Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innaniands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Kæran til Öryggisráðsins Sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að kæra at- burðina við mynni Seyðis- fjarðar síðastliðinn fimmtudag til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna markar ákveðin þáttaskil í landhelgisdeilu okk- ar við Breta. Þetta er í fyrsta skipti, sem íslendingar gripa til þess ráðs i deilu við aðra þjóð að kæra til Öryggisráðsins og þegar af þeirri ástæðu er hér um mikilsverðan viðburð að ræða Þegar þetta er skrifað, var búizt við að kæra okkar yrði tekin til meðferðar hjá Öryggis- ráðinu f dag, en það er þó að sjálfsögðu breytingum háð, enda hefur Öryggisráðið mörgu að sinna. í landhelgisdeilunni við Breta á árinu 1973 var íhugað af hálfu vinstri stjórnarinnar að kæra flotaíhlutun Breta til Sameinuðu þjóðanna og sendi- herra okkar hjá Sameinuðu þjóðunum átti all víðtækar viðræður við fulltrúa þeirra ríkja, sem þá áttu sæti í Öryggisráðinu. Niðurstaðan varð sú, að horfið var frá kæru að því sinni. Nú er ekki um það að ræða að kæra flotaíhlutun Breta i íslenzka fiskveiðilög- sögu til Öryggisráðsins heldur er einangraður atburður i þessu þorskastríði kærður, þ.e. aðför þriggja brezkra dráttarbáta að íslenzku löggæzluskipi i óumdeildri landhelgi íslands Svo virðist sem hægt sé að sanna með Ijósmyndum, sem teknar voru úr lofti og um borð í varðskipinu, að um brot af hálfu Breta hafi verið að ræða, en ekki árás á þeirra skip, eins og þeir hafa viljað halda fram og er það að sjálfsögðu mjög þýðingarmikið, að slik sönnunargögn skuli vera til staðar Það kemur væntanlega í Ijós í dag, verði málið tekið fyrir i Öryggisráðinu nú, hver við- brögð Breta verða við þessari kæru. Hugsanlegt er talið, að þeir telji sér hag í því að fá málið tekið fyrir á breiðari grundvelli þ.e. landhelgisdeilu þjóðanna almennt og muni þá skáka i því skjólinu, að 200 mílna fiskveiðilögsaga hafi ekki enn verið samþykkt sem al- þjóðalög Þetta kemur í Ijós, en af Islands hálfu ber að leggja áherzlu á, að kæran er miðuð við. þetta einstaka tilvik, sem sýnir svo ótrúlega ósvifni af Breta hálfu að íslendingar geta með engu móti setið þegjandi undir slikum ofbeldisaðgerð- um. Umræður um þetta mál i Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna valda þvi, að landhelgis- deila okkar og Breta kemst á aiveg nýtt stig. Hún kemst á svið, þar sem ekki hefur áður verið um hana fjallað, en athygli manna um víða veröld beinist mjög að þeim májum, sem tekin eru fyrir i Öryggis- ráðinu og þess vegna skiptir ákaflega miklu máli, að vel sé á málum haldið af okkar hálfu. Slik kæra til Öryggisráðsins krefst mikils undirbúnings og í þeim efnum sitjum við að sjálf- sögðu við verri hlut heldur en Bretar, bæði vegna þess, að við höfum enga reynslu i slikum kærum til Öryggisráðsins, mjög takmarkaðan mannafla til þess að undirbúa kæruna og loks eru Bretar eitt þeirra svo- kölluðu stórvelda, sem eiga fast sæti i Öryggisráðinu og geta beitt þar neitunarvaldi sínu. Á þessu stigi málsins verður að sjálfsögðu engu spáð um hver viðbrögð Öryggisráðsins verða. Þar eiga sæti riki, sem hafa margvísleg og breytileg sjónarmið, en athygli hlýtur ekki sízt að beinast að því hver afstaða risaveldanna þriggja, Bandaríkjanna, Kina og Sovét- ríkjanna verður og þá ekki sízt Bandarikjanna Við Bandaríkin eigum við svo náin samskipti, að við hljótum að geta vænzt þess, að málstaður okkar njóti skilnings hjá þeim, ekki sízt vegna þess, að með þessari kæru erum við ekki að krefjast stuðnings, hvorki Banda- ríkjanna né annarra stórvelda, við 200 mílna útfærslu okkar, heldur erum við að krefjast þess, að smáríki sem óumdeilanlega hefur verið ofriki beitt af stórveldi fái hlut sinn viðurkenndan. í augum okkar íslendinga hlýtur máls- meðferðin og niðurstaða málsins hjá Sameinuðu þjóð- unum að verða nokkur próf- steinn á það hvers smáríki má sin gagnvart stórveldi á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna_ þegar málstaður smáríkís er óumdeilanlegur e«ns og í þessu tilviki og verður vissulega fróð- legt fyrir okkur íslendinga að sjá hvernig Öryggisráðið bregzt við Ljósm. Sigurgeir. Mesta fíkniefnasmvgl sem upp hefur komizt Ffkniefnadómstóllinn hefur nú til rannsóknar umfangsmesta fíkniefnasmygl sem komizt hefur upp um hér á landi. Rannsóknin er á frumstigi og sagði Arnar Guómundsson fulltrúi við dóm- jtólinn I gær, að ekki væri hægt að skýra náið frá málinu að svo stöddu. Ffkniefnamagnið hefur ekki verið vigtað, en talið er að um sé að ræða nokkur kíló. Ungur maður hefur verið úrskurðaður f allt að 20 daga gæzluvarðhald f sambandi við rannsókn málsins. Fíkniefnin, sem að meirihluta eru talin vera hass, fundust í bif- reið sem kom til landsins frá Rott- erdam f Hollandi s.l. föstudag. Lék grunur á að eitthvað óhreint væri að finna í umræddum bíl og var tollgæzlan því vel á verði. Fundu tollverðir fíkniefnin með aðstoð hasshundanna, en efnin voru falin vfða um bílinn, þar á meðal i sílsum. Þetta er annað stórsmyglið á fíkniefnum sem upp kemst á nokkrum dögum. íþróttamiðstöð Vestmannaey- inga fokheld HIN nýja og glæsilega fþrótta- miðstöð Vestmanneyinga er fok- held orðin, og var af þvf tiiefni haldið reisugildi s.I. föstudag. Var það haldið f kaffitfma starfs- manna og boðið upp á smurt brauð, appclsfn og pilsner. Auk starfsmanna voru þarna forystu- menn fþróttamála f bænum og forráðamenn bæjarins. Þótti reisugildið takast hið bezta. Sund- laugin, sem er 1. áfanginn (til vinstri á mvndinni), verður vænt- anlega fullbúin næsta vor og fþróttahúsið og aðstaða til félags- starfs tilbúin næsta sumar. Freigátukapteinninn þoldi ekki að verða að athlœgi sjóliða — FaUbgssumar voru oft og einatt mannaðar, segir Eiríkur Krístóferssm 1 Morgunblaðinu hinn 12. desember var frá þvf skýrt að skipherrann á Tý hefði f skeyti skýrt frá þvf að brezku freigát- urnar sigldu um á miðunum með mannaðar fallbyssur og jafnframt var þess getið að Guðmundur hefði ekki áður á sfnum skipstjórnarferli f þorskastrfðinu orðið slfks háttalags var. Eirfkur Kristófersson, fyrr- verandi skipherra, skýrði Mbl. svo frá í gær, að í fyrri þorska- strfðum, er hann hefði verið skipherra, hefðu Bretar iðulega mannað fallbyssur og í eitt skipti sagðist hann minnast þess, að allir á dekki hefðu ver- ið með gasgrímur. „Það að þeir mönnuðu byssurnar var nærri daglegt brauð, en þeir mönn- uðu aðeins byssur, ef þeir héldu að við ætluðum að fara að hvekkja á einhverjum togaran- um. Eitt sinn liðu þeir fram hjá f sléttum sjó og byssunum var snúið þannig að við sáum alltaf beint upp i hlaupin. Anderson, sem þá stýrði brezka flotanum hér við land, sagði þá: „Ef þið skjótið að brezkum togara, skjótum við á móti,“ sagði Ei- rfkur, sem sagðist aftur hafa svarað þvf til að hann bæði Anderson vinsamlegast um að fara varlega með fallbyssurnar, því ellegar gæti hann farið sjálfum sér að voða með þær. Hlógu þá sjóliðar á lágþiljum. „Sfðar kvartaði Anderson við mig,“ sagði Eiríkur „og bað mig ekki segja neitt við sig, sem kæmi þeim á lágþiljunum til þess að hlæja að honum. Ég svaraði því til, að ég kynni við því gott ríjð. Hann skyldi bara halda heim til Englands," sagði Eiríkur Kristófersson, fyrrum skipherra. Þessi mynd er tekin f þorskastrfðinu 1958 og er af freigátunni Chaplet. Fallbyssan er mönnuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.