Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 31 Þorsteinn Einars- son — Kveðja Fæddur 2. júlf 1922. Dáinn 25. nóvember 1975. Þorsteinn Einarsson fæddist hér í Reykjavík 2. júlí 1922. Var hann yngsta barn hjónanna Þór- stínu Gunnarsdóttur, sem ættuð var af Austfjörðum og Einars Ölafssonar frá Stóru-Fellsöxl í Borgarfirði. Barn á aldri flytur Þorsteinn með foreldrum sinum í Borgar- fjörð og þar elst hann upp. Taldi sig með réttu Borgfirðing og þótti vænt um hérað sitt og Borgfirð- inga. Árið 1940 er Þorsteinn kominn til náms í matreiðslu hér í Reykja- vík. Að námi loknu fer hann til sjós og sigldi með Kötlu, Esju og fleiri skipum. I siglingum sínum sá Þorsteinn hörmungar stríðsins en honum og félögum hans var hlíft við þeim. Sigldu skipum sín- um heilum í höfn og úr höfn. Laust eftir stríðslok, 5. septem- ber 1945 giftist Þorsteinn eftirlif- andi konu sinni Katrínu Hendr- iksdóttur, ættaðri úr Árnessýslu. Um svipað leyti fór hann i land og gerðist starfsmaður Vegagerðar- innar um árabil. Ungu hjónin reistu heimili sitt í Reykjavík og áttu síðustu 12 árin heima í Ás- garði 99. Börnin urðu 8 og dó það næstelsta 9 mánaða gamalt. Hin sjö lifa föður sinn. Eru þau As- gerður Margrét, gift Jóhannesi Óskarssyni rafvirkjameistara, eiga þau tvo drengi og búa í Vest- mannaeyjum; og Hinrik iðnlærð- ur rakari, giftur Guðnýju Jónas- dóttur kennara, eiga þau tvo drengi og búa í Stykkishólmi. Þar veitir Hinrik forstöðu starfsemi Hvítasunnumanna. t foreldrahús- um dvelja Matthías, Jóel, Anna, Elísabet og Katrín. Þegar Þorsteinn var 28 ára gamall, urðu afgerandi þáttaskil í lífi hans. Lífsglaður og frír af sér á vettvangi lífsins, kemur hann á samkomu i Fíladelfíu. Gripst af boðskapnum, tekur sinna- og siða- skiptum, frelsast. Þessi róttæka afstaða hans, hafði mótandi áhrif á fleiri fjölskyldur, sem tóku sömu afstöðu og hann. Þorsteinn var afgerandi maður, heill og óskiptur er hann gaf sig að. Gaf Þorsteinn sig að Orði Guðs og fann þar lind lífsvatnsins. Gömlu lindirnar voru nú fyrir honum sem sprungnir brunnar. Um þetta leyti vann Þorsteinn í öruggu starfi hjá Vegagerð ríkisins. Eftir níu ára starf þar, hættir hann og gerist umferðaprédikari og bók- sali. Allt landið var sókn hans. Líkamlegt þrek og góðar lyndis- einkunnir komu sér nú vel hjá Þorsteini. Árum saman ferðast hann um, er mánuðum saman frá fjölskyldu sinni. Afgerandi árangur sá Þorsteinn af erfiði sínu. Þorsteinn hafði djúpa og mikla bassarödd, var lagviss og söng ár- um saman í Ffladelfíukvartettin- um. Er hann fyrstur þeírra fjór- menninga til að kveðja lifið. Hann var og með I kór safnaðarins árum saman og þótti rödd hans þar þýð- ingarmikil og ómissandi. Um 15 ára skeið var Þorsteinn í stjórn í Fíladelfíusöfnuðinum. Var hann tillögugóður, úrræðagóður og samvinnufús. Er nú skarð fyrir skildi hjá söfnuði hans, að missa hann, ásamt öðrum frá mikilvæg- um störfum, á þýðingarmiklum tímum. Er Þorsteinn lést 25. nóvember s.l. af slysförum, starfaði hann Jóhannes Kristjánsson bifreiðastjóri - Kveðja Þann 23. nóvember s.l. andaðist hér f Reykjavík, vinur minn Jóhannes Kristjánsson bifreiða- stjóri. Hann var fæddur 31. októ- ber 1926, og var þvi fráfall hans langt um aldur fram. Fyrstu kynni okkar Jóhannesar hófust á hafnarbakkanum i Reykjavík vorið 1946, en þá stundaði hann sjómennsku. Ung- ur fór hann að heiman, stundaði þá fyrst nám á alþýðuskólanum í Reykholti, en réðst svo strax að því loknu sem skipsmaður á strandsiglingaskipum, meðal annars Esjunni og Laxfossi. Árið 1950 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni Unni Guðmundsdóttur frá Drápuhlíð f Helgafellssveit og eignuðust þau saman tvö mannvænleg börn, Sigurþór, sem nú er 19 ára og stundar nám í húsasmíði og Krist- rúnu 12 ára. Þau eru bæði ennþá heima. Árið 1951 hóf Jóhannes vinnu á Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar og stofnaði þá jafnframt í Hafnar- firði fyrsta heimili þeirra hjóna. Þarna vann hann þangað til Bifreiðastöðin Bæjarleiðir var stofnuð 1955. Þá byrjaði hann leigubílaakstur og vann á stöðinni meðan honum entist heilsa til. Jóhannes var vel hagur maður við smíðar, hvort sem um var að ræða tré eða járn. Hann var hjálp- samur félögum sinum og naut ég þess í ríkum mæli. Við áttum saman margar góðar stundir bæði í ferðalögum og við veiðiskap. Oft lá leiðin upp í Borgarfjörð, þar sem góðir grannar gátu léð okkur hesta. I öllum slíkum ferðum var hann sjálfkjörinn foringi og fararstjóri. Þessar sólbjörtu sumarstundir voru okkur báðum og fjölskyldum okkar ljúf lífsfyiling. Ég votta konu Jóhannesar og börnum þeirra mína dýpstu samúð. Einnig föður hans, systur, mági og aðstandendum öllum. Ljúfar minningar um ágætan drengskaparmann verði þeim ljós og styrkur á ókomnum árum. A.S. Mótmæla samningum við útlendinga MORGUNBLAÐINU hafa borist nokkrar samþykktir um landhelg- ismálið og er í þeim fagnað út- færslu íslensku fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur. I samþykktum þessum er mótmælt samningum við útlendinga um veiðar innan landhelginnar. Samþykktir þess- ar eru frá eftirtöldum aðilum: Hreppsnefnd Búðahrepps, Verka- lýðsfélagi Norðfirðinga, Verka- kvennafélaginu Framsókn, Verkalýðsféláginu Þór á Selfossi, Otvegsmannafélagi Suðurnesja, Sveinafélagi Málmiðnaðarmanna á Akranesi, Stúdentaráði Háskóla íslands, Félagi bifvélavirkja og Sveinafélagi skipasmiða. við véltæki á vegum hreinsunar borgarinnar. Aldur hans var lið- lega 53 ár. Andlát Þorsteins kom mjög á óvart og er hann harm- dauði öllum er til hans þekktu. Mikill harmur og sár er nú kveðinn að heimilinu að Ásgarði 99. Yngstu börnin ennþá fyrir innan fermingaraldur og Katrín ekkja með hópinn sinn. Huggun er það harmi gegn, að hinn látni er nú heima hjá Drottni, sem er miklu betra. Skjöldur hans flekk- Iaus og hreinn við leiðarlok. Hann dó sáttur við Guð og menn. Meðal okkar vina Þorsteins mun hans lengi minnst verða. Líf hans og fyrirdæmi mun okkur hvatning til að halda merki hans á loft um ókomin ár. Innilegustu samúðarkveðjur eru sendar ekkju hans og börn- um, tengdabörnum og barnabörn- um, systkinum, sem nú missa yngsta bróðurinn, öldruðum tengdaforeldrum og öðrum ást- vinum. Fullviss um endurfundi á landi lifenda er Þorsteinn Einarsson kvaddur með virðingu og þakk- lætu. Einar J. Gfslason. Halldór Guðjóns- son — Minning Fæddur 2.7 1919 Dáinn 26. 11. 1975 Halldór Guðjónsson fórst í elds- voða að Óðinsgötu 4. þann 26. nóv. síðast liðinn. Hann var fæddur á ísafirði, sonur hjónanna Ingibjargar Ei- ríksdóttur og Guðjóns Sigurðs- sonar. Dóri vinur minn eins og við vinir hans kölluðum hann, fór ungur á sjóinn, fyrst sem messa- drengur á oliuskipið Skeljung, síðan á Súðina. Hann var úm lang- an tíma þjónn og yfirþjónn á Strandferðaskipinu Esju hjá Aðalsteini bryta bróður sínum, þar lágu leiðir okkar fyrst saman, og tókst þá með okkur gagnkvæm vinátta sem hélst alla tið. Síðan var hann þjónn á Gullfossi i all- mörg ár. Leiðir okkar lágu aftur saman á Dettifossi og síðan vorum við skipsfélagar á Tungufossi og Skógarfossi, eftir það fór hann að vinna í Straumsvík. Hann meidd- ist á hendi og átti erfitt með að vinna erfiða vinnu eftir það. Þó aðstoðaði hann mig oft í verzlun minni eftir því sem hann gat. Hann var viðkvæmur, en hjálpfús og reyndist vinum sínum góður drengur. Hann var alltaf aufúsugestur á heimili mínu, og voru Ragna og stelpurnar búnar að taka mikilli tryggð við hann. Við þökkum honum margar ánægjustundir og vottum ástvin- um hans samúð okkar. Far þú f friói friður kuús þijí blvssi hafðu þökk fyrir allt allt. Ársæll Þorsteinsson. KVENFÉLAG Breiðholts heldur hinn árlega jólabasar sinn laugardag- inn 6. des. kl. 2 e.h. í anddvri Breiðholtsskóla. — Verður þar á boðstólum úrval handunninna muna. kökur og lukkupokar. Allur ágóði rennur til líknar- og framfaramála f hverfinu. — Jólafundurinn verður 10. des. kl. 8.30 í samkomusal Breiðholtsskóla. Verður þar m.a. sýnikennsla á jólaskreytingum frá „Blóm og ávextir“. Gáfu tæki til talkennslu Öskjuhlíðarskóla barst í vikunni góð gjöf.,,Innra hjólið“, sem er klúbbur eiginkvenna Rotary-félaga, kom til skól- ans færandi hendi og afhenti honum vandað segulbands- tæki til notkunar við talkennslu, en slíkt tæki hefur skólann vantað. Helga G. Björnsson afhenti tækið f.h. kvennanna í klúbbnum, og Magnús Magnússon skóla- stjóri tók við því fyrir hönd skólans. — Heyrt og séð Framhald af bls. 10 arnir að berjast innbyrðis og börn við foreldra og úr stjórnleysinu er stutt leið í áfengið og allir fara að drekka. Heimilin sem eiga að vera hornsteinn þjóðfélagsins og griðarstaður manna að dagsverki loknu eru orðin að þvf víti sem allir staðir verða að jafnskjótt og húsbóndavaldi er hnekkt og allir eiga að ráða. Það má vera slæm stjórn að hún sé ekki betri en engin stjórn. Hversu lengi halda menn að skip án skipstjóra héldist ofansjávar? Það ætti að banna yfirvinnu með lögum, nema í samfélagslegum neyðartil- fellum, og börn foreldra sem bæði vinna úti sem kallað er verða að fá að dveljast i skólum við nám og leiki venjulegan vinnutíma og eiga þar aðgang að máltíðum á kostnaðarverði. Það er fráleitt að benda á áfengið og segja: þarna er óvinurinn. Áfengi er oftar afleiðing en orsök. Og innflutningsbann á áfengi hefði ekki annað í för með sér en að öll íslandsbyggð lyktaði af landa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.