Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.05.1965, Blaðsíða 14
14 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 18. mai 1965. DÓMUR í DAG MB-Reykjavík, mánudag. í dag lauk málflutningi fyrir rétti í Neskaupstað í máli ákæru- valdsins gegn Leslie Cumby, skip- stjóra á togaranum Aldershot. Mun dómur í málinu kveðinn upp R AMM AGERÐIN ÁSBRÚ NJALSGÖTU 62 SÍMI- 1 9 1 08 Málverk Vatnsrftamyndir Ljósmyndir litaðar, af flestum kaupstöSum landsins Biblíumyndir Hinar vinsælu. ISngu gangamyndir Rammar — kúpt gle» flestar ««fer8ir. í fyrramálið, þriðjudag. Eins og áður hefur verið sagt frá hefur leit að vörpu togarans orðið ár- angurslaus, og má búast við að sá sönnunarskortur verði til þess að ekki reynist unnt að dæma skipstjórann fyrir ítrekað land- helgisbrot. Hins vegar er talið mjög sennilegt, að hann hljóti fangelsisdóm fyrir mótþróa sinn við íslenzka löggæzlumenn. UNGLINGAR TEKNIR . . Framhald af 2. síðu í laugina. Þessir piltar hafa allir komið við sögu hjá rannsóknarlög- reglunni áður, að því er Njörður Snæhólm varðstjóri og Leifur Jónsson rannsóknarlögreglumaður tjáðu fréttamönnum í dag. HJÓLBARÐAR fásfhér KAUPFELAG N.-ÞINGEYINGA KÓPASKERI HVALAMERKINGAR Framhald at 1. síðu af búrhvalnum, og það „gamlir karlar“. Búrhvalir sem veiðast við S-Ameríku eru vanalega ipnan við fjörutíu fet á lengd, en hér veið- ast þeir frá um fjörutíu og allt upp í sextíu fet á lengd. Þetta bendir til þess að karldýrin komi hingað í norðurhöfin til að una í ellinní. Hvalveiðivertíðin byrjar þann 23. maí, þegar allir hvalbátamir halda úr höfn eftir veturlanga hvíld. ENGIR SJÓFLUTNINGAR Framh aí bls i6 Einna mestan skaða hefur ís- inn gert þeim, sem ætluðu að stunda grásleppuveiði og aðra fisk veiði nú í vor, en apríl og maí- mánuðir hafa verið beztu veiði- mánuðirnir undanfarin ár. í þau fáu skiptí sem hægt hefur verið að róa hefur veiði verið nóg, og mjög mikið virzt vera af grásleppu. Einri 18 tonna bátur fór til Kópa- skers, og stundar hann nú það- an gráslepjmveiði, og þrír ára- bátar voru fluttir þangað á bílum, og hafa þeír einnig verið gerðir út á grásleppu með góðum árangri. NTB-Svolvær. — Blaðið Lofot posten segir að vegna lítilla veiða á vertíðinni í Lofoten hafi framleiðslufyrirtæki í Svolvær í Noregi orðið að kaupa 360 tonn af hrognum frá íslandi. Segiir blaðið, að hrogn þessi verði að sjálfsögðu mjög dýr, en þó sé ódýrara að kaupa þau frá íslartdi. en að láta framleiðsluna stöðvast. LOFTLEIÐADEILAN Framhald af 1. síðu. íslenzkra atvinnúflugmanna, að há- mark vakttíma skyldi verða 12 klukkustundir á sólarhring í stað þeirra 17, sem farið var eftir til 3. apríl s. 1., er flugmannaverk- fallið hófst. Það atvikaðist þannig, að í þrem tilfellum er flugi var frest- að vegna 12 tíma reglunnar var Ingi Kolbeinsson aðstoðarflugmað ur. Það er nú upplýst, að frestun þessara þriggja flugferða hafi ver- ið ákveðin af viðkomandi flugstjór um, en flugmennirnir allir töldu sig bundna af ákvörðunum stéttar- félagsins um styttan' vinnutíma. Loftleiðir hafa nú ógilt uppsagnar- bréf það, er Inga Kolbeinssyni var ritað hinn 14. þ. m. Samkomulag hefur nú orðið um, að flugmálastjóri setji reglur um hámarksflug, vakttíma og lágmarks hvíldartíma flugmanna á Rolls Royce 400 flugvélum Loftleiða þar til um annað kann að semjast, en báðir aðilar munu hlíta þeim“. Báðir málsaðilar vísuðu til fréttatilkynningar þessarar í dag, þegar leitað var eftir frekari upp- lýsingum. En út af mismunandi upplýsingum um fjölda uppsagna sem komu fram í Tímanum á sunnudag, er vert að taka fram, að flugmenn munu hafa talið sig vita, að fleiri uppsagnir væru á leið- inni, ef ekki semdist. SIGLINGAR HAFNAR . . . hingað. íshrafl er enn inn víð bæinn, en hefur gisnað mikið og er talið að skipum sé fært í gegn núna. Hér er mjög kalt i veðri í dag og eins í gær, norðan kuldi og frost á nóttu-. Sama og ekkert er farið að votta fyrír gróðri, rétt aðeins nál í túnum. Sauðburður er að hefjast og gefa bændur fénu enn bæði hey og fóðurbæti. Börnum mínum tengda- og barnabörnum, svo og öll- um vinum og kunningjum, nær og fjær, sem heiðruðu mig með heimsóknum. gjöfum og skeytum, á 70 ára af- mæli minu 13. maí s.l. færi ég mínar ynnilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll. Helgi Magnússon Tungu, Gönguskörðum. Séra Sigurión Jónsson, fyrrum sóknarprestur a3 Klrkjubæ á Fljótsdalshéraði, 'ézt þ. 15. maí, að heimill sínu, Básenda 14, Reykjavík. Anna Sveinsdóftir, Sindri Sigurjónsson Fjalarr Siguriónsson, Frosti Sigurjónsson, Máni Sigurjónsson, Vaka Sigurjónsdóttir. GðSl BLIKFAXI Á AKUREYRI Framhald at 16. síðu. einhver að selja kvaðst hann von- ast til að starfsmenn félagsins sætu þar fyrir, enda væru þeir vel að þeim komnir fyrir trúa þjón- ustu. F. í. bauð síðan nokkrum Akur- eyringum, þar á meðal bæjar- stjórn, í flugferð með BÍikfaxa. Var flogið norður fyrir Olafsfjörð og Siglufjörð og inn yfir Sauðár- krók og síðan heim aftur. Um há- degisbilið bauð bæjarstjórn gest- unum að sunnan til kaffidrykkju að Hótel KEA. Þar fluttu stuttar ræður Magnús Guðjónsson bæjar- stjóri, Jón Sólnes forseti bæjar- stjórnar, Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, Somberg fulltrúi Fokker-verksmiðjanna og Örn O. Johnson forstjóri. Eftir það var flogið aftur til Reykjavíkur á tæp- um 50 mínútum, en talið var, að flugferðin hefði tekið um hálfa aðra klukkustund með gömlu Dakota-vélunum við svipuð veður- skilyrði. DRÁTTARVÉLARSLYS Framhald at 16 síðu heitinn fjórði skagfirzki bóndinn, sem bíður bana í dráttarvélaslysi á tveim árum og þykir mönnum hér þessi staðreynd eðlilega mjög uggvænleg. ERL. SÖLUMENN Framhald at , slðu þeir hefðu slíkt leyfi. Ólafur Jónsson, fulltrúi lög- reglustjóra, sagði að annar af þessurti mönnum. hefði komið til sín í dag Aðspurður sagð- ist sölumaðurinn hafa leyfi frá Landsbankanum en það getur ekki staðizt. þar sem bankinn veitir engin slík íeyfi Ólafur sagði að svona sölumenn þyrftu hér bæði atvinnuleyfi oe verzl marleyfi sem bessii menn hafa ekki Hann sagði að hann myndi tala við þá aftur á morg un, og rannsaka þá málið nán- ar og taka ákvörðun um hvort leyfa skuli bókasöluna. Blaðið hefur það eftir nokkr um aðilum að þessir sölumenn sem hafa verið að „gefa“ 14 binda alfræðiorðabók, væru ötulir í sölumennsku sinní og ætti fólk oft erfitt með að losna við þá. Tímaritasölumenn irnir sex sem voru hér í fyrra þóttu einnig frekir, og endaði framtak þeírra með því að þeim var bannað að selja áskriftir hér, enda höfðu þeir ekkert leyfi. BARNANÍÐINGUR Framh af bls 16 fá drengina tvo, sem eru átta ára gamlir, til að fara með sér á lögreglustöðina tíl að rannsaka mál þeirra. Nokkurn mannsöfnuð hafði drifið þarna að, því grátur drengjanna hafði vakið á þeim athygli. Hafði fólkíð haldið að hér væru á ferð inni barnaníðingar, og er lögregluþjónar komu á vett vang urðu þeir að beita valdi til að taka drengina með sér, því ókunnugt fólk hafði tekið upp hanzkann fyrir þá. Seinna í dag kom svo mað ur til rannsóknarlögreglunn ar og kærði yfir þjófnaði úr bíl sínum, og kom þá í ljós að þar höfðu átta ára drengirnir tveir verið að verki. BORGARMÁL Framhald at 5. síðu. virkjanir. Vitanlega verður að gæta hófs í verðlagningu raf orkunnar og fara að öllu með gát í þeim efnum. Hins vegar er vandséð,, hvernig við leysum þann vanda í framtíðinni að virkjá vatnsföll okkar öðru vísi en að safna fé til þeirra framkvæmda, ef við viljum ekki vera algjörlega ofurseld ir erlendu fjármagni til þeirra hluta. Á það má einnig líta, að við, sem nú erum uppi, njót um þeirra forréttinda að geta valið úr ódýrustu og hag- kvæmustu virkjanirnar en skiljum hinar eftir fyrir þá, sem við taka. Því er ekki ósann gjarnt, þótt við borgum nokk uð fyrir þessa aðstöðu og létt um undir með þeim sem á eft- ir koma. RAFREIKNIR Framhald af 3. siðu deild Háskólans hefur ekki enn fært sér verulega í nyt tilkomu reiknisins, en þó hefur búnaðar- deildin byrjað á því að reikna út meðaltöl fyrir afurðaeinkunnir og frjósemi sauðfjár, og fiskideildin hefur hafið úrvinnslu á síldar- gögnum. Á vegum bændaskólans á Hvanneyri hafa verið gerðir út reikningar í sambandi við úr- vinnslu á jarðræktartilraunum, sem framkvæmdar hafa verið þar. Reiknirinn getur tekið að sér mun fleiri verkefni, en alls hef- ur stofnunin hátt á annað hundr að forskriftir eða kerfi, sem reíkn irinn getur síðan reiknað eftir. Nefndi Magnús sem dæmi, að reiknirínn gæti reiknað út stöð- ugleika fiskiskipa, og hefði skipa skoðunarstjóri sýnt þeim mögu- leika mikla athygli. Eins og áður segir, hefur stofn unin lagt mikla áherzlu á að kenna mönnum notkun rafeinda- reiknisins, og haldið fimm nám- skeið í því skyni. Hafa 85 manns sótt þessi námskeið. aðallega verkfræðingar og verkfræðinemar úr verkfræðideild Háskólans. Von- ir standa til, að slík námskeið verði fastur liður í verkfræðinámi við Háskólann. en þau eru nú við flesta verkfræðiháskóla. Ætlun in er að hafa síðar námskeið fyr í ir hagfræðinga, viðskíptafræðinga og aðra þá, sem vinna við stjórn un og önnur skyld störf. Við stofnunina starfa nú þrír sérfræðingar, Helgi Sigvaldason, licentíat, Oddur Benediktsson og dr. Ragnar Ingimarsson. ÞEIR GLEYMA .... Framhald af 9. síðu þrótt, sem býr í Grikkjum. Tyrki getur reiðzt ofsalega og af litlu tilefni. Einu sinni voru tveii þorpsbúar að þrátta á kaffi- stofu, hvor ætti að borga. Upphæð in var fáeinar krónur. Þegar ekki náðist samkomulag, gerði annai sér lítið fyrir, tók upp hníf og drap hinn. Ég gætti mín sannar- lega eftir þennan atburð, að reita þá ekki til reiði. Þetta fólk hafði verið skógarhöggsmenn en stofnaS þetta þorp og stundaði nú akur- yrkju. Þeir halda sínum siðum, m.a. hafa þeir engan húsbúnað nema gólfteppi. Þeir búa í einu stóru herbergi og þar sofa þeir, elda mat og taka á móti gestum, og er allt afar þrifalegt. Bæjarstjórínn fór náttfataklæddur í hoð. — Klæðavenjur þorpsbúa voru hinar merkustu. Konumar gengu í víðum, rósóttum buxum, lérefts blússum og með skýluklúta — þæi unnu berfættar allan ársins hring en mennirnir gengu í skóm. Bæjar stjórinn bjó sig á morgnana í fínu fötin sín og fór til vinnu. Þegai hann kom heim á daginn, hafði hann fataskipti og klæddist nátt- fötum. Væri honum boðið út, fói hann þannig klæddur. Margir virt ust aldrei fara úr náttfötunum. Andstætt við það, sem við fund- um í Grilcklandi, fékk fólk að vera í friði með sín áhugaefni og einkamál. Þorpsbúar tóku okkui af mikilli velvild og urðu mjög hrifnir af Sunnu, dóttur okkar, og voru okkur boðnar tvær kýr i skiptum fyrir hana. Nautgripir eru annars sjaldgæfir, og urðum við að gefa barninu buffaló-mjólk að drekka, eftir að brjóstamjólk þraut. Konur nota ekki bleyjur á börn sín, en potti er stungið undir gat á dýnunni og barnið bundið tryggilega yfir, og fyndist mér að þetta mætti gjarnan taka til fyr- irmyndar. HK. ÆSKULÝÐSSTARFSEMI Framhald af 3. síðu veittu verðlaun fyrir, og var Sum- arliði Vilhjálmsson, bóndi, Ferju- bakka, sigurvegari. Ritgerðirnar skyldu fjalla um efnið „Öryggi og hætta við landbúnaðarstörf“ og nefndi Sumarliði ritgerð sína „Verið varkár, varizt slysin“. Vilhjálmur sagði, að ýmiss kon- ar starfsemi væri fyrirhuguð í sumar, en ekki væri endanlega búið að ganga frá henni. Mun nefndin halda fjórar skemmtanir fyrir æskufólk í sumar, en á þeim skemmtunum er krafizt algers bindindis, 'snyrtilegs klæðaburðar og prúðmannlegrar framkomu. Eru skemmtanir þessar aðallega fyrir unglinga, og hafa venjulega vérið mjög vinsælar. Þá verða haldnar sumarbúðir að Varmalandi og einnig leiðbeinenda námskeið þar sem ungu fólki verða ken.nd ýmiss undirstöðuatriði í sambandi við leiðbeiningar í frjáls um íþróttum. Þá munu nokkur sumarnámskeið fyrirhuguð og er þegar fullskipað á fyrsta nám- skeiðið. 'Þessi starfsemi er gerð í samvinnu við íþróttaskóla Höskuld ar og Vilhjálms. Þá er og í athugun ýmis önnur starfsemi í framtíðinni, t. d. nám- skeið í ræðumennsku, fundar- stjórn, ljósmyndagerð, æskulýðs- tónleikar o. fl. Einnig er í athug- un á hvorn hátt sé hægt að nýta félagsheimilin betur og efla starf- semina í þeim( m. a. í sambandi við fræðslukvikmyndasýningar og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.