Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 Gullhöllin sem sveif í loftinu af vatni dauðans á dýrin og þá hnigu þau niður sofandi um leið og urðu ekki að grandi. Meðan þau voru á heimleið, sagði tryppið við piltinn: „Þegar þú ert kom- inn til tignar og metorða, þá máttu ekki gleyma mér og því, sem ég hefi fyrir þig gert, svo ég verði að ganga á hnjánum af hungri“. Piltur sór og sárt við lagði, að það skyldi aldrei koma fyrir. Þegar hann kom heim til konungsdætranna með lífsins og dauðans vatn, vættu þau enni þeirrar sem svaf x-COSPER---------------v Þetta er ekki sanngjarnt! Það er mín törn að annast uppþvottinn! með nokkrum dropum af vatni lífsins og vaknaði hún jafnskjótt og urðu miklir fagnaðarfundir. Síðan fóru þau heim til konungsins, föður þeirra og fóru nú drekarnir með þeim, því þeir stóðust ekki að heyra, hve mikið var af uxa- og grísa- skrokkum í því ríki. Gekk ferðin vel, þar sem fararskjótarnir voru nógir, fleygir og sterkir vel, en tryppið góða sat á baki eins drekans. Konungur varð mjög glaður og ánægð- ur, er þetta fólk kom, en hann gekk samt um kring og beið og beið eftir að árin þrjú væru liðin, svo yngsta dóttirin — augasteinninn hans — kæmi aftur. Pilt- inn, sem svo miklu hafði afrekað, gerði hann að aðalráðgjafa sínum og mesta manni landsins, að honum sjálfum, konunginum, undanteknum, en margir voru þeir, sem öfunduðu piltinn, þótt öfund jafn lágt settra manna og bræðra hans næði ekki til hans nú. Einn af þeim verstu, var riddari einn, — sem auðvitað hét Rauður — og sem sagt var að vildi fá elstu konungsdóttur- ina fyrir konu, og hann fékk hana til þess að skvetta nokkrum dropum af vatni dauðans á piltinn, — sem sofnaði út af þegar í stað. Þegar hin þrjú ár voru liðin, renndi herskip eitt mikið og skrautbúið að landi, og fyrir því réri þriðja systirin og hafði með sér barn sitt, rúmlega tveggja ára að aldri. Hún sendi strfðsmenn sína af skipi og til konungshallar og lét bera þangað þau orð, að hún stigi ekki fæti á land, fyrr en sá, sem hefði bjargað henni úr tröllahöndum, kæmi út í skipið og sækti hana. Þá var næstæðsti ráðherrann sendur út í skipið. Hann tók ofan hatt sinn, er hann steig á skip og kengbeygði sig fyrir konungsdóttur og syni hennar. „Getur þetta verið faðir þinn, sonur minn?“ sagði konungsdóttir við barn sitt, DRÁTTHAGI BLÝANTURINN vl£t> MORÖ-ON KAFP/NO — Sérðu, hann er alveg eftirmyndin þtn. — Ráðið til þess að komast að gölium einhverrar stúlku, er að hrósa henni I áheyrn vinkonu hennar. — Benjamín Franklin. X — Ég get ekki andað með nefinu, sagði sjúklingur við lækni. — Nú, andaðu þá með munninum. 200 krónur takk. Næsti. X — Hvað hefurðu fyrir stafni, gamli refur? — Ég stunda ágætis atvinnu. Ég verzla með bréfdúfur, sel þær að morgni og svo koma þær aftur til mfn að kvöldi. Yfirhershöfðinginn hélt nokkrum liðsforingjum veizlu. Um leið og setzt var að borðum, sagði hann: — Jæja, drengir, ráðist nú á matinn eins og hann væri óvinurinn. Þegar staðið var upp frá borðum, tók hann eftir þvf að eínn liðsforinginn hafði stungið á sig tveimur bjórflösk- um. — Hvað ertu að gera, liðsfor- ingi, hrópaði hershöfðinginn. — Framkvæma skipanir. Þegar við vinnum orustu tökum við fanga. X — Við fórum inn f listasafn I Parfs og gengum um það f tvo tfma. — Voruð þið að leita að ein- hverju sérstöku? — Já, útgöngudvrunum. Moröíkirkjugaröinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi 54 vaka fram eftir og fagna nýju ári á miðnætti sagði hún. Márten Gustafsson hafði ekki lagt af stað til Vástelingc fyrr en klukkuna vantaði tuttugu mfnút- ur f nfu. Um átta leytið hafði hann verið að lesa fyrir Iftinn frænda sinn. Þegar hringt var til föður hans, staðfesti hann að þetta væri öldungis rétt og þvf virtist sem Márten gæti ekki ver- ið viðriðinn þetta morð. En hann var Ifka sá eini sem hafði nokkurn vegfnn örugga fjarvistarsönnun. Christer Wijk leit út fyrir að vera eilftið ringlaður. Sama máli gegndi um míg. Hann sagðí stutt- aralega að hann hefði ekki fleiri spurningar og nýjársgestirnir fóru von bráðar að búast til brott- ferðar. Fyrst Connie Lundgren og sfðan Márten f fylgd með Susann og loks Friedeborg og Tekla Mot- ander. Hjördfs hraðaði sér f eld- húsið og Tord Ekstedt og Einar drógu sig einnig f hlé. Það var ákaflega þögult f setu- stofunni. Hvorki ég né faðir minn viidum trufla Christer sem virtist vera afar hugsi hvar hann gekk fram og aftur um gðlfið með hendurnar fyrir aftan bak. Það var mjög óvenjulegt að sjá hann f slfku uppnámi og óþol hans smitaði mig, svo að ég fann til tifrings og ókyrrðar innra með mér. Ég óttaðist eitthvað sem ég vissi ekki hvað gat verið, en hug- boð mitt og eðlisávfsun mfn sagði mér að innan stundar myndi eitt- hvað ægilegt gerast — ef við bær- ura ekki gæfu til að draga réttar ályktanir og það fyrr en síðar ... En hvað? Þegar Christer opnaðl munn- inn, skildi ég að hann hafði feng- ið sama hughoðið og ég. Einhver ðljós skynjun um að það værí eitthvað sem við vissum, eitthvað sem við urðum að skilja áður en það væri of seint. — Eg greindi útlfnurnar ... nú þegar ég veit að Arne Sandell var ekki drepinn vegna kirkjugrip- anna. En hvernig á ég að afla mér sannana? Og hvað er það sem leitar á undfrmeðvitundina og segir mér að EG VITI nóg til að afhjúpa morðingjann en ég hendi ekki reiður á hvað það er. Og þó veit ég að ALLT er undir þvf komið að mér skiljist það f tæka tfð. Og klukkan tifaði. Mfnútu fyrir mfnútu. Loks var eins og klukkan hefði fengið mál og hrópaði eitthvað tii hins eirðarlausa lögreglufor- ingja. Hann nam snögglega staðar og starði ð skffuna á klukkunni. — Tfminn? Það hefur eitthvað með tfmann að gera ... Barbara hafði ákveðið að hitta sjö mann- eskjur klukkan nfu og þar f hópn- um var morðingi Arne Sandell. En svo var hún drepin klukkan átta... — Þú gleymir áttundu mann- eskjunni, sagði faðir minn stilli- lega. Christer rak upp lágt óp. — LOTTA! Hún hefur allan tfmann vitað að Barbara ætlaði að hitta einhvern KLUKKAN átta. En úrið hennar gekk vitlaust eins og alltaf og hún kom of seint til að vera viðstödd. En hún hafði heyrt Barböru ákveða þetta stefnumót. Hún hefur meira að segja kannski séð við hvern hún talaði... Og svo hrópaði hann upp, röddu sem var þrungin af geðshrær- ingu: — Lotta! Kannski VEIT hún hver morðingínn er ... Hann þaut upp stigann, svo hratt að ég gat ekki fylgt honum eftir. Eg mætti honum á stigapall- inum þegar hann kom aftur út úr herbergi Lottu. — Hún er ekki f rúminu sfnu. Hún... Hann þagnaði og greip þétt f hönd mfna. — Uss. Hafðu lágt. Hvað var þetta? Við litum við og störðum með öndina f hálsinum á dyrnar að þrepunum sem lágu upp á háa- loftið. Christer reif upp dyrnar og stóð sfðan sem þrumu lostinn fyr- ir neðan snarbrattan sigann. Þvf að lengst uppi, á efstu tröppunni, svo hátt yfir höfðum okkar að við eygðum enga mögú- leika til að ná upp til hennar áður en hún dytti — stóð Lotta. Við sáum á grannt bakið f nátt- fötunum sfnum og kotroskin röddin var há og skræk þegar hún hrópaði: — Hvers vegna horfir þú svona á mig? Hvers vegna...? Ösýnilega veran bak við hana var í skugganum. En Christer vissi meira en ég. Hann hrópaðí með hárri mynduglegri röddu og ég hafði á tilfinningunni að hann væri ekki nærri eins rólegur og hann vildi vera láta. — Snertið hana ekki! Það er óþarfi að ýta henni niður stigann. Þér verðið alténd tekin föst fyrir hin morðin tvö Hjördfs Holm ... TEgiþrungin nokkurra sek- úndna þögn. Þá gekk hún nokkur skref fram og ijóslð féil á höndina sem hafði verið rétt fram til að hrinda Lottu niður stigann. Konuhönd með snjakahvfta klipplinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.