Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 ^9 Svar forsætisráðherra: Innlendar skipasmíðastöðvar annist nauðsynlega endumýjun Ríkisábyrgð ekki veitt til skuttogarakaupa erlendis frá fyrst um sinn Ingvar Gfslason (F), 1. þm. Norðurlands eystra, bar fram fyrirspurn til forsætisráðherra um fyrirliggjartdi beiðnir um togarakaup erlendis frá og af- stöðu ríkisstjórnarinnar til þeirr- ar beiðni. í svari forsætisráðherra kom fram, að við núverandi ástæður, stærð fiskiskipastóls okkar og sóknarmöguleika í fisk- stofna yrðu ekki veittar ríkis- ábyrgðir til skuttogarakaupa er- lendis frá í allra næstu framtið — enda yrði að teljast eðlilegt að það væri hlutverk innlendra skipa- smíðastöðva að mæta þörf innanlandsmarkaðar í þessu efni, sem og að kanna möguleika á skipasmfði til sölu úr landinu. — Svar ráðherrans fer f heild hér á eftir: 1. spurning Rfkisstjórninni hafa borist umsóknir frá 6 aðilum um kaup á 7 skuttogurum frá Norgi, en þess- ir aðilar eru: 1. Vinnslustöðin h.f., Fiskiðjan h.f. og Isfélag Vestm.eyja h.f., Vestm.eyjum,2 nýir 2. Væntanlegt hlutafélag á Húsavfk, 1 nýr 3. Útgerðarfélag Þórshafnar h.f., 1 notaður 4. Fiskiðjan h.f., Keflavfk og Miðnes h.f., Sandgerði, 1 nýr 5. Ólafur S. Lárusson h.f. Keflavík, 1 nýr 6. Bragi h.f., Borgarklettur h.f., og Hraðfr.hús Breiðdæl- inga h.f. Breiðdalsvík, 1 nýr. Auk þessa hefur sjávarútvegs- ráðuneytið orðið vart við áhuga aðila á Vopnafirði, Hólmavfk, Ölafsfirði og Tálknafirði á skuttogara- kaupum. 2. spurning Afstaða ríkisstjórnarinnar til fiskiskipakaupa erlendis frá eru mörkuð með samþykkt hennar á verklagsreglum um meðferð umsókna um fiskiskipakaup hinn 25. f.m., en þar segir: 1. Ríkisábyrgðir verði ekki veittar f sambandi við kaup og innflutning á fiskiskipum. Þessa regfu yrði að endur- skoða þegar ástæða þykir til. 2. Að fylgt verði reglum lána-' nefndar um innflutning fiski- skipa, enda verði reglum nefndarinnar breytt á þann veg, að ekki verði leyfðar er- lendar lántökur vegna kaupa á fiskiskipum, umfram lán Fisk- veiðasjóðs. Umsóknum til langlánanefndar skulu fylgja: £ a. Umsögn viðskiptabanka við- komandi um fjárhagstöðu hans og með hvaða hætti kaupin yrðu f jármögnuð. 0 b. Staðfesting stjórnar Fisk- veiðasjóðs Islands um að sjóðurinn muni veita stofnlán til viðkomandi skipakaupa, og með hvaða hætti. • c. Yfirlýsingar annarra sjóða um lánveitingar til viðkom- andi skipakaupa, ef um slíkt er að ræða. Hlutverk innlendrar skipasmfði Athygli er vakin á því, að hér hefur aðeins verið fjallað um innflutning fiskiskipa, en varð- andi smfði fiskiskipa innanlands gegnir öðru máli. Innlendar skipasmíðastöðvar hafa á undan- förnum árum verið byggðar upp, og verður að teljast eðlilegt að það verði fyrst og fremst þeirra hlutverk að halda við fiskiskipa- flotanum, en eins og kunnugt er eyðileggjast árlega all mörg fiski- skip, sum farast og enn önnur eru flutt úr landi. Er hér um verulegt hagsmunamál landsbyggðarinnar að. ræða og þeirra sem atvinnu hafa af innlendum skipasmfðum og viðgerðum. Ennfremur má vekja athygli á þeirri nauðsyn, áð innlendu skipasmíðastöðvarnar kanni möguleika á sölu nýbygginga til erlendra kaupenda, þegar innan- landsmarkaðurinn er mettaður. íslenskar ogerlendar jólabækur í Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 4, fást ailar nýju íslensku jólabækurnar. Þar fást einnig skandinaviskar og þýskar bækur til jólagjafa. í Bókaverslun Snæbjarnar, Hafnarstræti 9, er nýkomið geysifjölbreytt úrval glæsilegra amerískra og enskra bóka. Gagnlegar og fræðandi bækur fyrir alla. The Impressionists Norbart Lynton Worid Ceramics World Fumiture Vn illuslmlcd hislon cdited b> kotMTt Khartcslon Nicholas Fry REMBRANDT and hisart 7f /1 Art Treasures of the World, 288 bls. 286 litmyndir, 253 svart-hvitar myndir, kr 2 700 00 Cezanne and his Art, Rembrandt and his Art, 1 28 bls 50 litmyndir, 50 svart-hvítar. kr 2350 00 Van Cogh — The Impressionists — Klee —Leonardo da Vinci,96 bls. 40 litmyndir, 15 svart-hvltar myndir, hver bók kr. 1160 00—1339.00 Treasures of World Art, 224 bls. 90 litmyndir, 200 svart-hvitar myndir, kr. 2350.00 World Furniture, 352 bls 52 litmyndir, 1000 svart-hvitar myndir, kr 2945.00. World Ceramics, 352 bls. 32 litmyndir, 1000 svart-hvltar myndir kr. 2945.00 x World Architecture, 348 bls. 56 litmyndir, 1000 svart-hvitar myndir, kr. 2945 00 Birds of the World, 31 8 bls litmyndir af yfir 700 fuglum kr. 321 3 00 Picture History of World Art, 1 28 bls lOOIitmyndir kr. 1755 00. Larousse Wurld Mythology. 600 bls 40 litmyndir, 600 svart-hvitar myndir. kr 2350 00 The New Larousse Encyclopedia of the Earth. 432 bls 32 litmyndir 500 svart-hvitar myndir kr. 2053 00 Larousse Encyclopedia of Animal Life, 704 bls 1 000 Itt- og svart-hvitar myndir. kr 2350 00 k Bókaverzlun Æ \ i Nýjar bækur i Bókaverziun, SNÆBJARNAR £K Hafnarstræti WkJÁ laglega J SNÆB JARNAR1 Hafnarstræti1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.