Tíminn - 18.05.1965, Síða 2

Tíminn - 18.05.1965, Síða 2
2 ■ MÁNUDAGUR, 17. maí. NTB-Cardiff. — 28 kolanámu verkamenn létu lífiS, en 12 var bjargað í kvöld í kolanámu einni í Tonypamdy við Cardiff í Wales, en sprenging varð í námunni í dag. Alls munu 180 menn hafa unnið í námumni, þegar sprengingin. varð um 185 metra niðri í jörðinni. NTB-Santo Domingo. — Caa- mano ofursti, sem domini- kanska þjóðþingið kaus forseta fyrir nokkru, sagði í dag, að ríkisstjórn hans myndi áfram ban,na kommúnistaflokkinn í Dominikanska lýðveldinu. Hann sagði, að engir kommúnistar væru háttsettir innan hreyfing ar hans, og hann kvað ríkis- stjórn sína vera á móti ein- ræði, hvort sem það væru hægri eða vinstri menn, sem að því stæðu. Caamano sagðist ætla að halda frjálsar kosning ar 20. desember næsta ár, og sagði, að ríkisstjórn, sem yrði kjörin í þeim kosningum myndi taka við völdum 27. febrúar 1967. Caamano sakaði bandaríska sendiherrann, Tapley Bennet, fyrir að bera fulla ábyrgð á núverandi ástandi í Ðomini- kanska lýðveldinu, því að hann hafi í byrjun uppreisnarinnar gefið Johnson forseta rangar upplýsingar. Sagði hann, að ef Bennet hefði ekki gert það, þá myndi nú ríkja friður í landinu. Sagðist hann vona, að atburðir síðustu vikna myndu ekki eyði leggja þá góðu og löngu vin áttu, sem verið hafi milli Bandaríkjanna og Domini- kanska lýðveldisins. NTB-Jerúsalem. — Forsætis- tó ráðherra ísraels, Levi Eskol, | lagði í dag fram í ræðu í þjóð & þinginu formlegt tilboð til | Arabaríkjanna um að hefja frið BB arvjðræður. Lagði Eshkol fram uppkast að friðaráætlun, sem er grundvölluð á því, að sjálf stæði og landamæri allra ríkj anna verði virt. í áætluninni er m.a. bent á þann möguleika, að Arabaríkin fái aðgang að Mið jarðarhafsströnd ísraels. og einnig verði tekin upp sam- vinna á sviði ferðamála og tek in upp gagnkvæm efnahagsað- g stoð. Einnig er lögð áherzla á, p að herbúnaðarkapphlaupið í Mið-Austurlöndum verði stöðv að og fjármagnið notað til upp byggingar ríkjanna. NTB-Washington. — Bandarík in hafa opinberlega boðizt til þess að veita OAS — Samtök um Ameríkuríkja — yfirráð yf- ir herliði Bandaríkjamanna í Dóminikanska lýðveldinu. Þá er talið hugsanlegt, að bráð- Iega munli eiga sér stað veru iegar breytingar á stefnu Bandaríkjanna í Dominikanska S lýðveldinu, sem m.a. getur orð $ ið til þess að herforingjar eins | og Barrera og Wessim y Wessin R verði „fjarlægðir“. TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965. BÖRNIN MECA EKKIHRÓPA „HEH // JHM—Reykjavík, mánudag. Á morgun, þriðjudag, kemur Elísabet Englandsdrottn ing í opinbera heimsókn, ásamt manni sínum Philip, til Vestur-Þýzkalands. Þessi heimsókn, e'ins og allar aðrar opinberar heimsóknir, sem konungshjónin fara í, er vandlega undirbúin og til þess farin að sýna virðingu og veldi drottningarinnar. Heimsóknin hefur verið mikið rædd af stjórnmálasérfræðingum og dagblöðum í Evrópu, og reynt er að tengja hana við aukin stjórn- málasamskipti Bretlands og V-Þýzkalands. Mikill undirbúningur er fyr ir heimsóknina, og dagskráta hefur verið vandlega sett sam- an, og m.a. á Elísabet að leggja blómsveig við styttu Beethov- ens í Bonn, þann 19. maí. Þeg ar þessi stytta var afhjúpuð í ágúst 1845 voru Viktoría drottn ing og Albert prins þar við- stödd. Konungshjónin fara um Bonn, Kobkenz, Wiesbaden, Munchen, Stuttgart, Cologne, Dusseldorf, Duisburg, Hanover og Hamborg. Þá koma þau einn ig til V-Berlínar þar sem þeim verður sýndur kommúnistamúr inn, sem aðskilur borgarhlut- ana. Þau munu og hitta þrjár systur Philips, er búa í Þýzka landi, sem allar eru giftar aðals mönnum. Sumir stjórnmálasérfræðing ar segja að þessi ferð sé nokk urs konar viðurkenning á hin um „góðu Þjóðverjum“ sem byggja V-Þýzkaland. Þessi heim sókn Elísabetar er nokkuð sein ef miðað er við, að De Gaulle hefur komið í margar heimsókn ir til landsins í þeim tilgangi að auka tengslin á milli landanna. John F. Kennedy var í Þýzka landi fyrir rúmum 2 árum, og vann vinsældir þjóðarinnar, sérstaklega þó þegar hann sagði í hinni frægu Berlínarræðu sinni; „Ich bin ein Berliner". Eitt af brezku blöðunum, Yorkshire Post segir nýlega í ritstjórnargrein: „Það, sem er undarlegast við heimsókn drottningarinnar til Vestur- Þýzkalands er, að hún skuli ekki hafa verið farin fyrr! Önnur blöð benda á, að V- Þýzkaland sé nú sannur með- limur í samvinnu vestrænna þjóða, og að tími sé til kominn að Bretar og Þjóðverjar gleymi öllum gömlum erjum og minn ingum. Blöðin benda á að heim sóknir De Gaulle til Þýzka- lands sýni, að Frakkar, sem urðu að þola meira en við (Englendingar) í báðum heims styrjöldunum eru nú reiðubún ir til að lifa með nágrönnum sínum“. Þessi heimsókn, sem hefur lengi verið í undirbúningi, kem ur sér mjög vel fyrir Wilson, forsætisráðherra. Hann var ekkert sérlega hrifinn af nánari samvinnu V-Evrópuríkja í kosn ingunum á s.l. hausti, en núna er hann farinn að láta meira og meira í það skrna, að hann vilji meiri samvinnu „yfir sund ið“. Þessí heimsókn er líka góð fyrir Erhard þar sem De Gaulle er nýlega búinn að neita að taka undir áskoranir Breta og Bandaríkjamanna um samein ingu Þýzkalands. Sameiningar málið er mjög áríðandi kosning aratriði fyrir Erhard, og öll aðstoð í þeim málum er því vel þegin frá Bretum. Hann sagði nýlega á fundi um stofnun „bandaríkja Evrópu“: „Við vitum það öll einum of vel, að Evrópa getur aldrei orðið þýzk, frönsk, eða rússnesk, enda byggist hún á samvinnu og jafnrétti allra aðila“, Heimsókn Elísabetar og Philips til Þýzkalands verður án efa ánægjuleg, sérlega þar sem skólabörnum hefur verið sagt að þau megi ekki hrópa „Heil“, þegar þau standa með- fram götum þeim sem konungs hjónin aka um, því það sé álitið vera dónalegt. Aftur á móti megi þau klappa og veifa hönd unum að vild. — börnin mega ekki hrópa „Heil". rwivuqufu. ítiU .fi«i _ TA_ brot og þjófnaði og 7 faisanir KJ-Reykjavík, mánudag. Fimm piltar, 14, 15 og 16 ára hafa játað á sig samtals 24 inn- brot og þjófnaði, sjö falsanir á ávísunum og tvo bílþjófnaði. Piltarnir hafa framið þessi af- brot frá því í . byrjun apríl og fram til 11. þessa mánaðar að þeir voru handteknir. Stærstu hlutirnir sem þeir stálu, voru þrjú segul- Blikfsxi til Isafjarðar GS-ísafirði, mánudag. f dag kom hin nýja vél Flug félagsins, Blikfaxi, í fyrsta sinn hingað til fsafjarðar. Vélin kom liingað klukkan 13,15 og með henni voru farþcgar og boðsgestir, þar á meðal þeir alþingismenn Vest- fjarða, sem í Reykjavík voru, Sig- urvin Einarsson, Ilannibal Valdi- marsson og Sigurður Bjarnason. Bjarni Guðbjörnsson forseti bæjarstjórnar tók á móti vélinni með ræðu, en Örn O. Johnson þakkaði. Síðan var fréttamönnum og sveitarstjórum og afgreiðslu- mönnum Flugfélagsins allt frá Patreksfirði til Bolungarvíkur boð ið í flugferð. Flogið var norður að Horni og inn með Ströndum, suður fyrir Drangajökul og síðan út Djúpið og aftur til ísafjarðar. Menn létu í ljós mikla ánægju yfir þessum nýja farkosti, en þeir sem ekki eru í beinu flugsambandi við Reykjavík á vegum Flugfélagsins, vona nú eindregið, að þeir kom- ist í slíkt samband. .eftir að Björn Pálsson og Flugfélagið hafa tekið upp samvinnu sín á milli Frá ísafirði fór vélin aftur full skipuð farþegum kl. 15,15. bandstæki, þrír plötuspilarar og tvær rakvélar, en auk þess hafa þeir stolið tóbaki, sælgæti og pen- ingum, sem þeir notuðu til áfeng- iskaupa og í skemmtanir. Ávísana- eyðublöðin, sem þeir fölsuðu, stálu þeir hjá verzlun einni, og voru upphæðirnar á hverri ávísun frá 800—1000 krónur eða nærri sjö þúsund krónur alls. Piltarnir fimm voru ýmist 2, 3 eða fjórir saman við þessa iðju, en alls voru staðirnir, sem þeir brutust inn á eða stálu á 14. Á einum staðnum, þar sem þeir brutust inn, munu þeir þó ekki hafa stolið neinu en aftur á móti fóru þeir þar í bað, en þetta var í Sundlaug Vestur- bæjar, og hentu alls konar dóti Framhald á 14. síðu. HÖFÐA MÁL! Aðils-Khöfn, mánudag. Árna Magnússonar-nefndin hef- ur nú samþykkt einróma að höfða mál gegn menntamálaráðuneytinu vegna fyrirhugaðrar afhendingar íslenzku handritanna. Stefnunni verður lýst um leið og frumvarpið verður samþykkt við þriðju um- ræðu í þjóðþinginu á miðvikudag- inn. Málið verður flutt við Öster- landsret, og mun augljóslega ganga til hæstaréttar. Nefndin hef ur samið við G. L. Thistrup hæstaréttarlögmann um að flytja málið. í opinberri tilkynningu um máls höfðunina, sem er undirrituð af prófessor Chr. Westergárd Nielsen fyrir' hönd nefndarinnar, segir, að prófessor Jón Helgason sem á sæti í nefndinm. hafi ekki setið fundinn samkvæmt eigin ósk. Þrjár árbrúaðar í Öræfasveit Reykjavík, mánudag. í TÍMANUM á sunnudag birtist frétt um, að þrjár brýr verði byggðar í Öræfasveit í sumar, en því miður féll niður nokkur hluti fréttarinnar, og birtist því aðal atriði hennar hér aftur: Blaðið átti í dag tal við Árna Pálsson, yfirverkfræðing Vega- málaskrifstofunnar, og sagði hann blaðinu, að í sumar yrðu Svínafellsá, Kotá og Gljúfursá brú aðar. Allar eru brýrnar smíðaðar hér syðra og fluttar austur, þar eru svo steyptir stöplar og brýrn ar settar saman. Allar brýrnar eru stálbitabrýr með trégólfi. Sú stærsta verður á Svínafellsá, en hún verður 32 metrar á lengd. Er þegar búið að flytja allt til henn ar austur og vinna við stöplana hófst fyrir um þrem vikum undir stjórn Jónasar Gíslasonar. Næst- stærsta brúin verður á Kotá, sem er milli Hofs og Svínafells. Verð ur sú brú 30 metrar á lengd, og er efnið til hennar á leið austur núna. Þriðja brúin. á Gljúfursá, sem er rétt vestan við Fagurhóls mýri, verður 12 metrar á lengd. Árni kvað allt efnið hingað til hafa veríð flutt landveginn og hefðu þeir flutningar gengið ágæt lega, vegna þess hve lítið var í vötnunum á Skeiðarársandi. Verð ur lögð mikil áherzla á að ljúka flutningum, áður en sumarvöxtur hleypur í vötnin. Þegar þessar brýr verða full- gerðar eru fá vatnsföll orðin eftir óbrúuð ínnan Öræfasveitar. Þó eru tvær ár austan Hnappavalla, Hólá og Stigá, sem geta orðið býsna slæmar yfirferðar, ef þær falla saman, og svo Hrútá, sem er austan Kvískerja og er mikið vatnsfall. Austan og vestan sveitarinnar eru svo mikil vatnsföll óbrúuð, sem hamla samgöngum á landi, við umheimínn mestan hluta árs- ins, en horfur eru nú á því, að einangrun sveitarinnar verði brátt rofin, því brú á Jökulsá á Breiða merkursandi er komin inn í hina nýju vegaáætlun Sagði Árni blað inu, að það yrði mikil hengibrú, sem taka myndi mörg ár að smíða. Siglingar hafnar til Sauðárkróks að nýju GÓ-Sauðárkróki, mánudag. Vöruflutningaskip kom hér í fyrsta sinn í gær frá þvi 16. marz, og var það Skjaldbreið Að vísu var nokkur ís á höfninni. en skipið komst þó í gegn um hann Póstbáturinn Drangur hefur verið eina skipið sem hingað hefur kom ið. nú er um mánnður síðan hann komst hingað síðast Tungufoss kom hér líka en treysti sér ekki inn á höfnina, og fór til Hofsóss þar sem vörunum er hingað áttu að koma var skipað upp. Núna er von á hverju skipinu á fætur öðru á næstunni. og koma hér fyrst 3 „fellin". þá sementskip og síðan Rangá. Ef ekki rekur inn ís núna er vonandi að skipin geti losað hér áburð og þungavöru, sem bið hefur orðið á að kæmizt Framhald á 14. síðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.