Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 49 manna hefur lagt hönd á plóginn við þessa tónlistarsköpun. Auk áðurnefndra aðstoðarmanna hans á tónleikunum eru það Gunnar Þórðarson á gftar, Jakob Magnús- son á hljómborð og Spilverkið við röddun. Um 100 tímum hefur þegar verið varið til upptökunnar og þó er ýmislegt eftir, svo sem hljóðblöndun, röddun, slagverk og ýmis smáatriði. Áætlað er að platan komi út snemma á næsta ári. A framkomu sinni í Háskóla- bfói munu Einar og félagar væntaniega leika þau lög er sam- in og æfð hafa verið fyrir plötuna. Það er einnig ætlun forstöðú- manna tónleikanna að hljóðrita þá á segulband og munu Jónas R. Jónsson og Baldur Már annast það, auk þess sem þeir sjá um hljóðblöndun. Hugsanlegt er að síðar verði eitthvað af þessum upptökum notað á hljómplötur, ef vél tekst til. Miðaverði verður stillt mjög f hóf og er það áaetlað 600 til 700 kr. Bald. J.B. Sarason SAMSON heitir nýtt mánaðar- rit og fjallar það eingöngu um poppmálefni, innlend og er- lend, og er hið eina slfka hér- lendis. Blaðið er hið vandað- asta f útliti og er prentað f litum og svarthvftu. Útgefandi er Sam sf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn eru Ásgeir Tómasson, Ólafur Hauksson og Þórarinn J. Magnússon. í efnisyfirliti fyrsta tölublaðs er að finna eftirfarandi greinarheiti: Viðtal við Björg- vin Halldórsson; Eg er mestur og bestur — Steve Harley um sjálfan sig; Pétur Kristjánsson í Paradfs skrifar plötugagnrýni um Millilendingu Megasar, Plötugagnrýni um Spilverk þjóðanna; fyrsta litmyndin af Stuðmönnum öllum saman; Gula pressan — fréttir; Jón Ólafsson leysir frá skjóðunni; kynning á Dögg — hvað finnst þeim best að borða; ungt fólk f atvinnulffinu — kynning á verslunarstjóra HSH, og sfðast: Innlendar og erlendar fréttir. Bald. J.B. Hagar Bandarfkin '> S ■« — </> w. • » i a v> > 16 5 2 16 7 3 3 14 4 1 7 5 9 9 6 7 13 7 8 23 8 10 10 9 13 13 10 21 11 14 12 2 litlar plötnr 5 8 11 13 11 16 14 4 14 15 19 6 16 5 12 17 27 7 18 23 14 19 22 14 20 12 15 21 25 13 22 26 10 23 15 12 24 28 12 25 29 6 26 18 14 27 36 4 28 32 6 29 24 11 30 37 4 Billboard THAT’S THE WAY (I LIKE IT) — K.C. & The Sunshine Band FLY, ROBIN, FLY — Silver Convention WHO LOVES YOU — Four Seasons ISLAND GIRL — Elton John THE WAY I WANT TO TOUCH YOU — Captain & Tennille THIS WILL BE — Natalie Cole FEELINGS — Morris Aibert LOW RIDER — War SKY HIGH — Jigsaw LET’S DO IT AGAIN — Staple Singers NIGHTS ON BROADWAY — Bee Gees LYIN’ EYES — Eagles THEY JUST CAN’T STOP IT (The Games Peopie Play) — Spinners MIRACLES — Jefferson Starship MY LITTLE TOWN — Simon & Garfunkel HEAT WAVE/LOVE IS A ROSE — Linda Ronstadt SATURDAY NIGHT — Bav City Rollers EIGHTEEN WITH A BULLET — Pete Wingfield I ONLY HAVE EYES FOR YOU — Art Garfunkel CALYPSO/I’M SORRY — John Denver BLUE EYES CRYIN’ IN THE RAIN — Willie Nelson OPERATOR — Manhattan Transfer SOS — Abba I WANT’A DO SOMETHING FREAKY TO YOU — Leon Haywood OUR DAY WILL COME — Frankie Valli DO IT ANY WAY YOU WANNA — Peoples Choice VENUS AND MARS ROCK SHOW — Wings SECRET LOVE — Freddy Fender BAD BLOOD — Neil Sedaka I LOVE MUSIC (Part 1) — O’jays fiTIIH AK PLOTIl 1 3 2 8 3 19 4 8 6 9 7 5 8 7 11 5 5 8 5 9 10 10 13 11 11 22 12 9 7 13 12 7 14 14 16 13 19 7 16 22 11 17 17 12 18 20 14 19 21 21 20 24 13 21 37 3 22 83 2 23 25 8 24 27 6 25 26 17 26 33 4 27 30 6 28 31 17 29 29 7 30 32 5 ★ SELT ELTON JOHN — Rock Of The Westies JOHN DENVER — Windsong JEFFERSON STARSHIP — Red Octopus LINDA RONSTADT — Prisoner In Disguise PINK FLOYD — Wish You Were Here PAUL SIMON — Still Crazv After All These Years DAVID CROSBY/GRAHAM NASH — Wind On The Water BRUCE SPRINGSTEEN — Born To Run WHO — By Numbers ART GARFUNKEL — Breakaway THE EAGLES — One Of These Nights GEORGE HARRISON — Extra Texture OLIVIA NEWTON-JOHN — Clearly Love SPINNERS — Pick Of The Litter KISS — Alive! SILVER CONVENTION — Save Me ROD STEWART — Atlantic Crossing OHIO PLAYERS — Honey WAR — Why Can’t We Be Friends? NATALIE COLE — Inseparable JOHN LENNON — Shaved Fish GROVER WASHINGTON JR. — Feels So Good DAN FOGELBERG — Captured Angel HERBIE HANCOCK — Man-Child FLEETWOOD MAC — BARBRA STREISAND — Lazy Afternoon DAVE MASON — Split Coconut KC & THE SUNSHINE BAND NEIL SEDAKA — The Hungry Years ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA — Face The Music I YFIR 500 ÞÚSUND EINTÖKUM grunni, sem fólginn er í mikilli hlustun erlendrar tónlistar frekar en innlendrar. Þessi erlendu áhrif virðast einkum koma frá þeirri tónlist er poppheimurinn gat af sér á blómatima sínum, þ.e. um og í kringum árið 1967. Tón- listin er síðan jössuð upp, sem er táknrænt fyrir aukin áhrif jass- tónlistar á nútfma þjóðlaga-rokk. Meðlimir Spilverks þjóðanna eru því fyrstir íslenzkra tónlistar- manna ti! að notfæra sér þennan möguleika í einhverju mæli, þrátt fyrir að það hafi verið allalgengt í Iangan tíma erlendis. Tónlist Spil- verksins er annars full frískleika, fegurðar og lífshugsjónar. Frísk- leikinn gerir strax vart við sig í inngangsstefinu, Muse, sem túlk- ar sönggleðina og tónlistina á mjög svo tilfinningaríkan hátt. Þetta stef er sungið af Agli Ólafs- syni, með meiri krafti og fjörleika en ég hef heyrt nokkurn íslensk- an söngvara gera áður. Muse teng- ist síðan beint yfir í Plant no trees, sem er vals í jassaðri út- setningu við kínverskt ljóð. Dazy er lfkt og Lemmon song mjög f anda áðurnefndrar popptónlistar er rfkti seinni hluta siðasta ára- tugar. En Lemmon song mun vera tileinkað Ray Davis og Kinks og eru það Stuðmenn sem leika það. Lagið sem hefði átt að veraleikið . . . lag, sem mörgum er illa við. Sjálfum þykir mér þetta lag hafa för með sér ákveðna spillingu á þeirri stemmningu, er sköpuð hefur verið er hér kemur sögu. Sagan bakvið lagið og tilurð þess sætti mig í tíma við það. Að Lag- inu, sem hefði átt að vera leikið . . . loknu, koma tvö all jössuð lög og nálgast hið sfðara, Goin Home, að vera nokkurs konar jass-rokk. I því lagi leika margir af meðlim- um River Bandsins, þess er heim- sótti ísland síðastliðið sumar. Einnig sýnir Rúnar Georgsson mjög góð tilþrif í þessu lagi á saxafón og flautu. Hið fyrra Off mylife byggist aftur á rólegri melódíu, sem er gefinn sterkur svipur með góðum víbrafónleik Reynis Sigurðssonar. Á seinni hlið plötunnar gefur m.a. að heyra þrjú lög, Snowman, l’escalier og Old man, sem öll eru mjög róleg og byggð upp á sama Framhald á bls

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.