Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 48 ára maður lézt í umferðarslysi Fáksskeiðvellinum um klukkan 18,30 s.l. laugardag. 48 ára gamall maður, Birgir Gunnarsson, Suðurlandsbraut 106, Reykjavfk, varð fyrir bifreið og lézt sfðar um kvöldið af völdum meiðsla sem hann hlaut. Birgir lætur eftir sig 3 börn. Birgir heitinn var á leið austur yfir Reykjanesbrautina en bif- reiðin, sem ók á hann, amerísk fólksbifreið, var á leið norður Reykjanesbrautina. Kona ók bif- reiðinni, og kvaðst hún hafa verið á u.þ.b. 60 km hraða. Frekar léleg lýsing er á þessu svæði og sá konan ekki Birgi heitinn fyrr en rétt áður en hann lenti fyrir bif- reiðinni. Höggið var mikið og hlaut Birgir svo mikil meiðsli að hann lézt á Borgarsjúkrahúsinu tveimur tímum eftir slysið. BANASLYS varð á nvju Reykja- nesbrautinni, skammt frá gamla Birgir Gunnarsson 2 Rússar setja „Nátt- ból” Gorkis á svið IJósm. Hafsteinn Davíðsson. FRÁ SLYSSTAÐ — Vöruhifreiðin liggur gjörónýt í fjörunni, eftir að hafa steypzt niður 50—60 metra snarbratta hlíðina. TVEIR Rússar munu koma mjög við sögu hjá Þjóðleikhúsinu, þeg- ar leikhúsið hefur sýningar á leikriti Gorkis, „Náttbólið“, eða „I djúpinu." Einn þekktasti leik- myndateiknari Sovétrfk janna, David Borovsky, hefur undanfar- ið unnið að undirhúningi þessar- ar sýningar, en hann teiknar leik- mvndir og húninga. Leikstjórn Náttbólsins verður f höndum Victors Strizkovs, en hann er einkum þekktur fvrir túlkanir á verkum Gorkis. I frétt frá Þjóðleikhúsinu segir, að Borovsky sé aðalleikmynda- teiknari við Taganka-leikhúsið í Moskvu, en sýningar þess leik- húss hafa vakið heimsathygli undanfarin 4—5 ár og er þetta Ieikhústalið eitt hið bezta f Sovét- ríkjunum. Leikstjórinn Strizkov er vænt- anlegur til Islands um hátíðarnar og hefjast æfingar milli jóla og nýárs. Ýmsir þekktustu leikarar Þjóðleikhússins fara með hin sögufrægu hlutverk í þessu leik- riti, þeirra á meðal Valur Gísla- son, en hann á 50 ára leikafmæli í vor. Banaslys við Patreksfjörð: Fjögur banaslys á þjóðveg- um V-Barðastr.sýslu í haust Palreksfírói 14. des. SÁ hörmulegi atburður átti sér stað hér f gærdag, um klukkan tvö, að Pálmi Magnússon bifreiða- stjóri og útgerðarmaður beið Ofviðri á Súgandafirði: Athafnasvæðið við höfnina eins og eftir hvirfilvind Sógandafirói, 15. desembcr. — StÐASTLIÐINN laugardag gerði hér aftakaveður. Var það um kaffilevtið, að það fór að hvessa og var áttin þá vestsuðvestan til að hvrja með, en snerist sfðan til norðvesturs, er Ifða tók á daginn og jók þá vindinn að mun og er ekki of mikið sagt, að það hafi verið ofsarok fram undir mið- nætti, en þá lægði lítið eitt, en mjög mikið veður hélzt fram und- ir morgun. Þegar vindur er hér norðvest- an, kemur hann beint inn Súg- andafjörð. Þessu veðri fylgdi meiri sjógangur en hér hefur sézt í áratugi. Stórtjón varð í þessu fárvirði, en það er ekki að fullu metið ennþá, en ner ur tugum milljóna króna. Ætla ég hér að nefna það helzta.: Tjón hjá Suðureyrarhreppi: Vatnsveitan liggur fyrir fjallið Spilli út í Staðardal. Liggur leiðsl- an í þjóðveginum og skolaði sjór- inn honum burtu á kafla, þannig að leiðslan liggur upp úr á nokkr- um stöðum, en er þó óbrotin. Þekja á ytra hafnargarði i báta- höfninni skemmdist allmikið, er sjór komst undir hana, braut nið- ur á kafla og lyfti henni upp. Hurðir f nýju áhaldahúsi hreppsins brotnuðu inn vegna þunga veðurofsans, einnig brotnuðu rúður og horn hússins tók af og litlu munaði að gaflinn færi úr því í heilu lagi. Járn fauk af þaki verbúðar Suð- ureyrarhrepps. Hjá Fiskiðjunni Freyju h.f. braut sjórinn niður tvær tré- bryggjur. A annarri bryggjunni stóð harðfiskhjallur og brotnaði hann í spón. 1 þeim hjalli var Framhald á bls. 39 Hef ekkert á móti blaða- mönnum um borð — segir Pétur Sigurðsson VEGNA kvartana margra aðila og nú sfðast utanrfkisráðherra um hve fréttir berist seint frá landhelgisgæzlunni hafði Mbl. samband við Pétur Sigurðsson forstjóra Landhelgisgæzlunnar í gær og spurði hann hverju þetta sætti. Pétur Sigurðsson sagði, að það gæfi auga leið, að ekki væri hægt að senda mikið frá varð- skipunum á meðan átök ættu sér stað. Ekkert væri sent frá skipunum nema með heimild skipherra. Sjálf gæfi Land- helgisgæzlan ekki út til- kvnningar fvrr en skýrar upp- lýsingar skipherra lægju fyrir. Og þegar um átök væri að ræða. væri það mjög misjafnt hve iangan tfma þau stæðu vfir. Hann sagði, að f þessu sam- bandi mætti vel koma fram, að þessu væri háttað á annan veg hjá Bretum. Einhver yfir- maður brezku skipanna hefði eftirlit með því, hvað sent væri frá borði. Þeir blaðamenn, sem væru um borð, gætu sent sínar fréttir, en það sem frá þeim kæmi teldust ekki opinberar fréttir. — Sjálfur hef ég ekkert á móti þvf að blaðamenn fái að fara með fslenzku varðskipun- um og það mál er f athugun. En þess ber að geta, að varðskipin eru sex talsins og það er ekki Ifkt þvf alltaf sem þau lenda f átökum, sem betur fer, sagði Pétur. Pétur Sigurðsson sagði, að af gefnu tilefni mætti það koma fram, að landhelgisgæzlan notaði ekki nema þegar á þvrfti að halda dulmálskóda eins og ef þyrfti að halda nöfnum leyndum. — Það, sem héir okkur mest, er, að við höfum ekki mann- skap til að senda skevti eða tala f land jafn óðum og eitthvað gerist, sagði Pétur að lokum. Pálmi Magnússon. bana er bifreið hans fór útaf veginum á Raknadalshlfð. Er þetta 4. banaslysið á þjóðvegum V-Barðastandarsýslu f haust. Nánari tildrög slyssins eru þau, að Pálmi var að koma úr mjólkur- ferð á bifreið sinni, sem er stór yfirbyggð vörubifreið, en hann annaðist mjólkurflutninga á Rauðasandi og Barðaströnd fyrir Mjólkursamlag Vestur- Barðstrendinga. Með Pálma í ferðinni var sonur hans 15 ára gamall, Helgi Páll. Attu þeir eftir aðeins tæplega 5 mínútna akstur til Patreksfjarðar þegar óhappið varð en þá voru þeir staddir skammt innan við svonefnt Sel á hlíðinni. Pálmi mun hafa áttað sig á því hvað var að gerast því hann kallaði til sonar síns að stökkva út úr bifreiðinni, hvað honum tókst en þá var bifreiðin komin útaf vegbrúninni og kom Helgi Pálí niður í urð en meiddist furðu lítið, er þó nokkuð skrámaður. Af bifreiðinni er það að segja að hún steyptist niður hlíðina og alla leið niður í fjöru en þarna er snarbratt og um 50—60 metrar niður í fjöruna. Pálmi kastaðist út úr bifreiðinni, rétt fyrir neðan miðja hlíðina og kom Helgi Páll þar að honum og var hann þá mikið slasaður. Eftir að hafa hag- rætt og hlúð að föður sinum hijóp Helgi Páll á eftir hjálp á leið til Patreksfjarðar. Aðstæðan eru svo erfiðar þarna, að er læknir og tveir lögregluþjónar komu á staðinn, varð annar lögreglu- þjónninn að fara aftur til Patreks- fjarðar eftir frekari aðstoð en hinir urðu eftir hjá hinum slasaða manni. Aðstoð barst mjög skjótt og var Pálmi fluttur á sjúkra- húsið á Patreksfirði. Meiðsli hans reyndust það alvarleg, að hann lézt skömmu eftir að hann kom á sjúkrahúsið. Pálmi heitinn var þaulvanur bifreiðarstjóri, sem vanur var að aka hina erfiðu fjallvegi hér við erfiðustu skilyrði. Helgi Páll telur orsök slyssins vera þá að steinkast úr fjallinu fyrir ofan veginn hafi lent á bílnum en mikið vatnsveður var um daginn og töluvert um grjóthrun á vegin- um. Bifreiðin er gjörónýt. Pálmi Magnússon var einn hinna kunnu Hlaðseyrarbræðra. Var hann mikill dugnaðar- og at- orkumaður. Lætur hann eftir sig eiginkonu, Þóru Magnúsdóttur hjúkrunarkonu, og 4 börn, 7—15 ára. Móðir Pálma, Kristín Finnboga- dóttir, er búsett hér á Patreks- firði, en faðir hans er látinn fyrir nokkrum árum. —Páll. Missti allt sitt í húsbruna Olafsvfk, 15. desember. UM KLUKKAN fjögur aðfarar- nótt sunnudags, kviknaði eldur f gömlu fbúðarhúsi að Sandholti 3 — öðru nafni Varmalæk. Húsið sem var Iftið einlyft timburhús, múrhúðað utan, varð alelda á svipstundu. Húsráðandi, Sól- mundur Júlfusson, verkamaður, slapp naumlega út, en kona hans og tvö ung börn voru að heiman. Siökkviliðið kom fljótt á sta inn, en þá var húsið komið að fa og brann allt sem brunnið gi Næstu hús voru mikið í hættu neistaflugi, sem barst langar lei ir undan vestanroki. Þó tókst ; forðast frekara tjón. Innbú v lágt vátryggt og er ljóst að fólk hefur orðið fyrir mikiu tjóni. T; ið er að kviknað hafi I út f olfukyntri eldavél. — Helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.