Morgunblaðið - 05.12.1975, Side 36

Morgunblaðið - 05.12.1975, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 Gullhöllin sem sveif í loftinu krakkann á bakið og flaug beint heim til bergþursans. Þegar þursinn sá krakkann sinn aftur, varð hann mjög glaður svo glaður, að hann gleymdi sér alveg og sagði við piltinn: „Þú getur komið með mér inn og tekið hvað sem þú vilt af eignum mínum, fyrst þú bjargaðir syni mínum. Gull á ég og silfur, sem þú mátt fá, hjá mér er allt til reiðu fyrir þig“. Piitur sagði, að hann vildi helst fá hest. „Já, þú skalt fá hest“, sagði risinn og fór með pilti í hesthús sitt og þar gaf nú á að líta, hver gæðingurinn öðrum fallegri, fjörugri og feitari, en pilti fannst þetta allt vera of stórir hestar handa sér. Svo gægðist hann bak við hesthúsdyrnar og þar stóð lítið grátt folald. „Þetta folald vil ég fá“, sagði piltur, „það hæfir mér, ekki meiði ég mig, þótt ég detti af baki af því“. ----------------------- v Þe(ta er eitt hæsta minnismerki f heiminum. Gateway Arc heitir það og er f St. Louis f Bandarfkjunum. Þetta er stálbogi, sem er 191 m breiður og hæsti punkturinn f honum > r f 192ja metra hæð frá jörðu. Þar er út- sýuisturn fyrir gesti sem komast þangað upp með lyftum sem ganga eftir bogunum. Boginn er gerður úr ryðfrfu stáli. Trölli vildi helst ekki missa folaldið, en úr því hann hafði lofað pilti hverju sem var, varð hann að standa við það. Svo fékk hann folaldið með öllum reiðtýgjum og lagði af stað. Hann fór yfir víðar heiðar, fjöll og gegnum skóga. Þegar lengi hafði verið farið, spurði folaldið piltinn, hvort hann sæi nokkuð. „Nei, ég sé ekki annað en hátt, blátt f jall“, sagði piltur. „Já, gegnum þetta fjall þurfum við að fara“, sagði folaldið. „Einmitt það, það kæmi mér svo sem ekki á óvart“, sagði piltur. Þegar þeir komu að fjallinu, kom ein- hyrningur þjótandi að þeim, eins og hann ætlaði að éta þá lifandi. „Nú finnst mér helst ég verða hræddur", sagði piltur. „Æ, láttu ekki svona“, sagði folaldið. „Látfu hann hafa nokkra grísaskrokka og biddu^hann að bora gat á fjallið með horninu sínu“. Þetta gerði nú piltur, og þegar einhyrningurinn var mettur orð- inn, tók hann til að bora með stóra stál- horninu sínu, og þegar gat var komið á fjallið, sem piltur og folaldið komust í gegnum, fékk sá einhyrndi tuttugu grísa- skrokka í viðbót. Síðan héldu þau ferðinni áfram, gegn- um ótal lönd og allskonar landslag, uns aftur kom að eyðiheiðum og stórum skóg- um. „Sérðu nokkuð núna?“ spurði folald- iðþá. „Nei, nú sé ég ekki annað en himininn og fjöll og heiðar“, sagði piltur. Svo héldu þau enn lengi áfram, og er þau komu hærra, varð hásléttan flatari og jafnari, svo þau sáu lengra frá sér. „Sérðu nokkuð nú?“ sagði folaldið“. „Já, ég sé eitthvað, sem glampar eins og stjarna langt, langt burtu“, sagði pilt- ur. „Það er ósköp lítað“. „O, ekki er það nú svo mjög lítið“, sagði folaldið. Þegar þau höfðu farið lengi enn, spurði folaldið: „Hvað sérðu núna?“ „Ég sé eitthvað langt í burtu og glampar á það, eins og tungl“. „Það er ekkerrt tungl“, sagði folaldið, „það er silfurhöllin, sem við ætlum til. Þegar við komum þangað, liggja þrír drekar á verði fyrir hallarhliðinu. Þeir hafa sofið í hundrað ár, svo að augun í þeim eru orðin mosavaxin“. „Ég held ég sé hræddur við þessa dreka“ sagði piltur. „Æ, ósköp ertu huglaus, þú verður að vekja þann yngsta MORödK WAFFÍNO Júlla — verði ég einhverntlma Blessaður hafðu ekki áhyggjur þjóðfiöfðingi, vilt þú verða af kvenlegheitum hans — með þjóðhöfðingjafrú? silkisokk fyrir andlitinu er hann eins og við hinir. Skipstjórinn má gifta fólk og Hann virðist aldrei ætla að nú er aðeins fyrir mig að finna gleyma tvfliðaleiknum sem hinn rétta! hann vann á árunum! Sú saga er sögð, að auðkýf- ingurinn J.P. Morgan hafi eitt sinn komið inn í veitingahús með nokkrum kunningjum sfnum. Morgan settist við bar- inn, bað um einn bjór og sagði um leið: — Þegar Morgan drekkur — drekka allir. — Þeir, sem með honum voru þustu að barnum, héldu að hann ætiaði að „blæða“. En þegar hann hafði Iokið úr krús sinni, kastaði hann andvirði drykksins á borðið og sagði: — Þegar Morgan borgar — borga aliir. X Iphicrates, sem var frægur grfskur hershöfðingi, var sonur fátæks skósmiðs. Öfundar- maður hans einn gerði gys að því, að hann væri af ómenntuðu og lftilsigldu fóiki kominn. Iphicrates lét þetta ekkert á sig fá og svaraði hinn rólegasti: — Já, það er satt, frami ættar minnar hefst með mér, alveg á sama hátt og frami ættar yðar endar með yður. X Gamall aurapúki hafði verið jarðaður. Það var grafarþögn, eins og aliir biðu eftir að ein- hver segði eitthvað frá eigin brjósti um hinn látna. Enginn virtist ætla að gera það fyrr en maður nokkur gekk fram og mæiti á þessa leið: — Ja, ég get þó sagt það um Vilhjálm gamla, hann var ekki alltaf jafn nfzkur og hann var stundum. X Þegar Augustus var keisari í Róm kom eitt sinn til borg- arinnar ungur maður, sem var svo Ifkur keisaranum að um annað var ekki meira talað. Keisaranum barst þetta til eyrna og Iét hann koma með manninn til sfn. — Hefur móðir þín nokkurn tfma verið f Róm? spyr keis- arinn. — Nei, svaraði ungi maður- inn, en faðir minn hefur verið þar. X Dyrabjöllunni var hringt. — Er það hér, sem auglýst var eftir týndu peningaveski og iofað háum fundarlaunum? spurði maðurinn, sem stóð fyr- ir utan. — Já, já, hefurðu fundið veskið? — Nei, en ég hafði hugsað mér að leita að þvf og ætlaði að vita hvort ég gæti ekki fengið hluta af fundarlaununum greiddan fyrirfram. 48 fara yfir ra-ðuna mfna á morgun og belrumba-ta hana. Meira gat Christer ekki fengið að vita um athafnir Barböru þetta örlagarfka gamlaárskvöld. Eng- inn annar kannaðist við að hafa svo mikið sem séð henni bregða fyrir. Af öllu mátti ráða að hún hcfði farið rakleitt frá Tord og niður f gröffna til Arnes. Ghrister vék þá að annarri hlið málsins. — Hvað voruð þið öll að gera úti i kirkjugarðinum um nfu lcytið? Ilvorki staður né stund virðist mér sérfega laðandi, ef maður hefur í hyggju að fá sér hressandi kvöldgöngu... Puek (il da-mis, þú sem ert svo mvrk- fa-lin, hvað varst þú að gera? — Eg sagði frá þvf að ég hefði komið auga á Lottu arka af stað í áttina að kirkjugarðinum og ég hefði þotið af stað á cftir henni. Christer andvarpaði við til- hugsunina um væntanlcga yíir- heyrslu á litla vitninu með fmyndunaraflið sffrjótt og sfslarfandi út og suður. — Hvar er Lotta núna? — I rúminu sfnu, svaraði Hjördfs áberandi reiðilega. Christer ákvað að láta hana vera þar um sinn og sneri sér þess f stað að Márten Gustafsson. — Og þér. .. hvað scgið þér? Finnst yður enn ósköp ósvífið af löggunni að hafa áhuga á einka- málum yðar? Enga kaldhæðni var að sjá á andliti Mártens. Hann sogaði djúpt að sér revkinn og sagði seinlega: — Ég hef hogðað mér eins og bannsettur bjálfi. Og ég er reiðu- búinn að leggja öll spil á borðið — enda þótt þau séu ekki öll heiðarleg... Hvað þessa nýárv ferð til VásíJinge viðkemur þá er skýringin einfaldlega sú að Barbara króaði mig af þegar við höfðum drukkið kaffi eftir útför- ina. .. Hún virtíst ákaflega dular- full og sagði: „Hittu mig í kirkju- garðinum klukkan nfu.“ Og þá náttúrlega gat ég ekki annað... En nú var grpið fram f fyrir honum þegar margraddað undrunaróp var rekið upp. —IIITTU MIG I KIRKJU- GARÐINUM KLUKKAN NfU. Friedeborg Jansson endurtók orð Mártens æstri röddu: — En þetta var einmitt NAKVÆMLEGA það sama og hún hvíslaði að mér, þegar ég var að kveðja hana f dag og ég get svarið að ég velti þvf fyrir mér hvað þetta ætti eiginlega að þýða og hvers vegna hún væri með þetta levnipukur og mér fannst satt að segja reglulega erfitt að komasl af stað klukkan níu þvf að mér hafði verið boðið til Motandermæðgnanna og við vor- um rétt að byrja að spila kasjón. Og nú eldroðnaði Susann Motander. Og ég — ég var að óska Friede- borg til andskotans. því að ég var svo forvitin að vita hvers vegna Barbara hefði sett mér stefnumót á kirkjugarðinum, að ég var alveg að springa. — Sama hér, þrumaði Connie Lundgren. Og hún sagði þetta orðrétt við mig — nema bara f kirkjunni. „Hitta mig f kirkju- garðinum klukkan níu f kvöld,“ sagði hún og ég varð afskaplega hissa þvf að þetta var f fyrsta skipti sem Barbara Sandell hafði látið f Ijós áhuga á að hitta mig. Meira að segja Tekla Motander gleymdi hroka sfnum og sagði fjálglega: — Hún kom einnig til mfn með þessa undarlegu romsu. Ég fékk það hins vegar sterklega á tilfinn- inguna að hún meinti þetta ekki alvarlega, hcldur væri hún að gera einhvers konar tilraun og auk þess hafði ég engan áhuga á að fara út í kirkjugarðinn f myrkri og snjó til að hitta Barböru Sandell og því hvarflaði ekki að mér að gera það. — Ég sagði strax, upplýsti Hjördís — að ég gæti ekki farið að heiman klukkan nfu, af þvf að þá ætti ég að bera fram kaffið. Og þá sagði hún bara „jæja þá“ og snerist á hæli og kom ekki með neina frekari skýringu. Af svipbrigðum Christers varð ekki merkt hvaða skoðanir hann hafði á hinni duiarfullu hegðan Barböru Sandell. Hann kveikti í pfpu sinni og sagði giaðlega: — Þá er það bara presturinn sjálfur. Gerði hún enga tflraun með þig? — Jú, það gerði hún nú reynd- ar. Rétt áður en hún fór leit hún allt f einu fast á mig og sagði: „Hittu mig f kirkjugarðfnum klukkan nfu.“ Þetta var satt bezt að segja svo furðuleg uppástunga, ekki hvað sfzt þar sem við höfðum verið að reyna að útkljá mál alls óskylt þessu og víð höfðum f raun og veru ekki minnstu ástæðu til að fara að hittast utandyra. Ég verð að viðurkenna að hið sama leitaði á minn hug og Tekla Motander segir: að hún hafi ekki meint þetta f alvöru, en hafi verið að gera einhverja tilraun — eða öllu heldur eins og hún væri að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.