Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
Eftir Alexander
Solshenitsyn 2. grein
ÞAÐ EINA sem konurnar í fangabúðum
Gulag-Eyjaklasans höfðu sér til varnar
var ef þær voru gamlar eða ljótar.
Fegurð var bölvun þeim konum, sem
þannig voru af Guði gerðar. Stöðug-
ur straumur karlmanna var að rúm-
um þeirra, sem reyndu að fá þær til
fylgilags við sig með góðu eða illu, sum-
ar voru barðar og ógnað með hnif-
um og konurnar áttu sér enga von um
að geta staðizt slíkt til lengdar, þeirra
kostur var aðeins að reyna að velja sér
bezta manninn til að verjast hinum.
Helzta starf fangavarðanna á nóttunni
var að fara um búðirnar og eltast við
konur í karlabröggunum og karla í konu-
bröggunum og að sjálfsögðu að fá útrás
fyrir eigin hvatir. Ekki var óalgengt, að
fangaverðir eyddu heilum nóttum f að
útlista fyrir konunum hversu rangt athæfi
þeirra væri.
En það voru ekki aðeins fangaverðirnir,
sem slitu hjónaböndum búðanna, því lífið
í búðunum var svo öfugsnúið, að það sem
hefði átt að sameina og treysta böndin
varð til að slíta þau, barnsfæðing. Þegar
konan var komin 8 mánuði á leið var hún
flutt i aðrar búðir, þar sem var sjúkrahús
með fæðingardeild, þar sem mjóróma
barnsraddir hrópuðu að þau vildu ekki
verða fangar aðeins vegna synda foreldr-
anna. Þegar konan var búin að ala barnið
var hún send í enn aðrar búðir, fyrir
konur, sem voru með börnin á brjósti, en
þær voru kallaðar „mamki“. Börnin voru
tekin af konunum, en þær síðan með
reglulegu millibili reknar i hóp til að gefa
brjóst. Þegar börnin voru ekki lengur á
BANNAÐ AÐ SKJOTA BÖRN
Áhugi drengja á konulíkamanum byrjar
yfirleitt snemma og í krakkaklefunum
sagði kynhvötin snemma til sfn vegna þess
hve mikið var um kynlíf talað og grófar
sögur sagðar. Unglingarnir létu ekkert
tækifæri ónotað til að fá tilfinningalega
útrás. Eitt sinn kom hópur æstra og'
hræddra barna hlaupandi til hjúkrunar-
konu á barnaheimilinu og báðu hana að
koma og skoða vin sinn, sem væri alvar-
lega veikur. Hjúkrunarkonan gleymdi
allri varkárni og fór með þeim. Þegar inn í
klefann kom skelltu drengirnir hurðum
aftur réðust á hana, tættu utan af henni
fötin og nauðguðu henni á hinn hryllileg-
asta hátt. Enginn gat bjargað henni, því að
það var bannað að skjóta börn og hún
losnaði ekki fyrr en þeir höfðu fengið nóg
og slepptu henni af frjálsum vilja.
I barnanýlendunum voru krakkarnir
látnir vinna 4 klst. á dag og læra f 4 klst.
Námið var hins vegar aðeins orðin tóm.
Þegar börnin voru flutt i fullorðinnabúðir
voru þau látin vinna 10 klst. Hins vegar
var vinnuálagið á þau ekki eins mikið og
þau fengu sama matarskammt og full-
orðnu fangarnir. Þau komu f þessar búðir
16 ára gömul, en vannæringin gerði það að
verkum að þau líktust einna helzt litlum
börnum, vöxturinn hafði staðnað svo og
hugur þeirra og áhugi á lífinu. Eining
barnanna breyttist ekkert eftir að þau
komu i fullorðinnabúðirnar og þetta gaf
þeim styrk og losaði þau undan hömlum.
Þau höfðu enga skynjun á mismuninum á
því hvað væri leyfilegt og hvað væri ekki
Ieyfilegt og báru ekkert skynbragð á gott
Eyjaklasinn
Gulag II
sem þau mynduðu með fingrunum, en
gallinn var sá, að þau reyndu alltaf að
reka fingurna upp i augun á þeim sem
verið var að heilsa. Þetta var einn
uppáhaldsleikur barnanna. Gamall
maður, sem var á gangi og átti sér einskis
ills von, fékk allt í einu tvo fingur upp í
augun og ýtt var við honum, fyrir aftan
hann liggur barn á fjórum fótum og gamli
maðurinn fellur aftur fyrir sig og skellur
með höfuðið i jörðina. Enginn hjálpar
honum á fætur. Börnin voru alls ekki að
gera honum mein, þetta var bara svo
skemmtilegt. Þegar maðurinn staulast á
fætur hvæsir hann f bræði: „Ef ég hefði
vélbyssu myndi ég skjóta þau miskunnar-
laust niður.“ Gamall maður, sem hataði
börnin eins og pestina, sagði að þau væru
eins og drepsóttarplága fyrir hina full-
orðnu og nauðsynlegt væri að drepa þau í
laumi. Þetta reyndi hann og þegar honum
tókst að laumast upp að dreng, þar sem
enginn sá til, skellti hann honum á bakið
og rak hnéð í brjóst honum og þrýsti á þar
til rifin brákuðust, en hann gætti þess að
brjóta þau ekki. Eftir þetta sleppti hann
piltinum og sagði að það væri ekki nokkur
leið að hann gæti lifað af, en enginn
læknir gæti greint hvað væri að. Þannig
olli þessi maður dauða margra barna þar
til þau börðu harin í hel.
H(JN vildi ekki lata krossinn
Zoya Leseheva, 10 ára stúlka, var mjög
frábrugðin hinum börnunum. Foreldrar
hennar, afi, amma og öll systkinin höfðu
verið send í fangabúðir sökum þess hve
heittrúuð þau voru. Zoya var send á
munaðarleysingjahæli og þar lýsti hún því
Hún þreif barnið sitt upp á fótunum
og sló höfði þess við steingólfið
brjósti voru þau tekin algerlega frá mæðr-
unum. Feðurnir fengu ekki að sjá börnin
meðan þeir voru f búðunum. Fram til eins
árs aldurs voru börnin höfð á sérstöku
barnaheimili, eftir það voru þau send á
munaðarleysingjahæli. Fangabúðabarnið
yfirgaf þannig Gulag um tfma, en alltaf
var möguleiki fyrir hendi að það sneri
aftur síðar, sem ungur afbrotamaður.
HtJN VAR BARA „MAMKA“
Árið 1954 eyddi ég einu sinni nótt á
Tashkentjárnbrautarstöðinni og þar voru
einnig um 30 fangar, sem nýlega hafði
verið sleppt úr búðunum skv. einhverri
sérstakri tilskipun. Þeir sátu saman í einu
horni stöðvarhússins og höfðu uppi mik-
inn hávaða og höguðu sér eins og hálfgert
undirheimafólk, sem vissi hversu mikils
virði lífið væri og hafði fyrirlitningu á
öllu frjálsu fólki, sem var umhverfis það.
Karlmennirnir spiluðu á spil en konurnar
rifust hástöfum út af einhverju. Allt í
einu stökk ein konan á fætur með öskri,
þreif barnið sitt upp á fótunum og slengdi
höfði þess í steinsteypt gólfið. Fólkið í
salnum tók andköf af skelfingu en það
gerði sér ekki grein fyrir því, að hér var
ekki á ferðinni raunveruleg móðir, heldur
„rnarnka".
Börnin voru hýst á tvo mismunandi
vegu í Gulag, í sérstökum barnanýlendum,
þar sem einkum voru börn undir 15 ára
aldri, og svo í blönduðum búðum, þar sem
unglingar voru innan um gamalmenni og
öryrkja. Á báðum stöðum voru börnin
fljót að þróa með sér dýrslega grimmd og
báðar búðirnar ólu upp í þeim eðli af-
brotamannsins. Það er athyglisvert þegar
Iitið er á hina grimmdarlegu lífsbaráttu
barnanna, að þau börðust ekki innbyrðis
heldur lögðu á lífsbaráttubrattann sem
ein heild. Óvinirnir voru að sjálfsögðu
fangaverðirnir og kennararnir, sem stálu
matarskammtinum þeirra. Krakkarnir
voru vel meðvitandi um styrk sinn, sem
bygðist í fyrsta lagi á einingu og öðru lagi
á óþekkt. Þegar þau vildu fá mjólk á
kvöldin byrjuðu þau að öskra og berja á
klefadyrnar og brjóta allt og bramla í
klefanum. Þau vissu að þau þurftu ekkert
að óttast, enginn myndi skjóta börn og
auðvitað fengu þau mjólkina. Ef fullorðn-
ir fangar hefðu gert slfkt hið sama hefðu
þeir verið skotnir fyrir uppreisn.
og illt. I þeirra augum var alit, sem þau
langaði í, gott, en allt, sem hindraði þau,
slæmt. Frekjuleg og ósvífin framkoma
barnanna var til komin af því að þau
fundu fljótt að slík hegðun kom sér bezt
fyrir þau í búðunum. Þegar einingin kom
þeim ekki að gagni notuðu þau kænsku og
blekkingu með frábærum árangri. Það var
enginn vandi fyrir dreng að leika hreinan
engil og koma fólki til að tárast á sama
tíma og félagar hans voru að ræna viðkom-
andi aleigunni bak við hann. Börnin gátu
gripið til leiftursnöggra aðgerða og komið
hefnd sinni fram við hvern sem var, og þvi
var það, að enginn þorði nokkru sinni að
koma fórnarlambi þeirra til hjálpar, er
þau gerðu árás. Börnin voru hreinlega
ósigrandi. Svo mörg þeirra gátu gert árás í
einu, að það var ekki viðlit fyrir fórnar-
lambið að greina andlitin í sundur og það
hreinlega hafði ekki nægilega margar
hendur og fætur til að berja frá sér.
„Þtl ER HVORT EÐ ER AÐ DREPAST"
Eldhúsið í einum fangabúðum i
Síberíu var um 150 metra frá híbýlum
fanganna og þessa vegaleng þurftu
fangarnir að bera matinn. Fyrir gamalt
fólk og öryrkja var það mikil hættu-
ferð, því að börnin sátu fyrir þeim
eins og hrægammar og áður en
fólkið gat áttað sig höfðu 3—4 krakk-
ar gert leifturáráá, slegið fórnar-
lambið niður og stolið matarskammtinum
áður en hægt væri að telja upp að þremur.
Aðrir fangar sem sáu þetta þorðu ekki að
koma fórnarlambinu til hjálpar en flýttu
sér heim í þeirri von að sleppa. Eftir þvf
sem fórnarlömbin voru veikbyggðari, því
meiri var grimmdin. Gamall og lasburða
maður, sem eitt sinn var rændur, grátbað
börnin um að skila skammtinum, hann
væri að deyja úr hungri. Svarið var:
„Hvaða máli skiptir það, þú ert hvort eð er
að drepast." Ef frjáls verkamaður, sem
ráfaði af rælni inn í búðirnar á göngu með
hundinn sinn, gætti ekki vel að sér mátti
búast við, að honum yrði boðið skinnið til
kaups utan búðanna sama kvöldið. Börnin
lokkuðu hundinn í burtu, drápu hann,
fláðu og átu á svipstundu.
Ekkert er skemmtilegra en þjófnaður
og rán. Þgu gefa af sér næringu og eru
skemmtileg. Blessuð börnin þurfa til-
breytingu í lifinu og að fá að ærslast.
Börnin í Gulag voru alltaf að ærslast, slást
Sagt frá
grimmdar-
legri lífs-
baráttu
Gulag-
barnanna
og i eltingaleik en þau tóku ekkert tillit til
þess þótt þau tröðkuðu á fólki eða
skemmdu eitthvað eða meiddu. ÖIl börn
leika sér, en flest börn eiga foreldra, sem
stjórna þeim og segja hingað og ekki
lengra og þau er hægt að skamma og refsa.
í búðunum var það ekki hægt, þvi að það
var ekki hægt að ná til barnanna með
orðum, mannsröddin kom þeim ekki við
og þau viðurkenndu ekkert sem þau sjálf
þurftu ekki á að halda.
ÞAU KUNNU EKKI AÐ SKAMMAST SÍN
Það var ekki það að börnin ætluðu sér
að meiða eða brjóta af sér, þau voru
ekkert að látast, þau tóku bara ekki tillit
til neins nema sjálfra sfn og eldri þjófa.
Það var með þessum augum sem þau litu
lffið og umheiminn og ekkert fékk breytt
því. Þegar dagsverki fanganna var lokið
og þeir gengu í röð heim á leið úrvinda af
þreytu ruddust börnin með ærslalátum
inn i röðina til að riðla henni, ekki af þvf
að þau meintu neitt illt með því heldur
bara af því að það var skemmtilegt. Þau
voru alltaf með hávaða og læti bölvuðu
Guði, Kristi og Maríu mey og hrópuðu
ógeðsleg klúryrði án þess að skammast sín
hið minnsta i viðurvist eldri og yngri
kvenna. Þau kunnu ekki að skammast sfn,
þvf að þau vissu ekki að nein takmörk
væru til.
Fullorðna fólkið hataði þessi börn eins
og pestina og hrópaði að þeim ókvæðisorð-
um, stundum með svo miklum biturleika,
að ef orð hefðu getað drepið þá hefðu
þeirra orð átt að valda dauða um leið.
Helzta kveðja barnanna var v-merki,
yfir að hún myndi aldrei taka af sér
krossinn, sem hékk í festi um háls hennar
og móðir hennar hafði gefið henni, er þær
skildu. Hún hnýtti festina svo fast, að ekki
var möguleiki fyrir starfsfólkið að læðast
að henni að næturlagi og taka krossinn.
Fólkið hélt áfram að þrasa f henni unz
hún hrópaði upp yfir sig í bræði sinni:
„Þið getið kyrkt mig og síðan tekið kross-
inn af lfkinu." Þá var hún send af
munaðarleysingjahælinu á hæli fyrir van-
gefin börn. Þar hélt þrasið áfram, en hún
stóð föst fyrir og var að lokum gerð að
pólitískum fanga. Zoya varð brátt fullviss
um að Stalin væri orsök alls ills f hennar
lífi og því meir sem kennarar hennar og
útvarpið hrósuðu Stalin því vissari varð
hún í sinni sök. Hún fékk brátt hin börnin
f lið með sér og brátt fóru alls konar
fúkyrði að birtast á styttu af Stalín, sem
stóð í garðinum ásamt klúrum teikn-
ingum. Yfirmennirnir máluðu alltaf
yfir styttuna og sendu skýrslu til
KGB. Um koll keyrði svo einn morgun-
inn, er styttan fannst mölbrotin.
Þetta var verk hryðjuverkamanna.
Sveitir KGB-manna komu á vettvang og
hófu rannsókn með sfnum aðferðum og
hótunum um að taka öll börnin af lífi. Það
hefði ekki komið neinum á óvart þótt 150
börn hefðu verið skotin og ef Stalín
sjálfur hefði vitað um atburðinn hefði
hann örugglega fyrirskipað aftöku.
Enginn veit hvort börnin hefðu gefizt
upp, því að Zoya játaði og hún var dæmd
til dauða. En, þar sem hún var aðeins 14
ára, var dauðarefsingunni breytt í 10 ára
fangelsi. Hún var í venjulegum búðum til
18 ára aldurs, en þá var hún send til
sérbúða. Fjölskylda hennar slapp brátt út,
en Zoya fékk hvern dóminn á fætur
öðrum og veslaðist upp í búðunum.
Loftslagið í Eyjaklasanum Gulag, hvar
sem búðirnar voru, var „heimskautalofts-
lag“ 12 mánuði ársins og það mátti sjá á
andlitum fanganna, alltaf á verði án
snefils af góðvilja. Hitastigið skipti ekki
máli, það var hinn andlegi kuldi, sem réð.
Fangarnir búast alltaf við þvf versta og að
ástandið versni. Þannig er líf þeirra,
stöðug bið eftir áföllum og árás hins illa
anda. Það skiptir engu máli hvernig
ástandið er, fanginn hugsar alltaf að það
gæti verið verra. Hann hugsar aðeins um
það að lifa, hvað sem það kostar og það
þýðir á kostnað einhvers annars.