Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 MetStefáns ekki staðfest Á ÁRSÞINGI Frjálsíþróttasam- bands íslands sem haidið var fyrir skömmu kom fram, að met það er Stefán Hallgrímsson setti i tugþraut í sumar fær ekki stað- festingu. Sem kunnugt er hlaut Stefán þá 7740 stig og var vel yfir Olympíulágmarkinu, en það er 7500 stig. Meðvindur var hins vegar of mikill i einni grein þrautarinnar, 100 metra hlaup- inu, til þess að þrautin teldist lögleg. Var í fyrstu álit manna, að meðvindurinn hefði verið undir þvi hámarki sem má vera í tug-' þraut, en við nánari athugun kom i ljós að reglunum hafði verið breytt og samkvæmt nýju reglun- um var meðvindur af mikill. Stefán á því ekki bezta löglega tugþrautarafrek ársins, heldur Elias Sveinsson, 7212 stig, en Elías náði einnig betri árangri en það í sömu tugþrautarkeppni og Stefán náði sínu bezta, eða 7320 stigum, og einnig í þeirri þraut náði Vilmundur Vilhjálmsson, KR, mjög athyglisverðum árangri eða 6948 stigum. llEFA-bikarkeppnin: tekjur. Aðrir leikir sem gáfu meira en 400.000,00 kr. i tekjur voru eftirtaldir: Víkingur — IA (420.500,00), Valur — ÍA (455.800,00), Fram — Valur (408.400,00), og IBK — ÍA (448.400,00) Skipting tekna milli liða af 1. deildar keppni Islandsmótsins varð sem hér segir: Kr. ÍA 1.773.390,00 Fram 1.426.197,00 KR 1.192.355,00 IBK 1.157.825,00 Valur 1.129.820,00 Víkingur 921.524,00 ÍBV 780.845,00 FH 659.444,00 Athyglisvert verður að teljast að áhorfendafjöldi að þeim fimm landsleikjum sem fslenzka lands- liðið lék á heimavelli í sumar var ekki miklu minni samtals heldur en að öllum leikjunum í 1. deild. Alls munu áhorfendur að lands- leikjunum hafa verið um 42.000 talsins. Til viðbótar koma svo leikir f Bikarkeppni KSI og leikir í 2. og 3. deild, þannig að ljóst má vera að samtals hafa áhorfendur að knattspyrnuleikjum sumarsins verið á annaö hundrað þúsund, sennilega ekki langt frá því að svari til þess að helmingur þjóð- arinnar hafi brugðið sér á völlinn í sumar. Á AMAB HINDRAB ÞUSIIND ÁHORFEIVDUR AB MAITSPYRM- LEIKJUM KEPPISTÍMABILSINS Landsliðið bnrstaði Sjáleníinga ISLENZKA landsliðið sigraði Sjálandsúrval f æfingaleik f fyrrakvöld með 27 mörkum gegn 14, eftir að staðan hafði verið 12—5 f hálfleik. Náði fslenzka liðið ágætum ieik á köflum og hefði sigurinn eftir atvikum getað orðið stærrí, þar sem staðan var 22:7 þegar aðeins tfu mfnútur voru til leiksloka. Slakaði fslenzka Iiðið þá greinilega á, og Dönunum tókst að rétta hlut sinn svolftið. Axel Sigurðsson, fararstjóri íslenzka liðsins, sagði f viðtali við Morgunblaðið í fyrrakvöld, að Sjálendingar hefðu ekki teflt sínu sterkasta liði fram til þessa leiks, m.a. af því að Helsingör var að leika við ungverska Lðið Tatabania sem taka mun þátt í fjögurra liða keppni þeirri sem íslenzka landsliðið leikur í um næstu helgi. Einnig vantaði nokkra danska landsliðsmenn í Sjálandsúrvalið. I leiknum f fyrrakvöld skoruðu allir Islendingar mörk eða mark, nema markverðirnir og Gunnar Einarsson, sem ekki tók þátt í leiknum. Axel Axelsson var mark- hæstur, skoraði 7 mörk, Jón Karlsson og Ólafur H. Jónsson skoruðu 4, Friðrik Friðriksson og Björgvin Björgvinsson 3, og Arni Indriðason, Sigurbergur Sig- steinsson, Páll Björgvinsson, Viggó Sigurðsson og Ingimar Haraldsson skoruðu hver eitt mark. Axel Sigurðsson kvaðst vera hinn ánægðasti með þennan leik hjá fslenzka liðinu, sem greini- lega væri að ná vel saman. Hann gat og um góða frammistöðu Ólafs Benediktssonar í markinu, en hann var inná allan tímann nema síðustu 10 mfnúturnar og fékk aðeins 7 mörk á sig. Islenzka landsliðið æfði tvfvegis í gær, en heldur f dag til Jótlands, þar sem það leikur á morgun landsleik við Danmörku. Fer sá leikur fram f Arósum og hefst kl. 20.30. Flokkaglíma FLOKKAGLlMA Reykjavlkur fer fram I fþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar I kvöld kl. 19.30. Meðal kepp- enda verða margir af beztu gllmu- mönnum landsins og má þar nefna Pétur Yngvason, Hjálm Sigurðsson og Guðmund Frey Halldórsson. Einn efnilegasti skíðamaðurheims fórst í d’Isere EINN efnilegasti skíðamaður heims, Michel Dujon frá Frakklandi, lézt af slysförum um sfðustu helgi, en þá var hann að æfingum í bruni fyrir keppni í Val d’Isere. Missti Dujon jafnvægið er hann var á um 80 kílómetra hraða i brautinni, og kastaðist langar leiðir. Slóst höfuð hans við stein með svo miklu afli að öryggishjálmur hans brotnaði og hann hlaut slæmt höfuðkúpubrot. Var Dujon þegar fluttur í sjúkrahús f þyrlu og þar lézt hann skömmu síðar. Michel Dujon var einn bezti skíðamaður Frakka og var það spá margra að innan skamms tima yrði hann ósigrandi sérstaklega i brunkeppni, en í þessari hættulegu grein sýndi hann jafnan óvenju- lega mikinn kjark og áræði. Hafði hann, er slysið varð, verið að reyna nýja gerð af skíðaáburði og fór á alltof mikilli ferð í erfiðan kafla brautarinnar. Roland Collombin, Svisslendingurinn, sem hefur verið f fremstu röð skíðamanna í nokkur ár, varð einnig fyrir alvarlegum meiðslum á æfingu í Val d’Isere. Hann var á um 100 km hraða þegar hann féll og kom niður á bakið eftir mikil loftköst. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús, og kom þar i ljós að meiðsli hans voru alvarlegs eðlis. Verður Collombin þvf ekki með í slagnum um Ólympíuverðlaun að þessu sinni, og ólíklegt þykir reyndar að hann muni aftur koma í skíðabrautirnar sem keppandi. Á myndinni hér að ofan má sjá að það eru engin smáræðis loftköst sem brunkapparnir taka er þeir detta. Það er hinn kunni skfða- maður Franz Klammer sem fær þarna byltu. Hann var heppinn og slapp ómeiddur. Myndin hér að neðan er svo af hinum efnilega skfðamanni Michel Durjon sem lézt af völdum byltu sem hann fékk f Val D’Isere um helgina. Samtals seldust 53.350 aðgöngu- miðar á leikina 56 í 1. deild í sumar, 42.400 fullorðinna miðar og 10.950 barnamiðar. Meðaltals- aðstókn að leikjum i Reykjavfk var 1.107, á Akranesi 1.003, í Hafnarfirði 535, í Keflavfk 1.060 og í Vestmannaeyjum 596. Einn leikur sker sig algjörlega úr hvað aðsókn varðar. Er það Ieikur Fram og ÍA á Laugardals- vellinum 17. ágúst. Sá leikur gaf 1.042.600,00 kr. í tekjur, en sá leikur sem næst komst var leikur KR og IA á Laugardalsvellinum 13. júní sem gaf 570.700,00 kr. í I árskýrslu KSl fyrir árið 1974—1975 kemur fram, að að- sókn að 1. deildar leikjum I knatt- spyrnu minnkaði um 11,12% frá árinu áður. Voru 953 áhorfendur að meðaltali á hverjum leik s.I. keppnistfmabili, en 1059 að meðaltali árið áður og 914 árið 1972. Þarna munar mestu þeirri gffurlegu minnkun sem varð á aðsókn leikja f Keflavfk, eða 28,4%. Þá varð 14,92% minnkun á aðsókn að leikjum á Akranesi, en hins vegar 7,37% aukning á aðsókn að leikjum f Reykjavfk og 2,68% aukning f Vestmannaeyj- um. Axel Axelsson — skoraði 7 mörk á móti Sjálendingunum og átti góðan leik. Ajax datt nt eftir vítaspjrnokeppni SEINNI umferS 16liða úr- slita UEFA-bikarkeppninnar var leikin f gærkvöldi. Urðu úrslit leikja sem hér segir: Stal Mielec (Póland) — Inter Bratislava (Tékkóslóvakla) 2:0. Pólverjarnir komust áfram samanlagt 2:1 Torpedo-Moskva (Sovétrlkin) — Jafntefli hjá Búbba CELTIC, lið Jóhannesar Edvalds- sonar, lék i gærkvöldi við Hi- bernian í deildarkeppninni skozku. Jafntefli varð 1:1, og er Celtic nú eitt í efsta sæti. Þessum leik var aflýst á sínum tíma vegna þoku. Þá léku Tottenham og Everton í 1. deild í Englandi í gærkvöldi. Jafntefli varð, 2:2. Mark Celtic gerði Dixie Deans. ÍBK vann KK óvænt IBK sigraði KR 26:25 f 2. deild Islandsmótsins f handknatt- leik f gærkvöldi, og kemur þessi sigur Keflvfkínga mjög á óvart. KR hafði yfir f hálfleik 14:9. Þá gerðu Leiknir og Breiðablik jafntefli 19:19 eftir að staðan hafði verið 10:9 f hálfleik, Breiðablik f vil. Þá léku einnig f Laugardalshöll f gærkvöldi IR, og Fylkir, og verður sagt frá úrslitum leiks- ins á morgun. Dynamo Dresden (A Þýzkaland) 3:1. Austur-Þjóðverjarnir áfram samanlagt 4:3. AS Roma (ítalia) — FC Brugge (Belgla) 0:1. FC Brugge áfram saman- lagt 2:0 Spartak Moskva (Sovétrfkin) — AC Milan (italla) 2:0 Milan vann samanlagt 4:2 og kemst áfram Vasas Budapest (Ungverjaland) — Barcelona (Spánn) 0:1. Barcelona áfram samanlagt 2:0 Liverpool (England) — Slask Wroclaw (Pólland) 3:0. Liverpool áfram á samanlagðri markatölu 5:1 Levski Spartak (Búlgaria) — Ajax (Holland) 2:1 Jöfn markatafa úr báðum leikjum 3:3, en Spartak áfra.m eftir vítaspyrnu- keppni Oporo (Portúgal) — Hamburg (V- Þýzkaland) 2:1. Hamborg áfram sam- anlagt 3:2. Mesta athygli vakti að Ajax, marg- faldur Evrópumeistari hér fyrr á ár- um, skyldi slegið út úr keppninni. Búlgarnir skoruðu úr öllum sínum vitum. þar á meðal Panov sem gert hafði bæði mörk liðs sins. en Helling I liði Ajax brást bogalistin og liðið var Framhaid á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.