Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 7 Gagnsókn Islendinga I leiðara Ttmans I gær segir m.a: „Af hálfu islendinga er nu að hefjast gagnsókn á erlendum vettvangi vegna innrásar brezka flotans t fiskveiðilögsögu fslands. f upphafi mun verða fylgt svipuðum starfsaðferðum og t tið vinstri stjórnar- innar t þorskastriðinu þá. Þannig mun Öryggisráð- inu verða tilkynnt, að brezki flotinn reyni að verja veiðiþjófnað innan fiskveiðilögsögunnar, og áskilji íslendingar sér allan rátt til að kæra þetta athæfi fyrir ráðinu stðar. Þá mun Atlantshafs- bandalaginu verða skýrt frá innrásinni á svipaðan hátt og I þorskastrtðinu 1973 og reynt að gera þvt Ijóst hvaða afleiðingar hún geti haft. Þá er t und- irbúningi að herða áróðurssóknina út á við. Þennan og allan annan undirbúning verður að miða við það, að þorska- strtðið geti orðiðbæðihan og langt. Talsvert hefur verið um það rætt, hvort rétt væri að blanda saman land- helgismálinu og varnar- málinu, og tilkynna t.d. úrsögn okkar úr Atlantshafsbandalaginu og krefjast brottfarar hersins, ef Bretar hætta ekki innrásinni. Þetta kann ýmsum að þykja freistandi, en þess ber að gæta, að sliku gæti fylgt siðferðileg skuldbinding sem gæti bundið hendur okkar siðar. Éf t.d. Bretar létu undan værum við búnir að skuldbinda okkur meira en ella til að vera áfram i Nato og leyfa her- setuna." Ummæli Eysteins Jónssonar Þá vitnar Timinn til um- mæla Eysteins Jónssonar, fyrrv. ráðherra, I útvarps- ræðu 1. desember sl., þar sem hann segir: „Miklu tel ég skipta að sú stefna hefur orðið ráðandi, með litlum frávikum að halda herlifi sér og þjóðlifi sér i landinu. Rétt er að minnast þess rækilega nú að sú stefna hefur einnig verið rikjandi að takmarka umsvif varnarliðsins og þar með fjárhagsleg áhrif Eysteinn Jónsson. þess i þjóðarbúinu. Ég tel það mikinn þátt i varðveizlu sjálfstæðis, að þessari stefnu hefur verið fylgt, og ég vona að aldrei komi til á íslandi, að sú stefna verði upp tekin að gera dvöl varnarliðsins að féþúfu eða sérstakri tekjulind fyrir landið. Þjóðin má aldrei verða fjárhagslega háð dvöl varnarliðsins i landinu." Þá segir Timinn: „ Þetta er rétt stefna og henni hafa íslendingar lika i stórum dráttum fylgt hingað til. Varnarmálun- um annars vegar og land- helgis- og efnahags- málunum hinsvegar á ekki að blanda saman." — Undir þessi orð skal tekið. Innlendar skipasmíða- stöðvar Forsætisráðherra gat þess i svari við fyrirspurn á Alþingi, að með hliðsjón af ástandi efnahagsmála, viðskiptastöðu þjóðar- búsins út á við sem og stærð fiskiskipastóls okkar miðað við skynsam- lega sókn i minnkandi fiskstofna, að rikis- ábyrgðir verði ekki veittar fyrst um sinn varðandi innflutning á fiskiskipum. Jafnframt vakti ráð- herra athygli á uppbygg- ingu og þýðingu innlendra skipasmiðastöðva. „Verður að teljast eðli- legt." sagði hann, „að það verði fyrst og fremst þeirra hlutverk að halda við fiskiskipaflotanum. en eins og kunnugt er eyði- leggjast árlega allmörg fiskiskip, úrefdast, eru seld úr landi eða farast. Er hér um verulegt hags- munamál landsbyggðar- innar að ræða og þeirra, sem atvinnu hafa af inn- lendum skipasmiðum og viðgerðum. Ennfremur má vekja athygli á þeirri nauðsyn að innlendu skipasm iðastöðvarnar kanni möguleika á sölu nýbygginga til erlendra kaupenda, þegar innan- landsmarkaðurinn er mettaður." Hafnarstræti 3, simi 20455 — Sætúni 8, simi 1 5655. DJIMPSTEIKINCM - POTTARNIR v NÝ SENDING Á MJÖG 0 HAGSTÆÐU VERÐI BRÆÐURNIR ORMSSON LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 % J Vinsælír islenskir listamenn áeinni ogsömu plötunni A þessari plötu syngja HLJÓMAR og leika eftir margra missera hlé, gullfallegt lag eftir Gunnar Þórðarson. Sagt er að Lónlí Blú Bojs stæli Hljóma, en bíðið bara þangað til þið heyrið í EILÍFÐAR- BRÆÐRUM, varamönnum Lónlí Blú Bojs. Þeir sem hafa næmt eyra geta reyndar gert greinarmun á söngvaranum sem söng ”Heim í Búðardal” og ENGILBERT JENSEN, en á þessari plötu er ósvikinn Engilbert í topp- formi. ÞÓRIR BALDURSSON heiðrar þessa plötu með lagi eftir sjálfan sig og öðru með texta eftir systur sína MARÍU, sem einnig syngur tvö lög. BRIMKLÓ flytur "Kysstu kellu að morgni” . ásamt öðru lagi og HAUKAR eru með eitt sætt lag og ”Þrjú tonn af sandi”. Fæst einnig á litlum og stórum kasettum. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK Hljómplötuútgáfan HLJÓMAR Skólavegj 12 • Keflavík • Sími 92-2717

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.