Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
39
— Samningar
Framhald af bls. 40
og gjaldeyriseftirlitið fengi upp-
lýsingar frá þeim að vanda. Málin
stæðu þannig nú, að skýrslur
ferðaskrifstofanna hefðu borizt
og komið hefði í ljós, að auk þess,
sem sum af hótelum Flugleiða
hefðu reynzt of dýr, væri líka éitt
eða tvö hótel, sem Sunna hefði
samið, við, of dýr, til þess að hægt
væri að nota þau samkvæmt
gjaldeyrislöggjöfinni.
— 25 ríkis-
stofnanir
Framhald af bls. 40
stofnanaflutning — eins og segir
f tillögum nefndarinnar. Nefndin
gerir að tillögu sinni, að flutn-
ingsráðið verði skipað 7 mönnum
(eins og nefndin sjálf), sem kosn-
ir yrðu hlutfallskosningu af sam-
einuðu alþingi.
Erlendis, þar sem stofnana-
flutningur hefur átt sér stað, hef-
ur sérstök mótstaða verið meðal
starfsfólks stofnananna og hefur
það skapað erfiðleika á fram-
kvæmd. Nefndin leggur til að
þessu atriði verði sérstakur gaum-
ur gefinn, svo að starfsfólk verði
ekki fyrir þungum efnahagsleg-
um búsifjum vegna flutnings
stofnunar og þvf gert auðveldara
að yfirstíga aðra erfiðleika, sem
kunna að verða samfara flutningi.
í því efni bendir nefndin á 8
atriði, sem m.a. fela í sér, að
starfsfólki verði gefinn kostur á
að íhuga vandlega, hvort það vill
flytjast með stofnuninni og verði
þvi gefinn frestur frá sex mánuð-
um til 2ja ára til þess. A umhugs-
unartíma verði efnt til kynnis-
ferða til nýrra heimkynna. Starfs-
fólki verði veittur ferðastyrkur,
svo að það geti að kostnaðarlausu
fylgt stofnuninni og fyrirgreiðsla
vegna húsnæðis og að það verði
jafngott eða betra en húsnæði
gamla staðarins. Um ákveðinn
tíma eftir flutning fái starfsfólk
ferðastyrki til að heimsækja fjöl-
skyldur og vini og við staðarval
stofnunar skal hafa hliðsjón af
menntunaraðstöðu og almennum
þjónustumöguleikum til þess að
flutningur raski ekki eða valdi
breytingum á lífsvenjum. Þá
verði við flutning stofnana að
taka tillit til sérstakra ástæðna
einstakra starfsmanna, vilji
starfsmaður ekki flytjast með
stofnun sinni.
Vegna þess að Reykjavík er
höfuðborg íslands lftur nefndin
svo á að aðalstjórnarstofnanir eigi
að vera í Reykjavík og nokkrar
aðrar stjórnarstofnanir. Eftirtald-
ar stofnanir hafi óbreyttan að-
setursstað: Forseti Islands, AI-
þingi, Stjórnarráð, Hæstiréttur,
Seðlabanki íslands, Þjóðhags-
stofnun, Flugmálastjórn Sak-
sóknaraembættið, Ríkisskatt-
stjóraembættið og Landlæknis-
embættið. Þá eru nefndar nokkr-
ar stofnanir, sem nefndin leggur
til að verði áfram í Reykjavík
vegna þess, að flutningur þeirra
myndi ekki hafa áhrif á þróunar-
möguleika byggðarlaga: Iðn-
þróunarnefnd, Rannsóknaráð
ríkisins, Áfengisvarnaráð, Barna-
verndarráð, Endurhæfingaráð,
Ferðamálaráð, Iðnfræðsluráð,
Menntamálaráð — ásamt Menn-
ingarsjóði og Bókaútgáfu Menn-
ingarsjóðs, Náttúruverndarráð,
Umferðarráð, Verðlagsráð sjávar-
útvegsins, Skilorðseftirlit ríkis-
ins, Tryggingaeftirlit, Yfirdýra-
læknisembættið.
Einnig leggur nefndin til að
eftirtaldar stofnanir verði áfram í
Reykjavík: Fiskimálasjóður, Fisk-
veiðasjóður Islands, Iðnrekstrar-
sjóður, Iðnþróunarsjóður, Ldna-
sjóður íslenzkra námsmanna,
Tryggingasjóður fiskiskipa, Við-
lagasjóður, Blóðbankinn, Skrif-
stofa ríkisspítalanna, IJtflutnings-
miðstöð iðnaðarins, Blindraskól-
inn, Fóstruskóli Islands, Hótel-og
veitingaskóli Islands, Heyrna-
leysingjaskólinn, Ljósmæðraskóli
Islands, Röntgentæknaskólinn
og Þroskaþjálfaraskólinn. Þá eru
nefnd ýmis fyrirtæki, sem ekki er
unnt að flytja vegna fjárfestinga f
Reykjavik og eru þar nefndar
eftirtaldar stofnanir: Veðurstofa
íslands, Aburðarverksmiðja ríkis-
ins, Lyfjaverzlun rfkisins, Lands-
smiðjan. Ríkisprentsmiðjan
Gutenberg, Sala varnarliðseigna
og Sjómælingar Islands.
Nefndin leggur til að stofnanir
tengdar Iandbúnaði verði fluttar
til Borgarfjarðarhéraðs: Búnaðar-
félag Islands ásamt Búreikninga-
stofu landbúnaðarins, Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins, Land-
nám ríkisins, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Sauðfjárveiki-
varnir, Veiðimálastofnunin og
Veiðistjóraembættið. Þá leggur
nefndin til að Rafmagnsveitur
ríkisins verði fluttar á Selfoss-
svæðið og einnig að þangað flytj-
ist Orkustofnun, Jarðboranir
rfkisins og Jarðvarmaveitur ríkis-
ins og Gufuboranir ríkisins og
Reykjavíkurborgar. Einnig vill
nefndin flytja aðalskrifstofu
Landsvirkjunar til Selfosssvæðis-
ins.
I skýrslunni segir, að Akureyri
sé nú jafnstór bær og Reykjavík
var þegar Háskóli Islands var
stofnsettur og vill flytja á Eyja-
fjarðarsvæðið: Kennaraháskóla
Islands, Æfinga- og tilraunaskól-
ann, Húsmæðrakennaraskólann,
Tækniskóla Islands, og verkfræði-
deild Háskóla Islands. Nefndin
gerir að tillögu sinni að Fisk-
vinnsluskólinn verðu fluttur til
ísafjarðarsvæðisins, þar sem
hann gæti vaxið í tengslum við
aðrar menntastofnanir og alhliða
vinnslu á öllum helztu tegundum
íslenzkra sjávarafurða,
Nefndin leggur til að Biskups-
embættið ásamt Hjálparstofnun
kirkjunnar verði flutt á Selfoss-
svæðið, þar sem sögulegar hefðir
mæli með þeirri staðsetningu.
Landhelgisgæzluna vill nefndin
flytja á Suðurnesjasvæðið, en tvö
útibú Gæzlunnar verði stofnuð,
annað á Isafjarðarsvæði, en hitt á
Austfjarðasvæði. Tillögur nefnd-
arinnar lúta að þvf að Land-
mælingar Islands flytjist til Aust-
fjarðasvæðisins. Skógrækt rikis-
ins á samkvæmt tillögunum að
flytjast til Austfjarðasvæðisins og
tengjast skógræktarstarfseminni,
sem þar fer fram — þá líklegast á
Hallormsstað.
Þá er talsverður hluti skýrslu
nefndarinnar um deildaflutning
stofnana og er það of viðamikið
mál til þess að það verði allt tf-
undað í stuttri blaðafrétt. Sem
fylgiskjal við tillögur nefndar-
innar lætur hún fylgja frumvarp
til laga um Flutningsráð ríkis-
stofnana.
I nefndinni, sem vann álitið,
voru eftirtaidir menn: Ólafur
Ragnar Grfmsson, formaður,
Bjarni Einarsson, Helgi Seljan,
Jón Baldvin Hannibalsson,
Magnús Gíslason, Magnús E.
Guðjónsson, og Sigfinnur Sigurðs-
son.
Nefdarálitið er að stærð eins og
Simaskráin.
Kjarasamningar:
Nýr fundur
á þriðjudag
SAMNINGAFUNDI nefnda ASl
og vinnuveitenda með sáttasemj-
ara f gær lauk kl. 12,30, en hann
hófst kl. 10. Annar fundur hefur
verið boðaður á þriðjudag kl. 2.
Að sögn Torfa Hjartarsonar sátta-
semjara voru málin reifuð á
fundinum f gær, en Torfi kvað
samninganefndirnar mjög fjöl-
mennar, eða um 50 menn alls f
báðum nefndunum. Aðspurður
svaraði Torfi því til, að miklu
þægilegra væri að hafa fámennar
samninganefndir og gengi oft
betur að vinna málin. „En þetta
hefur verið svona stundum,"
sagði Torfi, „og oft er Ifka reynt
að taka minni nefndir út úr stðru
nefndunum.“
Islenzkar
klj ómplötur
í Karnabæ
á kasettum
i fraill stctpur
Áfram stelpur
I Leik
fanga
landi
Millilending
MEGAS
millilcnding
Yerzlið þar
sem hljómplötuúrvalið
er mest
Gefið Islenska
hljómplötu
í jólagjöf
siminadg