Tíminn - 18.05.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 18.05.1965, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965. ÍÞRÓTTIR TfMINN • ÍÞRÓTTIR 13 ALF—Reykjavík. — KR hafði heppnina með sér gegn Fram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi og sigr- aði með 1:0, en mest allan tímann var Fram beri aðilinn og 70% af leiknum fór fram á vallarhelmingi KR. En það eru mörkin sem gilda, þess vegna fór KR með bæði stigin og mæt ir fyrir bragðið Val í aukaleik um Rvíkurmeistaratign, en þesöi tvö félög eru jöfn og efst með 7 stig. Eina mark KR í leiknum skoraði Ellert Schram úr víta- spyrnu, sem Baldur Þórðarson dómari dæmdi réttilega, þegar Sigurður Einarsson, h. bakvörður Fram, brá sínum fyrrver- andi leikfélaga, Baldvin Baldvinssyni, sem var kominn í dauðafæri upp við Fram-markið. Fram mætti með „uppstokkaða1' framlínu í þessum leik og sýndi nú án efa sinn bezta leik í mót ítiu. Nú komu þeir inn í fram- línuna Helgi Númason og Baldur Scheving og settu allt annan blæ á liðið. Framlínan var virk mest allan tímann, þrátt fyrir að ekki tækist henni að skora, en hvað eftir annað dundu hörkuskot á KR-markið, sem Heimir varði vel. Það var aðeins 20 fyrstu mínúturn ar, sem leikurinn var tiltölulega jafn. Eftír það lá alltaf meira á KR-markinu og KR-ingar voru heppnir að fá ekki á sig a. m. k. 2 mörk. Eina mark leiksins varð með þeim hætti, að Ólafur Ólafsson, v. framvörður Fram, missti knöttinn fyrir fætur Baldvins, miðherja KR, sem ekki var lengi að átta sig og bruna upp að Frammark- inu. Sigurður Einarsson var einn til varnar utan markvarðar og hann tók það til bragðs að bregða Baldvin u. þ. b., sem hann var að leggja knöttinn fyrir sig og skjóta á markið. Dómurinn gat ekki orðið nema á einn veg, víta- spyrna. Þetta skeði á 4. mín, s.h. Fram gerði harða hríð að KR- markinu allan síðarí hálfleikinn. Á 13. mín. á Baldur Scheving hörkuskot, sem fer rétt fram- hjá. Og mín. síðar á Helgi fallegt skot ,sem smaug við stöng. Á 20. mín átti Hallgrímur skot, Víkingur var ekki nein hindrun fyrir Valsmenn í Reyjqavíkurmót inu í knattspyrnu á sunnudags- kvöld, en Valur vann leikinn með 5:0 eftir að hafa haft yfir í hálf leik 1:0. Valsmenn voru ekki á skotskónum í fyrri hálfleik, en fundu sig betur í síðari hálfleikn um og þá komu mörkin eins og af færibandi. Dómari í leiknum var Sveinn Kristjánsson. sem hafnaði í stöng. Það var greinilegt, að knötturinn vildi ekki í netíð! KR átti sín tækifæri, en þau voru ekki eins mörg né hættuleg. Hættulegasta tækifærið var á síð ustu mín, þegar Baldvin komst einn innfyrir, en Hallkell mark vörður bjargaði fallega. Þessí sigur KR var mjög óverð skuldaður.Fram lék betur og sýndi jákvæðari sóknarleik, sem byggð ist mikið á spili upp kantana, en þaðan var knötturinn sendur fyrir. KR byggði hins vegar mikið upp á langsendingum fram miðjuna, sem er mjög tilviljunarkennd knattspyrna. Þrátt fyrir þennan sigur sinn, verður KR að horfast í augu við það, að liðið er ekkí gott og sú knattspyrna, sem það hefur sýnt í Rvíkurmótinu skammt í fslandsmóti. Sohram er ég hræddur um, ið færi fyrir liðinu. Ellért vinnandi í framvarðarstöðu og stöðvar margar sóknarlotur. Hins vegar er skarð Ellerts í fram- línunni ófyllt. Er ekki næsta skref ið hjá KR að setja Ellert í inn herjastöðu og fá Svein Jónsson, sem leikið hefur með góðum árangri í 1. flokki, inn í fram- varðarstöðu? Mér sýnist KR ekki hafa efni á því að missa leikmenn eins og Svein, Gunnar Guðmanns son og Hörð úr liðinu — a.m.k. ekki alla í eínu. Fram-liðið, eins og það lék í gærkvöldi, þarf ekki að örvænta í íslandsmótinu. Liðinu hefur ver ið spáð falli en ekki er nein á- stæða til að láta það hræða sig. Helgi Númason var skemmtileg asti leikmaður vallarins í gær- kvöldi og Hreinn Elliðason mið- herjastöðu er vaxandi leikmaður. Aftasta vörnin, Guðjón, Sig. Friðriksson og Sigurður Einarsson kom vel frá leiknum. Dómari var Baldur Þórðarson, eins og fyrr segir, og dæmdi vel. Jón Þ. Ólafsson bendir á hæðina — 2.10 metra — en siálfur er Jón 1.94 metrar á hæð. Myndina tók GE fyrlr utan 'Hamars-húslð< en þar vinnur Jón á 4. hæð hjá Fiskmati ríkisins. Enska landsliðið í knatt- spyrnu lék gegn Svíþjóð í Gautaborg s.l. sunnudag og sigraði með 2:1, en í hálfleik var staðan 1:1. Má geta þess, að þetta er fyrsti sigur Eng- lands gegn Svíþjóð á sænskri grund í 28 ár. Einnig má geta þess, að þetta er fyrsti ósigur Svía á heimavelli í 3 ár. Leikurinn þótt fremur lélegur. Enska liðið var betri aðilinJi og hefði átt að hafa yfir í hálfleik. England skoraði fyrsta mark leiks ins á 18. mín. og var Allen Ball að verki. Sjö mínútum fyrir hlé jafnaði Leif Ericson fyrir Svíþjóð. Sigurmark Englands skoraði svo Connelly á 28. mínútu síðari hálf- — Enska liðið var skipað þessum möriuum: Banks, Cohen, Wilson, Stiles, Jack, Charlton, Moore, Paine, Ball, Jones, East ham og Connelly. Ensku blöðin voru ekki hrifin af leiknum og hafa gert harða hríð að Alf Ramsey, þjálfara liðs ins. Virðast Englendingar ekki eins vel undirbúnir fyrir loka- keppni heimsmeistarakeppninnar, sem háð verður í Englandi næsta sumar, og þeir áætluðu. Að vísu hafa þeir unnið ágæta sigra, en hafa ekki fundið kjölfestu í lið- ið ennþá, einkum hvað sóknar- menn snertir. Nýtt íslandsmet Jóns Þ. Ólafssonar — 2.10 m. EITT BEZTA HÁSTÖKKS- AFREK í HEIMINUM I ÁR Alf — Reykjavík, mámidag. Jón Þ. Ólafsson setti glæsilegt íslandsmet i hástökki utanhúss s. j 1. laugardag. Jón. stökk 2.10 metra en gamla metið, sem hann átti ! sjálfur, var 2.06 metrar. Jón setti ! ísla'jidsmetið á innanfélagsmóti ÍR, sem háð var á Melavellinum. Þetta afrek Jóns er mjög gott og eitt bezta hástökksafrek i heim Akureyringar unnu l>rótt tvívegis Meistaraflokkur Þróttar fór ílþann fyrri 3:1 en síðari leikinnií 1. deild í sumar, þótt ástæðu- keppnisför til Akureyrar um helgj6:l. Einhver forföli munu hafajlaust sé að vera með of mikla ina og lék tvo leiki við 1. deildar verið i liði Þróttar en annars ; bjartsýni lið Akureyrar. Svo fóru leikar, aðjsýndu Akureyringar ágæta leiki j Myndina aö ofan tok HS og Akureyringar unnu báða leikina.'og lofar frammistaða þeirra góðu sjást Akureyringar skora. inum í ár. Jón hefur stokkið hærra en 2.10 metra, en íslands- met hans innanhúss er 2.11 metr ar. — Eg bjóst satt að segja ekki við því, að ég myndi ná að stökkva i þessa hæð svona snemma á sumr i>nu, sagði Jón, þegar ég ræddi lítillega við hann í dag. Og hann bætti við: — Eg hef nefnilega æft lítið í vetur, en þv> má þó bæta við, að mér finnst ég vera miklu léttari og frískari eni í fyrrasumar, en þá hrélnlega of- gerði ég mér við æfingar. — Telurðu sem sé helztu ástæð una fyrir því, að þú vannst þetta afrek, að þú kemur óþreyttur til keppni? — Já, og einnig það, að nú er komin svampdýna til sögunnar, sem ekki hefur verið notuð áður við keppni hérlendis. Þegar ég stökk þessa hæð á laugardaginn var það ekki við gömlu gryfjuna á Melavellinum, heldur fyrir aft an syðra markið á grasinu. Þar vann ég góðan punkt/þar sem gras ið lét ekki eftir. Það er mikill munur að stökkva undir þessum kringumstæðum — og alveg sama hvernig maður kemur niður! Eg hugsa gott til glóðarinnar í sum ar og vona, að ég geti bætt metið, — takmarkið er 2.15 metrar. Jón átti mjög góðar tilraunir á laugardaginn. Veður var mjög heppilegt til keppni, lítilsháttar gola og sólskin. Hann byrjaði á 1.80 og fór léttilega yfir í fyrstu tilraun. Þá reyndi hann við 1.91 m og fór yfir þá hæð strax — og sömu sögu var að segja, þegar hann reyndi við 1.99 og 2.03, hann fór yfir í fyrstu tilraun. Þá var kominn tími til að reyna við nýtt fslandsmet, 2,07 metra, og fór Jón yfir þá hæð í fyrstu tilraun. Næst var hækkað í 2.10 metra og felldi hann í fyrstu til- raun, en flaug yfir í þeirri næstu. Að lokum var reyn.t við 2.13 m. en Jón felldi í fyrstu tilrau« og reyndi ekki aftur. Þetta afrek Jóns er mjög gott, og eins og fyrr segir, eitt bezta há- stökksafrek í heiminum í ár. Hef ur t.d. hæst verið stokkið í Banda ríkjunum 2.14 m í ár. Þeir félagar í Ungmennafélag inu Víkverja piltar eða stúlkur, sem áhuga hafa fyrir að keppa í starfsíþróttum á vegum Víkverja á Landsmóti UMFÍ, að Laugar- vatni 1. júlí í sumar, snúi sér til formanns félagsins Halldórs Þor- steinssonar sími 41126, sem gefur nánari upplýsingar. — Ókeypis undirbúningsnámskeið fyrir þátt takendur. (Frá Umf. Víkverja.) Aukaleikur um Rvíkurtitilinn KR vann Fram í gærkvöldi 1 :0 England vann Svíþjóð 2:1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.