra tugi flugtíma. Þá spurði Morgunblaðið Grétar að því hvað hann teldi að klössun, eins og þessar vélar þyrftu að fara í, myndi kosta. Kvað hann það geta verið nokkuð mismunandi — allt eftir því hversu athugun á vélinni leiddi í Ijós að mikillar endurnýjunar væri þörf en taldi þó að klössun einnar slíkrar vélar væri að stærðargráðunni 200 þúsund til 300 þúsund dollarar eða milli 30—50 milljónir króna. Kaupverð beggja véla Air Viking var á sínum tíma 550 þúsund doli- arar eða um 93 milljónir króna svo að klössun beggja vélanna nú myndi nema sem næst kaupverði þeirra á sínum tíma. Vegna orðróms um verulega skuld Air Viking við Olíufélagið hf. vegna eldsneytiskaupa sneri Morgunblaðið sér til Vilhjálms Jónssonar forstjóra Olíufélagsins og spurði frétta af þessu atriði. Hann svaraði því til, að það væri ekki vani fyrirtækis hans að gefa upp tölulegar upplýsingar um stöðu viðskiptafyrirtækja gagnvart því, en kvaðst þó geta upplýst, að þetta tiltekna flug- félag skuldaði um 2ja mánaða úttekt hjá Olíufélaginu. Hann var hins vegar ófáanlegur til að gefa nokkuð upp um fjárhæðina eins og áður segir. Þá hefur Morgunblaðið aflað sér upplýsinga um það, að vegna langlánatökuáforma Air Viking erlendis, sem blaðið skýrði frá í gær, hafi verið ráðgert að lán- takan yrði á vegum Utvegs- bankans sem gjaldeyrisbanka, en með Samvinnubankann og Alþýðubankann sem hina raun- verulegu ábyrgðabanka hér innanlands. Staðfesti Björgvin Guðmundsson, formaður gjald- eyrisnefndar þetta í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Borgarstjórn Framhald af bls. 40 • Þrátt fyrir mikla hækkun verðbólgu á árinu 1975 hefur tekizt að halda þannig á fjár- málum borgarinnar, að fjár- hagsleg afkoma borgarsjóðs mun ekki versna á árinu, ef innheimta álagðra gjalda nær 77% sem er 1% lakara en á sl. ári. Sagði borgarstjóri, að þetta hefði tekizt með aðhaldi í rekstri og með því að setja nýjar framkvæmdir ekki af stað nema nokkurn veginn væri tryggt, að fjármagn væn fyrir hendi. • Áætluð útgjöld borgarsjóðs til byggingarframkvæmda hækka um 33,5% • í gatnagerðarframkvæmdum verður mikil áherzla lögð á ný byggingarsvæði, þ.e. íbúðar- byggingar og iðnaðar- og verzlunarbyggð. Þegar hætta er á atvinnuleysi, sagði borgar- stjóri, eru slikar framkvæmdir mjög mikilvægar því að þær skapa atvinnu í byggingar- iðnaði. • Áherzla verður lögð á áfram- hald skólabygginga, byggingu stofnana í þágu aldraðra, heil- brigðisstofnanir, fram- kvæmdir vegna umhverfis og útivistar og dagvistunarstofn- anir. % Borgarstjóri vakti athygli á því að ýmsar framkvæmdir borgarinnar eru háðar fram- lögum frá rikissjóði svo sem á sviði skólabygginga, íþrótta- mannvirkja heilbrigðisstofn- ana og dagvistunarstofnana. Kvaðst Birgir Isl. Gunnarsson hafa ritað fjárveitinganefnd Alþingis bréf um þessi mál og hafa átt fund með fjárveiíinga- nefnd í gærmorgun til þess að skýra fjárþörf borgarsjóðs á þessum sviðum. Borgarstjóri sagði að framkvæmdageta borgarinnar og nýting þeirra fjármuna sem í þessari áætlun eru ætlaðir til framkvæmda, mundu að sjálfsögðu fara eftir því hvað endanlega yrði sam- þykkt á Alþingi um fjárveit- ingar úr ríkissjóði til borgar- innar. Nánar verður skýrt frá ræðu borgarstjóra um fjárhagsáætlun borgarinnar síðar. — Spánn Framhald af bls. 19 verði í baktjaldaviðræðum í næstu viku hve lengi Navarro sem óskaði eftir að hætta sökum þreytu heldur áfram sem forsæt- isráðherra. Breyttar kosningareglur f ríkis- ráðinu gerðu það að verkum að erfiðara varð fyrir konung að koma frjálslyndum manni í stól forsætisráðherra. — Heimsókn Framhald af bls. 1 leiðtogarnir báðir að Bandaríkin og Kfna ættu margt sameiginlegt þó að ágreiningur væri um sumt. Ford ræddi samtals í 7 klukku- stundir við nefnd Kínverja en for- ystu fyrir henni hafði Peng, sem er þriðji æðsti leiðtogi Kína og næstum 2 klukkustundir við Mao Tse-tung formann. Utanríkisráðherra Banda- rikjanna Henry Kissinger, sagði blaðamönnum síðar að Banda- ríkjamennirnir væru ánægðir með ferðina. „Við eyddum litlum tíma í slökun spennu milli Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna“, sem er mesta ágreiningsmálið í sam- skiptum Bandaríkjanna og Kína. Sagði Kissinger að mikið hefði verið rætt um málefni Evrópu og annarra heimshluta, en að detente hefði ekki verið neitt aðalatriði í viðræðunum. Þá sagði hann að rætt hefði verið um 'Angóla, sem ylli Kínverjum miklum áhyggjum, Kóreu og Taiwan. Stjórnirnar tvær greinir á um Kóreu en Kissinger sagði að hann vonaði að báðir aðilar héldu aftur af sér. Hann sagði að Kínverjar hefðu gert tilslakanir varðandi Taiwan, en það er það atriði sem mest stendur í vegi fyrir þvf að löndin geti tekið upp stjórnmálasamband sín á milli. Ekki var gerð nein tímaáætlun um hvenær stjórnmálasamband þjóðanna gæti verið komið í eðli- legt horf en fullt stjórnmálasam- band hefur í för með sér að Bandaríkin verða að slíta stjórn- málasambandi við Taiwan. Þegar Kissinger var spurður um af hverju sameiginleg yfirlýs- ing hefði ekki verið gefin út eftir heimsóknina svaraði hann því til að í rauninni hefði engu verið við yfirlýsingu þá að bæta sem út var gefin eftir heimsókn Nixons til Peking 1972. — Alveg ótrúleg Framhald af bls. 40 Gestur að nafni, og Gunnbjörn voru á neðri hæð. Eldurinn reyndist ótrúlega magnaður. Stökk Gestur þá út að Hjalla- túni til að láta hringja á hjálp, en Gunnbjörn hljóp upp stigann til að vekja Guðnýju og Ingibjörgu. Svo magnaður var eldurinn að stiginn féll rétt eftir að Gunnbjörn var kominn upp, og varð hann því að brjóta glugga og koma konunni og börnunum þar út en við þá skárust þau og brenndust, þvf eldurinn var komin fast að þeim. Niðurkoman var mjög slæm þar sem jörðin var gadd- freðin. „Þetta gekk svo snöggt yfir,“ sagði Guðný „að maður varð ekki hræddur fyrr en eftirá. En það er alveg ótrúleg lífsreynsla að lenda í svona bruna og finna fyrst eftirá hve stutt er milli lífs og dauða." I brunanum brann íbúðar- húsið til kaldra kola nema bflskúrinn sem stóð og bíll þeirra skemmdist ekki, en að öðru leyti misstu þau allt sitt innbú fatnað og hvaðeina sem í húsinu var. Eftir þetta mikla áfall er fjárhagsástand fjölskyldunnar í Norðurbotni afar slæmt og er hafin fjársöfn- un á Tálknafirði og á Patreks- firði til hjálpar þeim. Tekur prófasturinn sr. Þórarinn Þór á móti framlögum þeim til handa. —Páll. MORGUNBLAÐIÐ hefur orðið við þeirri ósk sr. Þórarins Þórs, að taka á móti fjárframlögum f Reykjavík, og verður þeim veitt móttaka á skrifstofu hlaðsins, Aðalstræti 6. — BBC- fréttamaðurinn Framhald af bls. 3 bannað að koma til landsins, sem ætlaði að framkvæma starfsskyldur sínar sem frétta- maður brezka útvarpsins. Þetta var starf mitt. Ég gerði mig fyllilega skiljanlegan við yfir- völd á staðnum í sérstakri skýrslu, sem ég ritaði, en þrátt fyrir hana var ákvörðun ráðu- neytisins óhagganleg — að ég skyldi aftur sendur sömu leið og ég kom — þ.e. um borð í aðstoðarskipið Miröndu." Morgunblaðið spurði brezka fréttamanninn næst að því, hvers vegna hann hefði ekki haft samband við útlendinga- eftirlitið í Neskaupstað. Hann sagði: „Ég fór ekki í land með leynd. Á bryggjunni voru engir einkennisklæddir menn frá útlendingaeftirliti eða lögreglu. Mér skilst þó að einn þeirra manna, sem ég hitti hafi verið frá útlendingaeffirlitinu, eða maður úr vegabréfaeftirliti. Enginn bað um að fá að sjá skilríki mfn og mér var fylgt til umboðsmanns brezkra togara á staðnum til þess að komast til Reykjavíkur. Enginn, sem ræddi við mig, bað um skilríki og mér skildist að öll formleg afgreiðsla slíkra hluta myndi framkvæmd, er til Reykjavíkur kæmi.“ Archie McPhee sagðist halda áfram störfum um borð í Lloydsman sem fréttamaður og ég starfa eingöngu sem slíkur og er ekki á neinn hátt viðrið- inn aðgerðir Breta hér í þessu þorskastríði. Hve lengi ég þarf að vera hér á miðunum, fer eftir þvf, hvað ritstjórar mínir hjá BBC ætlast fyrir og ég get ekki vitað, hvað þeir ætlast fyrir. I Lloydsman hef ég betri vinnuaðstöðu, er um borð í Miröndu og því er ég þar nú. Eg mun verða hér um einhvern tíma.“ Að lokum sagði McPhee að brezki togaraflotinn héldi áfram veiðum og hann sagðist búast við því að svo myndi hann gera áfram undir vernd brezkra herskipa. Vissulega myndu varðskipin halda áfram að áreita togarana, en hann taldi ólíklegt að það myndi breyta nokkru um afstöðu brezkra togaraskipstjóra og brezks fiskiðnaðar. — Sprettur Framhald af bls. 3 og Garðar Cortes syngja sitt hvort lagið með Arna, og í nokkrum lögum syngja einnig Helga Steinsson og Drífa Kristjánsdóttir. Ljóð Halldórs Laxness sem Árni syngur eru: Á þjóðvegin- um, Maístjarnan, Frændi þegar fiðlan þegir, Þingvallavegur- inn, Hjá lygnri móðu, Stóð ég við öxará, Reikníngsskil, íslenzkt vögguljóð á Hörpu, Um hina heittelskuðu, Hjarta mitt, Fornt ástarljóð enskt, Hallormsstaðaskógur og Stríðið. Þau eru öll prentuð á innsíðum plötukápunnar, sem prentuð er f Svansprenti. Lit- myndir tók Kristinn Benedikts- son, en platan er tekin upp í Hljóðrita h.f. í Hafnarfirði. Milljónaútgáfan EINIDRANG- UR gefur út, „en Einidrangur er vestasti drangur í Vest- mannaeyjum. Þar dritar ekki einu sinni fugl,“ sagði Árni Johnsen á blaðamannafund- inum. — Unnið að . . . Framhald af bls.21 byggðum öxfirðinga. Þaðan er svo ætlunin að Ieiða vatnið í frárennslisgöngum u.þ.b. 10 km leið niður að Landsbæjum í Öxarfirði, nálægt mynni Jökulsárgljúfra. Vinnuflokkur Orkustofnunar er um það bil að Ijúka verkum að sinni á Hólsfjöllum. Nú stendur aftur á móti til að byrja að bora um 150 m djúpa rann- sóknarholu á stæði tilvonandi frárennslisgangna nálægt Aust- aralandi í Öxarfirði. Hefur vinnuflokkur frá Orkustofnun, sem undanfarið hefur unnið í Skagafirði, nú þegar flutt þangað býðir sinar, en ekki var vinna við þessa borholu hafin þegar ég síðast vissi til. Sú vinna tekur a.m.k. nokkrar vikur. Því má bæta við að Fjöllung- ar munu yfirleitt heldur hlynntir þéssum virkjunar- rannsóknum, en vafasamt er aftur á móti hvort þessar rann- sóknir hafa verið nægilega vel kynntar fyrir öxfirðingum og svo þeim Mývetningum, sem einhverra hagsmuna eiga að gæta. Spurningin er hvort Oskustofnun hætti einlægt til að brenna sig á sama soðinu — að hafa ekki nægilega gott sam- band við bændur og aðra land- eigendur og kynna þeim mála- vöxtu, áður en þeir hefja um- fangsmiklar rannsóknir f lönd- um þeirra. A hinu leytinu er svo það, að sumum landsmönnum þykir nóg um völd hinnar ágætu en tiltölulega fámennu bænda- stéttar yfir landinu, ekki síst í óbyggðum. Heyrst hefur t.d. bæði í gamni og alvöru að 4—5 bændur á Suður- og Norður- landi telji Vatnajökul sína eign og liggi landamerki jarða þeirra saman h.u.b. um miðjan Vatnajökul endilangan. Eiga þeir því mikið undir sér. Sr. Sigurvin t Móðir okkar, tengdamöðir og amma SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR Stóra-Lambhaga er lézt 28 nóv verður jarðsétt frá Leirárkirkju laugardaginn 6. des kl. 14 Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.