Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 Geir Hallgrímsson á Alþingi: Staðið verður við allar skuldbindingar um tjónabætur til Vestmannaeyja og Neskaupstaðar GEIR Hallgrlmsson forsætisráð- herra mælti I gær fyrir frumvarpi þess efnis, að Viðlagasjóði sé heimilt að verja allt að kr. 200 milljónum af eign sinni til að standa að fullu við skuldbinding- ar sfnar vegna snjóflóðanna f Norðfirði. Ræða forsætisráðherra fjallaði um skuldbindingar og efndir þings og rfkisstjórnar varðandi tjón af náttúruhamförum bæði I Vestmannaeyjum og Neskaup- stað. Rétt þykir að birta ræðu hans að meginmáli (en nokkuð stytta vegna rúmleysis f blaðinu). Til máls tóku I umræðunni: Guð- laugur Gfslason, Tómas Arnason, Lúðvfk Jósepsson, Sverrir Her- mannsson, Ingólfur Jónsson og Garðar Sigurðsson. Lýstu flestir ræðumanna þakklæti og sam- þykki við gjörðir rfkisstjórnar- innar f þessu máli, en nokkur gagnrýni kom fram á störf stjórn- ar Viðlagasjóðs og umsögn er frumvarpinu fylgdi, einkum að þvf er varðaði Vestmannaeyjar. — Ræða forsætisráðherra fer hér á eftir: # Viðlagasjóður, Vestmannaeyjar og Neskaupstaðar Viðlagasjóður var stofnaður með lögum nr. 4 frá 27. mars 1973, um tveimur mánuðum eftir eld- gosið á Heimaey. Þessi lög sýndu einhug þings og þjóðar til að bæta tjónið af völdum eldgossins og aðstoða Vestmannaeyinga við endurreisnarstarfið. 31. desember 1975 falla úr gildi ákvæði laga, er kveða á um tekjur Viðlagasjóðs af viðlagagjaldi á söluskattsstofn. Fjárhæð sú, sem Viðlagasjóður hefur fengið vegna Vestmannaeyja frá ríkissjóði, at- vinnuleysistryggingasjóði og sveitarfélögum mun þá nema rúmum 4.200 m.kr. Auk þessa er að telja höfðinglega gjöf Norður- landa, 1.456 m.kr. og gjafir ann- arra aðila 211 m.kr. Alls er þarna um 5.900 m.kr. framlag að ræða. Hlutverk Viðlagasjóðs var aukið með lögum nr. 5 frá 28. febrúar 1975, en þá var sjóðnum falið að koma fram gagnvart yfir- völdum í Neskaupstað við endur- reisnina í kjölfar snjóflóðanna 20. desember 1974. Þing og þjóð voru sammála um að bæta Norðfirðing- um tjón þeirra á sama hátt og Vestmannaeyingum. Verkefni Viðlagasjóðs var í því fólgið að gera úttekt á tjóninu og bæta það, að svo miklu leyti, sem það kemur f hlut annarra en venjulegrabóta- greiðsluaðila. Með lögunum var stofnuð sérstök deild við Viðlaga- sjóð með sjálfstæðum fjárhag vegna verkefnanna í Norðfirði. • Viðlagatrygging fslands 1. september 1975 tóku gildi lög frá 14. maí 1975 um Viðlaga- tryggingu Islands, en samkvæmt þeim skal sá aðili taka við eignum og skuldum Viðlagasjóðs hinn 1. janúar 1977. Hlutverk Viðlaga- tryggingar tslands er að tryggja gegn tjóni af völdum náttúruham- fara, þ.e. eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatns- flóða. Vátryggingarskyldar eru allar húseignir og lausafé, en vá- tryggingarfjárhæðir skulu vera hinar sömu og brunatryggingar- fjárhæðir á hverjum tíma. Þar eð tekjustofnar Viðlaga- sjóðs falla niður um áramót, er mikilvægt að gera á því nokkra úttekt, hvort sjóðnum hafi verið aflað nægilegs fjár til að standa við skuldbindingar sínar gagn- vart Vestmannaeyingum og Norð- firðingum. 0 Vestmannaeyjadeild Viðlagasjóðs I greinargerð stjórnar Viðlaga- sjóðs, er fylgir greiðsluáætlun Viðlagasjóðs fyrir Vestmanna- eyjadeild sjóðsins, sem prentuð er með athugasemdum við lagafrum varp þetta, segir: „Deildin hefur nú lokið upp- gjöri við alla tjónþola nema bæj- arsjóð Vestmannaeyja, en upp- gjör bóta hans er það langt á veg komið að telja verður áætlunina nærri lagi. Samkvæmt því nema bætur til bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir eignatjón 500 m.kr. og fyrir rekstrartjón 200 m.kr. Auk þess tekur áætlunin tillit til ým- issa aðgerða til stuðnings upp- byggingu í Vestmannaeyjum, sem stjórnin hefur ákveðið með heim- ild í ýmsum ákvæðum reglugerð- ar nr. 62/1973, en gerir ekki ráð fyrir að lengra sé gengið f þeim efnum en þegar hefur verið ákveðið. Á hinn bóginn gerir áætlunin ekki ráð fyrir útgreiðsl- um vegna ábyrgða, sem sjóðurinn hefur gengið I fyrir bæjarsjóð. Alls gerir áætlunin því ráð fyrir greiðslum til bæjarsjóðs Vest- mannaeyja, sem nema 800 m.kr., og hefur sú upphæð að verulegu leyti þegar verið greidd. Þingfréttir EFRI DEILD Matthfas Bjarnason sjávarút- vegsráðherra mælti í gær fyrir tveimur frumvörpum I efri deild Alþingis: um báta- ábyrgðarfélög og Samábyrgð Is- lands á fiskiskipum, sem af- greidd voru til nefndar og 2. umræðu. Ennfremur fyrir frumvarpi um sjúkraþjálfun, sem jafnframt var vísað til nefndar. Þá var frumvarpi um kaup- staðarréttindi til handa Garða- hreppi vísað til nefndar og ann- arrar umræðu. Steingrfmur Hermannsson (F) mælti fyrir frumvarpi um sérstakt álag á útvarps- og sjón- varpsgjöld, sem nýtt yrði til að flýta framkvæmdum, til að þessir fjölmiðlar næðu fyrr og betur til þjóðarinnar allrar. NEÐRI DEILD I neðri deild voru 6 mál á dagskrá. Aðeins eitt kom til umræðu á dagfundi deildarinn- ar, „Snjóflóð í Neskaupstað og fjáröflun til Viðlagasjóðs“ (sjá ræðu forsætisráðherra hér á þingsíðu). Allmiklar umræður urðu um þetta mál. Var því að umræðu lokinni vísað til nefnd- ar og 2. umræðu. Afram- haldandi fundur var ráðgerður í þingdeildinni kl. 9 síðdegis I gærkveldi. AUKATEKJUR RlKISINS Fram var lagt á Alþingi í gær frumvarp til laga um auka- tekjur rfkissjóðs. Er frumvarp- ið I 7 köflum: Dómsmálagjöld I einkamálum, gjöld fyrir fógeta- aðgerðir, skiptagjöld, gjöld fyrir uppboðsaðgerðir, gjöld fyrir notarialgerðir, gjöld fyrir þinglesningar o.fl., og ýmis ákvæði. Frumvarpið gerir ráð fyrir nær óbreyttum gjöldum (tekjum ríkissjóðs) af þing- lýsingum skjala og af skipta- og uppboðsaðgerðum. Hins vegar er frumvarpinu ætlað að skapa svigrúm til eðlilegra tekna rfkissjóðs eða þóknunar fyrir vinnu og kostnao í tengslum við dómsmál, gerð og frágang skfr- teina og skjala og ýmiss konar eftirlitsstörf sem þeim eru tengd. Dómsmálaráðherra setji reglugerð um dómsmálagjöld. Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra. Áætlunin sýnir að deildinni hefur með núgildandi lagaákvæð- um aflað nægilegs fjár til að standa við þessar skuldbindingar sfnar. Á hinn bóginn er mikið af fé Vestmannaeyjadeildar sjóðsins fast í skuldabréfum og fasteign- um og mun þvf greiðslustaða deildarinnar verða slæm og skuld við Seðlabankann lækka hægt. Gert er ráð fyrir að í árslok 1975 muni hún nema 1.031 m.kr. og í árslok 1976 624 m.kr. og ekki verða að fullu greidd fyrr en í ársbyrjun 1978. Enn fremur sýnir áætlunin að sjóðurinn eigi eignir í skuldabréfum, sem nema um 900 m.kr. umfram þær skuldbind- ingar, sem áætlunin gerir ráð fyr- ir, en frá þvf verður að draga afföll skuldabréfanna (vaxta- mun). Vel getur verið að enn komi upp f Vestmannaeyjum þau vandamál, sem stjórn sjóðsins telji sér skylt að sinna og sem ekki eru tekin með í áætlunina. Er ljóst, að eignastaða sjóðsins gefur nokkurt svigrúm til þess, en greiðslustaða yrði þá að sama skapi lakari." 0 (Jttekt á bótaþörf Vestmannaeyja- kaupstaðar Ennfremur segir í skýrslu stjórnar Viðlagasjóðs: „Stjórn sjóðsins telur þó ríkar ástæður til að taka fram, að fyrir- sjáanlegt er, að án frekari aðstoð- ar mun bæjarsjóður Vestmanna- eyja verða f miklum fjárhagserf- iðleikum um árabil... Stjórn sjóðsins telur að ekki megi loka augunum fyrir þessum vanda og vill því benda á hvort ekki sér rétt að fram fari úttekt á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs og horfum næstu árin. Stjórnin telur ekki rétt að slík úttekt fari fram á vegum Viðlagasjóðs einkum vegna þess, að vandamálið mun tæpast skýrast til fulls fyrr en um það leyti, sem sjóðurinn verður lagður niður. Virðist því eðlilegra að slík úttekt fari fram á vegum félagsmálaráðuneytisins eða ann- arrar opinberrar stofnunar." Framangreind viðhorf koma einnig fram í bréfi forseta bæjar- stjórnar og bæjarstjórans í Vest- mannaeyjum til stjórnar Viðlaga- sjóðs 13. nóvember 1975. „Skv. fjárhagsramma kaupstað- arins fyrir næstu 4 ár nemur fjár- vöntun bæjarsjóðs 900 m.kr. auk um 200 m.kr. hjá rafveitu, en þá er einungis miðað við greiðslur lána og verksamninga, sem f gangi eru auk nauðsynlegra fram kvæmda vegna endurreisnar byggðar í Vestmannaeyjum. Ætla má, að fái kaupstaðurinn fé í þessu skyni á næstu fjórum árum, þá muni hann standa á eigin fót- um frá og með árinu 1980. Þó verður staða rafveitunnar eftir sem áður erfið en svo er um flest- ar rafveitur á landinu. Ekki er ólfklegt að unnt sé að skera niður framkvæmdir að nokkru svo að fjárvöntun verði u.þ.b. 1.000 m.kr... Bæjarstjórn er reiðubúin til allrar samvinnu, hvort heldur væri frekari úttekt á stöðunni á vegum Hagfræðideildar Seðla- bankans, eða aðrar óskir stjórn- valda f þessum efnum.“ Eins og fram kemur f þessum bréfum eru aðilar sammála um, að úttekt verði gerð á stöðu bæj- arsjóðs. Hefur verið ákveðið, að félagsmálaráðuneyti, Seðlabanki Islands og bæjarstjórn Vest- mannaeyja skipi hver sinn full- trúa til að gera úttekt á fjárhags- vanda bæjarsjóðs Vestmanna- eyja. Með hliðsjón af þessari út- tekt verður tekin ákvörðun um lausn á fjárhagsvanda bæjarsjóðs. 0 Norðfjarðardeild Viðlagasjóðs Með frumvarpi þessu fylgir einnig nýjasta áætlun stjórnar Viðlagasjóðs um tekjur og gjöld Norðfjarðardeildar. I greinargerð með áætluninni segir m.a.: „Aætlunin gerir ráð fyrir að heildarútgjöld Norðfjarðardeild- ar muni nema 650 m.kr. þar af 590 m.kr. tjónabætur og aðrar greiðsl- ur, sem runnið geta til uppbygg- ingarstarfsins í Norðfirði. Tekjur samkvæmt núgildandi tekjustofnum virðast munu nema 550 m.kr. Samkvæmt þvi skortir deildina um 100 m.kr. til að standa við skuldbindingar sínar. Bætur til tjónþola taka að sjálf- sögðu mið af því tjóni, sem varð, en ekki af þeim kostnaði, sem tjónþolar kjósa að ráðast í við endurbyggingu, enda eru þeir frjálsir að þvf hverpig þeir verja bótafénu. En að undanförnu hafa orðið talsverðar umræður um það, hvort bótaféð ásamt annarri fjár- mögnun, sem vitað er um, muni nægja til að greiða þá endurbygg- ingu, sem nú á sér stað í Norð- firði, og þykir ástæða til að gera hér nokkra grein fyrir því. Fyrir liggur áætlun um kostnað við endurbyggingu frá fram- kvæmdastjóra uppbyggingar- nefndarinnar í Neskaupstað, dags l. október s.l., og er niðurstaða hennar 982 m.kr. Samskonar áætlun gerð af trúnaðarmönnum Viðlagasjóðs nemur hins vegar 775 m.kr. Þessi mikli munur skýr- ist ekki af mismunandi mati á kostnaði við hina ýmsu verkþætti, þar ber mjög lltið á milli, heldur af því að f hærri áætluninni eru ýmsir liðir, sem þar eiga ekki heima, svo sem tekjubætur, lán- tökur o.fl., sem ekki er fram- kvæmdakostnaður, auk þess sem trúnaðarmennirnir taka ekki inn í sína áætlun nokkra liði, sem lúta að fullnaðarfrágangi, sem ekki verður framkvæmdur fyrr en síð- ar, og sem ekki hefur áhrif á starfshæfni þeirra mannvirkja, sem um er að ræða. Til þess að mæta þessum kostnaði eru bætur og aðrar greiðslur úr Viðlagasjóði 590 m. kr. lán til Síldarvinnslunnar úr Fiskveiðasjóði 200 m.kr. og Ián til annarra tjónþola, sem talið er að munu fást, 28 m.kr., eða samtals 818 m.kr. Það er þvf mat sjóðs- stjórnarinnar að fáist það við- bótarfé, sem farið er fram á hér að framan, þannig að sjóðurinn geti innt af hendi þær greiðslur, sem honum er ætlað muni vart mikið skorta á að nægilegt fé verði til endurbyggingarinnar." I lauslegri áætlun, sem fylgdi frumvarpinu um stofnun Norð- fjarðardeildar Viðlagasjóðs, var talið, að útgjöld sjóðsins af þessu verkefni muni nema 500 m.kr. Sjá má nú, að of lágt var metið, enda var þessi fyrsta áætlun gerð með fyrirvara. Hins vegar eru menn ækki á eitt sáttir, hve mikið á að hækka upphaflega áætlun, eins og fram kom í greinargerð stjórnar Viðlagasjóðs. A sínum tíma skipaði forsætis- ráðherra nefnd þriggja þing- manna, þá Sverri Hermannsson, Lúðvfk Jósepsson og Tómas Árna- son til að hafa milligöngu milli Viðlagasjóðs og heimaaðila i Nes- kaupstað. Þingmannanefndin sendi forsætisráðherra bréf 20. nóvember 1975 þar sem segir m.a.: „Það er skoðun okkar, eftir að hafa rætt málið við fulltrúa Við- lagasjóðs og þá heimaaðila f Nes- kaupstað, sem málið varðar mest, að tryggja þurfi Norðfjarðardeild Viðlagasjóðs að minnsta kosti 250 milljónir króna á næsta ári og miðum við þá við að tekjur deildarinnar af gildandi tekju- stofni til áramóta, verði 570 milljónir króna. Við teljum tillögu Viðlagasjóðs um viðbótartekjur 100 milljón krónur ófullnægjandi og bendum á að þær bótakröfur, sem fram eru komnar og ekki hefir verið synjað, enda ekki enn fjallað um þær samkvæmt reglugerð sjóðs- ins, samsvari þeirri tekjuþörf, sem við gerum tillögur um.“ Framangreindar upplýsingar gefa til kynna, að enn eru ekki öll kurl komin til grafar við uppgjör tjónsins í Norðfirði. Með frumvarpi þessu er heimilað að veita allt að 200 milljónum kröna úr Viðlagasjóði til Norðfjarðardeildar. Hve há upphæðin verður endanlega innan þessa ramma ræðst af þeim bótum, sem greiddar verða sam- kvæmt reglum Viðlagasjóðs til Norðfjarðar. Aftan við 5. gr. laga nr. 5 28. febrúar 1975 um ráðstafanir vegna snjóflóða I Norðfirði og fjáröflun til Viðlagasjóðs bætist þvf ný málsgrein, er verður 4. málsgrein svohljóðandi: Á árinu 1976 er Viðlagasjóði heimilt að verja allt að 200 milljónum króna af eign sinni til að standa að fullu við skuldbind- ingar sínar vegna snjóflóðanna f Norðfirði 20. desember 1974. % Staðið við gefin loforð um tjónabætur í Vestmannaeyjum og Neskaupstað Ég lýk máli mínu með því að ítreka enn, að staðið verður við áður gefin loforð ríkisstjórnar og Alþingis um tjónabætur og upp- gjör við Vestmannaeyjakaupstað og Vestmannaeyinga, Neskaup- stað og Norðfirðinga. Sömu regl- um verður fylgt við endanlegt uppgjör tjóna og greiðslubóta beggja deilda Viðlagasjóðs og sambærileg aðstoð verður veitt til uppbyggingar atvinnulífsins f kaupstöðunum tveimur. Sjávarútvegsráð- herra tekur á ný sæti á Alþingi Matthfas Bjarnason sjðvarút- vegsráðherra tók í gær sæti á Alþingi á ný eftir nokkurra vikna sjúkraleyfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.