Morgunblaðið - 14.12.1975, Page 14

Morgunblaðið - 14.12.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 Framhald af bls. 12 dæmi. Um daginn voru mótmælaaðgerðir gegn því að senda hersveitir til Angóla. Herinn skipulagði þær sjálfur. I gær kom ég inn á hótel og hitti nokkra unga her- lögreglumenn. Þeir þyrptust að mér og sögðu: „Soares, hafið þér heyrt að um daginn munaði minnstu að við dræp- um forsætisráðherrann?" Gapandi af undrun stamaði ég: „Hvað þá? Hvernig? Hvenær?“ Þeir svöruðu: ,,Já. Við vorum á mótmælafundinum og Concalves kom í bflnum sínum, með vélhjólafylgd og hvaðeina til Belem. Við réðumst á vélhjóla- mennina og síðan á bíl Concalvesar. Við reyndum að berja í hliðarnar á bílnum til að opna hann og minnstu munaði að það tækist, en bflstjóranum tókst að spýta í og komast undan. Þegar ég skýrði Gosta Gomes frá þessu sagði hann: „Já, ég hef heyrt um þetta. Þetta er mjög alvarlegt." Annað dæmi: I fyrradag réðust flótta- menn frá Angola inn f Angolabankann í Lissabon og vildu skipta angólskum eskút- um í portúgalska. „Við höfum verið hlunnfarnir! Við viljum fá peningana okkar aftur,“ hrópuðu þeir. Hernum tókst að ná samkomulagi við fólkið og morgun- in eftir sagði forseti lýðveldisins glaður í bragði frá því að þetta hefði allt farið vel. Hann var enn að óska sjálfum sér til hamingju þegar síminn hringdi: bankinn hafði aftur verið tekinn af angólskum flóttamönnum. Þeir höfðu ruðzt inn jafn- skjótt og opnað var og hótuðu nú meira að segja að búa um sig í bankanum. Fallaci: 1 borgarastyrjöld mætast tvær andstæður fylkingar. Gegn Goncalves og Cunhal og kommúnistum þeirra standa nú ekki aðeins Soares, Antunes og sósíalistar. Otelo Carvalho og róttæku öflin eru með f dæminu. Soares: Carvalho er lýðræðissinni og byltingarmaður að mínum dómi. Kannski hefur hann orðið fyrir áhrifum frá öfga- mönnum til vinstri, en hann hefur ekki látið nota sig. Það er dagsanna að hann skiptir oftlega um skoðanir og varpar stundum fram næsta annarlegum hug- myndum. Þér munið kannski, hvað hann sagði við heimkomuna frá Kúbu eða orð- bragðið við bandaríska sendiherrann sem hann sakaði um að vera CIA-útsendara. Ég var utanríkisráðherra þá og veit hvað þessar yfirlýsingar hans komu okkur í mikinn vanda. Engum dettur í hug að Otelo Carvalho sé diplómat. En hvernig sem á er litið: orð eru orð og annað ekki, og það verður að fýrirgefa honum ýmsa furðuafstöðu sem hann tekur. Sú stað- reynd stendur að hann gegnir mikilvægu hlutverki. Og kæmi til vopnaðra átaka myndi hann ekki verða þriðja aflið. Fallaci: Hvað þá um fasistana? Við skul- um segja sem svo, að borgarastyrjöld brjótist út milli sósfalista og kommúnista, og Carvalho sé á bandi sósíalista. Ef fasistarnir snúast og gegn kommúnistum verða lyktir þær að þér berjist hlið við þeirra hlið. Hvað segið þér um það? Soares: Það er einmitt þetta sem Cunhal hefur f huga þegar hann reynir að varpa okkur I fangið á endurskoðunarsinnum. Við munum ekki falla í þessa gildru vegna þess að flokkur okkar er vinstriflokkur og það getur vel verið að við eigum ýmislegt sameiginlegt með öfaöflun- um lengst til vinstri. Með maóistunum og fleirum. Þetta leysti ekki hina flóknu og hryllilegu ógnun sem blas- ir við okkur. En ástæðan er því ríkari til að óska þess að okkur auðnist að koma í veg fyrir borgarastyrjöld. Og víst er að á hverjum degi heyrast nýjar sögur þar sem það er borið á borð að Spinola sé banda- maður Soares og það er vfst að Soares vill ekki sjá neina slíka samvinnu. Enginn sósíalisti vill líta við slíku. Það sem við viljum er að verða flokkur hinna vinnandi stétta. Ef við neyðumst út í átök við kommúnistana munum við berjast upp á eigin spýtur, án nokkurrar aðstoðar frá endurskoðunarsinnum. Vegna þess ég myndi heldur aldrei treysta á slíka hjálp. Hægrisinnar hafa ekki á okkur ást. Og skyldu hægriöflin skerast í leikinn gegn 'kommúnistum munu þau einnig þurfa að berjast við okkur. En ekki með þvf að vera þriðja fylkingin, heldur hægravaldarán. Ég óttast það meira en borgarastyrjöld. I Portúgal er nú verulega mikil hætta á kúppi frá hægrivængnum. Á sama hátt og staðan í maí var sú að þá ógnaði kommúnistahættan okkur, er svo, komið að hættan er nú mest úr hægriátt. Fallaci: Og orðtakið segir að berjist tveir, sigri hinn þriðji. Soares: Það er ekki meginmálið, vegna þess að afsðkunin fyrir slfku valdaráni rekst ekki til deilunnar milli okkar og kommúnistanna. Það eru kommúnistar sjálfir sem sækjast eftir slíku. Það eru þeir sem eru að þrýsta á og þeir eru að þrýsta stórum hluta þjóðarinnar inn í út- rétta arma endurskoðunaraflanna. Fólk er farið að segja: „Ef þessu heldur svo fram sem horfir er kannski skömminni skárra að fá sterka hægristjórn." Þetta heyrir maður hvarvetna. Við þurfum ekki annað en hlusta á leigubílstjóra sem ekur okkur spölkorn. Við heyrum þetta á götu- hornum. Fólk er órótt f geði, stundum örvæntingarfullt og það er yfir sig hrætt við kommúnistana. Cunhal hefur meira að segja tekizt að hræða marga verka- menn. Ofan á þetta bætist mál flóttamann- anna frá Angola. Þeir eru beizkir. Kannski er of langt gengið að segja þeir séu endurskoðunarsinnar. En þeir eru afl sem endurskoðunarsinnar gætu auðveld- lega fengið í lið mér sér. Vegna þess þeir hafa glatað öllu og vilja fá sinn blóra- böggul. I slíku hugarástandi eru þeir að koma aftur til lands sem er í rústum, félagslega og efnahagslega og hálflamað af stjórnleysi. Sumir þeirra eru þegar farnir að starfa og láta að sér kveða. Fallaci: Ogerof seint að Ieitaúrbóta? Soares: Aldrei er of seint að reyna að bjarga sér ef maður hefur staðfastan vilja. Við sósíalistar höldum baráttunni áfram. Auðvitað væri það hörmulegra en orð fá lýst, ef við biðum lægri hlut. Ef okkur tekst ekki að koma okkur saman um vinstri stjórn til að leysa vandamál verka- mannanna eins fljótt og mögulegt er og koma efnahagslífirtu aftur á kjöl. Ég skal segja yður... að innan tveggja mánaða mun óánægjan vera komin á svo hátt stig að ekkert verður þá auðveldara en hægravaldarán. Fallaci: Aðeins tveir mánuðir til stefnu ? Soares. Já, aðeins tveir mánuðír Hundruðir ef ekki þúsundir portúgalskra hermanna eru að búa sig undir það í Frakklandi, skammt frá Iandamærunum við Spán. Meira að segja hér innanlands. 1 gær var dreift bréfum á götum Lissabon, þar sem Spinola var hafinn til skýja. Fyrir einum mánuði hefði slíkt verið óhugsandi: fólk hefði ekki unað því. Nú er þessu tekið sem eðlilegum hlut. Fólk greip bréfið og það var lesið. Ég sagði Costa Gomes frá þessu. Hann sagðist vita um málið. Fallaci: Svo að hin svokatlaða bylting hefur sem sé misheppnazt? Soares: Nei, ekki enn. Eða við skulum segja sönnu nær að hún hafi ekki mis- heppnazt en henni sé ógnað. Hún sé í hættu. Umfram allt . vegna þess að kommúnistar neita að skilja að hana verður að framkvæma með takmarka- lausri gætni. An þess að gleyma því til dæmis að hugsa þarf um bændurna norð- ur í landi og að auka mikilvægr- ar verlalýðsstéttar eru minnihlut- ur opinberra starfsmanna. Eða er Portú- gal er evrópskt land með menningu i samræmi við það. Portúgalar líta á sig sem Evrópuþjóð og ein milljón Portúgala vinnur f löndum Efna- hagsbandalagsins. Við treystum á EBE- löndin í 80% viðskipta okkar. Þjóð- nýtingu hefði átt að framkvæma stig af stigi til að vekja ekki upp andúð i Evrópu. En hvað hefur verið gert. Leiðin hefur verið skilin galopin eftir til lýðskrums, borgarastéttirnar hafa verið reittar til reiði, þeir sem buðu fram stuðning hafa verið flæmdir í burtu og kirkjan sem var hlynnt okkur hefur verið þvinguð í and- stöðu við okkur. Mikil öfl hafa verið gerð óvirk og hættan á Pinochet hefur eflzt. . Fallaci: Eigið þér þar við Spinola? Soares: Nei. Spinola... Ég skal segja yður að eiginlega langar mig ekki til’ að tala um Spinola. Af ýmsum ástæðum. Ég tel hann hafa gert alvarleg mistök, heimskuleg mistök. Og ég held að kannski sé hann meðal þeirra sem eru ábyrgir fyrir því sem fór að gerast eftir að hann hvarf á braut... Spinola var skekkjan í lögmæti byltingarinnar. Skekkja til hægri. Til dæmis vildi hann setja byltingunni takmörk og gerði sér ekki grein fyrir hversu fráleitt slíkt hlaut að vera. En um hann hefur líka verið sagt margt ósatt, sérstaklega af hálfu kommúnista. Við getum þó ekki neitað því, að Spinola heyrði byltingunni til. Hvort sem okkur líkar betur eða verr var hann fulltrúi einhvers til að byrja með. Þess vegna meðal annars kýs ég að segja það eitt, að hann hafi gert skyssur: til dæmis varð honum illilega á f messunni, þegar hann tók nokkra lýðræðislega þenkjandi menn og bar upp á þá að þeir væru maóistar. Hann gerði líka fleira sem vérður að skoðast alvarlegt. Hann gaf hæpnar yfirlýsingar, svo að ekki sé nú meira ságt. Hann gerði vond mistök, hrapalleg mistök. En þá skal haft í huga, að hann var ekki greindur maður. Fallaci: Svo að þér trúið því ekki, að hann taki hlutverk Pinochets? Soares: Nei, það held ég ekki. Fallact: Mér finnst einkennilegt hvé þér virðist telja hann lítilvægan. Soares: Ég endurtek að það er vegna þess að ég hef ekki trú á Spinola. Ég hef ekki trú á stjörnu hans, jafnvel þótt ég viti einnig að hann nýtur enn nokkurrar hylli í Portúgal. Nú má vera að mér skjátlist. Skjátlaðist mér kennski ekki um Goncalves til að byrja með? En ég fæ með engu móti séð að Spinola sé sá maður sem nokkur vitiborinn aðili ætti að veðja á. Fallaci: Yður er náttúrlega kunnugt um, hvað sagt er um yður og Spinola. Sagt að þið hafið samband ykkar i millum, þótt það hafi verið á óbeinan máta. Sagt að fyrirhugaður sé fundur milli ykkar. Soares: Veit ég það, sveinki. A hverjum degi er reynt að ýta undir þessar sögusagnir um að ég hafi samskipti við Spinola. Allt slíkt er lygi og uppspuni frá rótum og ég tel óþarft að vera stöðugt að hamra á þvf, að ég stend ekki í neins konar samkrulli með Spinola. Ég vil ekki sjá það. Enginn í mínum flokki heldur. Ég vil ekki... við viljum engin samskipti við Spinola. Fallaci: Ef við sleppum nú Spinola. Hvar er þá Pinoche't meðal þessara her- manna... Soares: Ég hef svarið á reiðum höndum. Tveimur mánuðum áður en Allende dó var mér boðið f heimsókn til Chile. Þegar Allende tók á móti mér var Pinochet þar líka — í sama herbergi. Já þarna var hann... hann var þarna... og enginn vissi að hann yrði Pinochet. Hánn var í hópi ráðgjafa forsetans í hermálum. Hann brosti eins og aðrir. Og enginn vissi að hann var Pinochet þótt allir vissu að hann héti það. Hræðilegt. Ægilegt.... Fallaci: Eitt er öruggt mál: hver sá sem heimsækir Portúgal hlýtur þegar að fyllast þeirri vissu að þetta hljóti allt að enda í harmleik. Soares: Við skulum vona, að svo fari ekki. Ég vil ekki harmleiki. Ég er fiðsemdar maður, mér þykir gaman að lifa og ég kann ekki einu sinni að handleika byssu. Maður heyrir að öll þjóðin sé að vopnast upp fyrir eyru en ég — trúið mér nú — ég á ekki einu sinni leikfangabyssu. Hvorki heima hjá mér né annars staðar. Vegna þess ég tel að mitt vopn sé penninn og vegna þess ég kann ekki að skjóta og langar ekki að læra það. Fallaci: Svo að þér mynduð ekki taka þátt í vopnuðum átökum ef nauðsyn krefði? Soares: Skothríð? Fallaci: Auðvitað skothríð líka ef nauð- synlegt væri. Soares: Hver? Ég? Nei. Nei. Aldrei! Aldrei nokkurn tfma! Ég segi yður satt að ég hef aldrei komið við byssugikk á ævinni. Ég hef aldrej farið á veiðar. Eng- inn í fjölskyldu minni. Ég hef aldrei gegnt herþjónustu. Þegar ég var kvaddur í her- inn var ég svo horaður og þjáður af astma að það var hægðarleikur fyrir föður minn að fá mig undanþeginn herskyldu. Ég held ekki að Cunhal hafi heldur gegnt herþjónustu. Ég trúi því ekki að hann hafi gert það. Hvað mig snertir get ég sagt yður það að ég vildi frekar deyja en skjóta á nokkurn mann. Ég get ekki imyndað mér mig drepa einhvern eða særa. Yrði ég fyrir þvf að verða mannsbani f umferðar- slysi myndi það verða mér ægilegt sálar- legt áfall. Þegar ég var lögfræðingur og þurfti að verja mann sem var sekur — að yfirlögðu ráði eða ekki — um manndráp spurði ég sjálfan mig alltaf þessarar spurningar „Hvað ef þetta kæmi fyrir mig?“ Ég komst alltaf að sömu niður- stöðu: Ég myndi missa vitið... Fallaci: Svo að ríði fasismi aftur í garð f Portúgal mynduð þér ekki einu sinni koma fyrir smásprengju? Soares: Leyfið mér nú að hugsa mig um. Ég myndi að vísu koma fyrir sprengju með því skilyrði að hún særði engan eða deyddi. Til dæmis gæti ég ímyndað mér að ég gæti sett sprengju i mannlaust hús. Ef ég vissi að einhver gæti átt leið hjá myndi ég ekki fallast á að koma henni fyrir. Aldrei nokkurn tfma. Ekki einu sinni f sjálfsvörn. Ef einhver ætlaði að drepa mig myndi ég ekki verja mig með þvf að drepa hann. Frekar léti ég drepa mig. Fallaci: Það er ekki út í hött að tala um þetta, þar sem ég veit þér eruð stöðugt að fá líflátshótanir. Soares: Já. A hverjum degi. Síminn hringir. Ég svara og rödd segir: „Soares, þú verður drepinn fljótlega...“ eða „Soares, í dag muntu deyja." Og ég svara: „Allt í lagi.“ Við verðum að horfast í auga við að það tjóir ekki að vera hræddur, fara í felur, ganga um með vopnaðan lffvörð. Þegar voldug samtök ætla sér að útrýma einhverjum tekst það alltaf. Hvað svo sem er mikið af öryggisvörðum. Sjáið nú til dæmis hvernig fór með Kennedy- bræðurna. Niðurstaðan er sem sagt þessi: „Ég kýs að halda áfram að lifa hefð- bundnu lífi, ganga um einn míns lfðs og hafa ekki áhyggjur. Hræðsla er heimsku- leg. Hræðslan er auðmýkjandi. Ég vísa slfku frá mér. Ég hef ekki fundið til hræðslu. Aldrei nokkurn tíma. Um daginn réðst að mér á götu flóttamaður frá Angola. Ég var þá með félaga Zenha. Maðurinn stökk að mér og æpti: „Hvers vegna seldirðu svertingjum Angola?" Ég ýtti honum frá mér og svaraði: „Ef þér spyrjið mig kurteislega skal ég skýra það fyrir yður, að ég hef aldrei selt neinum neitt.“ Hann réðst þá að mér aftur, svo að ég varð að ýta honum frá mér... Nú, þér vitið kannski að ég er einn af fáum sem sef heima hjá mér nú. I Lissabon skipta nú ýmsir um heimilisfang frá degi til dags. Af hræðslu við handtöku.. . hryðju- verk... Ég hef ekki annað að segja en þetta: Ef þeir vilja handtaka mig vita þeir hvar mig er að finna. Og vilji þeir gera það verða þeir að skýra vel á hvaða for- sendum slíkt er framkvæmt. En hvernig sem á allt er litið: hvaðeina er betra en leggja á flótta. Faliaci: Nú sé ég hvað það er. Soares: Hvað? Fallaci: Þessi pirrandi rósemd. Það er sang-froid. Með öðrum orðum — hugrekki. Soares: Það voruð þér sem skrifuðuð að ég væri meyr. Fallaci: Það er satt. Ég bið forláts. Soares: Látið það nú ekki á yður fá. Margir eru á þessu. Það er vegna þess hvernig andlitið á mér er. Þessi þungu augnalok, — pokandi kinnar. Vinur minn sem er myndhöggvari ætlaði einu sinni að gera brjóstmynd af mér. Það tók óratíma. Hann hjó og skar. Svo sagði hann: „Þetta er erfitt. Þú hefur svo venjulegt andlit, þetta gæti verið af hverjum sem er, andlitsdrættirnir eru meyrir, þó að þú sért það ekki.“ Með því að segja yður þetta er ég svo sem ekki að gefa í skyn að ég sé hörkutól. Ég er það ekki, enda þótt ég láti stundum undan ofboðslegri bræði. En ég gefst ekki upp og ég læt ekki ótta ná valdi á mér. Þegar ég var f fangelsi var ég aldrei hnípinn eða kjarklaus. Fallaci: Og í dag. Soares: Það er mál málanna að glata aldrei voninni og blekkja ekki sjálfan sig. Vissulega verður maður að rækta með sér vonina og heyja baráttuna. Fallaci: Eins og Englendingurinn sem rak Iranum kjaftshögg. Soares: Ég veit reyndar ekki hvort ég greiddi það kjartshögg í raun og veru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.